Morgunblaðið - 03.02.2004, Page 35
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2004 35
✝ Soffía JónfríðurGuðmundsdóttir
fæddist á Þingeyri
við Dýrafjörð 3. júní
1916. Hún lést á E-
Deild Sjúkrahúss
Akraness hinn 25.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Guðmundur
Bjarni Jónsson skip-
stjóri, f. 9. des. 1870,
d. 18. ág. 1954, og
kona hans Helga
Jóna Jónsdóttir, f. 5.
nóv. 1882, d. 17. apr-
íl 1966.
Soffía giftist hinn 23. maí 1935
Ingólfi Sigurðssyni frá Móum á
Skagaströnd, f. 23. maí. 1916, d.
28. sept. 1979. Börn þeirra eru: 1)
Helgi Guðmundur, f. 22. septem-
ber 1935, d. 18. mars 1999, kvænt-
ur Jónínu Þóru Helgadóttur. Þau
skildu. Börn þeirra eru. a) Guð-
mundur Helgi, f. 1964, kvæntur
Vordísi Baldursdóttur. Þeirra
börn eru: Jónína Sæunn, f. 1990,
Baldur Már, f. 1991, og Helga
Guðrún, f. 2003. b) Sigurður Helgi,
f. 1966, kvæntur Rakel Haralds-
dóttur. Þeirra börn eru: Nína Rún,
f. 1995, og Jafet Thor Arnfjörð, f.
1998. Fyrir átti Sigurður soninn
Kristófer Dan, f. 1988. c) Harpa, f.
1970, gift Boga Kristinssyni.
Þeirra börn eru: Kristinn Helgi, f.
1995, og Lydía Nína, f. 2000. 2)
Magnús Davíð, f. 11. janúar 1937,
kvæntur Kristínu Guðmundu Hall-
dórsdóttur. Börn þeirra eru: a)
Halldóra Guðríður Magnúsdóttir,
Þorkelsdóttur. Börn þeirra eru: a)
Ingibjörg Halldóra, f. 1961, gift
Kristjáni Einarssyni. Þeirra börn
eru: Guðrún Inga. f. 1986, Krist-
jana Oddný, f. 1988, Margrét Sól-
ey, f. 1996, og Inga Dóra, f. 1998.
b) Guðrún, f. 1965, gift Guðna Eð-
varðssyni. Þeirra börn eru: Örn
Ingi, f. 1990, og Haukur, f. 1994. c)
Soffía Helga, f. 1966, sambýlis-
maður Grétar Jóhannesson.
Þeirra börn eru: Kristján Arnór, f.
1982, Heiðar, f. 1991, og Sindri
Jón, f. 1995. 5)Steinunn Sigríður,
f. 29. desember 1944, gift Magnúsi
Birgi Jónssyni, f. 1942. Börn
þeirra er: Soffía Ósk, f. 1964, var
gift Einari Erni Sveinbjörnssyni.
Þau skildu. Sambýlismaður Dhruv
Dayal; og Jón, f. 1969, kvæntur
Eleanor Magnússon. Þeirra börn
eru: Anna Christabel, f. 1999, og
Tomas Birgir Charles, f. 2002. 6)
Sigurður Björn, f. 8. febrúar 1950.
7) Guðbjört Guðjóna, f. 13. ágúst
1953, gift Kristjáni Magnússyni.
Börn þeirra: a) Ingólfur Níels
Árnason, f. 1971, kvæntur Hildi
Hinriksdóttur. Þeirra barn er:
Hinrik Leonard, f. 2002. b) Einara
Lilja, f. 1974, gift Magnúsi Frið-
jóni Ragnarssyni. Þeirra barn er
Írena Björt, f. 2001. c) Bergþóra
Halla, f. 1980, gift Younes Bou-
mihdi. Þeirra barn er: Khadija
Björt, f. 2003. d) Soffía, f. 1982,
barn hennar er: Einar Berg, f.
2003. e) Magnús Helgi, f. 1971,
sambýliskona Berglind Bára
Skarphéðinsdóttir, barn hennar er
Svala Rún Sigurðardóttir, f. 2002.
f) Berglind, f. 1973, gift Jóhanni K.
Arnarssyni. Þeirra börn eru:
Kristján Arnar, f. 1993, og Lárus
Orri, f. 1996.
Útför Soffíu verður gerð frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
f. 1960, gift Lúðvíki
Davíð Björnssyni.
Þeirra börn eru: Dav-
íð Halldór, f. 1979,
sambýliskona Elsa Al-
exandersdóttir. Barn
þeirra Embla Rós, f.
2003. Heiðrún Kristín,
f. 1980, sambýlismað-
ur Georg Þór Ágústs-
son. Barn þeirra:
Birta Sif, f. 1997.
Heimir Magnús, f.
1987, og Björn Mark-
ús, f. 1992. b) Ingólfur
Friðjón, f. 1961,
kvæntur Sigríði Andr-
ésdóttur. Þeirra börn eru: Bjarki
Már, f. 1986, Ásta Kristín, f. 1988,
og Linda Björk, f. 1990. c) Guð-
mundur Halldór, f. 1962, sambýlis-
kona Júlía Birgisdóttir; barnsmóð-
ir Kristrún Gróa Óskarsdóttir,
þeirra barn er Óskar Halldór, f.
1988. d) Soffía Margrét, f. 1967,
gift Halldóri Bragasyni. Þeirra
börn eru: Kristín Elísabet, f. 1987,
Bragi Þór, f. 1994, og Adolf Freyr,
f. 1997. e) Magnús Kristinn, f.
1971, kvæntur Þórkötlu Jónsdótt-
ur. Þau skildu. Þeirra börn eru:
Elísabet Karen, f. 1991, og Steph-
en Mitchell, f. 1998. 3) Erla Svan-
hildur, f. 4. apríl 1938, gift Ólafi
Þór Kristjánssyni. Börn þeirra
eru: a) Kristján Geir f. 1963, b)
Þórdís f 1966 gift Guðjón Ingv-
arssyni. Þeirra börn eru: Erla
Björk f, 1986, Aníta Rut f. 1988 og
Snædís Sara f. 1994 c) Katrín f.
1972. 4) Kristján Árni, f. 12. des-
ember 1941, kvæntur Kristjönu
Lokið er kafla í lífsins miklu bók.
Við lútum höfði í bæn á kveðjustund,
biðjum þann Guð, sem gaf þitt líf og tók
græðandi hendi að milda sorgarstund
(Vigdís Runólfsdóttir frá Gröf.)
Komið er að kveðjustund. Í dag
kveðja hinstu kveðju börn, tengda-
börn, barnabörn, barnabarnabörn og
aðrir ástvinir Soffíu Guðmundsdótt-
ur frá Suðurvöllum (Akurgerði 17)
sem nú hefur lagt upp í sína hinstu
för á vit síns algóða Guðs og ástvin-
anna mörgu sem á undan eru gengn-
ir.
Löngu lífi er lokið, lífi sem var um
svo margt táknrænt fyrir alþýðufólk
þessa lands, kynslóðarinnar sem óx
úr grasi með tuttugustu öldinni og
lifði að sjá marga af draumum og
baráttumálum sínum rætast. Kyn-
slóðin sem lagði hvað mest af mörk-
um til þess að við í dag lifum í velsæld
og öryggi velferðarsamfélags.
Hún fæddist hinn 3. júni 1916 á
litlu grasbýli í útjaðri Þingeyrar við
Dýrafjörð og var sjöunda í aldursröð
tíu systkina þeirra Guðmundar
Bjarna Jónssonar, skipstjóra og
konu hans Helgu Jónu Jónsdóttur.
Þar lifði hún sín æsku- og unglingsár
í stórum glaðværum systkinahópi og
tók svo fljótt sem kraftar leyfðu til
hendi og lagði til heimilis. Þó ekki
væru veraldleg efni mikil að státa af
voru uppvaxtarárin síðar í minningu
hennar meiri sæla en sút og ekkert
jafnaðist á við Dýrafjörðinn hennar
og hið rómaða „innfjarðarlogn“.
Heimdraganum hleypti hún ung
og fór þá til systur sinnar á Skaga-
strönd til vinnu árið 1931. Það varð
mikil örlagaferð því þar hitti hún
fyrst manninn sem síðar deildi með
henni lífshlaupinu um nærri hálfrar
aldar skeið, Ingólf Sigurðsson frá
Móum á Skagaströnd. Hvað þeim fór
á milli þetta sumar veit enginn leng-
ur en þau urðu upp frá því lífsföru-
nautar.
Þau giftu sig 23. maí 1935 og byrj-
uðu búskap í Grindavík og fluttu síð-
an um stund til Reykjavíkur. Á Akra-
nes flytja þau árið 1940 með þrjú
elstu börn sín. Um sama leytið eru
foreldrar Soffíu að flytja frá Þingeyri
til Akraness. Kaupa þau saman Suð-
urvellina. og bjuggu þar alla tíð síð-
an. Fjölskyldan stækkaði og á Akra-
nesi fæddust þeim fjögur börn til
viðbótar.
Lífsbaráttan var hörð á þessum
árum, ekki úr miklu að spila og mikið
varð að leggja á sig og sýna hyggindi
og útsjónarsemi til þess að endar
næðu saman. Ingólfur stundaði
margs konar vinnu á þessum árum
en smám saman fór sjómennskan að
verða hans aðalstarf og var um ára-
tuga skeið. Soffía var því löngum í
margföldu hlutverki og heimilishald-
ið og uppeldi barnanna var í höndum
og á ábyrgð hennar.
Þó eflaust hafi oft verið erfitt þá
sást það aldrei á húsmóðurinni. Þó
varð þess ekki vart að það háði henni
að marki. Hún hafði létta lund og
stórt hjarta og var börnum sínum
vinur og félagi og lét þau aldrei finna
að þröngt væri í búi eða erfitt um vik.
Það hjálpaði til að hún var einstak-
lega lagin í höndum og gerði marga
glæsiflíkina úr litlum efnum. Þá
fylgdist hún grannt með og var órög
við að fitja upp á nýbreytni sem
auðgaði og gladdi.
Þó fjölskyldan væri stór og húsa-
kynni af skornum skammti var að
þeirra tíma hætti sjálfsagt að stór-
fjölskyldan lifði undir sama þaki.
Þannig áttu bæði móðir hennar og
tengdamóðir heimili og skjól á Suð-
urvöllum.
Þar kom að Ingólfur hætti sjó-
mennsku og hóf að vinna í landi,
lengst af sem leigubifreiðarstjóri.
Þegar um hægðist og börnin uxu úr
grasi fór Soffía einnig að vinna utan
heimilis og vann lengi á Hótel Akra-
nesi og í prjónastofunni Akraprjón.
Alls staðar var hún vinsæl og eftir-
sótt til vinnu. Henni var eiginleg
vinnusemi. Hispursleysi hennar, trú-
mennska og hreinskiptni voru eigin-
leikar sem vinnuveitendur hennar
mátu. Fyrir henni voru allir jafnir og
skyldu njóta sömu virðingar. Þannig
vann hún sér vináttu og virðingu
ungra sem gamalla, viðskiptavina
sem samstarfsfólks. Lundin létt og
oft stutt í hlátur og glaðværð, en vei
þeim sem gerði á hluta hennar. Þá
voru skilaboðin skýr og skilmerkileg,
það skyldi engum líðast.
Smám saman fóru börnin að stofna
fjölskyldur og barnabörnin fæddust.
Þá hófst annar kafli í lífshlaupinu.
Barnabörnin áttu öruggt skjól í húsi
ömmu sinnar og afa. Þangað var
ávallt hægt að koma Stundum að fá
eithvað gott, sem ekki fékkst í ríkum
mæli heima, stundum að fara í bíltúr,
stundum að ræða viðkvæm lífsins
mál, og þar voru lausnir á öllum
vanda. Þannig varð hún vinur og fé-
lagi þó kynslóðir skildu.
Langri ævi fylgja bæði gleði og
sorgir og vissulega barði sorgin að
dyrum í lífi hennar. Hún missti tvo
bræður sína í sjóinn, báða með mjög
sviplegum hætti og elsta son sinn,
sem lést árið 1999. Þá var það henni
mikið áfall þegar Ingólfur missti
heilsuna en hann lést í 28. september
árið 1979 eftir mikla vanheilsu. Sjálf
fékk hún svo mikið áfall á efri árum
og var bundin í hjólastól meir en ára-
tug ævi sinnar. Þá varð hún einnig að
flytja að heiman og inn á sjúkrahús.
Aldrei kvaddi hún þó alveg Suður-
vellina og var hugurinn þar meira og
minna. Sigurður sonur hennar sem
býr á bernskuheimilinu var öll árin
hennar á E-deildinni eins og hann
megnaði, vakinn og sofinn yfir vel-
ferð hennar og mörgum stundum
eyddu þau saman í eldhúsinu á Suð-
urvöllum. Hann á alúðarþakkir skilið
fyrir þá umönnun og hlýju sem hann
sýndi henni alla tíð.
Tíminn á E-deildinni á Sjúkrahúsi
Akraness hefur eflaust oft verið lengi
að líða og sárt að vera bundin við
hjólastól fyrir hana, sem var svo lífs-
glöð og full af atorku og vilja til
verka. Soffía sem hafði helgað allt
sitt líf þjónustunni við aðra, fékk nú
að njóta þess sem best verður gert á
opinberri stofnun. Alúð og umhyggja
starfsfólksins á E-deildinni var og er
slík að unun og aðdáun er að kynnast
og er hér þökkuð af alhug.
Löngu jarðnesku lífi er lokið og við
tekur hið eilífa líf. Það var aldrei efi í
huga Soffíu. Handan móðunnar
miklu er mikið ljós, ljós hins eilífa
lífs. Á kveðjustund þökkum við ást-
vinir hennar allir fyrir hið góða sem
hún gaf okkur, hið mikla hjartarúm,
gleði og styrk sem aldrei brást.
Blessuð sé minning hennar.
Steinunn, Magnús, Soffía,
Jón og fjölskylda.
Elsku mamma, þá er komið að
kveðjustund. Það er erfitt að kveðja
þig, þig sem gafst mér svo mikið og
margt í gegnum lífið. Löngu lífs-
hlaupi er lokið, mamma mín.
Ertu horfin? Ertu dáin?
Er nú lokuð glaða bráin?
Angurs horfi ég út í bláinn,
autt er rúm og stofan þín,
elskulega mamma mín.
Gesturinn með grimma ljáinn
glöggt hefur unnið verkin sín.
Ég hef þinni leiðsögn lotið,
líka þinnar ástar notið,
finn, hvað allt er beiskt og brotið,
burt er víkur aðstoð þín,
elsku góða mamma mín.
Allt sem gott ég hefi hlotið,
hefur eflst við ráðin þín.
Þó skal ekki víla og vola,
veröld þótt oss brjóti í mola.
Starfa, hjálpa, þjóna, þola,
það var alltaf hugsun þín,
elsku góða mamma mín.
Og úr rústum kaldra kola
kveiktirðu skærust blysin þín.
Flýg ég heim úr fjarlægðinni,
fylgi þér í hinsta sinn,
krýp með þökk að kistu þinni,
kyssi í anda sporin þín,
elsku góða mamma mín.
Okkur seinna í eilífðinni
eilíft ljós frá Guði skín.
(Árni Helgason.)
Elsku mamma, ég vil að lokum
þakka þér fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég
kveð þig með söknuði og trega og
geymi allar ljúfu minningarnar innra
með mér. Far þú í friði, elsku
mamma mín.
Þín
Guðbjört.
Amma okkar var stórbrotin og
skemmtileg persóna með sinn ynd-
islega hlátur eða hristurnar einsog
við kölluðum það. Það var yndislegt
að fá að njóta hennar og það var alltaf
svo gaman að heimsækja hana. Það
var eitthvað svo frábært við ömmu-
hús eða Suðurvelli einsog það er kall-
að, þar fékk ímyndunaraflið að leika
lausum hala við að máta föt, prófa
snyrtidót eða halda lítið kaffiboð með
silfrinu hennar. Amma eldaði alltaf
ofboðslega góðan mat og hafði alltaf
tíma til að spjalla. Minnisstæðar eru
líka stundirnar við útvarpið, það var
hlustað á lög unga fólksins, óskalög
sjúklinga og útvarpsleikritin.
Amma gerði sér alltaf ferð til okk-
ar á haustin í sláturgerð og þá var
mikið fjör, þar sem vambir voru
saumaðar, mör skorinn og sullað í
blóði. Það var alltaf margra daga
spenningur á heimilinu þegar von
var á ömmu með Nóa Siríus súkku-
laði og brjóstsykur í veskinu.
Svo kom að því að vistarverur
ömmu breyttust og hún varð vist-
maður á sjúkrahúsinu á Akranesi en
það þýddi ekkert minni hlátur eða
yndislegar stundir, það var svo gam-
an að koma og hitta hana en þá vor-
um það bara við sem komum með
glaðning í veskinu handa henni og þá
var oft mikið skrafað og hlegið.
Elsku amma, mikið eigum við eftir að
sakna þín og gleðistundanna með þér
en loksins ertu búin að fá þína lang-
þráðu hvíld. Megi guð geyma þig
þangað til við hittumst næst.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesú, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer,
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgr. Pét.)
Hinsta kveðja.
Ingólfur, Magnús, Berglind,
Einara, Bergþóra og Soffía.
SOFFÍA JÓNFRÍÐUR
GUÐMUNDSDÓTTIR
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
JÓHANN FREYR ÁSGEIRSSON,
Kambaseli 64,
Reykjavík,
lést á heimili sínu sunnudaginn 25. janúar.
Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
miðvikudaginn 4. febrúar kl. 13.30.
Guðrún Jóhannesdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
VIÐAR ÓSKARSSON,
Glæsibæ 14,
Reykjavík,
lést af slysförum mánudaginn 2. febrúar.
Sigríður Friðþjófsdóttir,
Þórir Dan Viðarsson, Bryndís Dan Viðarsdóttir.
HALLDÓR ARASON
bifvélavirkjameistari,
Tjarnarlundi 12a,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 1. febrúar sl.
Hulda Þórarinsdóttir,
Ari Halldórsson, Lütfiye Kaptan-Halldórsson,
Gyða Þuríður Halldórsdóttir, Jón Ragnarsson
og barnabörn.
AÐALBJÖRN GUÐMUNDSSON
fyrrv. kaupmaður,
Ísafirði,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði mið-
vikudaginn 28. janúar.
Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju fimmtu-
daginn 5. febrúar kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Björn Garðarsson.