Morgunblaðið - 03.02.2004, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 03.02.2004, Qupperneq 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2004 17 Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 N‡r áfangasta›ur Co st a de l S ol 54.942kr.ámann 1. júní - verð frá í 14 nætur í íbúð á Santa Clara miðað við 2 fullorðna og 2 börn, 2ja-11 ára. Ef 2 ferðast saman: 67.830 kr. á mann í stúdíói. Innifalið er: Flug, flugvallarskattar, gisting, 10.000 kr. bókunarafsláttur, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Plúsfer›um er mikil ánægja a› kynna einn eftirsóttasta fer›amannasta› Spánar. Beint leiguflug me› íslensku flugfélagi, Frábærir gistista›ir, strandlíf og stemming sem ekki ver›ur líkt eftir - og ver›i› kemur á óvart. 10.000 kr. kynningarafsláttur fyrir 200 fyrstu sætin. Verð miðast við að bókað sé á Netinu, ef bókað er í síma eða á skrifstofu bætast við 2.000 kr. þjónustugjöld á hverja bókun. Loft lei›ir- Icelandair, í sólina. GEORGE W. Bush Bandaríkja- forseti skýrði frá því í gær að hann hefði ákveðið að láta hefja víðtæka og óháða rannsókn á þeim gögnum sem bandarískar leyniþjónustu- stofnanir lögðu fram fyrir innrás Bandaríkjamanna í Írak. Þetta er gert í ljósi þess að gereyðingarvopn hafa ekki fundist í Írak en ógnin sem af þeim var sögð stafa var helsta réttlætingin fyrir því að ákveðið var að fara með hernaði gegn stjórn Saddams Husseins Íraksforseta. Bush var áður mótfallinn því að málið yrði rannsakað nánar. Repúblikanar og demókratar á Bandaríkjaþingi hafa lagt hart að honum að hefja rannsókn á gögnum bandarískra leyniþjónustustofnana og bárust vísbendingar um það á sunnudag að hann hefði látið undan þrýstingnum. Krafan um opinbera rannsókn magnaðist um allan helming þegar David Kay, yfirmaður vopnaleitar Bandaríkjamanna í Írak, sagði af sér og lýsti yfir því að hann teldi að Írakar hefðu ekki ráðið yfir efna-, sýkla- eða kjarnorkuvopnum. Kay hélt því fram að leyniþjónustustofn- anir Bandaríkjamanna hefðu al- gjörlega brugðist þegar þær héldu því fram að Írakar réðu yfir gjör- eyðingarvopnum og hefðu þannig brotið gegn ályktunum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Líkist rannsókn Warren-nefndarinnar Samkvæmt upplýsingum frá Hvíta húsinu mun óháð nefnd ann- ast rannsóknina. Hún verður byggð upp á svipaðan hátt og gert var þegar Warren-nefndin svokallaða rannsakaði morðið á John F. Kenn- edy, fyrrum Bandaríkja- forseta, á sjö- unda áratugn- um. Gert er ráð fyrir að fulltrúar beggja stóru flokkanna í Bandaríkjunum sitji í nefndinni. Bandaríska dagblaðið The Wash- ington Post greindi í gær frá því að ekki væri búist við að rannsókninni yrði lokið fyrr en eftir forsetakosn- ingarnar í nóvember. Sagði í frétt blaðsins að með þessu hygðist Bush forseti reyna að slá á gagnrýn- israddir og draga úr umræðunni um málið fyrir kosningarnar. Gert væri ráð fyrir að forsetinn skipaði níu menn í nefndina. Demókratar herða árásirnar Fréttaskýrendur kváðust í gær búast við því að bandaríska leyni- þjónustan, CIA, og yfirmaður henn- ar, George Tenet, ættu tæpast von á góðu. Bill Clinton Bandaríkja- forseti skipaði Tenet yfirmann CIA á sínum tíma og háværar raddir voru um að honum bæri að víkja eftir árás hryðjuverkamanna á Bandaríkin 11. september 2001. Þá atlögu stóð Tenet af sér þrátt fyrir að rannsókn leiddi í ljós að CIA hefði ekki brugðist við upplýsingum um að hryðjuverkamenn kynnu að ráðgera umfangsmikla árás í Bandaríkjunum. Pólitískir andstæðingar Bush hafa hert mjög árásir sínar á forsetann eftir að David Kay lét þau orð falla að hann teldi að engin gereyðing- arvopn væri að finna í Írak. Þátttakendur í forkosningum Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna í haust hafa vænt forsetann um að hafa logið að þjóðinni og ýkt hættuna í því skyni að réttlæta innrásina í Írak. „Við þurfum að fá fram hið sanna í málinu. Hvaða upplýsingum bjó forsetinn yfir? Hvaða upplýs- ingar fékk forsetinn frá leyniþjón- ustustofnunum? Voru upplýsing- arnar gallaðar? Ýktu forsetinn og varaforsetinn fyrirliggjandi gögn?“ spurði öldungadeildarþingmaðurinn John Edwards í sjónvarpsviðtali á sunnudagskvöld en hann er einn þeirra sem sækjast eftir útnefningu sem forsetaframbjóðandi Demó- krataflokksins. Keppinautur hans, Howard Dean, sagði ekki vitað hvort forset- inn hefði fengið gallaðar upplýs- ingar eða hvort Bush og helstu að- stoðarmenn hans hefðu haft áhrif á niðurstöður sérfræðinganna. Dean kvaðst hlynntur rannsókninni en hann er sá af frambjóðendum Demókrataflokksins sem ákafast hefur gagnrýnt innrásina í Írak. Lott hlynntur rannsókn Nokkrir áhrifamiklir flokks- bræður Bush hafa og lýst yfir því að þeir vilji að rannsókn fari fram. „Ég er almennt og yfirleitt ekki mikill aðdáandi rannsókn- arnefnda … En í þessu tilfelli leik- ur enginn vafi á að leyniþjónustan brást með einum eða öðrum hætti,“ sagði Trent Lott, sem á sæti í leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í viðtali á sunnu- dagskvöldið. Bush hefur á síðustu dögum leitt spurningar varðandi gereyðing- arvopn Saddams Husseins hjá sér. Á föstudag sagði Bush að hann vildi fá „að vita staðreyndirnar“ um meinta vopnaeign Íraka fyrir inn- rásina. Nefnd rannsakar upplýsingar um vopnaeign Íraka Bush hyggst skipa óháða nefnd til að rannsaka fram- göngu leyniþjónustustofnana fyrir innrásina í Írak Washington. AFP. ’ En í þessu tilfellileikur enginn vafi á að leyniþjónustan brást með einum eða öðrum hætti. ‘ AP Bush Bandaríkjaforseti á fundi í Hvíta húsinu í gær ásamt Colin Powell utanríkisráðherra (t.v.) og Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.