Morgunblaðið - 03.02.2004, Qupperneq 20
Fjöldi óhappa í umferðinni | Alls
voru skráð fimmtán umferðaróhöpp
á Akureyri um helgina og var fólk
flutt á slysadeild úr þremur þeirra
en enginn mun þó hafa hlotið alvar-
lega áverka. Af þessum fimmtán
urðu níu á föstudaginn og er það
með meira móti á einum degi. Háir
ruðningar og hálka er víða í bænum
og akstursaðstæður því verri en
venjulega. Þess vegna verða öku-
menn að sýna ýtrustu varkárni að
því er fram kemur í umfjöllun um
helstu verkefni lögreglu.
Valt í Víkurskarði | Síðdegis á
laugardag valt bifreið í Víkurskarði
er ökumaður missti vald á henni
vegna hálku. Fór bifreiðin út af veg-
inum efst í skarðinu og valt tvær
veltur. Fjórir voru í bifreiðinni og
voru þeir fluttir á sjúkrahús til skoð-
unar. Fjarlægja þurfti bifreiðina
með kranabíl.
Morgunblaðið/Kristján
AKUREYRI
20 ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Skákþing | Skákþing Akureyrar 2004 hófst
sl. sunnudag og voru 16 keppendur mættir til
leiks og tefla í einum flokki. Í fyrstu umferð
bar mest á óvæntum en verðskulduðum sigri
Skúla Torfasonar á Birni Ívari Karlssyni auk
þess sem Halldór B. Halldórsson vann snarp-
an sóknarsigur á Sigurði Eiríkssyni. Þá lagði
Þór Valtýsson Stefán Bergsson örugglega í
toppslag umferðarinnar.
Önnur umferð verður í kvöld, þriðjudags-
kvöldið 3. febrúar og hefst kl. 19.30.
ALLS komu tæplega 317.000 gestir í Sund-
laug Akureyrar á síðasta ári, eða rúmlega
25.000 færri en árið áður. Gísli Kristinn
Lórenzson forstöðumaður sagði að um-
fangsmiklar breytingar hefðu staðið yfir í
sundlauginni sl. sumar, sem hefði haft
áhrif á aðsókn. Einnig snjóleysi, þar sem
skíðafólk sé jafnan fyrirferðarmikið í sundi
í mars og apríl ár hvert. „Hins vegar erum
við farin að merkja jákvæðar breytingar
eftir að þessum framkvæmdum lauk og
horfum björtum augum til framtíðar.“
Gísli Kristinn sagði að það hefði einnig
haft áhrif á aðsókn að ekki var hægt að
hafa fjölskyldugarðinn opinn sl. sumar og
lítið sumarið 2002, vegna framkvæmda.
„Nú verður garðurinn tilbúinn strax 1. júní
í sumar og með eitthvað af nýjum tækjum.
Það hefur verið tekin ákvörðun um að setja
nokkrar milljónir króna í garðinn, þannig
að við verðum mun betur í stakk búin til að
taka á móti fólki en undanfarin ár.“
Gríðarlega umfangsmiklar framkvæmdir
hafa staðið yfir í Sundlaug Akureyrar á
árinu 1994 og nánast öllu verið kollvarpað
nema gömlu innilauginni. Gísli Kristinn
sagði að frá því að framkvæmdum lauk í
haust hefði aðsóknin aukist jafnt og þétt á
ný og aðsóknin nú í janúar var með allra
besta móti.
„Þegar allt er hér í fullum gangi, eigum
við að geta fengið um 500.000 gesti á ári, í
sundlaugina, fjölskyldugarðinn og Íþrótta-
húsið í Laugagötu.“
Heldur færri gestir komu í Sundlaug Akureyrar í fyrra en árið áður
Framkvæmdum lokið
og aðsókn eykst á ný
Morgunblaðið/Kristján
Félagarnir Magnús Már og Þórður Mar kunna vel við sig í nýju barnapottunum.
AKUREYRSKIR karlmenn hafa
greinilega áhuga á heilsu sinni
en húsfyllir var í Ketilhúsinu sl.
laugardag á ráðstefnu um karla-
heilsu. Konur hafa ekki síður
áhuga á heilsu karla, því það
voru konur í Lionsklúbbnum Ösp
sem stóðu fyrir ráðstefnunni,
sem var þó aðeins ætluð körlum.
Ingvar Þóroddsson, endurhæf-
ingarlæknir FSA á Kristnesi, var
á meðal fyrirlesara en erindi
hans bar yfirskriftina; „Eru karl-
ar þyngdar sinnar virði?“ Ingvar
sagði í samtali við Morgunblaðið
að það hefði verið jákvætt
hversu margir mættu á ráðstefn-
una, eða um 170 manns. Þá hefðu
menn yfirleitt verið ánægðir með
það sem fram var borið.
Aðspurður hvort honum hefði
tekist að svara spurningunni í
fyrirlestri sínum sagði Ingvar.
„Niðurstaðan er eiginlega sú að
því verði hver og einn að svara
fyrir sig. Hins vegar er þeim allt-
af að fjölga hlutfallslega sem eru
of feitir. Því fylgja sjúkdómar
eins og sykursýki, hjarta- og
æðasjúkdómar, kæfisvefn og
fleira. Þannig að svarið við
spurningunni er í raun það að
menn séu þyngdar sinnar virði ef
þeir eru ekki of þungir. Og held-
ur ekki sverari um mittið en
mjaðmirnar því sú fita sem safn-
ast á mann miðjan hefur óheppi-
legri samsetningu en þessi fita
sem er dreifð. Í henni er meira af
óhollri fitu og því eiga menn að
hafa það sem markmið að vera
mjórri um mittið en mjaðmirn-
ar,“ sagði Ingvar.
Hann sagði því mikilvægt að
passa upp á mataræðið en jafn-
framt að hver og einn fyndi sér
hreyfingu sem honum hentaði og
félli best inn í hans daglega
amstur. „Það má ekki gera þetta
allt of flókið.“
Auk Ingvars fluttu fyrirlestra
þeir Jón Þór Sverrisson, hjarta-
sjúkdómafræðingur FSA, Pétur
Pétursson, heilsugæslulæknir
og yfirlæknir Heilsugæslu-
stöðvarinnar á Akureyri, og
Valur Þór Marteinsson, þvag-
færasjúkdómasérfræðingur
FSA. Fundarstjóri var Jón
Bjarni Þorsteinsson, heilsu-
gæslulæknir á Sólvangi í Hafn-
arfirði.
„Eru karlar þyngdar sinnar virði?“
Aðeins ef þeir eru
ekki of þungir
Morgunblaðið/Kristján
Ingvar Þóroddsson, endurhæfingarlæknir FSA, flutti fyrirlestur á
ráðstefnunni sem bar yfirskriftina Eru karlar þyngdar sinnar virði?
Morgunblaðið/Kristján
Húsfyllir var á ráðstefnu Lionsklúbbsins Aspar um heilsu karla í Ketilhúsinu.
Foreldrasamstarf | Fræðslufundur á vegum
skólaþróunarsviðs kennaradeildar Háskólans
á Akureyri verður haldinn í dag, þriðjudaginn
3. febrúar. Að þessu sinni flytur Bryndís Sím-
onardóttir, fjölskylduráðgjafi í Hlíðarskóla, er-
indi sem hún nefnir:
Foreldrasamstarf í Hlíðarskóla
Eitt af séreinkennum Hlíðarskóla er að
þátttaka foreldra í skólastarfinu og þátttaka
starfsmanna skólans í uppeldinu er til muna
meira en gengur og gerist í öðrum skólum. Í
fyrirlestrinum verður gerð grein fyrir for-
eldrasamstarfi í Hlíðarskóla og megininntaki í
meðferðarstarfi í skólanum.
Fræðslufundurinn hefst kl. 16.15 í stofu 16 í
Þingvallastræti 23.
Um fordæmi og valdamörk dómstóla |
Jón Steinar Gunnlaugsson hæstarétt-
arlögmaður flytur fyrirlestur á Lög-
fræðitorgi í dag, þriðjudaginn 3. febrúar
kl. 16.30 í Þingvallastræti
23, stofu 24. Hann nefn-
ist:
Um fordæmi og vald-
mörk dómstóla
Á undanförnum árum
hefur borið á ágreiningi
milli íslenskra lögfræð-
inga um valdmörk dóm-
stóla. Í erindi sínu mun
Jón Steinar fjalla um ólík
sjónarmið varðandi for-
dæmi og valdmörk dóm-
stóla. „Deiluaðilar skiptast í tvö horn. Ann-
ars vegar hafa þeir talað, sem telja að
dómstólar hafi þýðingarmiklu hlutverki að
gegna við að setja lagareglur, þegar þeir
leysa úr deilumálum. Hins vegar eru þeir
sem telja að dómstólar hafi ekki slíku hlut-
verki að gegna. Þeirra verkefni sé að
finna réttarregluna sem í gildi var þegar
sá atburður varð, sem ágreiningi veldur,
en ekki að setja nýja reglu. Jón Steinar til-
heyrir þessum síðari flokki lögfræðinga.
Hann gaf út á síðasta ári bókina „Um for-
dæmi og valdmörk dómstóla“, þar sem
meðal annars er gerð grein fyrir sjón-
armiðum sem þetta varða,“ segir í frétt
um fyrirlesturinn.
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Jafnréttissjónarmið | Á síðasta fundi
jafnréttis- og fjölskyldunefndar lagði Þor-
lákur Axel Jónsson, fulltrúi Samfylking-
arinnar, fram fyrirspurn um hvaða sjón-
armið hafi verið lögð til grundvallar við
ráðningu sviðsstjóra stjórnsýslusviðs í ljósi
jafnréttisstefnu Akureyrar. Á fundinum var
lögð fram greinargerð með tillögu bæj-
arstjóra um ráðningu í starfið. Þorlákur
Axel og Tryggvi Þór Gunnarsson óskuðu
bókað: „Í greinargerð með tillögu bæj-
arstjóra um ráðningu sviðsstjóra stjórn-
sýslusviðs kemur ekki fram með hvaða
hætti jafnréttissjónarmið voru höfð til hlið-
sjónar við mat á hæfni umsækjenda.“
Trésmíði | Námskeið í trésmíði
verður haldið í Verkmenntaskól-
anum á Akureyri og hefst það 18.
febrúar næstkomandi og verður
samtals í 6 skipti, 18 kennslu-
stundir. Kennsla fer fram á full-
búnu verkstæði skólans, en m.a.
verður fjallað um efnisval, vinnu-
brögð og verkfæri. Þá munu þátt-
takendur búa til lítinn nytjahlut úr
tré sem unninn verður í vélum og
höndum.
Lokun hafnarsvæðis | Á fundi
umhverfisnefndar var lagt fram til
kynningar bréf frá hverfisnefnd
Oddeyrar. Þar kemur fram að nefnd-
in telur óviðunandi að loka hafn-
arsvæðinu á Oddeyrartanga var-
anlega fyrir almenningi.
Útivistargildi þessara mannvirkja er
óumdeilanlegt og gönguleiðin með-
fram Strandgötunni og þetta hafn-
arsvæði hafa skapað eftirsóknarvert
og samfellt útivistarsvæði fyrir bæj-
arbúa. Aðgengi að sjónum hefur tæp-
lega verið betra nokkurs staðar á Ak-
ureyri. Nefndin beinir því til
embættismanna og kjörinna fulltrúa
að taka á þessu máli af skynsemi og
með hagsmuni íbúanna í huga í stað
sértækari hagsmuna og telur að
leysa megi öryggismál hafnarinnar á
annan hátt með hagsmuni almenn-
ings að leiðarljósi. Umhverfisráð
samþykkti að fela skipulags- og
byggingafulltrúa að gera hverf-
isnefndinni grein fyrir stöðu málsins.