Morgunblaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 18
ERLENT 18 FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞÝZKUR áfrýjunardómstóll úr- skurðaði í gær að dómur sem felldur hafði verið yfir marokkóskum náms- manni í Þýzkalandi vegna meintrar aðildar hans að undirbúningi hryðju- verkaárásanna í Bandaríkjunum 11. september 2001, skyldi ógiltur og réttað upp á nýtt í málinu. Áfrýjunardómstóllinn í Karlsruhe komst að þeirri niðurstöðu að sann- anir ákæruvaldsins á hendur hinum dæmda, Mounir El Motassadeq sem var námsmaður í Hamborg og náinn vinur þriggja úr hópi 11. september flugræningjanna, væru ófullnægj- andi til sakfellingar. Bandarísk yfirvöld gagnrýnd Í úrskurðinum eru bandarísk stjórnvöld sérstaklega gagnrýnd fyrir að hafa neitað að gera það mögulegt að lykilvitni í málinu yrði kallað fyrir dóminn í Þýzkalandi. Er fullyrt að Bandaríkjamenn hafi þar gert sig seka um brot á alþjóða- og milliríkjasamningum um dómsmál. Úrskurðurinn er nýtt áfall fyrir þýzk saksóknaryfirvöld, en aðeins fáeinar vikur eru síðan annar sak- borningur tengdur 11. september hryðjuverkamönnunum var sýknað- ur af þýzkum héraðsdómstól. Hann mun ennfremur setja þrýsting á bandarísk yfirvöld að láta þann vitn- isburð í té sem þýzkir dómstólar óska eftir í væntanlegum nýjum rétt- arhöldum í máli Motassadeqs. „Baráttan gegn hryðjuverkum má ekki vera villt, löglaust stríð,“ sagði Klaus Tolksdorf, forseti áfrýjunar- dómstólsins. Motassadeq var í febrúar 2003 dæmdur af dómstól í Hamborg til 15 ára fangelsisvistar fyrir að vera meðsekur um morð á nærri 3.000 manns og aðild að hryðjuverkasam- tökum fyrir meintan þátt sinn í und- irbúningi flugránsárásanna í New York og Washington. Dómur yfir manni tengdum 11. sept.-árásunum ógiltur Ný réttarhöld fari fram Karlsruhe. AFP. Mounir El Motassadeq RÚSSNESK yfirvöld eru að undirbúa björgunarleiðangur til að bjarga tólf vísindamönn- um sem eru í sjálfheldu á norð- urskauts-íshellunni. Rannsóknarstöðin Norður- heimskaut-32, sem Rússar komu nýlega upp á ísnum eftir tólf ára hlé frá slíkum rann- sóknum, sökk að mestu leyti í sæ síðdegis á miðvikudag, er ís- inn undir henni brotnaði. Vís- indamennirnir sem mönnuðu stöðina hírast nú í leifunum af stöðinni, um 400 sjómílur NV af Svalbarða. Reynt var að koma til þeirra neyðarbúnaði með flugi í gær, en það gekk illa vegna hvassviðris. Var vonazt til að takast myndi að bjarga mönnunum í dag eða á morgun. Rússnesk rannsóknar- stöð sekkur Moskvu. AP. MAÐUR sem talinn er vera einn leiðtoga al-Qaeda hryðjuverkasam- takanna, hefur verið handtekinn í Jemen í leit sem þar stendur yfir að íslömskum öfgamönnum í afskekktu fjallahéraði, Abyan, í sunnanverðu Jemen, að því er stjórnvöld sögðu í gær. Beitt er sérsveitum sem hafa til umráða þyrlur og skriðdreka. „Háttsettur leiðtogi al-Qaeda- samtakanna í Jemen, sem var eft- irlýstur af lögreglu, var handtekinn í gærkvöldi,“ sagði jemenskur stjórn- arerindreki. Heimildarmenn úr röðum rót- tækra múslíma herma að hinn hand- tekni heiti Abdul Rauf Nassib og sé einn af æðstu leiðtogum al-Qaeda á Arabíuskaga og sá eini sem lifði af bandaríska flugskeytaárás er varð sex meintum al-Qaeda-mönnum að bana í austurhluta Jemen í nóvem- ber 2002. Bandaríska leyniþjónust- an, CIA, skipulagði árásina. Handtóku al-Qaeda- leiðtoga Aden. AFP. VÍSINDAMAÐUR við háskólann í Bern í Sviss, Jürg Luterbacher, hef- ur skrifað grein sem birtist í tímarit- inu Science í þessari viku, en þar heldur hann því fram að sumarið í Evrópu í fyrra hafi verið hið hlýjasta í 500 ár, sé veðurfar í álfunni skoðað í heild sinni. Í rannsókn sinni skoðaði Luter- bacher veðurfar í Evrópu aftur til ársins 1500. Hann segir að hærri hitatölur séu ekki bundnar við sum- ur, heldur hafi vetur í Evrópu und- anfarna áratugi einnig verið hlýrri en fyrr. Í rannsókn hans kom í ljós að meðalhiti yfir veturinn og með- alhiti á ári hverju var hæstur á 500 ára skeiðinu frá árinu 1500, á ár- unum 1973–2002. Ekki reynt að greina orsakir Luterbacher, sem er loftslags- fræðingur, og rannsóknarteymi hans létu að sögn nægja að rannsaka hitaþróunina. „Við reyndum ekki að greina ástæðurnar. Við skýrðum að- eins frá niðurstöðunum,“ sagði Lut- erbacher. Ekki var reynt að skýra hitabreytingarnar, til dæmis vísa til mannlegra athafna, sem leiða til myndunar gróðurhúsaáhrifa, þ.e. hlýnunar af völdum aukins magns lofttegunda á borð við koldíoxíð í andrúmsloftinu. Í rannsókn sinni greindi Luter- bacher hitafarssögu Evrópu allt frá árinu 1500 og til okkar tíma. Hitafar á fyrstu 250 árunum frá árinu 1500 var metið með því að skoða tré- og jarðvegssýni en eftir þann tíma var hægt að nálgast upplýsingar um hitatölur um mestalla Evrópu. Á því 500 ára tímabili sem rann- sakað var fundust bæði heit og köld tímabil. Næsthlýjasta sumarið á tímabilinu var þannig sumarið 1757 en eftir það kólnaði nokkuð þar til snemma á 20. öld, en sumarið 1902 var kaldasta sumarið á öllu tíma- bilinu. Frá og með 1977 hefur hins vegar veður hlýnað mjög og meira en dæmi gerðust áður á 500 ára tíma- bilinu og hefur meðalhiti aukist um 0,36% á hverjum áratug frá þessu ári. Sumarið 2003 var hins vegar sérlega hlýtt og var það að meðaltali tveim gráðum hlýrra en meðaltal allra sumra á bilinu 1901–1995. Að teknu tilliti til óvissuþátta má því draga þá ályktun að sumarið 2003 hafi sennilega verið hið hlýjasta í álfunni í 500 ár. Í ágúst fór hitinn oft upp fyrir 38°C í mörgum borgum. Hlýjustu áratugirnir í 500 ár Washington. AP. Reuters Starfsmaður í dýragarði í München kælir fíl í sumarhitunum í ágúst í fyrra. Hitinn var dögum saman um 40°C. HORST Köhler, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF), verður forsetaefni stjórnarandstöðu- flokkanna í Þýskalandi. Var þetta ákveðið á fundi leiðtoga flokkanna aðfaranótt fimmtudags. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, vill á hinn bóginn að Gesine Schwan, lítt þekktur rektor einkaháskóla í Frankfurt-an-der- Oder, við pólsku landamærin, verði fyrsti kvenkyns forsetinn í sögu Þjóðverja. Græningjar, hinn stjórn- arflokkurinn, styðja einnig Schwan sem er sextug að aldri. Núverandi forseti er jafnaðarmað- urinn Johannes Rau. Forsetaemb- ættið í Þýskalandi hefur nær engin völd, það er fyrst og fremst táknræn staða. Sérstaklega kjörin þing- mannasamkunda velur forsetann 23. maí og þar sem stjórnarandstaðan hefur þar meirihluta er talið víst að Köhler verði fyrir valinu. Hann er 61 árs og fæddur í pólska bænum Skierbieszow. Fjölskylda hans flúði vestur í lok heimsstyrjald- arinnar síðari, eins og aðrir Þjóð- verjar þar austur frá neyddust til. Var aðstoðarfjármálaráð- herra í kanslaratíð Kohls Schröder vildi ekki tjá sig um framboð Köhlers í gær en sagði að- spurður rétt að Köhler gegndi nú „einni af áhrifamestu stöðum“ í heimi. Schröder beitti sér árið 2000 mjög fyrir því að Köhler tæki við starfinu hjá IMF en áður var hann yfirmaður Þróunarbanka Evrópu. Köhler er í flokki Kristilegra demókrata, CDU, og var um hríð að- stoðarfjármálaráðherra í kanslaratíð Helmuts Kohls á tíunda áratugnum; sá m.a. um fjármálahlið samninga um brottflutning sovézka herliðsins frá Austur-Þýzkalandi. Reuters Horst Köhler (t.h.) á fundi með James D. Wolfensohn, forstjóra Alþjóðabankans, í Washington. Þýskaland Köhler líklegur forseti Berlín. AFP. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.