Morgunblaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 55
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 55
GRINDVÍKINGAR töpuðu fyrir liði
Rauðu stjörnunnar, 3:1, í æfingaleik
í Belgrad í Serbíu gær. Óli Stefán
Flóventsson skoraði mark Grindvík-
inga í fyrri hálfleik og jafnaði metin
en heimamenn komust yfir með
marki úr vítaspyrnu á lokamínútu
fyrri hálfleiks og skoruðu svo þriðja
markið rétt fyrir leikslok.
Rauða stjarnan stillti upp blönd-
uðu liði gegn Grindvíkingum en í
því voru nokkrir leikmenn úr að-
alliðinu auk leikmanna úr vara-
liðinu.
„Þetta var að mörgu leyti fínn
leikur hjá strákunum og þeir stóðu
sig vel. Dómgæslan var ekki á okkar
bandi. Við skoruðum fullkomlega
löglegt mark sem dæmt var af og
vítið sem þeir fengu var afar ódýrt,“
sagði Ingvar Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri knattspyrnudeildar
Grindavíkur, við Morgunblaðið í
gær.
Ingvar sagði að um 800 manns
hefðu fylgst með leiknum sem var
spilaður við afar góðar aðstæður á
varavelli Rauðu stjörnunnar í Bel-
grad. Í dag leika Grindvíkingar við
lið BSK sem leikur í 3. deild í Serbíu.
Grindvíkingar hyggjast reyna að
styrkja lið sitt með tveimur serbn-
eskum leikmönnum fyrir sumarið
en forráðamenn Suðurnesjaliðsins
hafa verið að skoða leikmenn í
æfingaferðinni sem gætu hentað
þeirra liði á komandi tímabili. „Við
erum að leita að varnar- og miðju-
manni og vonandi finnum við þá
réttu, “ sagði Ingvar.
Grindavík lá fyrir Rauðu
stjörnunni í Belgrad
FYLKIR mætir belgísku liði í
Intertoto-keppninni í knatt-
spyrnu í sumar en dregið var í
höfuðstöðvum UEFA í Nyon í
Sviss í gær. Ekki fæst úr því
skorið hverjir mótherjar Fylk-
is verða fyrr en deildarkeppn-
inni í Belgíu lýkur hinn 15.
maí en Fylkir kemur til með
að etja kappi við það lið sem
endar í 5.–6. sæti en það fer
eftir því hvaða lið hampar bik-
arnum þar í landi. Mótherjar
Fylkis gætu orðið Genk en
með liðinu leikur sem kunnugt
er landsliðsmaðurinn Indriði
Sigurðsson. Genk er sem
stendur í sjötta sæti deildar-
innar.
Fylkir spilar fyrri leikinn
ytra laugardaginn 19. júní en
heimaleikinn viku síðar.
Sigurvegarinn úr þessari
rimmu mætir annaðhvort liði
frá Kýpur eða Makedóníu í 2.
umferð sem leikin verður í
byrjun júlí.
Fylkir mætir
liði frá Belg-
íu í Intertoto
Falur vildi ekki viðurkenna aðformaður félagsins væri nú
þegar búinn að panta derhúfur fyrir
næsta leik liðanna
þar sem á stendur
„Keflavík Íslands-
meistarar árið
2004.“ „Nei, þetta
var aðeins einn áfangi að markmið-
inu en við erum með það mikið
sjálfstraust að allt tal um að það
styttist í næsta tapleik á heimavelli
nær ekki til okkar. Þetta er okkar
heimavöllur, þar líður okkur best og
ekkert lið getur búist við því að við
mætum værukærir í leik á heima-
velli. Stákarnir fá aðeins að hugsa
um aðra hluti í einn til tvo daga en
að sjálfsögðu ætlum við okkur að
ljúka verkefni vetrarins á laugar-
dag,“ sagði Falur Harðarson.
Er ekki grófur leikmaður
Það hefur mikið verið rætt og rit-
að um Arnar Frey Jónsson, bakvörð
Keflvíkinga, og mun aganefnd KKÍ
taka fyrir kæru Snæfells í dag þar
sem að Arnar Freyr er til umfjöll-
unar vegna atvika sem áttu sér stað
í öðrum leik liðanna í Keflavík. „Ég
er ekki grófur leikmaður sem reynir
að meiða fólk. Það eina sem ég vil
gera er að vinna leiki, ég er keppn-
ismaður og ég berst inni á vellinum.
Ég hef enga trú á því að aganefndin
muni dæma mig í leikbann enda
sýna sjónvarpsupptökurnar að ég
var ekki að gefa mönnum olnboga-
skot. Það var erfitt að undirbúa sig
fyrir leikinn en strákarnir hjálpuðu
mér mikið og í raun voru stuðnings-
menn Snæfells mun kurteisari við
mig en ég bjóst við. Þetta fer von-
andi allt vel enda er ég ekki eins og
Bill Laimbeer,“ sagði Arnar Freyr.
Ekki mitt hlutverk að skora
Sverrir Sverrisson var án vafa
maður leiksins að þessu sinni en
hann lék sitt fyrsta tímabil í meist-
araflokki með liði Snæfells 1993–
1994. „Ég átti góðar stundir hér á
sínum tíma en ég gleymdi því um
leið og ég fór inn á völlinn. Þjálf-
ararnir sögðu mér að líma mig við
Dickerson og það gerði ég. Liðs-
vörnin var líka alveg frábær og við
getum ekki verið annað en sáttir við
þessa niðurstöðu,“ sagði Sverrir en
hann skoraði 13 stig en er ekki
mesti skorari landsins í sinni stöðu.
„Það er alltaf bónus ef ég skora
enda er það ekki mitt hlutverk.
Hins vegar léku þeir vörnina fram-
arlega gegn mér og ég kann best við
að keyra upp að körfunni og það
gekk vel í dag. Kannski fara þeir að
falla frá mér í næsta leik. Hlut-
verkaskiptingin í liðinu er mun
skýrari í dag en hún var fyrr í vetur
og ég tel að leikur liðsins þessa dag-
ana sé með því besta sem við höfum
sýnt í vetur,“ sagði Sverrir Þór
Sverrisson.
ÞAÐ var gríðarlegur hávaði í
íþróttahúsinu í Stykkishólmi í gær,
Fjárhúsinu eins og heimamenn kalla
mannvirkið og heyrðu dómarar leiks-
ins ekki í flautu 24 sek. klukkunnar
sem stýrir lengd sókna hjá liðinu sem
hefur knöttinn í það skiptið. Aðstoð-
armenn dómara leiksins, þeirra Leifs
Garðarssonar og Sigmundar Her-
bertssonar, þurftu þá að blása í flautu
til þess að láta vita af leikbrotinu.
ÞAÐ mátti sjá kunn andlit á áhorf-
endabekkjunum í Stykkishólmi og
voru þó nokkuð margir úr Borgar-
nesi á meðal áhorfenda en Hlynur
Bæringsson og Hafþór Gunnarsson
léku báðir með Skallagrím áður en
þeir héldu í Víking vestur í Stykk-
ishólm. Að auki voru fegðarnir Kári
Marísson og Axel Kárason mættir á
svæðið en Axel er leikmaður úrvals-
deildarliðs Tindastóls frá Sauðár-
króki og Kári var aðstoðarþjálfari
liðsins sem féll úr keppni í átta liða
úrslitum gegn Keflavík.
STUÐNINGSMENN Keflavíkur
voru á bilinu 100–150 í Hólminum og
létu vel í sér heyra. Trommusveit
þeirra sem hefur látið mikið að sér
kveða í vetur dó ekki ráðalaus þó svo
trommur séu bannaðar vestra, börðu
þess í stað í grindverkið sem er fyrir
framan áhorfendasvæðið.
ÖRGRYTE lagði Elfsborg 2:1 á úti-
velli í æfingaleik í Svíðjóð í gær-
kvöldi. Tveir Íslendingar voru í byrj-
unarliðinu, Jóhann Birnir
Guðmundsson, sem lék allan leikinn,
og Tryggvi Guðmundsson sem fór af
velli á 82. mínútu en þá kom annar ís-
lenskur leikmaður inn á, Atli Þor-
björnsson. Tryggvi fékk að líta gula
spjaldið í leiknum.
LEEDS komst í gærkvöldi að hlið
Leicester á botni ensku úrvalsdeild-
arinnar í knattspyrnu. Liðin mættust
í Leeds og urðu lyktir þær að heima-
menn sigruðu 3:2 og komust í 28 stig
eins og Leicester, sem er þó í þriðja
neðsta sæti með 14 mörk í mínus en
Leeds er með 30 mörk í mínus.
ÞAÐ gekk mikið á í leik liðanna.
Heimamenn komust í 2:0 eftir aðeins
þrettán mínútna leik með mörkum
Duberry og Viduka. Þar við sat allt
fram á 77. mínútu að Dickov minnk-
aði muninn og Izzet jafnaði tveimur
mínútum síðar.
ALAN Smith var hetja Leeds í
gærkvöldi. Hann bjargaði stigunum
fyrir heimamenn með þriðja marki
Leeds á 79. mínútu. Á lokamínútu
leiksins var Viduka rekinn af velli
fyrir annað gula spjald sitt.
DENNIS Wise, knattspyrnustjóri
Millwall, hefur ekki tilskilin réttindi
til að stýra liði sínu í Evrópukeppn-
inni næsta tímabil, en félagið er búið
að tryggja sér sæti þar með því að
komast í úrslitaleik bikarkeppninnar
ensku. Hann þarf að hafa A-réttindi
en er ekki einu sinni með B-réttindi.
FÓLK
Morgunblaðið/Sverrir
Eftir
Sigurð Elvar
Þórólfsson
Guðjón og Falur, þjáfarar
Keflvíkinga.
„Þetta var frábær
leikur hjá Sverri“
Corney Dickersons, leikmaður Snæfells, og Keflvíkingurinn Arnar Freyr Jónsson hafa komið
mikið við sögu í viðureignum liðanna.
FALUR Harðarson, þjálfari Íslandsmeistaraliðs Keflavíkur, var gríð-
arlega ánægður með varnarleik liðsins gegn Snæfelli í gær, enda
skoruðu heimamenn aðeins 65 stig og sagði Falur að Sverrir Sverr-
isson hefði gert allt sem hann hefði verið beðinn um að gera – og
gott betur. „Þetta var einfaldlega frábær leikur hjá Sverri og hann
byrjaði leikinn af gríðarlegu afli, líkt og hann endaði síðasta leik
okkar í Keflavík. Það var ætlunin að „klippa“ Corey Dickerson út úr
leiknum enda er hann heilinn á bak við allar sóknaraðgerðir liðsins
og skorar ávallt mikið sjálfur. Sverrir hélt Dickerson í 8 stigum og
að mínu mati var Sverrir maður leiksins,“ sagði Falur