Morgunblaðið - 03.02.2004, Page 49

Morgunblaðið - 03.02.2004, Page 49
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2004 49 LÍKLEGT er að Litháinn Dalius Rasikevicius yfirgefi Íslandsmeist- ara Hauka á næstu dögum en landi hans Robertas Pauzuolis verður um kyrrt hjá Hafnarfjarð- arliðinu, alla vega fram á sumar. Eins og Morgunblaðið greindi frá í gær vill Partizan Belgrad fá Rasikevicius til sín á nýjan leik og spænska 1. deildarliðið Altea hef- ur borið víurnar í Pauzuolis. Rasikevicius hefur ekki fundið sig í herbúðum Hauka og vill fara til Partizan Belgrad en seint í gærkvöldi höfðu forráðamenn fé- laganna ekki komist að sam- komulagi um skiptin en þar sem Rasikevcius er samningsbundinn Haukum vilja þeir fá greiðslu fyr- ir hann. Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, sagði við Morgunblaðið í gærkvöld að málin myndu skýrast endanlega í dag en hann reiknaði ekki með að Rasikevicius yrði meira með Haukum það sem eftir væri leiktíðar. Viggó sagði hins vegar að Ro- bertas Pauzuolis færi ekki frá fé- laginu fyrr en fyrsta lagi í sumar. Pauzuolis á við meiðsli að stríða í baki og öxl og hefur verið í með- ferð hjá Elís Þór Rafnssyni, sjúkraþjálfara Hauka og landsliðs- ins. Viggó telur afar ólíklegt að litháíska stórskyttan verði með í leiknum við HK í 1. umferð úr- valsdeildarinnar á föstudag. Pauzuolis um kyrrt en Dalius á förum FÓLK  ÓLAFUR Örn Bjarnason, lands- liðsmiðvörður í knattspyrnu, fór vel af stað í fyrsta æfingaleiknum með sínu nýja félagi, Brann í Noregi, gegn Haugesund um helgina. Hann þótti stjórna varnarleik liðsins mjög vel, leikmenn Haugesund fengu fá marktækifæri, en sóknarmenn Brann voru heldur ekki upp á marga fiska og leikurinn endaði 0:0.  JAKOB Sigurðarson skoraði 16 stig og var stigahæstur í liði Birm- ingham Southern sem lagði Coastal Carolina, 76:68, í framlengdum leik á útivelli. Staðan var jöfn 63:63 að loknum venjulegum leiktíma en Birmingham Southern er í efsta sæti Big South-1. deildarinnar í há- skólakeppni körfuknattleiksliða í Bandaríkjunum.  ÞÝSKA knattspyrnuliðið Dort- mund hefur samið við Brasilíumann- inn Anderson Thiago de Souza, 19 ára framherja. Leikmaðurinn æfði með Dortmund í vetrarfríinu en hann er vinur Flavio Conceicao sem er á mála hjá Dortmund og vildu for- ráðamenn Dortmund að Souza færi ekki til Uniao Sao Joao Esporte í heimalandi sínu á ný.  LEBRON James, nýliði Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni, skoraði 38 stig í sigurleik liðsins gegn Wash- ington Wizards, 104:100, á sunnu- daginn og hefur hann aldrei áður skorað svo mörg stig í vetur. James er talinn vera eitt mesta efni sem komið hefur fram undanfarin ár í deildinni enda aðeins 18 ára gamall og fór beint úr miðskóla og í atvinnu- mennskuna. Áður hafði hann skorað 37 stig gegn Boston hinn 13. desem- ber sl.  LEEDS, botnlið ensku úrvals- deildarinnar í knattspyrnu, fékk í gær skoska varnarmanninn Stephen Caldwell lánaðan frá Newcastle út tímabilið. Caldwell hefur leikið einn landsleik fyrir Skotland en ekki náð að vinna sér fast sæti í liði New- castle.  MAGNUS Wislander, einn fremsti handknattleiksmaður sögunnar, seg- ist vera klár í slaginn með sænska landsliðinu í handknattleik þegar það mætir Pólverjum í vor í tveimur leikjum um sæti á HM í Túnis á næsta ári. Wislander segist ekki ætla að skorast undan ábyrgð verði leitað til hans þegar landsliðið verði valið fyir leikina, en ljóst sé að komi til þess verði það hans allra síðustu landsleikir fyrir Svíþjóð. Wislander verður fertugur síðar í þessum mán- uði.  STAFFAN Olsson, félagi Wisland- ers í sænska landsliðinu til margra ára, hefur ekki viljað gefa neitt út um það ennþá hvort hann gefi kost á sér í leikina við Pólverja, segist ætla að taka afstöðu til þess þegar kemur fram á vorið. Olsson er jafngamall og Wislander og hefur verið í landslið- inu í 18 ár. IGOR Bjarni Lúkas, 20 ára markvörður sem var vara- markvörður hjá úrvalsdeild- arliði ÍBV á síðustu leiktíð, hefur gert eins árs samning við færeyska fyrstudeild- arliðið Skála. Félagið rétt slapp við fall á síðustu leik- tíð en Skála varð í 8. sæti af tíu liðum og hlaut 13 stig. Igor Bjarni, sem er sonur Lúkasar Kostic, fyrrverandi þjálfara KR og Grindavíkur og núverandi þjálfara U-17 ára landsliðsins, hélt til Fær- eyja í gær, en hann á að leysa af hólmi pólskan mark- vörð, sem kominn er til ára sinna. Igor Bjarni lék tvo leiki með Víkingi í 1. deildinni fyrir tveimur árum en hann hóf ferilinn hér á landi með KR-ingum. Igor Bjarni til Skála í Færeyjum Ríkharður er kominn á heimaslóðir því hann hóf að leika með meistara- flokki Fram 17 ára gamall, árið 1989, og spilaði með Safamýrarliðinu í sjö ár. Hann varð bikarmeistari með því árið 1989 og Íslandsmeistari ári síðar, en það eru síðustu stóru titlarnir sem Fram hefur fagnað. Ríkharður lék 101 leik með Fram í efstu deild og skoraði 30 mörk. Hann gekk til liðs við KR-inga árið 1996 og lék með þeim í tvö ár en þar gerði hann 21 mark í 34 deildaleikj- um. Ríkharður varð markakóngur efstu deildar 1996 með 14 mörk í 18 leikjum og skoraði einu meira en Skagamaðurinn Bjarni Guðjónsson. Snemma árs 1997 lék Ríkharður fyrst erlendis, spilaði þá 10 leiki með Kala- mata í efstu deild í Grikklandi og skoraði eitt mark. Ríkharður hélt alfarinn af landi brott í árslok 1997 og gekk til liðs við Viking frá Stavanger í Noregi. Þar lék hann í þrjú ár og var í fremstu röð meðal markaskorara í norsku úrvals- deildinni, gerði 48 mörk í 68 deilda- leikjum fyrir Viking. Þegar samningur Ríkharðs við Vik- ing rann út í nóvember 2000 fór hann til enska Íslendingaliðsins Stoke City og spilaði þar í tæp tvö ár en þar lék hann 39 leiki og skoraði 10 mörk í 2. deild. Hann fór til Lilleström í Noregi síðsumars 2002 og skoraði þá 4 mörk í 7 deildaleikjum. Á síðasta ári fékk Ríkharður lítið að spila með Lille- ström, þar sem félagið hefði þurft að greiða Stoke meira fyrir hann eftir ákveðinn leikjafjölda. Í haust fékk hann sig því leystan undan samningn- um þar og spilaði síðustu níu umferð- irnar í norsku 1. deildinni með Fred- rikstad. Hann skoraði 5 mörk og átti drjúgan þátt í að koma liðinu upp í úr- valsdeildina. Ríkharður hefur leikið 44 A-lands- leiki fyrir Íslands hönd og er í 2.–3. sæti yfir markahæstu menn landsliðs- ins frá upphafi með 14 mörk, ásamt Arnóri Guðjohnsen. Aðeins afi hans, Ríkharður Jónsson, hefur skoraði fleiri mörk fyrir landsliðið, 17 talsins. Ríkharður verður fimmti leikmað- urinn sem gengur til liðs við Fram fyrir tímabilið en áður hafa Framarar gert samning við færeysku landsliðs- mennina Fróða Benjaminsen og Hans Fróða Hansen, Þorvald Makan Sigbjörnsson frá KA og Andra Stein Birgisson frá Aftureldingu. Ríkharður á ný til liðs við Framara RÍKHARÐUR Daðason leikur með Fram í úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu en samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins komst hann að samkomulagi við Framara seint í gærkvöldi og skrif- ar hann undir 2ja ára samning við Safamýrarliðið í dag. Ríkharður var með tilboð frá KR og Fram, félögum sem hann hefur áður leikið með, en ákvað eftir ítarlega umhugsun að taka tilboði Fram. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ríkharður Daðason sést hér fagna í landsleik. Hann hef- ur leikið 44 landsleiki og skorað 14 mörk. Það var ekki fyrr en í síðasta leiknum á EM – gegn Tékkum, þegar allt var komið í óefni, að leikmönnum sem höfðu setið leik eftir leik á bekknum, var teflt fram. Þá voru þeir óundirbúnir og sjálfstraustið í molum. Það er ekki nóg að skipta leik- mönnum inn á í leikjum. Menn verða að vera tilbúnir í slaginn og klárir á því hvað þeir eiga að gera. Það hefði átt að nýta æf- ingaleiki fyrir EM til að keyra á öllum landsliðsmönnum Íslands – byggja upp stemningu og létt- leika, sem hefur svo oft einkennt landslið Íslands. Handknattleikurinn er orðinn svo hraður að það er ekki hægt að leika leik eftir leik á sömu sjö leikmönnunum. Danir og aðrar þjóðir á EM voru stöðugt að skipta skipta leikmönnum inn á, þannig að menn fengu hvíld og gátu kastað mæðinni áður en þeir fóru aftur inn á á fulla ferð. Það þarf að verða hugafars- breyting í sambandi við íslenska landsliðið. Það er ekki hægt að bjóða fullfrískum atvinnumönnum að sitja leik eftir leik á bekknum og horfa á. Þá er voðinn vís þegar hópur leikmanna í landsliði er farinn að taka völdin. Það á að vera hlut- verk þjálfara að ráða ferðinni. Sigmundur Ó. Steinarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.