Morgunblaðið - 03.02.2004, Blaðsíða 22
AUSTURLAND
22 ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Vopnafjörður | Merki sem vara við
hreindýrum eru komin upp á Háreks-
staðaleið og ekki vanþörf á. Búið er
að keyra á á ann-
an tug hreindýra í
vetur. Flughálka
er á leiðinni milli
Egilsstaða og Ak-
ureyrar, en svell
er yfir öllum veg-
inum. Vert er að
vara við snjógöng-
um sem eru kom-
in á nokkrum
stöðum á Mývatnsöræfum en veg-
urinn er snjólaus nema í göngunum
en þar skefur og getur verið þæf-
ingur á þessum stuttu köflum.
Varað við
hreindýrum
Ljósmynd/Sig. Aðalsteinsson
Óvenju mörg umferðaróhöpp hafa orðið í ár af völdum hreindýra, flest á
Háreksstaðaleið og við Kárahnjúkaveg.
Bergen breytt | Nótastöð Eskju á
Eskifirði, sem kölluð hefur verið
Bergen, gengur nú í endurnýjun líf-
daganna. Klif ehf. hefur keypt húsið
og á að breyta því í íbúða- og þjón-
ustuhúsnæði. Munu eiga að vera sex
íbúðir í húsinu auk þjónusturýmis. Þá
verður umhverfi hússins tekið í yf-
irhalningu, m.a. gömul bryggja neðan
hússins, sem breyta á í verönd.
Fíkniefni | Lögreglan á Egils-
stöðum lagði hald á töluvert magn af
kannabisefni um helgina. Stöðvaði
lögregla bíl í nágrenni bæjarins um
fimmleytið á laugardagsmorgun
vegna gruns um fíkniefni. Tveir voru
í bílnum og játaði annar þeirra, karl-
maður um fertugt, að eiga efnið, um
70 g af kannabis og sagði þau ætluð
til eigin neyslu. Honum var sleppt að
yfirheyrslu lokinni og telst málið
upplýst.
Shell | Skeljungur ætlar að leigja
bensínafgreiðslu og verslunarhús-
næði á Seyðisfirði út. Um er að ræða
eignir sem fyrirtækið keypti fyrir
nokkru af Olíufélaginu, en núverandi
Shellstöð við innkomuna í bæinn
verður aflögð. Einnig hefur versl-
unarhúsnæði Skeljungs á Reyð-
arfirði verið auglýst til leigu.
Nýr á Þróunarstofu | Þróun-
arfélag Austurlands hefur ráðið
Stefán Stefánsson rekstrarhagfræð-
ing sem framkvæmdastjóra Þróun-
arstofu Austurlands. Stefán er
rekstrarfræðingur frá Viðskiptahá-
skólanum á Birfröst, með próf í al-
þjóðastjórnun frá Álaborgarháskóla
og lýkur mastersgráðu í alþjóða-
rekstrarhagfræði frá Álaborgarhá-
skóla í febrúar. Hann starfaði sem
lánasérfræðingur hjá Íslandsbanka
á Akureyri 1993–2000 og var eftir
það við framhaldsnám í Álaborg.
Stefán tekur við stöðunni í febrúar
og mun einnig gegna starfi fram-
kvæmdastjóra Atvinnuþróunarsjóðs
Austurlands. Þær breytingar hafa
orðið á innri starfsemi Þróunarstofu
að Halldór Eiríksson rekstrarhag-
fræðingur tekur yfir stjórnun á við-
skiptasviði, sem Gunnar Vignisson
hefur sinnt síðustu ár, en Gunnar
mun veita byggðasviði forstöðu. Við-
skiptasvið veitir þjónustu á sviði at-
vinnulífs og byggðasvið þjónustu á
sviði sveitarstjórnarmála. Á vef Þró-
unarstofunnar greinir jafnframt frá
því að frekari skipulagsbreytinga sé
að vænta á starfseminni á næstu vik-
um.
Heitavatnsleit | Á Reyðarfirði hef-
ur fundist rúmlega fjörutíu gráða heitt
vatn í 290 m djúpri tilraunaholu við
bæinn Sléttu, innarlega í firðinum. 15-
20 l/sek komu úr holunni þegar bor
hitti æðina í fyrrakvöld, en nú streyma
um 5 l/sek úr holunni. Vonir eru
bundnar við að vatnið úr holunni geti
notast í hitaveitu á Reyðarfirði.
Nú er búið að bora yfir áttatíu til-
raunaholur í Fjarðabyggð í heita-
vatnsleitarverkefni sveitarfélagsins.
Menningarmiðstöð | Til stendur
að gera húsið Kaupvang á Vopnafirði
að menningarmiðstöð. Húsið var
byggt árið 1882 og á sér mikla sögu.
Verða um tíu milljónir króna veittar
til endurbyggingar þess í ár, en búið
er að laga jarðhæð og verður næst
ráðist í endurbyggingu annarrar
hæðar. Hugmyndir eru uppi um að
koma á fót safni um bræðurna og
Vopnfirðingana Jón Múla og Jónas
Árnasyni í húsinu og einnig sögusýn-
ingu vesturfara af svæðinu. Upplýs-
ingamiðstöð fyrir ferðafólk var rekin
á jarðhæð Kaupvangs sl. sumar.
Klassísk söngkeppni | Óperu-
stúdíó Austurlands hyggst á árinu
standa fyrir söngkeppni klassískra
söngvara. Er um nýjung að ræða í
starfsemi Óperustúdíósins, sem
þekkt er fyrir tónlistarhátíðina Bjart-
ar nætur í júní og óperuflutning á
Eiðum. Ákveðið var í vetur að setja
ekki upp óperu í vor eins og und-
anfarin ár og mun ástæðan vera þörf
til að endurskipuleggja starfsemina
og hvíla þann mannskap sem hefur
lagt gjörva hönd að verki í sjálboða-
vinnu kringum uppfærslur.
Söngvarakeppnin á að höfða til
ungra, klassískra söngvara og eiga
rétt á þátttöku þeir sem eru að ljúka
söngnámi hérlendis eða í námi á er-
lendri grund. Áskilið er að þátttak-
endur séu ekki eldri en þrítugir.
Keppnin verður kynnt nánar síðar,
en Óperustúdíóið hyggst halda sínu
striki með Björtum nóttum í júní í
vor, sem einkanlega mun skarta fjöl-
breyttum tónleikum.
Í stjórn Óperustúdíós Austurlands
sitja nú Ragnhildur Rós Indriða-
dóttir formaður, Sigurður Jónsson,
Halla Eiríksdóttir, Anna María Pitt
og Karen Erla Erlingsdóttir. Fram-
kvæmdastjóri er Ásta Schram Reed
og listrænn stjórnandi og stofnandi
Óperustúdíósins er Keith Reed.
Fjarðabyggð | Í könnun sem Bæj-
arins besta lét gera á dögunum
kemur í ljós að Fjarðabyggð býður
upp á lægstu leikskólagjöldin í níu
sveitarfélaga úrtaki, hvort sem um
er að ræða gjald fyrir eitt barn eða
systkini.
Í úrtakinu voru Reykjanesbær,
Akranes, Vesturbyggð, Ísafjarð-
arbær, Bolungarvík, Skagafjörður,
Akureyri, Fjarðabyggð og Vest-
mannaeyjar.
Samkvæmt könnuninni eru leik-
skólagjöld hæst á Ísafirði og litlu
lægri á Akureyri. Munur á hæstu
og lægstu gjöldum er um 40%.
Í Fjarðabyggð stendur til að fara
í ýmsar framkvæmdir við leikskóla.
Verið er að hanna ríflega helmings-
stækkun leikskólans á Reyðarfirði.
Þá er nefnd að athuga leiðir til úr-
bóta vegna stækkunar leikskólans í
Neskaupstað, Sólvalla og eru 12,5
milljón króna ætlaðar skólanum í ár
í fjárhagsáætlun sveitarfélagins, en
alls 50 milljónir á næstu fjórum ár-
um. Sólvellir voru byggðir árið 1970
og eru nú um 535 fm að stærð. 28
börn eru á biðlista eftir leik-
skólaplássi og þrátt fyrir tiltölulega
nýja viðbyggingu þykir sýnt að
leysa þarf húsnæðisskort hratt.
Börn eru tekin í leikskólann árs-
gömul, en nú eru 93 börn á Sól-
völlum og um 30 manns vinna við
skólann í 19 stöðugildum alls.
Húsnæðisskortur
brýnt úrlausnarefni
Halla Höskuldsdóttir, leik-
skólastjóri í Neskaupstað, segist
fagna því að Fjarðabyggð bjóði upp
á sanngjörn leikskólagjöld. Hún
hefur þó áhyggjur af vaxandi bið-
lista við leikskólann.
„Húsnæðisskortur vegna biðlista
hefur verið viðvarandi vandamál“
segir Halla. „Fyrir nokkru síðan var
að tillögu vinnunefndar byggt hér
viðbótarhúsnæði eða séreining við
leikskólann til að mæta löngum bið-
lista. Hún var tekin í notkun 1. apríl
sl. og var strax fyrirsjáanlegt að
hún gerði ekkert meira en að losa
þann biðlista sem þá var. Nú er
þessi nefnd tekin til starfa aftur og
henni var falið að koma með lausnir.
Í framhaldi af því á svo að halda
áfram og taka ákvörðun um end-
anlega lausn. Það er að segja hvort
byggja á við það húsnæði sem fyrir
er og laga það, eða fara út í að
byggja nýjan leikskóla.“
Fölnandi rós í hnappagati
sveitarfélagsins
Halla segir fjárframlög af heldur
skornum skammti miðað við hvað
gera þurfi í málefnum Sólvalla. „Það
er auðvitað verið að skoða málið, til
dæmis hvort nýta má eitthvert hús-
næði í eigu sveitarfélagsins í þau
tvö til þrjú ár sem fjárveitingar
verða af skornum skammti. Nú þarf
að láta teikna upp það húsnæði og
svæði sem við höfum hér á Sól-
völlum og koma með endanlegar
kostnaðartölur svo við sjáum hvort
uppbygging hér sé eitthvað sem
borgar sig að fara í, þannig að úr
verði viðunandi leikskóli þegar upp
er staðið. Það er varasamt að
prjóna alltaf við það sem gamalt er
og hugsanlega henda milljónum í
eitthvað sem stendur ekki undir
hlutverki sínu.“
Halla segir Sólvelli á sínum tíma
hafa verið mjög glæsilegan leik-
skóla og rós í hnappagat Neskaup-
staðar. „Það var litið til þeirrar
framsýni sem fólst í byggingu hans
og metnaðar í ráðningu fagfólks. Nú
eru breyttir tímar og við erum að
súpa seyðið af því að hafa fram-
kvæmt hér breytingar sem ekki eru
nægilega góðar í dag. Samt eru ekki
nema fimm til sjö ár síðan þær voru
gerðar. Það ber líka að taka það
fram að völlurinn við skólann er erf-
iður og þarfnast verulegra úrbóta.
Kannski stendur það í ráðamönnum
að þeim þykir stuttur tími liðinn frá
þessum framkvæmdum. En í svona
hröðum breytingum er hálfur ára-
tugur langur tími.“
Öngþveiti í morgunsárið
Aðgengi við leikskólann þykir
stórvarasamt og hafa foreldrar
lengi beiðst úrbóta en talað fyrir
daufum eyrum. „Aðgengið er mjög
bagalegt,“ segir Halla. „Það er erf-
itt allan ársins hring og ekki batnar
það að vetrarlagi. Leikskólinn
stendur þannig að umferðargötur
eru upp við girðingu allt í kring og
ekki gert ráð fyrir nema þremur
bílastæðum. Á bilinu 80 til 90 börn
og annað eins af foreldrum og bílum
koma hér að húsinu milli kl. átta og
níu á morgnana og örtröðin og að-
staðan þvílík að veldur stór-
vandræðum. Húsið stendur þar að
auki í brekku og menn koma núna
skautandi skáhallt yfir glæruna í
brattri götunni. Aðkoman er satt að
segja rosaleg og þarf meiri háttar
breytingu á þessu ef skólinn á að
vera hér áfram.“
Halla fer ekki dult með að hún og
starfsfólk Sólvalla telji farsælast að
byggja nýtt skólahúsnæði í stað
þess að bæta nýjum útúrdúrum við
hið gamla. „Við erum samt opin fyr-
ir öllum góðum tillögum og sjáum
hverju fram vindur.“
Leikskólinn í Neskaupstað annar ekki eftirspurn þrátt fyrir nýlega viðbyggingu
Fólksfjölgun og hröð uppbygg-
ing kallar á skjót viðbrögð
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
Vantar viðbyggingu, nýjan leikvöll og bætt aðgengi: Þeir eru kátir fyrir
því, þessir þrír guttar á Sólvöllum; Óðinn Smári Albertsson, Viktor Máni
Roman og Eysteinn Ágústsson.
Loðnan | Miklar annir hafa verið í
loðnufrystingu hjá Loðnuvinnslunni á
Fáskrúðsfirði síðustu dagana. Búið er
að frysta á annað þúsund tonn síðustu
tíu dagana og til að hafa við loðnunni
voru skipverjar á Ljósafellinu teknir í
hópinn sem vinnur í frystingunni.
Mestur fiskur á haus
Á vef Loðnuvinnslunnar kemur fram
að Fáskrúðsfjarðarhöfn var sjötta afla-
hæsta höfn landsins á liðnu ári. Sé
íbúafjölda byggðarlags hafnarinnar
deilt í aflatölur og fundinn út afli á íbúa
er Fáskrúðsfjörður með hæstu aflatöl-
una á hvern íbúa, eða 200 tonn á haus.
Á eftir kemur Seyðisfjörður með 198
tonn á íbúa, Neskaupstaður er í þriðja
sæti með 183 tonn og Eskifjörður í
fjórða sæti með 171 tonn á íbúa. Höfnin
í Neskaupstað var aflahæsta höfn síð-
asta árs og Eskifjarðar- og Seyðisfjarð-
arhafnir vermdu þriðja og fjórða sætið
á listanum. Upplýsingarnar eru fengn-
ar úr síðasta tbl. Fiskifrétta.
Morgunblaðið/Kristinn