Vísir - 16.05.1981, Síða 6
v*y
VtSIR
Laugardagur 16. maí 1981
B. A. Robertson frábærlega tekið á Akureyri og Reykjavík:
Gífurlegur mannfjöldi beiö eftir aö fá poppstjörnuna til aö árita plötur slnar fyrir utan Karnabæ I
Austurstræti I gær.
„Þó þetta sé ekkert „Flight 19” er þetta hin besta flugferö”. BAR
var viö stjórnvölinn á Cessnu Leiguflugs Sverris Þóroddsonar eitt
andartak og fannst sjálfum aö vel hefði veriö flogiö.
,,AÖ hugsa sér aö fljúga I
klukkutíma yfir snæviþaktar
auönir Islands og lenda i bæ,
sem heitir nafni sem ég get eng-
an veginn boriö fram. Og þarna
finn ég fullt af fólki sem hefur
heyrt min getiö og vill láta mig
árita plötur minar”.
Þetta sagði Brian Alexander
Robertson viö blaöamann Visis
á flugvellinum á Akureyri i gær-
dag. Fyrirhugað haföi veriö aö
fara meö Robertson til Vest-
mannaeyja, en þangað var ekki
flugfært vegna óhagstæörar
vindáttar.
1 Vestmannaeyjum haföi
veriö undirbúið matarboö til
heiðurs BAR og hann átti aö
árita plötur, fara i frystihús og
ýmislegt fleira. En þvi miöur
gat ekki oröiö af þvi og uröu
margir aödáendur poppstjörn-
unnar i Eyjum fyrir miklum
vonbrigöum.
Þess i staö var ákveöið aö
fara til Akureyrar, en fyrirvar-
inn var ekki mikill — naumast
meira en klukkutimi. Auglýst
var i hádegisútvarpinu, aö
B.A.Robertson myndi árita
plötur I versluninni Cesar og
einnig var gengiö um götur
bæjarins meö gjallarhorn og
koma popparans tilkynnt.
Þetta bar þann árangur, aö
hundruð ungmenna þyrptust aö
versluninni og fögnuöu BAR.
Þann hálftima sem Robertson
dvaldist i Cesar seldust 80 ein-
tök af plötunni „Bully for you”
og heföu mun fleiri selst heföi
timinn veriö rýmri.
Robertson var spuröur þá aö
þvi hvort hann væri ekki kominn
með skrifkrampa?
„Nei, þessu hef ég virkilega
BAR bregöur á leik meö fiskinn I Smiöjunni á Akureyri. Viö boröiö sitja Herbert ólafsson, Steinar Berg,
Guölaugur Bergmann og David Wernham (snýr baki aö Ijósmyndaranum).
gaman af. Ég segi þaö satt. Ég
nýt dvalarinnar hér á íslandi
svo sannarlega. Þaö er lika svo
margt sem ég hef fengiö aö gera
i dag, sem ég hef aldrei gert
áður. Ég hef aldrei flogið meö
svona lítilli vél. Svo fékk ég aö
taka i vélina, en ég hef aldrei
flogiö sjálfur áöur. Ég hef aldrei
borðaö svona góöan fisk og
aldrei drukkiö eins gott vatn”.
Brian hló hjartanlega og
kastaöi höfðinu aftur á hnakka
og dró svo djúpt að sér andann.
„Ekki má gleyma þvi aö ég
hef aldrei andaö aö mérfeiskara
lofti. Þessi dagur veröur mér
ábyggilega minnistæöur —
þetta er einhver stórkostlegasti
dagurinn i lifi minu!”
Brian Robertson er ólikur
þeirri mynd, sem flestir gera
sér af poppstjörnum. Hann
reykir ekki og vill ekkert af
eiturlyfjum vita. Vin drekkur
hann i hófi og aldrei — án
undantekninga — meöan hann
er að vinna.
Hann geislar af lifsfjöri og
krafti og er ótrúlega forvitinn.
Þaö má þvi segja, aö ef æskan
þarf að eiga sér eitthvert
átrúnaöargoö, þá sé Brian
hreint ekki slæmur kostur.
Feröin til Akureyrar dróst
nokkuö á langinn, þannig aö lent
var á Reykjavikurflugvelli
klukkutima síöar • en áætlaö
haföi veriö. Þá var stór hópur
manna búinn aö bíöa Robert-
sons drjúga stund viö Karnabæ i
Austurstræti til aö láta hann
árita plötur slnar. Geysilegur
fögnuöur braust út þegar BAR
birtist og haföi hann engan
veginn undan aö árita plötur
allra þeirra, er um þaö báöu.
„Erum viö áreiöanlega meö nógu margar plötur?” Brian áritar „BuIIy for you” I Cesar á Akureyri.
1 gærkvöldi kynnti
B.A.Robertson svo plötu sina i
Hollywood og var fullt út að dyr-
um. Robertson fór svo utan
snemma I morgun. Hann var
hér i boöi Karnabæjar eins og
áður hefur veriö greint frá og
skipulagði Karnabær Akur-
eyrarferö hans I gær.
Þess má aö lokum geta, að
Robertson og umboösmanni
hans leist svo vel á allar aö-
stæöur hér til hljómleikahalds,
aö þaö mun nú fastmælum
bundiö að hann komi aftur
seinna i sumar, þá meö hljóm-
sveit og haldi hljómleika i
Laugardalshöllinni.
Texti
Axel
Ammendrup
Myndir
Þráinn
Lárusson
,,Einhver stórkostlegasti
, dagurinn í lífi mínu!”
— sagði popparinn um dvöl sína hér á landi