Morgunblaðið - 03.02.2004, Page 27

Morgunblaðið - 03.02.2004, Page 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2004 27 ÍSLENDINGAR studdu innrás- ina í Írak og bera því að sínu leyti ábyrgð á henni. Nú bíður írösku þjóðarinnar að byggja upp nýtt samfélag, tryggja frið og frelsi. En alvarlegir atburðir eru að gerast í Írak og spurning vaknar um hver okkar ábyrgð sé? Fyrir jólin mót- mæltu þúsundir kvenna þar á meðal fyrrverandi dómarar og ráðherrar nýrri reglugerð þjóðarráðs- ins um að staða og réttindi kvenna mundu framvegis ráð- ast heima í héraði. Óttast er að á mörg- um svæðum muni íhaldssöm öfl tryggja að lög múslima, „Sjaría“, muni gilda um samskipti kynjanna. Þetta eru sömu lög og giltu hjá talibanastjórninni í Afghanistan með þeirri undirokun og réttindaleysi kvenna sem heimurinn horfði ráðþrota á. Í fjóra áratugi hafa íraskar konur búið við nútímalegustu lög í múslimaheiminum varðandi mennt- un, jafnrétti, og sjálfstæði þeirra. Og Írakar voru fyrstir arabaþjóða til að setja lög um launajafnrétti. Í Írak hafa jafnframt starfað mjög öflug kvennasamtök. Skelfilegir atburðir gerðust í landinu í valdatíð einræðisherrans Saddam Hussein en hvernig sem á því stendur hreyfði hann ekki við réttindum kvenna sem tryggð voru með lögum. En nú er hætta á að breytingar sem nýja ríkisráðið hef- ur ákveðið þurrki lögin og réttindi kvenna út. Í mótmæla- aðgerðunum sýndu for- mælendur kvennanna afar harkaleg viðbrögð sem sýna ótta þeirra um afturhvarf til for- tíðar: Zakia Ismael Hakki fyrrverandi dómari og yfirlýstur andstæð- ingur nýja fyr- irkomulagsins sagði nýverið að frá árinu 1959 hefði almenn fjöl- skyldulöggjöf verið þróuð í þá átt að konur yrðu þátttakendur í þjóðfélaginu til jafns við karla og með sömu möguleika til að vaxa sem einstaklingar. Hún sagði:„Þessi nýju lög munu senda íraskar fjölskyldur aftur til miðalda. Þau munu gera körlum kleift að eiga fjórar, fimm eða sex konur. Þau taka börn frá mæðrum sín- um. Og þau munu heimila öllum sem kall- ast klerkar að setja upp íslamskan dómstól í húsi sínu og ákveða hverjir geta gifst, skilið eða búið við réttindi. Við verðum að stöðva þetta“ segir Hakki. Ábyrgð okkar á eftirleiknum Poul Bremer, bandaríski landsstjór- inn í Írak, þarf víst að staðfesta breytingar eins og þær sem raktar eru hér. Það er alveg ljóst að við af- stöðu hans eru bundnar vonir. En spurning vaknar um hvað gerist svo eftir 30. júní þegar innrásarað- ilarnir draga sig í hlé. Konurnar óttast að lögum verði breytt um leið og Írakar fá pólitísk völd í sínar hendur. Írösku kvennasamtökin hafa skrifað bréf til Poul Bremer og lýst áhyggjum sínum og veikri stöðu kvenna. Bandarísk kvennasamtök hafa sýnt konum í Írak samstöðu og sömuleiðis sent bréf til Bremers. Þar taka þær upp nokkur af meg- ináherslum írösku kvennanna, m.a. benda þær á að aðeins 3 konur sitji í 25 manna bráðabirgðastjórn og að þær fá ekki að taka þátt í forsæt- isráði sem kemur í veg fyrir að þær geti sinnt stöðu forseta sem er afar táknræn staða, að engin kona var valin sem héraðsstjóri á hinum 18 stjórnarsvæðum, að engin kona var tilnefnd í stjórnarskrárráðið og að- eins ein kona er í aðalstjórn- unarstarfi í hinum 25 ráðuneytum. Þetta eru alvarlegar fréttir og spurning vaknar um skyldur okkar Þessvegna tók ég þetta mál upp í umræðu um Írak utan dagskrár á Alþingi á dögunum. Ég spurði utan- ríkisráðherra Halldór Ásgrímsson hver væri ábyrgð okkar Íslendinga sem studdum innrásina. Hvað með eftirleikinn? Mun Ísland láta í sér heyra varðandi þessa þróun mála? Það verður fylgst með því. Konur í Írak eru hræddar Rannveig Guðmundsdóttir fjallar um ótta kvenna í Írak Rannveig Guðmundsdóttir ’Óttast er að ámörgum svæð- um muni íhalds- söm öfl tryggja að lög múslima, „Sjaría“, muni gilda um samskipti kynjanna.‘ Höfundur er 4. þingmaður Samfylk- ingarinnar í Suðvesturkjördæmi. KÆRU þingmenn Reykjavíkur! Hvar eruð þið? Þið vitið að á næst- unni hefst eitt mesta skipulagsslys síðari áratuga í Reykjavík? Þar á ég við svokallaða færslu Hringbrautar. Fæstir höfuðborgarbúa gera sér grein fyrir hvaða malbiks- og meng- unarskaði er yfirvof- andi þar sem þetta mál hefur lítið verið í um- ræðunni. Samkvæmt athug- unum færustu verk- fræðinga og arkitekta hjá Samtökunum um Betri byggð og Höf- uðborgarsamtökunum þá er ódýrara að setja Hringbrautina í fjögurra akreina stokk frá Bústaðavegi að Melatorgi, því á móti kemur að ofan á stokkn- um verða til lóðir sem metnar eru á 5 milljarða. Þar við bætist afleiddur kostnaður en það eru peningar sem glatast við það að landið og umhverf- ið verður verðminna. Þingmenn Reykjavíkur eru vin- samlega beðnir um að skoða þessar tölur og bera saman þessa tvo út- reikninga þar sem skýrt kemur fram fjárhagslegur sparnaður við lagn- ingu Hringbrautarinnar í stokk. Rétt er að benda á að verkfræð- ingar og arkitektar átakshópsins telja að kostnaður við framkvæmdir á 4 akreina stokk séu eingöngu 2,4 milljarðar. Hið háa mat Vegagerð- arinnar tekur mið af byggingu á 6 akreina stokk. Fjórar akreinar munu aftur á móti nægja þar sem gatnamót eru ljóslaus og gegn- umakstur því viðstöðulaus. Þetta eru blákaldar peninga- upphæðir sem fengnar eru úr vasa okkar skattborgaranna. Þá á ég eftir að minnast á fórnarkostnaðinn við að skera í sundur höfuðborgina og aðskilja um leið það byggingarsvæði sem á eftir að verða til í Vatnsmýr- inni frá öðrum hverfum og þá sérstaklega frá miðbænum. Í nýlegri könnun meðal höfuðborgarbúa varðandi óskir þeirra um búsetu kom í ljós að tæp 40% vilja búa í Vatnsmýrinni (þó svo engar lóðir séu aug- lýstar þar) og 20% í eða við miðbæinn. Þetta eru óskir 60% Reykvík- inga. Ekki fá atkvæði þar! Síðan er það heilsufarskostnaðurinn við meiri hljóðmengun og annað því tengt. Ég gæti talið upp fjöldamörg önnur rök gegn þessari eyðileggingu á borginni en læt staðar numið hér í bili. Mig langar til að biðja ykkur hátt- virtu þingmenn Reykjavíkur að loka augunum. Ímyndið ykkur að sex ak- reina vegurinn frá Ártúnsbrekku að Grensásvegi sé færður þaðan og lagður frá Bústaðavegi að Melatorgi. Sjáið þið ekki hvað þetta verður ljótt, ómanneskjulegt og mikill skað- valdur fyrir uppbygginguna í hjarta kjördæmis ykkar? Ekki opna augun strax, nú skuluð þið sjá fyrir ykkur heildstæða byggð frá Nauthólsvík að miðbænum. Hugsið þið ekki: „En falleg borg fyrir börnin okkar og framtíðina“? Nú skuluð þið galopna augun, sjá fram í tímann og taka saman hönd- um við að hindra að þessi malbikaða sex akreina slaufugjá verði mynduð. Þið hafið valdið sem við borg- arbúar höfum fært ykkur og við treystum ykkur til að vinna fyrir okkur að farsælli framtíð þessa dýr- mæta svæðis í hjarta borgarinnar. Í ljósi þessa ákalla ég ykkur og spyr hvort sé ekki þess virði að fara fram á frestun útboðs svo að tillagan um að leggja Hringbrautina í stokk frá Bústaðavegi að Melatorgi verði skoðuð betur. Slík framkvæmd er lykillinn að því að Reykjavík geti þróast sem höfuðborg með sterkum og samfelldum miðbæ. Þetta er spurning um líf eða dauða höf- uðborgarinnar. Með von um að þið, háttvirtir þingmenn Reykjavíkur, takið hönd- um saman og hindrið þetta yfirvof- andi skipulagsslys. Allir þingmenn Reykjavíkur sam- einist hvar svo sem í flokki þið eruð Dóra Pálsdóttir skrifar um skipulagsmál ’Slík framkvæmd erlykillinn að því að Reykjavík geti þróast sem höfuðborg með sterkum og samfelldum miðbæ.‘ Dóra Pálsdóttir Höfundur er kennari.          !      " *    "        "   "       $           !      " *    "        "   "       $          !      " *    "        "   "       $           !      " *    "        "   "       $  ! "# "# !             ! ## ## !             !$ ## ## !$             $%&! ## ## $%&!             ÞAÐ hefur verið ævintýri líkast að fylgjast með hinum svokölluðu fræðimönnum í heimi bókmennta sem sumir hverjir hafa undanfarið gert harða sókn að Hannesi Hólmsteini vegna bókar hans Halldór sem fjallar um ævi Nóbelskáldsins. Áðurnefndir fræði- menn settu sig á háan stall þar sem útsýnið var ágætt meðan það varði. Sleipur reyndist stallurinn og varð fall- ið talsvert þegar Hannes kom heim og sló öll vopn úr höndum hinna svokölluðu fræðimanna og gagn- rýnenda sem ráðist höfðu að verkinu að honum fjarver- andi. Röksemdir standa Greinargerð sem Hannes ritaði eft- ir heimkomu sína fer með skýrum hætti yfir allar ásakanir sem komið höfðu fram og er þeim svarað í smáatriðum. Í greinargerðinni eru m.a. dregin fram þau rök sem hinir svokölluðu fræðimenn slepptu í herför sinni. Skýrt er tekið fram í eftirmála bókarinnar hvernig vinnslu heimilda var háttað og með hvaða hætti bókin var rituð. Í bók- inni eru rúmlega 1.600 tilvitnanir á rúmlega 600 blaðsíðum og því að meðaltali um 3 tilvitnanir á hverri síðu. Hvergi fór Hannes í launkofa með heimildanotkun né reyndi hann að hylja spor sín. Allt sem Hannes hefur sagt stendur óhagg- að. Með ómaklegum hætti reyndu ýmsir gagnrýnendur og svokallaðir fræðimenn að blekkja fjölmiðla og almenning með ósannindum. Fallið var hátt Þeir sem slegið höfðu sér á brjóst og básúnað meintan ritstuld og óheiðarleika Hannesar hafa að undanförnu gert að sárum sínum eftir fallið sem varð á málflutningi þeirra eftir málsvörn Hann- esar. Fjölmiðlamenn gerðu að honum harða árás á mismálefna- legum grunni sem Hannes stóð af sér með röksemdir og gögn að vopni. Gagn- rýni sem fram hafði komið svaraði Hannes lið fyrir lið í ljós- vakamiðlum, dag- blöðum, útvarpi og á Internetinu. Niðurstaðan er einföld og sitja hin- ir svokölluðu fræðimenn eftir með sárt ennið eftir að hafa í lok deil- unnar reynt, í nauðvörn sinni, að kasta rýrð á fræðimannsheiður Hannesar þrátt fyrir að ekki væru þeirra eigin vinnubrögð sérlega vönduð. Kom það vel í ljós þegar Hannes Hólmsteinn rakti villur í frásögn Helgu Kress í Lesbók Morgunblaðsins og sagði til við- bótar hvaðan hún hefði fengið rang- færslur sínar ásamt því að benda á það sem sannara reyndist í málinu. Tilraunir hinna svokölluðu fræði- manna til að rýra heiður Hannesar hafa því orðið að engu. Persónulegt Eftir að búið er að skoða báðar hlið- ar málsins er ljóst að Hannes var hafður fyrir rangri sök. Sýndi hann fram á sakleysi sitt, líkt og áður var nefnt, ásamt því að vísa til vinnu- bragða og háttalags annarra ævi- sagnaritara. Þeir sem mestan fóru í herför sinni gegn Hannesi veittu honum ekki sömu meðferð og öðr- um á sama sviði. Ráðist var á bók hans með ósannindum, rang- færslum og á röngum forsendum. Klárlega er því um að ræða aðför að persónu Hannesar fremur en skrifum. Einkum varð þetta ljóst þegar í ljós komu ósannindi þeirra sem gegn Hannesi fóru. Persónu- legar árásir eru ómálefnalegar og sæma síst af öllum þeim sem nefna sig fræðimenn á sviði bókmennta. Fræðimannsheiður Vert er að setja stórt spurning- armerki við vinnubrögð og heiður hinna svokölluðu fræðimanna sem stórir gerðust til skamms tíma í árás sinni á Hannes. Er það fræði- mannslegt að fara rangt með stað- reyndir um bók Hannesar? Er það fræðimannslegt að segja aðeins hálfan sannleikann? Dýrt er að hefja stríð án röksemda og telja má að hinir svokölluðu fræðimenn og gagnrýnendur hafi glatað tiltrú fólks eftir það skipbrot sem mál- flutningur þeirra hlaut. Atlaga vinstrimanna Háskólans að Hann- esi hefur því enn og aftur mistekist. Hólmsteinn í götu vinstrimanna Friðbjörn Orri Ketilsson skrifar um deiluna vegna ævisögu Halldórs Laxness ’Tilraunir hinna svokölluðu fræðimanna til að rýra heiður Hannesar hafa því orðið að engu.‘ Friðbjörn Orri Ketilsson Höfundur er hagfræðinemi. Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 Útsala

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.