Morgunblaðið - 05.03.2004, Page 18

Morgunblaðið - 05.03.2004, Page 18
ERLENT 18 FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞÝZKUR áfrýjunardómstóll úr- skurðaði í gær að dómur sem felldur hafði verið yfir marokkóskum náms- manni í Þýzkalandi vegna meintrar aðildar hans að undirbúningi hryðju- verkaárásanna í Bandaríkjunum 11. september 2001, skyldi ógiltur og réttað upp á nýtt í málinu. Áfrýjunardómstóllinn í Karlsruhe komst að þeirri niðurstöðu að sann- anir ákæruvaldsins á hendur hinum dæmda, Mounir El Motassadeq sem var námsmaður í Hamborg og náinn vinur þriggja úr hópi 11. september flugræningjanna, væru ófullnægj- andi til sakfellingar. Bandarísk yfirvöld gagnrýnd Í úrskurðinum eru bandarísk stjórnvöld sérstaklega gagnrýnd fyrir að hafa neitað að gera það mögulegt að lykilvitni í málinu yrði kallað fyrir dóminn í Þýzkalandi. Er fullyrt að Bandaríkjamenn hafi þar gert sig seka um brot á alþjóða- og milliríkjasamningum um dómsmál. Úrskurðurinn er nýtt áfall fyrir þýzk saksóknaryfirvöld, en aðeins fáeinar vikur eru síðan annar sak- borningur tengdur 11. september hryðjuverkamönnunum var sýknað- ur af þýzkum héraðsdómstól. Hann mun ennfremur setja þrýsting á bandarísk yfirvöld að láta þann vitn- isburð í té sem þýzkir dómstólar óska eftir í væntanlegum nýjum rétt- arhöldum í máli Motassadeqs. „Baráttan gegn hryðjuverkum má ekki vera villt, löglaust stríð,“ sagði Klaus Tolksdorf, forseti áfrýjunar- dómstólsins. Motassadeq var í febrúar 2003 dæmdur af dómstól í Hamborg til 15 ára fangelsisvistar fyrir að vera meðsekur um morð á nærri 3.000 manns og aðild að hryðjuverkasam- tökum fyrir meintan þátt sinn í und- irbúningi flugránsárásanna í New York og Washington. Dómur yfir manni tengdum 11. sept.-árásunum ógiltur Ný réttarhöld fari fram Karlsruhe. AFP. Mounir El Motassadeq RÚSSNESK yfirvöld eru að undirbúa björgunarleiðangur til að bjarga tólf vísindamönn- um sem eru í sjálfheldu á norð- urskauts-íshellunni. Rannsóknarstöðin Norður- heimskaut-32, sem Rússar komu nýlega upp á ísnum eftir tólf ára hlé frá slíkum rann- sóknum, sökk að mestu leyti í sæ síðdegis á miðvikudag, er ís- inn undir henni brotnaði. Vís- indamennirnir sem mönnuðu stöðina hírast nú í leifunum af stöðinni, um 400 sjómílur NV af Svalbarða. Reynt var að koma til þeirra neyðarbúnaði með flugi í gær, en það gekk illa vegna hvassviðris. Var vonazt til að takast myndi að bjarga mönnunum í dag eða á morgun. Rússnesk rannsóknar- stöð sekkur Moskvu. AP. MAÐUR sem talinn er vera einn leiðtoga al-Qaeda hryðjuverkasam- takanna, hefur verið handtekinn í Jemen í leit sem þar stendur yfir að íslömskum öfgamönnum í afskekktu fjallahéraði, Abyan, í sunnanverðu Jemen, að því er stjórnvöld sögðu í gær. Beitt er sérsveitum sem hafa til umráða þyrlur og skriðdreka. „Háttsettur leiðtogi al-Qaeda- samtakanna í Jemen, sem var eft- irlýstur af lögreglu, var handtekinn í gærkvöldi,“ sagði jemenskur stjórn- arerindreki. Heimildarmenn úr röðum rót- tækra múslíma herma að hinn hand- tekni heiti Abdul Rauf Nassib og sé einn af æðstu leiðtogum al-Qaeda á Arabíuskaga og sá eini sem lifði af bandaríska flugskeytaárás er varð sex meintum al-Qaeda-mönnum að bana í austurhluta Jemen í nóvem- ber 2002. Bandaríska leyniþjónust- an, CIA, skipulagði árásina. Handtóku al-Qaeda- leiðtoga Aden. AFP. VÍSINDAMAÐUR við háskólann í Bern í Sviss, Jürg Luterbacher, hef- ur skrifað grein sem birtist í tímarit- inu Science í þessari viku, en þar heldur hann því fram að sumarið í Evrópu í fyrra hafi verið hið hlýjasta í 500 ár, sé veðurfar í álfunni skoðað í heild sinni. Í rannsókn sinni skoðaði Luter- bacher veðurfar í Evrópu aftur til ársins 1500. Hann segir að hærri hitatölur séu ekki bundnar við sum- ur, heldur hafi vetur í Evrópu und- anfarna áratugi einnig verið hlýrri en fyrr. Í rannsókn hans kom í ljós að meðalhiti yfir veturinn og með- alhiti á ári hverju var hæstur á 500 ára skeiðinu frá árinu 1500, á ár- unum 1973–2002. Ekki reynt að greina orsakir Luterbacher, sem er loftslags- fræðingur, og rannsóknarteymi hans létu að sögn nægja að rannsaka hitaþróunina. „Við reyndum ekki að greina ástæðurnar. Við skýrðum að- eins frá niðurstöðunum,“ sagði Lut- erbacher. Ekki var reynt að skýra hitabreytingarnar, til dæmis vísa til mannlegra athafna, sem leiða til myndunar gróðurhúsaáhrifa, þ.e. hlýnunar af völdum aukins magns lofttegunda á borð við koldíoxíð í andrúmsloftinu. Í rannsókn sinni greindi Luter- bacher hitafarssögu Evrópu allt frá árinu 1500 og til okkar tíma. Hitafar á fyrstu 250 árunum frá árinu 1500 var metið með því að skoða tré- og jarðvegssýni en eftir þann tíma var hægt að nálgast upplýsingar um hitatölur um mestalla Evrópu. Á því 500 ára tímabili sem rann- sakað var fundust bæði heit og köld tímabil. Næsthlýjasta sumarið á tímabilinu var þannig sumarið 1757 en eftir það kólnaði nokkuð þar til snemma á 20. öld, en sumarið 1902 var kaldasta sumarið á öllu tíma- bilinu. Frá og með 1977 hefur hins vegar veður hlýnað mjög og meira en dæmi gerðust áður á 500 ára tíma- bilinu og hefur meðalhiti aukist um 0,36% á hverjum áratug frá þessu ári. Sumarið 2003 var hins vegar sérlega hlýtt og var það að meðaltali tveim gráðum hlýrra en meðaltal allra sumra á bilinu 1901–1995. Að teknu tilliti til óvissuþátta má því draga þá ályktun að sumarið 2003 hafi sennilega verið hið hlýjasta í álfunni í 500 ár. Í ágúst fór hitinn oft upp fyrir 38°C í mörgum borgum. Hlýjustu áratugirnir í 500 ár Washington. AP. Reuters Starfsmaður í dýragarði í München kælir fíl í sumarhitunum í ágúst í fyrra. Hitinn var dögum saman um 40°C. HORST Köhler, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF), verður forsetaefni stjórnarandstöðu- flokkanna í Þýskalandi. Var þetta ákveðið á fundi leiðtoga flokkanna aðfaranótt fimmtudags. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, vill á hinn bóginn að Gesine Schwan, lítt þekktur rektor einkaháskóla í Frankfurt-an-der- Oder, við pólsku landamærin, verði fyrsti kvenkyns forsetinn í sögu Þjóðverja. Græningjar, hinn stjórn- arflokkurinn, styðja einnig Schwan sem er sextug að aldri. Núverandi forseti er jafnaðarmað- urinn Johannes Rau. Forsetaemb- ættið í Þýskalandi hefur nær engin völd, það er fyrst og fremst táknræn staða. Sérstaklega kjörin þing- mannasamkunda velur forsetann 23. maí og þar sem stjórnarandstaðan hefur þar meirihluta er talið víst að Köhler verði fyrir valinu. Hann er 61 árs og fæddur í pólska bænum Skierbieszow. Fjölskylda hans flúði vestur í lok heimsstyrjald- arinnar síðari, eins og aðrir Þjóð- verjar þar austur frá neyddust til. Var aðstoðarfjármálaráð- herra í kanslaratíð Kohls Schröder vildi ekki tjá sig um framboð Köhlers í gær en sagði að- spurður rétt að Köhler gegndi nú „einni af áhrifamestu stöðum“ í heimi. Schröder beitti sér árið 2000 mjög fyrir því að Köhler tæki við starfinu hjá IMF en áður var hann yfirmaður Þróunarbanka Evrópu. Köhler er í flokki Kristilegra demókrata, CDU, og var um hríð að- stoðarfjármálaráðherra í kanslaratíð Helmuts Kohls á tíunda áratugnum; sá m.a. um fjármálahlið samninga um brottflutning sovézka herliðsins frá Austur-Þýzkalandi. Reuters Horst Köhler (t.h.) á fundi með James D. Wolfensohn, forstjóra Alþjóðabankans, í Washington. Þýskaland Köhler líklegur forseti Berlín. AFP. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.