Morgunblaðið - 03.02.2004, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
ÞINGFLOKKUR Sjálfstæðisflokks samþykkti
í gær að veita Einari Oddi Kristjánssyni, þing-
manni flokksins, heimild til að leggja fram
frumvarp sem kemur í veg fyrir að KB banki
eignist SPRON. Þá samþykkti þingflokkur
Samfylkingar að styðja frumvarpið en Fram-
sóknarflokkur fékk ekki frumvarpið í hendur
fyrr en að loknum þingflokksfundum Samfylk-
ingar og Sjálfstæðisflokks og hefur því ekki tek-
ið afstöðu til þess.
Frumvarpið er unnið að frumkvæði Einars
Odds og Lúðvíks Bergvinssonar, þingmanns
Samfylkingar.
Tilveruréttur sparisjóða tryggður
Að sögn Einars Odds Kristjánssonar er til-
gangur frumvarpsins að tryggja tilverurétt
sparisjóðanna í landinu. Með samþykkt laga um
sparisjóði í desember 2002 hafi þingmenn talið
sig hafa tryggt tilverurétt sparisjóðanna en síð-
ar hafi komið í ljós að svo var ekki. Eru norsk
lög um sparisjóði höfð til hliðsjónar við þessa
frumvarpsgerð.
Að sögn Einars Odds munu gilda um það
ákveðnar reglur hvaða viðskiptamönnum skuli
boðið að gerast stofnfjáreigendur. Verði
SPRON breytt í hlutafélag verður, samkvæmt
frumvarpinu, til sjálfseignarstofnun sem mun
fara með hlutafjáreign sem sjö manna stjórn
ræður. Stjórnin verður skipuð þremur fulltrú-
um frá sveitarfélögum, tveimur frá viðskipta-
ráðherra, þar af er annar þeirra tilnefndur af
Sambandi íslenskra sveitarfélaga, einum frá
starfsmönnum og einum frá öðrum stofnfjáreig-
endum. Stjórnin mun fara með forræði yfir
hlutafjáreign sinni, samkvæmt frumvarpinu, og
verða hlutabréf ekki seld næstu þrjú árin nema
allir í stjórn samþykki.
Frumvarpið verður rætt á fundi efnahags- og
viðskiptanefndar Alþingis í dag. Sagðist Einar
Oddur í samtali við Morgunblaðið trúa því og
treysta að það yrði stutt af þingmönnum úr öll-
um flokkum.
Rætt á ríkisstjórnarfundi í dag
Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra
vildi ekki tjá sig um frumvarpið þegar eftir því
var leitað að öðru leyti en að hún myndi taka
málið upp á ríkisstjórnarfundi í dag. Guðmund-
ur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON, vildi
ekki heldur tjá sig um það að svo stöddu.
Samþykkt að leggja fram frumvarp sem útilokar að KB banki eignist SPRON
Hlutabréf ekki seld nema
með einróma samþykki
ANATÓLÍ Karpov sagðist í samtali við
Morgunblaðið gera sér vonir um góðan ár-
angur á skákmótinu Reykjavík Rapid 2004
í mars í vor, en hann
mun keppa á mótinu
ásamt Garrí Kasparov.
Karpov tekur þó fram
að fyrirkomulag móts-
ins sé algerlega nýtt og
það skapi skemmtilega
óvissu. „Ég var heims-
meistari og Evrópu-
meistari í atskák. Það er að vísu nokkuð
langt um liðið síðan þetta var en mér gekk
mjög vel á atskákmótum í fyrra,“ segir
Karpov.
Spurður um þátttöku Kasparovs í
Reykjavík segist Karpov ekki hafa áhyggj-
ur af því að mæta honum en tekur fram að
vegna fyrirkomulags mótsins sé ekki endi-
lega víst að þeir tefli hvor gegn öðrum.
Þeir Kasparov hafi raunar teflt stutt
atskákeinvígi í New York fyrir rúmu ári
og þá hafi hann unnið Kasparov.
Vann síðasta
atskákeinvígið
við Kasparov
HJARTA var grætt í Sigurð Þór-
arin Sigurðsson frá Hvammi í Stöðv-
arfirði á Ríkisspítalanum í Kaup-
mannahöfn um helgina. Fór hann
utan á laugardag ásamt foreldrum
sínum og yngri bróður eftir að til-
kynning barst frá spítalanum um að
hjartagjafi hefði fundist. Lauk að-
gerðinni klukkan sex að morgni
sunnudags, að því er fram kemur á
fréttavef sveitarfélagsins Austur-
byggðar, sem greindi frá aðgerðinni.
Þar segir að aðgerðin hafi gengið vel
og læknar telji útlitið vera gott.
Sigurður Þórarinn er 21 árs gam-
all og hefur um nokkurt skeið beðið
eftir nýju hjarta eftir að hafa fengið
sýkingu í hjartavöðvann fyrir þrem-
mjög máttfarinn, lítið getað borðað
og hreyft sig. Frá því fyrir jól varð
Sigurður Þórarinn að bíða í Reykja-
vík eftir boðun að utan þegar hent-
ugur hjartagjafi fyndist og var á
þeim tíma í stöðugu eftirliti á Land-
spítalanum. „Við erum fegin að
þetta skuli vera afstaðið og vonandi
gengur þetta bara áfram vel hjá
honum,“ sagði Eva María og vildi
koma á framfæri innilegu þakklæti
til allra þeirra sem hefðu stutt fjöl-
skylduna í veikindum Sigurðar Þór-
arins.
Gestur Þorgeirsson, yfirlæknir á
hjartadeild Landspítalans, segir það
ánægjulegt að tekist hafi að finna
hjarta fyrir Sigurð Þórarin, en
Gestur hefur annast hann hér heima
frá því að veikindanna varð vart
fyrir þremur árum. Sjúkdómurinn
hafi verið orðinn það mikill að
hjartaígræðsla var eina leiðin til
bata. Vonast Gestur til þess að eft-
irmeðferðin gangi vel hér eftir, hún
sé stór og flókin en full ástæða sé til
bjartsýni um bata Sigurðar Þór-
arins.
Gestur segir það ekki algengt að
fólk fái sýkingu í hjartavöðva en
þess megi geta að hinn sjúkling-
urinn, sem bíður hjartaígræðslu,
hafi á sínum tíma veikst af sömu
völdum. „Ef vírus sækir á hjarta-
vöðvana þá eru ekki mörg ráð til
bjargar,“ segir Gestur.
ur árum. Hann
er fyrsti íslenski
hjartaþeginn í
mörg ár en ann-
ar ungur Íslend-
ingur, Helgi
Einar Harðar-
son, er á biðlista
hjá Trygginga-
stofnun eftir
hjartaígræðslu á
Sahlgrenska-
sjúkrahúsinu í Gautaborg.
Systir Sigurðar Þórarins, Eva
María, sagði við Morgunblaðið í gær
að aðgerðin hefði heppnast vel. Ekki
hefði í raun mátt tæpara standa með
bróður sinn, hann hefði verið orðinn
Hjarta grætt í 21 árs Stöðfirðing í Kaupmannahöfn
Aðgerðin gekk vel en
ekki mátti tæpara standa
Sigurður Þórarinn
Sigurðsson
SIGURÐUR Þórarinn Sigurðsson er tíundi
íslenski hjartaþeginn frá árinu 1988 þegar
Halldór Halldórsson var fyrstur Íslend-
inga til að fá grætt í sig nýtt hjarta á
Brompton-sjúkrahúsinu í London. Þrír
sjúklingar hafa látist eftir slíka aðgerð, en
þær hafa einnig farið fram á Sahlgrenska-
sjúkrahúsinu í Gautaborg, auk Brompton
fyrstu árin og nú í Kaupmannahöfn.
Gestur Þorgeirsson, yfirlæknir á hjarta-
deild LSH, segir það hafa verið hugleitt
en ekki talið raunhæft að framkvæma
hjartaígræðslur hér á landi. Þó að slíkar
aðgerðir geti tæknilega farið fram á
Landspítalanum séu tilfellin ekki það
mörg og líffæragjafar svo fáir að ekki
hafi þótt ráðlegt að flytja aðgerðirnar
heim.
Tíundi íslenski
hjartaþeginn
ALLAN ársins hring er líflegt um að litast í
fjörum landsins þó að annars staðar virðist líf-
ríkið leggjast í dvala yfir köldustu mánuðina.
Fuglar þyrpast í fjörurnar í leit að æti og sum-
ir taka sér góðan sundsprett ef vel viðrar. En
þegar betur er að gáð er lífið í fjörunni alls
ekki bundið við gróður og fugla. Undir stein-
um og í gróðrinum sjálfum iðar allt af lífi. Þar
er að finna ótal smádýr sem fuglarnir eru
sólgnir í. Þegar allir eru búnir að éta sig
sadda er tilvalið að ræða málin, eins og þessir
skarfar hafa kannski verið að gera í fjörunni
við Hafnarfjörð í gær. Ekki virðast þeir þó all-
ir vera að hlusta á leiðtogann því einn sýnist
láta hugann reika og starir dreyminn á haf út.
Morgunblaðið/Ómar
Skarfar skeggræða í fjörunni
HELGI Einar Harðarson, rúmlega þrítugur
Grindvíkingur, bíður þess öðru sinni að fá
grætt í sig nýtt hjarta en í júní árið 1989 var
hann annar Íslendingur-
inn á eftir Halldóri Hall-
dórssyni sem fór í hjarta-
ígræðslu á Brompton-
sjúkrahúsinu í London.
Að auki bíður Helgi þess
að fara í nýrnaaðgerð
um leið og nýtt hjarta
fæst. Hefur hann verið á
biðlista eftir þessum að-
gerðum á Sahlgrenska-
sjúkrahúsinu í Gauta-
borg síðan í maí á síðasta ári.
„Ég hleyp ekki maraþon en er bílfær.
Veikindin hafa ágerst, ég hef verið lengi frá
vinnu og þurft að liggja nokkrum sinnum
inni á sjúkrahúsi. Það er dagamunur á mér
en ég ber mig vel og er fullur bjartsýni á að
þetta fari allt vel,“ sagði Helgi Einar í gær.
Hann hafði þá fengið tíðindin frá Kaup-
mannahöfn um Sigurð Þórarin og sam-
gladdist honum og hans fjölskyldu.
Skömmu eftir að Helgi fagnaði tíu ára
„afmæli“ nýja hjartans um mitt ár 1999
fékk hann blóðtappa við heila og frá þeim
tíma hefur heilsunni hrakað. Að auki kom
fljótlega eftir aðgerðina árið 1989 upp leki í
hjartaloku sem hefur gert það að verkum
að hjartað hefur stækkað. Helgi sagði að nú
væri það orðið kraftlaust og úthald hans því
lítið. Eina úrræðið væri að fá nýtt hjarta.
Bíður öðru
sinni eftir
nýju hjarta
Helgi Einar
Harðarson
♦♦♦