Morgunblaðið - 03.02.2004, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 03.02.2004, Qupperneq 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2004 25 „ÞETTA er mjög fallegt og róm- antískt prógramm,“ segir Hanna Dóra Sturludóttir sópransöngkona um lögin sem hún syngur á tón- leikum með Steinunni Birnu Ragn- arsdóttur píanóleikara í Salnum í kvöld kl. 20. Hluti af sönglögunum kom út á geisladiski þeirra fyrir tveimur árum, en önnur hafa þær ekki flutt saman áður. „Við bættum við Mignon ljóðum eftir Hugo Wolf, sönglögum eftir Richard Strauss og Grieg, og Jórunni Viðar, en verðum auk þess með fleiri íslensk lög: Draumalandið, Í fjarlægð og fleira fallegt. Þetta er allt ljúft en mjög lit- ríkt.“ Hanna Dóra segir ljóðin um Mig- non svolítið alvarlegri enn annað á efnisskránni og gífurlega falleg. Það er auðheyrt að henni þykir sér- staklega vænt um þessi lög, enda lærði hún þau á sínum tíma undir handleiðslu ekki ómerkari ljóða- túlkanda en Dietrich Fischer- Dieskau. „Mig hefur alltaf langað til að syngja þau, en þau hafa bara aldrei passað í prógramm hjá mér fyrr en núna.“ Ljóðin um Mignon eru eftir Göthe og mörg þekkt tónskáld hafa samið tónlist við þau, þar á meðal Schu- bert, Schumann, Tsjaíkvoskíj, Dup- arc, Beethoven og Liszt. En hvernir skyldi Hugo Wolf túlka ljóðin um stúlkuna Mignon í þeim samanburði. „Ég þekki ekki öll verkin sem byggð eru á ljóðunum, en af þeim sem ég hef heyrt finnst mér Hugo Wolf leggja mesta áherslu á einfaldleik- ann. En svo á hann það til að skipta allt í einu um hljóm, og nær manni alveg innundir skinn. Á fyrstu æf- ingunni okkar Steinunnar Birnu fengum við hreinlega gæsahúð á þessum augnablikum, og þorðum varla að anda, hann nær slíkum tök- um á manni.“ „Það var alveg eins og við værum ekki lengur einar í her- berginu,“ bætir Steinunn Birna við. „Wolf setur ljóðin í þann búning að allar þær kenndir og tilfinningar sem takast á í ljóðunum ná helj- artökum á manni,“ segir Hanna Dóra. „Mér finnst þau alveg mögn- uð.“ Steinunn Birna segir það skipta miklu máli hve Hugo Wolf gefi pían- istanum mikið að spila úr, hann sé bæði krefjandi við píanóleikarann, en líka mjög gefandi. Steinunn Birna líkir þeim augnablikum sem Hanna Dóra nefndi, við uppákomu sem hún sjálf lenti í á 17. júní árið 2000, þegar hún var að spila verk eftir Jórunni Viðar, og jarðskjálfti reið af í miðjum klíðum. „Það sem fór í gegnum kollinn á mér var: „Ég verð að læra að hemja mig þegar ég er að spila!“ píanóið var farið að hörfa undan mér!“ Hanna Dóra seg- ir það skemmtilega tilviljun að Steinunn Birna skuli einmitt nefna þetta, því í einu af ljóðum Mignon, Kennst du das Land, sé einmitt vísað í kraft fjallanna. „Það er verið að syngja um Ítalíu í ljóðinu, - þar sem ávextirnir vaxa á trjánum. En í síð- asta erindinu er spurt: Kennst du den Berg? Þekkirðu fjallið? og þá er ég alltaf með Ísland í huga. Fischer- Dieskau sagði: „Það er nú varla erf- itt fyrir þig að sjá fyrir þér voldug fjöll,“ og það var rétt, - ég sá fyrir mér allt Ísland - allan sjóndeild- arhringinn, þótt ég vissi vel að það væri verið að syngja um Ítalíu. Nátt- úran er bara svo ólgandi og sterk í ljóðunum og í túlkun Wolfs, að hug- urinn leitaði strax hingað í norðrið.“ Lög Jórunnar mjög söngvæn Steinunn Birna tekur undir það að sönglög Jórunnar Viðar séu stór biti fyrir píanóleikara. „Hún gerir nú samt ekki mikið píanistanum til þæginda. Það er gaman að því hvað Jórunn á það sammerkt með Beethoven, að það er ekki píanistinn sem skiptir máli, heldur tónlistin sjálf. Það er ekki mikið verið að ein- falda líf flytjandans.“ Lögin eftir Jórunni sem þær Hanna Dóra flytja, eru Úngling- urinn í skóginum, Vorljóð á Ýli, Kall sat undir kletti og Vort líf. Jórunn Viðar kom á æfingu hjá þeim um daginn til að heyra lögin sín í þeirra túlkun. „Það var mjög gaman að fá Jórunni í heimsókn. Hún sagðist hafa verið búin að gleyma því hvað lögin væru skemmtileg,“ segir Hanna Dóra. Steinunn Birna segir að lög Jórunnar séu allt of sjaldan flutt, þótt þau séu hvert öðru betra. „Það er mjög gaman að syngja þessi lög, því þau eru svo söngvæn,“ segir Hanna Dóra. Þær Hanna Dóra og Steinunn Birna halda tónleika við óperuna í Kassel í Þýskalandi 20. apríl, ásamt Viðari Gunnarssyni bassasöngvara, en Hanna Dóra hefur sungið þar sem gestasöngvari að undanförnu. Þá verða bara íslensk lög á dagskrá. Tónleikarnir eru í röð ljóðatónleika sem óperuhúsið stendur fyrir og býður söngvurum sínum að taka þátt í. Sungið um kraft fjallanna Morgunblaðið/Jim Smart Steinunn Birna og Hanna Dóra við flygil Salarins. ÓLAFUR Kvaran, safnstjóri Listasafns Íslands, og Róbert Wessman, forstjóri Pharmaco, undirrituðu í gær samning um áframhaldandi styrk Pharmaco til Listasafnsins og verður Pharma- co aðalstyrktaraðili Listasafns Ís- lands árin 2004 og 2005. Á þessu tímabili mun framlag Pharmaco til safnsins nema 12 milljónum króna. Í fréttatilkynningu frá Lista- safni Íslands segir að safnið fagni samstarfssamningnum, enda sé hann mikilvægur þáttur í því að styrkja starf þess í þeim krefjandi verkefnum sem fram undan eru. Samningurinn er framhald af samstarfi Listasafns Íslands og Pharmaco síðustu tvö ár, sem gerði Listasafninu kleift að eiga sýningarskipti við Tretjakov- safnið í Moskvu. Viðamikil sýning á íslenskri myndlist fór til Moskvu árið 2002 og hingað kom sýning á rússneskri myndlist frá aldamót- unum 1900. Á þessu ári kemur hingað stór sýning á bandarískri samtímalist frá Astrup Fearnley listasafninu í Ósló og verður sýningin framlag Listasafns Íslands til Listahátíð- ar. Sýningin nefnist Í nærmynd og á að vekja áhorfandann ræki- lega til umhugsunar um samfélag- ið á kaldhæðinn og beinskeyttan hátt. Á sýningunni eiga verk lista- menn á borð við Jeff Koons, Andy Warhol, Sherrie Levine og Rich- ard Prince. Ólafur Kvaran segir gildi samn- ingsins ekki síst mikilvægt vegna þess að með honum hafi skapast möguleiki á að fá þessa sýningu til landsins. „Þessi ánægjulegi samn- ingur við Pharmaco gerir okkur í raun kleift að standa að svo kostn- aðarsamri sýningu sem þessari, á sama hátt og samstarfið gerði okkur mögulegt að eiga sýninga- samskipti við Tretjakov-safnið í Moskvu. Samningurinn opnar okkur nýja sýningarmöguleika og samskipti við erlend söfn á mik- ilvægum sýningum. Þar skiptir hann sköpum.“ Listasafn Íslands og Pharmaco undirrita samstarfssamning Skiptir sköpum fyrir samskipti við erlend söfn Morgunblaðið/Jim Smart Ólafur Kvaran og Róbert Wessman að undirritun lokinni. MYRKIR músíkdagar leggja Lang- holtskirkju undir sig í kvöld, en þar verða tónleikar Blásarasveitar Reykjavíkur, sem Kjartan Óskarsson stjórnar. Tveir einleikarar koma fram með Blásarasveitinni, Steingrímur Þórhallsson orgelleikari, sem leikur einleik í nýju verki, Lofti, eftir Jónas Tómasson, og Víkingur Heiðar Ólafs- son píanóleikari sem fer með einleiks- hlutverkið í Konsert fyrir píanó og blásara eftir Igor Stravinskíj. Á tón- leikunum leikur Blásarasveitin einnig Sónötu eftir Tryggva M. Baldvinsson, fyrir tvo málmblásarakóra, og í tón- leikalok verður orgelverk Jónasar Tómassonar endurflutt. Steingrímur Þórhallsson kom heim úr námi á Ítalíu fyrir rúmum tveimur árum og er nú organisti við Nes- kirkju. Víkingur Heiðar Ólafsson stundar framhaldsnám við Juilliard- skólann í New York. Steingrímur segir að verk Jónasar sé mjög athyglisvert, þar sé tónskáld- ið að lita „loftið“ með tónum, – en org- elið er jú blásturshljóðfæri, rétt eins og hljóðfæri Blásarasveitarinnar. „Hann byggir verkið í kringum melódíur sem eru brotnar upp á ýms- an hátt, og spilar inn á effekta milli orgels og hljómsveitar. Svo er það bara hlustandans að reyna að greina hvar hún er hverju sinni.“ Steingrím- ur segir það jafnan ánægjulegt þegar tónskáld semji fyrir orgel og blásara- sveit eða aðrar hljómsveitir. „Orgelið kemur mjög vel út í samspili við hljómsveitir, þegar vel er gert, og þess vegna vona ég að þetta virki hvetjandi á önnur tónskáld að semja slík verk og á hljómsveitir að fá org- anista til liðs við sig.“ Gerir grín að lúðrasveitum Víkingur Heiðar Ólafsson segir að konsert Stravinskíjs sé saminn í ný- klassískum stíl á árunum 1923–24. „Verkið er byggt á mjög sterku formi og hefðum barokksins og klassíska tímans. En samt eru áhrifin frá sam- tíma hans sjálfs líka sterk, eins og djass og ragtime, sem gerir verkið gífurlega áhugavert. Hann samdi verkið fyrir píanó og blásarasveit, og maður finnur að hann er líka svolítið að gera grín að lúðrasveitastílnum, og oft með eitthvað sem jaðrar við að vera lúðrasveitarmarsar eða eitthvað svoleiðis. En þrátt fyrir öll þessi áhrif ólíkra stílbrigða nær hann samt að gera þetta á áhrifamikinn hátt að sannkölluðu meistaraverki. Hann nær fram miklum andstæðum í köfl- unum þremur; fyrsti og þriðji kaflinn eru röff og beittir – gífurleg spenna og taumlaus gleði, meðan annar þátt- urinn byggist á trúarlegum pæling- um, og er hálfgerð bæn til almætt- isins. Það má því segja að verkið spanni allt litrófið. Hljómurinn í pí- anóinu og blásarasveit með slagverki og kontrabössum líka jaðrar við að vera hrár, en er það samt ekki. Það vantar auðvitað fiðlurnar sem píanóið er vant að hafa með í hljómsveitum. En þessi hljóðfærasamsetning hentar vel bæði fyrir skýrleika barokksins og fjörið í djassinum.“ Orgel og píanó í blásaraboði Morgunblaðið/Þorkell Víkingur Heiðar Ólafsson og Steingrímur Þórhallsson. DANSHÖFUNDURINN Helena Jónsdóttir hlaut á dögunum Þýsku dans- myndbandsverðlaunin en þau eru nú veitt í fjórða sinn. Alls sendu 108 umsækj- endur inn handrit í keppn- ina, m.a. dansarar, danshöf- undar og myndbandslistamenn. Al- þjóðleg dómnefnd sérfræð- inga veitti sl. haust sex þessara umsækjenda tæki- færi til að vinna prufu- dansmyndband út frá hand- riti sínu og var verk Helenu, Zimmer eða Herbergi, að endingu verðlaunað. Verð- launin fela í sér styrk til fullvinnslu verksins, auk þess sem séð verður um dreifingu þess á sjónvarps- stöðvar og á kvikmyndahá- tíðir. Að mati dómnefnd- arinnar birtist hugmynd Helenu sem vænleg sýn á snertiflöt milli hennar eigin og upprunalegrar tilurðar líkamlegrar tjáningar, sem og menningarástands og meðvit- undar á þessum samskiptatímum. Segir auk þess í fréttatilkynningu dómnefndar að Helena líti m.a. á líkamann sem landslag, auk þess sem hún haldi áfram að þróa reynslu sína sem dansari, sjálf- stæða formmyndun líkama síns og heillandi tjáningarhæfilega lík- amans. Helena Jónsdóttir, dansahöfundur og leik- stjóri, en með henni er sonur hennar, Dagur Benedikt Reynisson. Hlýtur þýsk verðlaun fyrir dansmyndband Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.