Morgunblaðið - 03.02.2004, Síða 32

Morgunblaðið - 03.02.2004, Síða 32
UMRÆÐAN 32 ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ N oam Chomsky er málvísindamaður við MIT en hann er jafnframt einn af hörðustu og kannski allra harðasti gagnrýn- andi utanríkisstefnu Bandaríkj- anna. Mörgum þykir þetta ekki fara saman. Chomsky er einn af þekktustu málvísindamönnum í heimi og hefur verið í áratugi og þá stöðu sína nýtir hann til þess að blaðra endalaust um málefni sem málvísindamenn geta bara ekki haft mikið vit á. En Chomsky, sem kominn er hátt á áttræðisaldur, heldur ótrauður áfram að gefa út bækur um hluti sem hann ætti ef til vill ekki að hafa mikið vit á. Og satt að segja er hann sennilega einn þekktasti höf- undur á sviði bandarískrar utanríkisstefnu í heiminum um þessar mundir. Bækur hans seljast að minnsta kosti í gríðarlegum upplögum um allan heim. Bók hans, 9–11, sem innihélt viðtöl sem dagblöð víða um heim tóku við hann í kjölfar árásanna á tvíturnana í New York haustið 2001, var gefin út í 26 löndum og þýdd á 23 tungu- mál og rataði á metsölulista í Kanada, Þýskalandi, Indlandi, Ítalíu, Japan, Nýja-Sjálandi og í Bandaríkjunum sjálfum. Það fréttist sjaldan af slíkri velgengni hjá höfundum sem skrifa um ut- anríkisstefnu Bandaríkjanna. Ástæðan er hugsanlega sú að Chomsky er mjög gagnrýninn á stefnu Bandaríkjamanna. Hann heldur því raunar fram að Bandaríkin séu helsta og hættu- legasta hryðjuverkaríki heims. Samkvæmt nýlegum könnunum á Chomsky sér allmarga skoð- anabræður utan heimalands síns. 55% íbúa í Bretlandi telja að Bandaríkjamenn ógni heimsfriði og könnun á vegum BBC sýndi að 60% Indónesa, 71% Jórd- aníumanna og 25% Kan- adamanna telja að Bandaríkja- menn séu hættulegri en al Qaeda. Óformleg könnun á veg- um Time magazine sýndi raunar að 80% Evrópubúa telja Banda- ríkin mestu ógn við heimsfrið. Heimafyrir á Chomsky sér lík- lega einna helst skoðanabræður í fræðasamfélaginu og meðal svo- kallaðra mótmælenda eða and- ófsmanna gegn hnattvæðingu og heimsvaldastefnu Bandaríkjanna. Þetta er kannski ekki mjög stór hópur en það heyrist talsvert í honum. Eins og fram kemur í nýjustu bók Chomskys, Hege- mony or Survival: American’s Quest for Global Dominance (2003), væri þessi hópur senni- lega talsvert stærri ef það væri á allra vitorði hvernig Bandaríkja- menn hafa hagað sinni utanrík- isstefnu undanfarna áratugi. Það er tilgangurinn með skrifum Chomskys að upplýsa það. Í Hegemony or Survival held- ur Chomsky áfram að hamra á því að helsti óvinurinn í barátt- unni gegn hryðjuverkum sé Bandaríkin eða bandarísk stjórn- völd. Hann heldur því fram að það sé sama hverjir hafi setið að völdum undanfarna áratugi, jafnt demókratar sem repúblíkanar séu sekir um fullkomna henti- stefnu í utanríkismálum. Hann rekur fjölmörg dæmi máli sínu til stuðnings, að miklu leyti sömu dæmi og hann hefur verið að rekja í eldri skrifum sínum, dæmi um það hvernig Banda- ríkjastjórn veitti hernaðarlegan stuðning í Kólumbíu á sama tíma og landið varð uppvíst að mann- réttindabrotum í stórum stíl, hvernig Tyrkir hafa fengið slíkan stuðning á sama tíma og þeir hafa orðið uppvísir að mannrétt- indabrotum í stórum stíl, hvernig Bandaríkjastjórn studdi Saddam Hussein í stríðinu við Íran á ní- unda áratugnum og svo fram- vegis, alltaf var stuðningurinn veittur til þess að vinna gegn öfl- um sem ógnuðu forystuhlutverki Bandaríkjanna og alltaf var hann við öfl sem voru langt frá því að vera æskilegir bandamenn, að mati Chomskys. Að mati Chomskys er stjórn George W. Bush hvorki skárri né verri en fyrri stjórnir í þessum efnum, nema hvað Bush reynir ekki eða tekst ekki að fela ætlun sína jafn vel og fyrri forsetum; það liggi í augum uppi að Bush stefni að heimsvöldum, að for- ræði yfir heiminum. Og Chomsky telur að ef ekki verði vikið af þeirri braut og kröftunum varið til þess að huga að því hvernig við getum lifað af í þessum heimi sé stutt í að þessari 100.000 ára gömlu tilraun um mannkynið ljúki. Chomsky skrifar af mikilli sannfæringu og það er auðvelt að láta sannfærast. Bókin er að auki afar fjörleg aflestrar. En stund- um vinnur viljinn til þess að hamra á áður birtum upplýs- ingum um utanríkisstefnu Bandaríkjastjórnar gegn læsi- leika textans. Nýlega birtist ritdómur um bókina í New York Times Re- view of Books eftir Samönthu Power, sem hlaut Pulitzer- verðlaunin á síðasta ári fyrir bók- ina A Problem From Hell: Am- erica and the Age of Genocide, en Power segir að Chomsky sé ekki mjög nákvæmur í skrifum sínum, honum láist oft að geta heimilda. Hann geri einnig mjög skýran greinarmun á þeim sem séu honum sammála og hinum sem séu það ekki. Hinir fyrr- nefndu séu iðulega sagðir „óum- deilanlegir“ eða „virtir“ en hinir síðarnefndu séu sagðir tilheyra „ráðandi menntamannaklíkum“ eða „hinum menntuðu“ sem séu hluti af valdakerfinu. Power telur að Chomsky sé augljóslega vanur því að tala yfir ógagnrýnum hlustendum. En Power telur að þrátt fyrir gallana sé bókin upplýsandi og vekjandi, bæði vegna þess að hún endurspegli viðhorf margra ann- arra þjóða til bandarískra stjórn- valda og hins að hin róttæka stjórn Bush hafi opinberað marga galla utanríkisstefnu sinn- ar, galla sem Chomsky hefur fyr- ir löngu bent á. Chomsky í ham Og Chomsky telur að ef ekki verði horfið af þeirri braut og kröftunum varið til þess að huga að því hvernig við getum lifað af á þessari jörð sé stutt í að þessari 100.000 ára gömlu tilraun um mannkynið ljúki. VIÐHORF Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is LAUGARDAGINN 24. janúar velti ég því upp í þessu blaði hver bæri kostnað af iðju Hannesar Hólmsteins við ævi Halldórs Lax- ness. Hannes svaraði þessu á sinn eðl- islæga hátt í blaðinu miðvikudaginn 28. janúar síðastliðinn. Það væri að æra óstöðugan að eltast við kaldastríðs- og of- sóknaróra Hannesar. Mín vegna má hann skrifa um hvað sem er, enda tók ég fram að hugsanlegt væri að samtíningur hans um skáldið gæti komið einhverjum að gagni síðar meir. Hér skal aðeins hnykkt á að- alatriðinu sem um var spurt. Það má ætla að ritun hvers meðallangs bindis í ævisögu, þar sem vel grunduð heimildavinna liggur að baki, taki að minnsta kosti tvö ár. Að setja saman þrjú stór bindi um skáldið Halldór Laxness ætti því að taka 6–7 ár að lágmarki miðað við eðlileg vinnubrögð, en vitanlega tekur slíkt styttri tíma ef mikið er stuðst við áður út- gefin ritverk annarra manna og end- ursagnir úr þeim. Hannes segir í svari sínu á miðviku- daginn var: „... vann ég síðan dag og nótt í átján mánuði að verk- inu hér í Háskólanum, jafnframt því sem ég sinnti að sjálfsögðu kennslu og öðrum skyldustörfum.“ Þetta hlýtur að eiga að skilja svo að hann hafi unnið þetta í vinnu- tímanum, en um það var einmitt í upphafi spurt, ekki síst með hlið- sjón af því aðhaldi sem ríkið beitir í heilbrigðis- og menntamálum. Það er svo væntanlega vinnuveit- andans, þ.e. Háskólans, að meta hvort ævisagan sé á fræðasviði Hannesar og fullnægi þeim kröf- um um notkun á annarra manna ritverkum, tilvísanir og frágang, sem gerðar eru þar á bæ. Það er hins vegar ljóst að kostnaðurinn af verkinu, af ferð- um Hannesar til Danmerkur, Þýskalands, Bandaríkjanna og Ítalíu og víðar, kostnaður við efn- isöflun, kvikmyndatöku og frágang við myndina sem sjónvarpið sýndi rétt fyrir jólin, auk þess tíma sem fór í að skrifa verkið sjálft, er greiddur af almannafé. Almannafé II Jón Torfason skrifar enn um skrif Hannesar Hólmsteins um Halldór Laxness ’Halldór Laxness ættiþví að taka 6–7 ár að lágmarki miðað við eðli- leg vinnubrögð.‘ Jón Torfason Höfundur er íslenskufræðingur. SVO er sagt að kostnaður vegna LSH fari sívaxandi og árlega úr böndunum. Að útgjaldaaukning sé meiri en rammi fjárlaga heimilar. Fullyrt er af ráðamönnum þjóð- arinnar að á LSH hafi of lítið áunnist í hag- ræðingarskyni. Ráða- menn virðast telja að á LSH megi ennþá fá batnandi læknishjálp fyrir minna fé. Ráða- menn þjóðarinnar skipa forstjóra LSH að „hagræða í rekstr- inum“, þ.e. að skera niður starfsemi og segja upp fólki því það er eina leiðin sem hann hefur. Hann verður að hlýða og ekki styður stjórnarnefnd sjúkra- hússins starfsemina enda skipuð fulltrúum ráðamanna þjóðarinnar. Gerðar eru tillögur um lokun á starfsemi sem að mati lækna munu leiða til heilsubrests og jafnvel dauðsfalla. Þingmenn – lögfræð- ingar að mennt – fullyrða að nið- urskurðurinn á LSH valdi engri skerðingu á sjúkraþjónustu. Stjórn- endurnir á LSH geta ekki rökstutt aðgerðirnar fyrir sjúklingum eða starfsmönnum, hvað þá lands- mönnum nema með skírskotun í forgangröðun þingmanna við fjár- lagagerð því útskýringar ráða- manna vantar. En standast fullyrðingarnar? Sjúkrahúsin í Reykjavík (nú LSH) hafa búið við „sveltistefnu“ allt tímabilið 1999–2003, og reyndar mun lengur. Þau voru svelt til sam- einingar með föstum fjárveitingum sem stóðu ekki undir rekstr- arkostnaði og hindruðu framþróun. Að lokinni sk. sameiningu er LSH svo svelt áfram með sömu afleið- ingum auk þess sem verkefnin flytjast þaðan á aðra staði þar sem fjármálaráðuneytið greiðir fyrir hvert unnið verk. Fjármögnunar- aðferðin og húsnæðið á LSH býður ekki upp á annað. Kannske er það einmitt það sem vakir fyrir stjórn- völdum þótt stefnan sé ekki látin uppi. Staðreyndirnar eru þessar: Árs- verkum á stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík (sem síðar mynduðu svo- kallað sameinað sjúkrahús, LSH) hefur á tímabilinu 1999–2004 (að meðtöldum núverandi niðurskurð- araðgerðum) fækkað um 14% eða um rúmlega 500 stöðugildi af 4.100 árið 1999 þótt þjóðin stækki og eld- ist. Hafi launakostnaður á LSH aukist þá er það vegna kjarasamn- inga sem fjár- málaráðuneytið gerir. Það sést á mynd 1 að nær öll fækkun starfa á LSH er í störfum hvítklæddra (sjúkra- þjónustu) þannig að skýringuna á „óeðli- legum kostnaðarauka“ er ekki þar að finna. Viðhald á húsnæði eða tækjum skýrir ekki hallann því þar er ekki um auðugan garð að gresja síðustu áratug- ina og barnaspítalinn kostaði ekki nema tæplega tvö sendiráðshús í Tókýó. Það liggur sem sagt í augum uppi að sjúkraþjónusta fer sann- anlega ekki vaxandi á LSH og hvít- klæddum starfsmönnum fækkar ár eftir ár. Af hverju stafar þá „óeðli- legur“ kostnaðarauki? Af hverju þarf að skera LSH niður ár eftir ár? Er hugsanlegt að LSH sé látið gjalda fyrir ranga forgangsröðun kjörinna fulltrúa þjóðarinnar á skattfé almennings? Við því þarf að fá svör. Hvort vill þessi þjóð reka öflugt hátækni- og kennslusjúkrahús eða sívaxandi utanríkisþjónustu svo eitt dæmi sé tekið? Árlegur halli LSH er u.þ.b. 1 milljarður króna. Á með- fylgjandi mynd 2 sést útþensla ut- anríkisþjónustunnar en fyrir rúm- um áratug kostaði utanríkisþjónustan um einn millj- arð króna árlega. Árið 2002 kostaði hún skv. endurskoðuðum rík- isreikningi 5 milljarða. Út- gjaldaauki á ársgrunni er 4 millj- arðar króna (400%). Enginn slíkur kostnaðarauki er á LSH. Væri því fé betur varið til sjúkraþjónustu á LSH eða annars staðar? Fyrir 4 milljarða á ári í örfá ár má gera margt á LSH, t.d. byggja bráða- þjónustu- og göngudeildarhús þar sem Hjúkrunarskólinn stendur núna og þar með ná fram samein- ingu og hagræðingu til lengri tíma. Í svörtum fötum eða hvítum – hvort skiptir meira máli? Páll Torfi Önundarson skrifar um rekstrarvanda LSH ’Hvort vill þessi þjóðreka öflugt hátækni- og kennslusjúkrahús eða sívaxandi utanríkis- þjónustu svo eitt dæmi sé tekið?‘ Páll Torfi Önundarson Höfundur er yfirlæknir blóðmeina- fræðideildar LSH og dósent við læknadeild HÍ. '(   )  )    + ,-.%!##$ / )    ""%!##! <86 <83 <89 <'' <'&7888 &''' &''7 &''& &''( &''6 65'' 6''' (5'' (''' &5'' &''' 75'' 7''' 5'' ' $ % & 76) "7888 $!'( )!" *%+ 3 5 6 ( & 7 ' 7855 788' ,!-. .  /!  ( #    %       Útsala - Útsala Klapparstíg 44 - sími 562 3614

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.