Morgunblaðið - 03.02.2004, Page 24
DAGLEGT LÍF
24 ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
KÍL&LÓ?
FÆRRI
ER KOMINN TÍMI Á
Í góðum málum
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
I
Y
D
D
A
•
1
1
2
1
9
/
sia
Á hátískusýningu sem haldin var í Róm
á tískuvikunni þar í borg í síðustu viku
kynntu hönnuðir vor- og sumartísk-
una. Það er óhætt að segja að margt
nýstárlegt, óvenjulegt og skrítið hafi
verið meðal þess sem þar var kynnt til
sögunnar. Myndirnar tala sínu máli.
TÍSKA
Dýraríkið: Susanna Liso kynnti línu
sína fyrir vorið og sumarið sem hún
kallar Skjaldbökurnar.
Öðruvísi: Sýnishorn af vor- og sumar-
línu Ítalska hönnuðarins Roberto
Musso. Hattarnir á sýningunni í Róm
vöktu talsverða athygli þar sem þeir
eru stórir og áberandi.
Yfirstærð:
Pípuhattur
með stæl
hannaður af
Roberto Musso
og tveir hattar
sem minna
mest á álfa
og ævin-
týri.
Nýstárlegt: Ítalski hönnuðurinn Bianca
Maria Gervasio kynnti vor- og sumarlínu
sína á tískuvikunni í Róm á dögunum. Með-
al annars kynnti hann til sögunnar þessa
flík sem minnir kannski dálítið á hreiður.
Frumleiki
á ítalskri
tískuviku
R
eu
te
rs
NÆRINGARFRÆÐINGAR hafa nú komist að því að meiri
svefn geti verið lykill að lausn þeirra, sem þurfa að heyja ei-
lífa baráttu við aukakílóin. Klukkutíma aukasvefn á hverri
nóttu geti þannig leitt til þyngdartaps, fari menn einfaldlega
fyrr í háttinn en endranær í stað þess að drolla fram eftir
öllu, sem aftur leiðir til meira narts og minni hreyfingar.
Of lítill svefn hafi þannig áhrif á efnaskipti mannslíkam-
ans, sem ekki nær að melta matinn á eins virkan hátt og til er
ætlast, að því er segir í nýlegri frétt í breska blaðinu Evening
Standard, þar sem vísað er til rannsóknar í þessu efni.
„Þegar við erum þreytt, leitum við gjarnan í mat, en svo
virðist sem líffræðilegt samhengi sé þarna á milli sem við áð-
ur höfum ekki gert okkur grein fyrir,“ segir Karen Collins
frá bandarísku krabbameinsrannsóknastöðinni, en hún er á
því að hormónabreytingar megi m.a. rekja til svefnskorts.
Kenning hennar er sótt í rannsókn, sem gerð var við To-
yama-háskólann í Japan, en þar settu vísindamenn svefn-
skort barna í samhengi við hvernig líkami þeirra melti sykur.
Rannsóknin náði til sex og sjö ára gamalla barna. Börn, sem
sváfu í átta til níu tíma á nóttu, voru tvisvar sinnum líklegri
til að vera of þung en börn, sem fengu níu til tíu tíma svefn á
nóttu.
Afleiðing streitu
Kenningar Collins hafa ekki verið hafnar yfir gagnrýni og
hafa sérfræðingar bent á að svefnskortur sé fyrst og fremst
afleiðing streitu, sem aftur sé undirliggjandi ástæða efna-
skiptatruflana. Hægt væri að segja að nútímalífið, vinnuálag-
ið og fjölskylduvandamálin geti í senn verið streituvaldandi
þættir, sem leitt gætu til óreglulegs blóðsykurs. „Til að fást
við það, borðum við, sem aftur getur leitt til óreglulegs
svefns þar sem blóðsykurmagnið sveiflast til alla nóttina. Ef
fólk býr við streitu, er það því líklegra til að vakna upp um
miðja nótt,“ segir breski næringarfræðingurinn Natalie Sav-
ona og Jim Horne, yfirmaður svefnrannsókna við Lough-
borough háskólann, tekur í sama streng og klykkir út með
því að segja: „Svefnmagnið er ekki svo mikilvægt, heldur eru
það svefngæðin sem skipta höfuðmáli.“
MEGRUN
Efnaskiptin
virkari í svefni
AP
Svefnlengd: Börn sem sváfu í átta til níu tíma á nóttu voru
tvisvar sinnum líklegri til að vera of þung en börn sem
fengu níu til tíu tíma svefn á nóttu.