Morgunblaðið - 03.02.2004, Side 51

Morgunblaðið - 03.02.2004, Side 51
„Hvar erum við?“ Lloyd og Harry velta fyrir sér hinstu rökum tilverunnar. bíllinn (Blue Car). Myndin er fyrsta leikstjórnarverkefni leikkonunnar Karen Moncrieff og segir af baráttu ungrar stúlku við að halda geðheils- HÆST ber í myndbandaútgáfu þessarar viku að heimskasta par kvikmyndasögunnar snýr aftur í myndinni Heimskur heimskarari (Dumb and Dumberer). Hér er að sjálfsögðu verið að meina þá pöru- pilta Lloyd Christmas og Harry Dunne sem gerðu allt vitlaust fyrir tíu árum í frumgerðinni, Heimskur heimskari. Hér er hins vegar spólað aðeins aftur á bak og áhorfendur fá innsýn í það er þeir fóstbræður hitt- ust fyrsta sinni. Fjórar myndir aðrar hoppa svo upp í hillurnar í febrúarbyrjun. Christopher Lambert, gamla kemp- an sem gerði það gott með Hálend- ingnum hér í eina tíð, leikur aðal- hlutverkið í spennumyndinni Absolon og tvær grínmyndir koma á markaðinn einnig, Alger ljóska (Tot- ally Blonde) og Hvernig á að stokka eða How to Deal þar sem söng- og leikkonan Mandy Moore er í aðal- hlutverki. Þá kemur einnig út einkar athyglisverð mynd er kallast Blái unni við erfiðar aðstæður. „Lítil“ mynd sem vakið hefur athygli á ýms- um kvikmyndahátíðum, t.a.m í Montreal og í Woodstock. Myndbandaútgáfa vikunnar Harry og Lloyd snúa aftur                                                            !"  #  $    !" $  $    !"   !" $    !"   !"   !" $   #  $  $    !"   !" $    !" % &   % % &   % &   % % &   '  &   '  &   &   % &   % &   %                     !      "#     $     %&" '( (  " #   )*    +" , $ --        MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2004 51 ÓHEFT hugmyndaflug og gálga- húmor eru vörumerki leikstjórans Tims Burtons, nýja myndin hans, Sá stóri (Big Fish), engin undan- tekning. Hins vegar er gamanið ekki jafn kaldhæðið og oftast áður og myndin geðugri og manneskju- legri en hans fyrri verk. Kjarni hennar er spurningin hvort skálda- leyfi sé ekki réttlætanlegt til að gera „sannleikann“ skemmtilegri og tilkomumeiri. Sannleikurinn er sagna bestur segir máltækið en það er nú svo að þegar fram í sækir segja engir tveir nákvæmlega eins frá sama atburð- inum – og standa fast á sínu. Sá stóri er byggð á skáldsögu Daniels Wallace um Edward Bloom, óforbetranlegan lygalaup í Ala- bama, sem gekk fram af syni sínum á uppvaxtarárunum með margítrek- uðum sögum af lífshlaupi, sem eins og segir í auglýsingunni er stærra en lífið sjálft. Eða er karlinn að segja satt? Það skiptir ekki mestu máli, heldur að Burton hefur fengið ákjósanlegt efni til að láta hug- myndaflugið fara á rás og skapar bráðskemmtilega og frumlega æv- intýrasögu í anda Munchausen. Will (Billy Crudup), einkasonur Edwards Blooms (leikinn af Albert Finney á eldri árum, Ewan McGregor á þeim yngri), hefur fengið sig fullsaddan á þeim fárán- lega lygaþvættingi sem faðir hans segir fortíð sína. Þegar hann var ungur og sprækur var hann sölu- maður sem flæktist vítt og breitt á endalausum ferðalögum um Suður- ríkin þar sem hann dvaldi á stöðum sem Will telur helberan uppspuna. Enda koma við sögu þeirra m.a. forspáar nornir, risar og furðudýr. Inn í atburðarásina fléttast háróm- antísk lýsing á því er faðir hans verður ástfanginn við fyrstu sýn af Söndru móður hans (Jessica Lang og Alison Lohman, sem leikur Söndru á yngri árum). Ekki tekur betra við er Edward ungi leggur heiminn að fótum sér og kemur til baka með jafnvel enn hrikalegri ólíkindasögur og tvær austurlensk- ar systur og söngfugla sem deila fótleggjunum. Í myndarbyrjun er Will búsettur í París en fellst að beiðni móður sinn- ar á að koma og heimsækja föður sinn því gamli sölumaðurinn liggur banaleguna. Will gerir lokatilraun til að komast til botns í sannleik- anum og karlinn rekur enn og aftur sögu sína með meiri tilþrifum og sannfæringarkrafti en nokkru sinni. Burton er sjálfur ótrúlegur af- burðasögumaður (að undanskilinni Apaplánetunni) og gengur vel að fá okkur til að trúa litríku lífshlaupi sölumannsins, a.m.k. fleyta áhorf- endum ljúft með straumnum. Flest- ar eru minningar karlsins svo lifandi og heillandi, fullar af forvitnilegum og mystískum persónum að myndin er ósvikin rússíbanaferð inn í æv- intýraveröld sem aðeins getur skap- ast í kvikmyndum einstakra kvik- myndagerðarmanna á borð við Burton og Zemeckis. Ef hægt er að bera Þann stóra saman við ein- hverja eina nýlega kvikmynd þá er það hið ámóta fjarstæðukennda en hrífandi líf Forrests Gumps. Áhorf- andinn á að gefa sig allan á vald fantasíunni og bruna með inn á þessar dásamlegu lendur þar sem Finney er leiðsögumaður ásamt McGregor. Finney vinnur enn einn leiksigurinn og kemur fæstum á óvart, hins vegar hefur sjaldan gust- að jafn mikið af McGregor sem í hlutverki Eds, sölu- og ævintýra- mannsins unga. Hann minnir óneit- anlega á landa sinn Sean Connery, þegar hann var loks búinn að brjót- ast undan oki 007, tók dýfur og spratt síðan fullskapaður fram á sjónarsviðið sem einn af konungum hvíta tjaldsins. Þá er ánægjulegt að sjá stórleikkonuna Jessicu Lange í hlutverki við hennar hæfi og virð- ingu. Hér fá fleiri gæðaleikarar tækifæri sem þeir nýta gjörsamlega óaðfinnanlega; Helena Bonham Carter, Steve Buscemi, Danny De Vito og Billy Crudrup, sem öll verða mögnuð verkfæri í höndum galdra- mannsins Burtons. Að venju hefur hann fengið til liðs við sig afburða- listamenn í öllum greinum eins og tónskáldið Danny Elfman, kvik- myndatökustjórann Philippe Rouss- elot og ekki síst hinn lipra penna John August. Í sameiningu færa þeir okkur á vit ósvikins ævintýra- heims þar sem sannleikur, ýkjur og lygi eru alsæl í einni sæng. Ewan McGregor, einn af betri leik- urum sinnar kynslóðar, fer með að- alhlutverkið í Þeim stóra. Sölumaður deyr KVIKMYNDIR Regnboginn, Smárabíó, Borgarbíó Akureyri. Leikstjórn: Tim Burton. Handrit: John August, byggt á sögu Daniels Wallace. Kvikmyndatökustjóri: Philippe Rousse- lot. Tónlist: Danny Elfman. Aðalleik- endur: Ewan McGregor, Albert Finney, Billy Crudup, Jessica Lange, Helena Bon- ham Carter, Alison Lohman, Robert Guil- laume, Steve Buscemi, Danny DeVito, Marion Cotillard. 110 mínútur. Columbia Pictures. Bandaríkin 2003. SÁ STÓRI / BIG FISH ½ Sæbjörn Valdimarsson MÍR -Vatnsstíg 10a Opið Bíó á veg- um Bíó Reykja- vík. Meðal mynda sem sýndar verða er frumsýning á nýrri mynd eftir Biogen sem ber titilinn Svart/ Hvítt-Eissaru. Húsið opnar kl. 19.30 og er frítt inn. Nánari upp- lýsingar á www.bioreykjavik.com Bæjarbíó, Hafnarfirði Kvikmyndasafn Íslands sýnir í vikunni hinn sígilda vestra El Dor- ado með John Wayne og Robert Mitchum í aðalhlutverki. Sýnt í kvöld kl. 20.00 og á laugardaginn kl. 16.00. Í DAG Biogen. SMS tónar og tákn www.laugarasbio.is Yfir 90.000 gestir Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 14. Svakalegasti spennutryllir ársins frá leikstjóra Face/Off og Mission Impossible 2. Tilnefningar til óskarsverðlauna11 Sýnd kl. 5 og 9.Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16 ára. Tilnefningar til óskarsverðlauna Besta leikkona í aðalhlutverki Besti leikari í aukahlutverki 2 HJ Mbl. 21 GRAMM ÓHT Rás2 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 Tilnefningar til óskarsverðlauna Besta leikkona í aðalhlutverki Besti leikari í aukahlutverki 21 GRAMM www .regnboginn.is Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára. 2 Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. B.i. 14 ára. HJ Mbl. Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. Tilnefning til óskarsverðlauna1 TILNEFND TIL GOLDEN GLOBE-VERÐLAUNA M.A. SEM BESTA MYNDIN OG BESTI AUKALEIKARI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. ÓHT Rás2 Kvikmyndir.com „Glæsilegt ævintýri. Hreinn unaður frá upphafi til enda.“ Fréttablaðið loftkastalinn@simnet.is Lau. 7. feb. kl. 20 örfá sæti laus Fös. 13. feb. kl. 20 nokkur sæti Lau. 21. feb. kl. 20 nokkur sæti Fös. 27. feb. kl. 20 laus sæti „Frábært-drepfyndin-átakanlegt“ Opið virka daga kl. 13-18

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.