Vísir - 24.04.1981, Page 8
8
VÍSIR
Föstudagur 24. aprtl 1981
Fréttastióri: Sæmundur Guðvinsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð-
mundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sigfússon,
Fríða Ástvaldsdóttir, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Sigþórsdóttir,
Kristín Þorsteinsdóttir, AAagdalena Schram, Páll Magnússon, Sigurjón
Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaður á
Akureyri: GIsliSigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur
O. Steinarsson. Ljósmyndir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrés-
útgefandi: Reykjaprent h.f. Son. útlitsteiknun: Gylfi Kristjánsson, Magnús Olafsson. Safnvörður:
Ritstjóri: Ellert B. Schram. Eiríkur Jónsson.
VÍSIR
Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson.
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Ritstjórn: Síðumúla 14, simi 86611, 7 línur
Auglýsingarog skrifstofur: Síðumúla 8, símar86611 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, sfmi 86611.
Askriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð I lausasölu 4 krónur
eintakið.
Vísir er prentaður I Blaðaprenti, Síðumúla 14.
Einstaklingsfrelsi
Sennilega er ekkert hugtak eins
misnotad sem orðið „frelsi".
Fátt er okkur dýrmætara en ekk-
ert eins vandmeðfarið. Frelsi til
orðs og æðis kunna þeir helst að
meta sem ekki hafa notið þess.
Hinir taka það sem sjálfsagðan
hlut og gera því allt til miska.
Lög og siðareglur eru brotnar í
nafni frelsis samborgarar eru
atyrtir og ærumeiddir i skjóli
frelsis, stjórnleysi veður uppi
sem afleiðing frelsis.
I raun og veru er" frjálsræðið
helsti veikleiki lýðræðisins, þótt
það sé forsenda þess.
Auðvitaðer enginn maður full-
komlega frjáls. Við höfum lög til
að fara eftir, venjur og hefðir
eru ríkjandi, viðerum háð vinnu
og nauðþurftum, trúin og sið-
ferðishugmyndir setja okkur
skorður, fordómar ráða afstöðu
okkar.
Enginn er frjáls maður nema
hann geti sífellt endurnýjað
skoðanir sínar, hrist af sér klafa
umhverfisins og tekið sjálfstæða
afstöðu, óháður hagsmunum eða
hleypidómum. Þeir eru ekki
margir sem fylla þann flokk.
Hér sem annarstaðar eru
starfandi stjórnmálaflokkar,
sem byggja stefnur sínar á
kennisetningum og hugmynda-
fræði, sem út af fyrir sig er
góðra gjalda vert. En fyrir vikið
eru þeir ánetjaðir fastmótuðum
stjórnmálafræðum, fastir í eigin
farvegi. Þeir sitja uppi með
stóra-sannleika, vissirí sinni sök,
hversu heimskuleg og fjarstæðu-
kennd, sem forskriftin getur ver-
ið við úrlausn hinna margvíslegu,
daglegu vandamála.
Stjórnmálaf lokkar eru ágæt
tæki í hagsmunabaráttu, samtök
tiltekins hóps til að komast til
valda og áhrifa, en þeir eru f rels-
inu til trafala, binda menn í bása
og eru frjálsri hugsun f jötur um
fót, þegar hugmyndafræðin og
klisjurnar eru staðnaðar.
Sjálfstæðisf lokkurinn hefur
einstaklingsfrelsi á stefnuskrá
sinni. Því miður hef ur það ágæta
stefnumál verið túlkað þröngt og
skilgreint sem frelsi til atvinnu-
rekstrar, frelsi hins ríka og
sterka, frelsi markaðarins og
frumskógarins.
Þetta er röng túlkun.
Frelsi einstaklingsins á engu að
síður að ná til þeirra, sem standa
höllum fæti í lífsbaráttunni. Það
á að gera þeim kleift að vera
sjálfbjarga, enda er enginn mað-
ur frjáls, sem líður skort eða
bágindi. Hvergi er ófrelsið meira
en þar sem fátækt og fákunnátta
f jöldans er yf irþyrmandi.
Eitt mikilvægasta stefnumál
þess flokks sem hefur ein-
staklingsfrelsi að markmiði,
hlýtur því að vera félagsleg sam-
hjálp atvinnuöryggi, trygging
fyrir lífsviðurværi. Jafnrétti til
menntunar og atvinnutækifæra,
réttlæti, þekking og þroski, eru
f rumforsendur þess, að hver ein-
staklingur öðlist frelsi, hvað sem
líður hæfileikum hans til að njóta
þess.
Velgengni eins þarf ekki og á
ekki að vera ógæfa annars.
Það er ekki keppikefli allra að
komast í góð efni. Það er ekki
markmið hvers og eins að öðlast
hin veraldlegu gæði. Ein-
staklingsfrelsi er ekki fólgið í
gildum sjóðum, heldur frelsi
hugans.
Staðreyndin er sú, að lífsvið-
horf manna eru sífellt að breyt-
ast. Enginn getur sett allsherjar-
formúlu fyrir því, hvernig lífið
sé fullkomið. En forsenda þess,
að menn nálgist það takmark, er
frelsið. Það á jafnt við um háa
sem lága, og það er hlutverk
stjórnmálaflokka og stjórnvalda
að gera mönnum kleift að leita
'lífshamingjunnar, með þvf að
veita þeim frelsi og svigrúm.
Umboð þeirra er ekki bundið við
þá, sem meira mega sín og get-
una sýna, verksvið þeirra nær
ekki eingöngu ti I arðs og atvinnu.
Einstaklingsf relsi er háleitt
stefnumark, en það verður að
skilgreina rúmt.
ER LEIRMOTUN LIST EÐfl IÐN?
|MBi ■■ OTTI ■■■■(*■ ■■■■
HVORT
Fyrir skömmu var stofnaö
félag leirlistarmanna. Sam-
kvæmt grein I dagblaöinu Vísi
er það ekki ætlaö öörum en þeim
sem „fást aö einhverju leyti viö
listsköpun i leir, en þeir sem
halda sig viö framleiöslu á
í framhaldi af stofn-
un félags leirlista-
manna, skrifar Einar
Guðmundsson, formað-
ur félags islenskra leir-
kerasmiða, um leir-
munagerð. Sér hann
ekki mikinn mun á
„listamönnum” og
„iðnaðarmönnum” i
þeim efnum enda eru
báðir aðilar að fram-
leiða nytjamuni jafnt
sem listaverk ef þvi er
að skipta.
nytjamunum fá ekki inngöngu”
( Visir 9. april).
Mig langar til aö gera mönn-
um nokkur atriöi ljós af þessu
tilefni.
Margt manna hefur mótaö
muni i leir hér á landi I marga
áratugi, og gengið undir heitinu
leirkerasmiöir. Sumir hafa iön-
skólamenntun, aörir menntun
ilr handiöa- eöa myndlistarskól-
um og enn aörir hafa enga sér-
staka menntun á þessu sviöi.
Allir hafa þessir menn biliö til
listaverk aö einhverra mati og
er tilgangaslaust aö reyna aö
skilgreina þau nánar.
Lögvernduð iðngrein
Þvi er þannig variö meö leir-
kerasmiöi aö hún er ein sú iön-
greina þar sem mörk milli
iönaöarframleiöslu og listsköp-
unar eru mjög óglögg, a.m.k.
hérlendis. Nú er leirkerasmiöi
lögvernduö iöngrein og aö
mestu stunduö af einyrkjum.
Þetta þýöir i raun aö fjölda-
framleiösla leirmuna er litil og
aö þeir einir sem hafa iönment-
unina á hreinu geta selt sinar
vinnuafuröir. Auövitaö er ekki
svo og kemur þar til þaö sjálf-
sagöa „leyfi” listamanna aö
selja verk sin. Viö þessu hafa
iönmenntaöir leirkerasmiöir
ekki amast, enda væri þaö lang-
sótt I meira lagi — fólk hefur
selt sina listmuni úr leir aö vild.
Annað félag
Þann 27. janúar 1976 stofnuöu
10 menn Félag isl. leirkera-
smiöa. Ekki var þaö gert til aö
einoka leirkerasmiöi, heldur
þótti rétt aö hópur iönmennt-
aöra manna i sömu grein heföu
meö sér félag þótt litiö væri. Nú
vaknar sú spurning hvaö hefur
þetta fólk veriö aö dútla viö? Af
framansögöu og meö þvi aö
skoöa leirmuni þess má sjá, aö
þeir leirmunir eru aö mestu
leyti ekkert ööru visi en þaö sem
þeir gera er hafa sótt aöra skóla
en iönskóla. Mest eru þetta
nytjamunir jafnt sem listaverk:
Veggskildir, skálar, krukkur,
vasar, kertastjakar og mynd-
verk. Ég tel þvi rangt aö
stimpla muni eins félags
„nytjamuni” en annars „lista-
verk” og kalla einn hópinn
„iönaöarmenn” en hinn „lista-
menn”. Réttast er aö kalla alla
þá sem móta og selja leirmuni,
Íeirkerasmiöi eöa leirlistar-
menn eftir hentugleikum og
samhengi, án dilkadráttar eftir
nafngift.
Samvinna væri þörf.
1 báöum félögunum, FIL og
FIL, eru menn sem móta leir-
muni frihendis og meö þvi aö
renna þá. Munirnir eru brennd-
ir, málaðir og skreyttir. Þaö
eina sem aöskilur er skólagang-
an og sú staöreynd aö annaö
félagiö er lögverndaö iönfélag.
Þvi er ljóst aö félögin tvö eru
sprottin af nauösyn, hvort um
sig og viö þaö situr. Ég væri
fylgjandi breytingum á löggjöf-
inni, þannig aö menntunarmun-
urinn hyrfi og leirkerasmiöir —
leirlistamenn — gætu veriö I
einum samtökum. Hitt er ófært
aö inngönguskilyröi I annaö
félagiö skuii miöaö viö jafn ó-
ljóst hugtak og nytjamun eöa
listsköpun. Mér finnst slikt
heldur niörandi tal um þá sem
hafa áreiöanlega slysast til aö
búa til jafn leirlistilega hluti og
starfsbræöur og -systur úr öör-
um skólum.
Ég vona aö samvinna takist
meö félögum leirkerasmiöa og
aö ekki veröi gengiö framhjá
þeim iönlæröu þegar safnaö er
efni i yfirlitssýningar eöa rit-
verk um leirmótun á tslandi.
Svo er aö vinna aö breyting-
um á löggjöf um leirkerasmiöi
og sameina félögin þannig eöa
þá aö leyfa þeim sem vilja (úr
félagileirkerasmiöa) aö ganga I
félag leirlistarmanna og vera i
tveimur félögum. Hina leiöina,
frá félagi leirlistarmanna til
leirkerasmiöa, banna lögin I
bili.
Aö lokum vil ég benda leir-
mótendum i nýja félaginu á aö
leirlist er langsótt þýöing á
griska oröinu keramikos —
langsóttari en fram kemur i
VIsi. Oröiö þýöir mótaöur hlutur
úr leir, litaöur og brenndur. Lik-
lega hafa Grikkir drukkiö úr
keramik og fundist áhaldiö litiö
listaverk. Leirmunir og leir-
mótun er skárri þýöing.