Morgunblaðið - 03.02.2004, Síða 36

Morgunblaðið - 03.02.2004, Síða 36
MINNINGAR 36 ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þuríður GuðrúnÓlafsdóttir fædd- ist á Valshamri í Geiradal í A-Barð. 15. mars 1922, en ólst upp í Króksfjarðar- nesi í sömu sveit. Hún lést á Landakotsspít- ala 25. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Bjarney S. Ólafsdóttir og Ólafur E. Þórðarson. Bræður Þuríðar voru þrír sem upp komust: Ólafur Eggerts, kvæntist Friðrikku Bjarnadóttur, Jón Sigurður, kvæntist Ernu Óskarsdóttur og Guðmundur, kvæntur Hrefnu Ás- geirsdóttur. Guðmundur er nú einn eftirlifandi þeirra systkina. Árið 1951 giftist Þuríður Sig- urði Péturssyni frá Galtará í Gufudalssveit og hófu þau búskap sinn í Króksfjarðarnesi en fluttu síðan að Staðarfelli í Dalasýslu 1955. Þur- íður missti mann sinn í janúar 1960, en hélt áfram bú- skap til 1971 er hún hætti búskap og flutti síðar til Reykjavíkur og starfaði þar síðan. Börn Þuríðar eru Ólafía Bjarney Ólafsdóttir, gift Halldóri Þ. Þórðar- syni, eiga þau fimm börn og tvö barna- börn. Haraldur Heimir Sigurðsson, sambýliskona var Dagbjört Guðmundsdóttir, þau slitu samvistum, hann á tvö börn, tvö fósturbörn og sex barna- börn. Anna Kristín Sigurðardótt- ir, ógift og barnlaus. Útför Þuríðar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Eftir skammvinn veikindi kvaddi elskuleg frænka okkar þennan heim. Þrátt fyrir að líkaminn væri smátt og smátt að gefa eftir var baráttuþrek hennar óþrjótandi allt þar til yfir lauk. Baráttan var henni í blóð borin og veitti stundum ekki af. Hún Íja frænka var baráttukona í sem víðust- um skilningi þess hugtaks, sem meðal annars kristallaðist í elju hennar og dugnaði hvar og hvenær sem var í gegnum súrt og sætt á lífsleiðinni. Flest okkar kynntumst Íju frænku á meðan hún bjó enn á Stað- arfelli á Fellsströnd í Dalasýslu. Skömmu eftir að hún hóf búskap á Staðarfelli missti hún eiginmann sinn, sem þá var á besta aldri. Þrátt fyrir það mótlæti, hélt hún ótrauð áfram búskap ásamt tveimur börn- um sínum auk Ásu sem var hennar helsta hjálparhella. Að koma í heim- sókn að Staðarfelli vekur ætíð upp ánægjulegar minningar. Sum okkar dvöldu hjá Íju frænku sumarlangt ár eftir ár og nutum þar hlýju hennar og ástúðar sem hennar eigin börn væru. Samverustundunum fækkaði síður en svo þegar Íja flutti til Reykjavíkur, við fluttum síðan suður ári síðar. Á meðan amma lifði og bjó á heimili foreldra okkar var Íja nán- ast daglegur gestur í Skeiðarvogin- um. Við hvert það tækifæri sem gafst til mannamóta eða sumarbú- staðaferða var Íja ofarlega á gesta- listum, enda var hún hrókur alls fagnaðar og skemmtilegur ferða- félagi. Sjaldan vantaði hana í afmæli barna okkar, því þar var hún sjálf- sagður gestur enda hændust öll börn að henni og sakna hennar nú sárt. Síðustu árin bjó Íja í Hæðargarði 33 þar sem hún var nágranni móður okkar. Nutu þær mágkonurnar nær- veru hver annarrar hvern dag að heita má. Minningin um elskulega frænku mun ylja hug okkar og barna okkar um ókomna framtíð. Hennar verður minnst sem einstakrar konu sem litaði tilveruna með návist sinni. Innilegustu samúðarkveðjur send- um við og móðir okkar Ólu, Haraldi, Önnu og fjölskyldum þeirra. Okkar hinsta kveðja til góðrar og skemmti- legrar frænku, megi minningin um hlýja og litríka kjarnakonu lifa í hug- um þeirra sem henni kynntust. Börn Ólafs og Friðrikku frá Króksfjarðarnesi. Króksfjarðarnes skagar fram í Breiðafjörðinn milli Gilsfjarðar og samnefnds fjarðar. Þar bjó Þórarinn krókur og á þessum slóðum Gull- Þóris sögu geymist gömul og mikil saga. Jón Ólafsson var bóndi, hrepp- stjóri og símstjóri í Króksfjarðarnesi mikinn hluta síðustu aldar. Konu sína missti hann ungur. Systir hans, Bjarney bjó með honum og sá um heimilisreksturinn. Þá var hún orðin ekkja. Börn hennar voru Ólafur kaupfélagsstjóri, Jón lögfræðingur, Guðmundur hagfræðingur og Þuríð- ur. Útför hennar er gerð í dag. Ég kom átta ára borgarbarn „í sveit“ til þeirra systkina og var þar næstu fimm sumur. Bærinn í Króksfjarðarnesi var mikið steinhús, tvær hæðir, kjallari og háaloft. Mér var komið fyrir til gistingar í „meyjaskemmunni“, en þar sváfu Bjarney húsfreyja og vin- konurnar María Helgadóttir og Ólafía Ólafsdóttir, dóttir Þuríðar. Það var vitanlega mjög skemmtilegt í þessari vistarveru á kvöldin, áður en húsfreyja gekk til náða. Stelpurn- ar pískruðu og flissuðu út í eitt, stundum fékk ég að vera með í geim- inu – þegar frá leið. Þuríður byggði herbergi á sömu hæð. Bú þeirra systkina var allstórt. Tæpar 200 kindur, sex til átta kýr, hestar nokkrir og hænsnfuglar. Króksfjarðarnes er mikil hlunninda- jörð, þar liggja grasi vaxnar eyjar út frá nesinu, æðurin verpir þar og dúnn var verkaður öll sumur. Sela- látur voru sunnan við nesið og sela- bönd lögð þar á vorin og vitjað á fjöru dag hvern. Þetta var mikill ævintýraheimur fyrir smádekrað borgarbarn. Heil- brigður agi ríkti gagnvart hjúum þeirra systkina, engin harka þó. Þur- íður gekk til allra starfa á bænum, karla jafnt sem kvenna, kraftmikil og velvirk. Ekki mjög hýr á brá á þessum árum, en oft væn. Nokkrum sumrum síðar kynntist Þuríður ástinni hjá Sigurði Péturssyni glaðsinna bóndasyni og vinnuvélastjóra og þau hófu búskap í Króksfjarðarnesi, reistu lítil fjárhús í túninu og unnu hörðum höndum. Sigurður var öndveg- ismaður, kátur og sterkur og mynd- arlegur. Nokkru síðar fluttu þau Þur- íður og Sigurður að Staðarfelli í Dölum, keyptu búskapinn þar af Halldóri E. Sigurðssyni og þar bjuggu þau saman í dugmikilli uppbyggingu, eignuðust börn og undu hag sínum vel í þeirri fögrusveit. En Sigurður bóndi Þuríðar veiktist og dó ungur maður og hún stóð ein uppi með börnin sín. Nokkur ár bjó hún áfram á Staðarfelli, en flutti síðan til Reykjavíkur og bjó og starfaði þar síðan. Sumardvalir mínar í Króksfjarð- arnesi leiddu til góðra kynna við fjöl- skylduna þar og allnokkur samskipti urðu í áranna rás milli Ólafs bróður hennar og Þuríðar og foreldra minna. Þegar móðir mín gamlaðist heimsótti Þuríður hana oft, einnig eftir að hún vistaðist á hjúkrunar- heimili. Þuríður Ólafsdóttir var vel gerð manneskja til líkama og sálar. Hún var forkur til allrar vinnu, mikil bú- kona og eljusöm og góð móðir og eig- inkona. Hún lifði lífi sínu að mestu leyti í annarra þágu. Það fannst henni eðlilegt. Tilfinningasemi var henni ekki hugleikin. Hún var drenglynd og varð æ skemmtilegri með hverju árinu sem leið. Hún var sannur og góður fulltrúi þess Ís- lands, sem nú er löngu horfið inní óminnið. Gildi hennar voru heiðar- leiki og vinnusemi og börn hennar og barnabörn voru hamingjusöm með hana. Innilegar samúðarkveðjur til barna hennar og ættingja. Bragi Kristjónsson. ÞURÍÐUR GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR Með fáeinum orðum langar mig til að kveðja kæra vinkonu og fyrr- um samstarfskonu. Elsku Erna mín, fyrstu kynni mín af þér voru þegar þú baðst mig um að leysa þig af í Víðinesi um páska. Þú varst búin að vinna svo mikið ein og þurftir að komast í frí og hvíla þig. Þú slepptir mér ekki aftur og við urðum strax mjög nánar vinkonur, það var svo gott að vinna með þér, þú varst alltaf svo góð við vistmennina. Þeir dýrkuðu þig allir sem einn, þú treystir mér fyrir að leysa þig af í þín- um sumarfríum, fyrst maldaði ég í ERNA GUÐRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR ✝ Erna GuðrúnSigurjónsdóttir fæddist í Mosfells- sveit 30. september 1949. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu í Neskaupstað 21. janúar síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Langholtskirkju 30. janúar. móinn en þú stappaðir í mig stálinu og sagðir: „Víst getur þú það, Guðný.“ Ég leit svo upp til þín, þú varst svo hrein og bein. Og eftir það skipt- umst við á að aðstoða Ólaf Grímsson lækni á fimmtudögum í Víð- inesi. Ég man að þú sagðir eitt sinn: „Guðný, af hverju er alltaf sól og blíða þegar ég aðstoða Ólaf, en rigning þegar ég á frí?“ Þá sagði ég í gríni: „Það er af því að guð er svo góður við mig, þú ert alltaf eins Pollýanna mín.“ Þvílík hannyrðakona, það lék allt í höndunum á þér og hvað þú varst fljót að prjóna peysur og margt fleira Ég öfundaði þig svo af þínum hæfileikum. En samband okkar hélt áfram. Þó að ég héldi áfram að vinna í Víðinesi í 13 ár eftir að þú hættir, alltaf jólakort og síma- samband, og þegar þú komst suður reyndum við alltaf að hittast, fórum í leikhús og sund. Elsku Erna, þegar ég frétti að þú værir öll var eins og ég dofnaði öll upp. Elsku Erna, ég á svo margar góðar minningar um þig í mínu hjarta. Ég sakna þín svo mikið. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyrð höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Elsku Gunnar, Ragnheiður, Hildur Birna, Gunnar, Lúðvík, Björn og aðr- ir ættingjar og vinir, ég votta ykkur mína innilegustu samúð. Megi guð blessa minningu Ernu. Guðný Bech. Ástkær móðir, tengdamóðir, amma, dóttir, systir og mágkona okkar, ELÍN ÞÓRDÍS BJÖRNSDÓTTIR, lést föstudaginn 30. janúar. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtu- daginn 5. febrúar kl. 15:00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á félagið Einstök börn (sími 699 2661). Björn Jóhannsson, Guðrún Fríður Heiðarsdóttir, Hugrún Jóhannsdóttir, Páll Bragi Hólmarsson, Heiðrún Jóhannsdóttir, Björgvin Sigurbergsson, Kristrún, Guðrún Brá, Helgi Snær, Gunnar Már og Baldur Máni, Sólveig Sigurbjörnsdóttir, Gróa Björnsdóttir, Sigurður Björnsson, Ásdís Magnúsdóttir, Sigurbjörn Björnsson, Svava Björnsdóttir og systkinabörn hinnar látnu. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og vinur, FRIÐJÓN ÞORLEIFSSON, Einholti 9, Garði, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju mið- vikudaginn 4. febrúar kl. 14.00. Þorleifur Már Friðjónsson, Brynhildur Njálsdóttir, Guðfinnur Friðjónsson, Lilja Bára Gruber, Sigurður Friðjónsson, Ingibjörg Aradóttir, Guðmunda Friðjónsdóttir, Guðbjörg Friðjónsdóttir, Sigurður Sveinbjörnsson, Karen Ásta Friðjónsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Helga Gunnólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR, Heiðarhrauni 51, Grindavík, sem lést þriðjudaginn 27. janúar, verður jarð- sungin frá Grindavíkurkirkju fimmtudaginn 5. febrúar kl. 14.00. Guðmundur Dagbjartsson, Jón Guðmundsson, Súsanna Demusdóttir, Valur Guðmundsson, Jóhanna Guðmundsdóttir, Brynja Guðmundsdóttir, Ævar Ásgeirsson, Stefán Guðmundsson, Gotta Sigurbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, GUÐMUNDUR ÞORKELL JÓNSSON, Laugalæk 1, Reykjavík, sem lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 30. janúar, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 5. febrúar kl. 13.30. Fjóla Loftsdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, HEIÐBJÖRT JÓNDÓTTIR, Hofsá, Svarfaðardal, andaðist þriðjudaginn 27. janúar. Jarðsungið verður í Dalvíkurkirkju föstudaginn 6. febrúar. Jarðsett verður í Vallakirkjugarði. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélagið. Gísli Þorleifsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.