Vísir - 24.04.1981, Síða 2
2
á Akureyri
Hvert er stærsta vanda-
mál Akureyringa?
Þóröur Hinriksson, plpulagninga-
meistari:
— Égsé engin stórvandamál. Þaö
er best aö vera bjartsýnn. Þaö
væri þá helst atvinnuleysi I bygg-
ingariönaöinum.
Þórarinn Jóhannesson, smiöur:
— Þaö veit ég ekki. Ég sé engin
stórvandamál framundan í bili
a.m.k.
Inga ólafsdóttir, húsmóöir:
— Ætli þaö sé ekki atvinnuleysiö,
sem mér sýnist vera i öllum stétt-
um meira og minna.
Baldur Þórisson, Mývetningur:
— Ég þekki þaö ekki vel, þar sem
ég ,er ekki Akureyringur, en mér
sýnist aö vandamálin gætu veriö
fleiri en eitt.
Glslunn Loftsdóttir, verkamaöur:
— Malbikiö er helvlti slæmt.
Föstudagur 24. april 198j
„SKÚLINN BRANN ÁÐUR
EN ÉG GAT BYRJAO”
/
- rætt við Vilhjálm Ragnarsson nýráðínn tramkvæmdastjðra
Reykingavarnanetndar
„Ég sá auglýsinguna þegar ég
varaölesa dagblaö i flugvélinni á
leiöinni heim frá Noregi nú i
febrúar, — sótti um stöðuna og
fékk hana”.
Þetta sagði Vilhjálmur Ragn-
arsson, nýráðinn framkvæmda-
stjöri Reykingavarnanefndar,
þegar blaöamaöur Visis spurði
hann með hvaöa hætti það hefði
borið að, að hann var ráðinn til
starfans.
Vilhjálmur er ekki nema 27 ára
gamall — fæddur i Reykjavik 5/9
1953. Hann gekk i „Gaggó Aust”
fór siðan i Menntaskólann i
Hamrahlið, og loks i Kennarahá-
skólann en þaðan lauk hann
stúdentsprófi 1977 Veturinn eftir
bjó hann svo á Akranesi og kenndi
bæöi við grunnskólann og fjöl-
brautaskólann.
Vilhjálmur haföi um nokkurt'
skeið starfaö aö kvikmyndagerð
og haföi fengið inni i norskum
skóla til þess að nema þau fræði.
Meiningin var að hefja námið
haustiö 1978, en þá tókst ekki bet-
ur til en svo, að þessi ágæti skóli
brann til grunna skömmu fyrir
setninguna.
„Af einhverri rælni hafði ég lát-
ið innrita mig i annan skóla
skammtfráþeim stað þar sem ég
hafði leigt ibiíö, og þar las ég svo
uppeldisfræði um veturinn”.
Að þessu loknu kenndi Vil-
hjálmur svo i hálft ár i Noregi,
auk þess sem hann sá um skiða-
og siglinganámsskeið á vegum
Norsk astma- og allergiförbund.
Vilhjálmur mun halda fleiri nám-
skeið af þessu tagi, og þarf i þvi
skyni að fara tvisvar á ári til
Noregs.
Helstu áhugamálin fyrir utan
starfið sagöi Vilhjálmur vera Uti-
vist af ýmsu tagi — skiðaganga,
veiðimennska og hjólreiðar. Auk
þess sagðist hann hafa verið
áhugaljósmyndari um tiu ára
skeið.
Vilhjálmur var spurður um það
helsta sem biði hans i nýju starfi.
„Þetta er nu allt saman i nokk-
uð föstum skorðum — eftirlit með
þvi að lögum um reykingavarnir
só framfylgt og þviumlikt.
Stærsta verkefnið i sumar verður
að ráðast i gerð kvikmyndar um
skaðsemi reykinga sem verður
svo væntanlega sýnd i skólum og
fyrir starfshópa”, sagði Vi 1-
hjálmur, og bætti þvi viö aö
væntanlega yrði i framtiðinni
lögð meiri áhersla á tengsl Reyk-
ingavarnanefndar við fjölmiöla.
Vilhjálmur er kvæntur Astriði
Hannesdóttur hjUkrunarfræðingi.
—P.M.
Vilhjálmur Ragnarsson (Vfsism. GVA)
Háll Dags-höll
Eins og viðsögðum frá I
Sandkorni fyrir skömmu,
þá hafði blaðið Dagur á
Akureyri á prjónunum
húsakaup. Stóð til að
kaupa húseignir Péturs &
Valdimars og Þvotta-
hússins Mjallar viö
Skipagötu. Eru þessi hús
sambyggö á einni hæð,
auk þess sem þeim fylgir
byggingarréttur fyrir 3
hæðum til viöbótar.
Þarna var þvl möguleiki
á „Dagshöii”. Gunnar
nokkur Haraldsson, bila-
sali meö meiru, kom I veg
fyrir að slikar hugmyndir
yrðu að veruleika. Hann
yfirbauö Dag og keypti
hús Péturs & Valdimars.
Afram átti Dagur kost á
húsi Mjailar, þvottahúsi
KEA. En hálf-Dags-höll
var ekki nóg. Var þá horf-
ið til þess ráðs að kaupa
húseignir smjörllkisgerö-
arinnar Akra við Strand-
götu, sem hafa staðið
yfirgefnar siöan Akra
flutti til Reykjavikur.
Létu Dagsmenn húseign
sina viö Tryggvabraut
ganga upp I kaupin.
Fátækt
Sigga litla kom skopp-
andi heim úr ieikskólan-
um og sagði mömmu
sinni aö fóstran hefði
spurt krakkana hvort þau
vissu hvernig bornin yrðu
til.
„Bjössi sagði að þau
væru keypt I búöum,
Svenni sagði að þau væru
keypt á sjúkrahúsum og
Stina sagði að þau væru
pöntuö. hjá storkinum”,
s*agöi Sigga óðamála.
„En hvað sagöir þú
góöa mln?” spurði
mamma hennar.
,,Ég sagði ekki neitt.
þvl ég dauðskammaðist
min svo fyrir hvaö við er-
um fátæk, að þurfa að búa
þau til hér heima".
Hagyrðingurinn Halldór
Áin sem
aldrei frýs
Halldór Blöndal, al-
þingismaður, getur gert
góðar visur, ef hann hefur
tima” eins og landsmenn
fengu smjörþefinn af I
Þjóðllfi Sigrúnar Stéfáns-
dóttur. Glerá rennur um
Akureyri og fyrr á árum
gátu bæjarbúar dregið
sér I soðiö úr ánni. Slöan
reistu Sambandsmenn
verksmiöjur slnar við
ána, sem menguðu hana
og fældu úr henni fiskinn.
Þetta var fyrirgefiö þá
vegna vinnunnar, sem
verksiniðjurnar sköpuðu.
Halldór vann um tlma I
húsi einu á bökkum Gler-
ár. Kvað hann eitt sinn er
honum varö litiö út um
glugga:
Hver er þessi eina á,
sem aldrei frýs,
gul og rauö og græn og blá
og gerð af SIS?
Hvað annað
Og af þvl aö við erum
nú aö minnast á storkinn,
þá kom hann einu sinni
fljúgandi yfir Reykjavik
með stelpu og strák I
sama klútnum. Alit I einu
spurði strákurinn:
„Pantaði Pétur á Urð-
arstignum þig llka?”
„Já auövitaö”, svaraði
stelpan. „Hélstu aö ég
væri flugfreyja, eða
hvað?"
Arððærlr
llutningar
Nýlega hefur komið
fram, að mikill rekstrar-
halli hefur veriö bæöi hjá
Eimskip og Rikisskip,
sem m.a. hefur komið
fram i miklum oliuskuld-
um þess siöarnefnda.
Þrátt fyrir það standa
þessi skipafélög i undir-
boðum um flutninga inn-
anlands, aö sögn kunn-
ugra. Bjóða skipafélögin
niöur hvort fyrir öðru, en
sameinast gegn erkióvin-
inum: vöruflutningabll-
stjórum.
Fullyröa sömu heimild-
ir að skipafélögin bjóði
jafnvel flutningsgjald,
sem sé ekki nema þriðj-
ungur af flutningsgjaldi
með bllum. Nú eru
þungatakmarkanir á veg-
um og eiga flutningabll-
stjórar þvi I erfiðleikum
með aö standa viö um-
samda flutninga. Hafa
þeir þvi hug á að notfæra
sér kostaboö skipafélag-
anna, sem yrði ólikt arö-
bærara fyrir þá, heldur
en að berjast nótt sem
nýtan dag á krókóttum og
holóttum vegum! Hins
vegar er hætt viö að tap
skipafélaganna færist I
aukana.
útrúlega
ðágðorlð
„Þarna verða menn aö
beygja sig til að komast
inn um dyr, veggirnir eru
metersþykkir og Hegn-
ingarhúsið má kalla dýfl-
issu, I þess orðs fyllstu
merkingu”, segir Hilmar
Helgason formaður
fangahjálparinnar
Verndar i viðtali sem
birtist iblaöi Verndar ný-
lega.
Hiimar hefur lagt sig
fram um að kynnast að-
búnaöi i islenskum fang-
elsum og lýsir þarna
Hegningarhúsinu við
Skólavöröustlg, þar sem
allir byrja sina afplánun.
En gefum Hilmari orðiö
áfram:
„Td. má nefna aö setu-
stofa fanga er engin.
Sjónvarpiö er staösett á
ganginum og ef menn
vilja horfa á það, þá
verða þeir annað hvort aö
standa eða sitja á gólfinu.
Þeir forsjálustu taka dýn-
urnar úr rúntunum sin-
um, leggja þær á ganginn
og nota sem sessu þegar
horft er á sjónvarp". Þvl
má bæta viö, að umrædd-
ur gangur er eina hús-
rýmið sem fangarnir hafa
til afnota fyrir utan klef-
ana sjálfa.
...Þarna rlkir andi ör-
væntingarinnar. Þarna
eru menn að vakna til
þeirra staöreynda að þeir
Hilmar Helgason
eru innilokaöir og komast
ekkert, og það l svona
umhverfi”, segir Hilmar.
Skjálftinn
Þráinn var I rannsókn
hjá lækninum, sem bað
hann að rétta fram hend-
urnar. Þaö gerði Þráinn
og sá iæknirinn þá að þær
skuifu svo, að engu iikara
var en að sjúklingurinn
væri illa haldinn af Park-
inson.
„Guð almáttugur hjálpi
mér”, æpti læknirinn.
„Hvað drekkur þú eigin-
lega mikiö?”
„Næstum ekkert”,
svaraöi Þráinn. „Ég helli
þvl eiginlega öllu niö-
ur...”
Hræflú við
flrauga
Kalli haföi lengi reynt
aö gera hosur slnar græn-
ar fyrir Soilu. Einn dag-
inn snakaöi hann sér inn á
veitingastaðinn, þar sem
hún vann, og settist við
borð. Nú var að duga eöa
drepast, og reyna að
hefja samræöur, hvaö
sem þaö kostaöi. Þegar
Solla birtist loksins, hall-
aði Kalli sér ákafur fram
á borðið, og spurði:
„Ertu hrædd viö
drauga?"
„Nei, nei”, svaraði
Solla stuttaralega „sittu
bara kyrr”.
Umsjón:
Jóhanna S. Sigþórsdóttir
blaðamaður