Morgunblaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 21 Borgartún 26 sími 535 9000 Öll Mont Blanc farangursbox á tilboði kr. 32.900,- meðan birgðir endast Keflavík | Árshátíð Heiðarskóla í Keflavík var þrískipt að þessu sinni. Yngstu bekkirnir komu sam- an um morguninn, miðstigið um hádegisbilið og elstu börnin um miðjan dag. Yngstu árgangarnir sýndu mörg skemmtileg atriði á sal skólans. Flestir nemendur tóku þátt í þessum atriðum. Síðan fór allur hópurinn ásamt gestum í íþróttahúsið í leiki og dans. Hver árgangur miðstigsins sýndi einstök skemmtiatriði og má þar nefna tískusýningu, söng og leikrit. Þá sýndu nemendur í 7. til 10. bekk söngleikinn Drauminn, sem þau sömdu ásamt kennurum. Einnig sýndi nemandi úr 10. bekk dans, ásamt dansfélaga sínum við mikinn fögnuð gesta. Að skemmti- atriðum loknum var diskótek fyrir krakkana og farið í leiki. Á árshátíð elstu nemenda voru Draumurinn og danssýningin end- urtekin og hljómsveitir skipuðum nemendum skólans héldu tónleika. Í hléi var kökuhlaðborð í boði for- eldra og nemenda. Foreldrar, nemendur og starfsfólk skólans voru mjög ánægð með þennan dag og hvað foreldrar sýndu þessari hátíð skólans mikinn áhuga. Þrískipt árshátíð Heiðarskóla Árshátíð: Yngstu börnin komu fram með ýmis atriði og léku listir sínar, meðal annars með fiðluleik. Grindavík | Síðasta helgi var stór helgi fyrir Grindavíkurmeyna Helgu A. Gests- dóttur, en á laugardaginn varð hún tvö- faldur Íslandsmeistari í körfubolta ásamt félögum sínum í áttunda og níunda flokki í Grindavík þegar Grindvíkingar kepptu á móti Kormáki frá Hvammstanga. Á sunnudaginn fermdist svo Helga í Grinda- víkurkirkju. „Þetta er mjög góð tilfinning,“ segir Helga sem segist ætla að halda ótrauð áfram í körfuboltanum, en hún hefur æft með Grindavík í tvö ár. Hún segir enn óljóst hvað hana langi til að verða, en nokkuð klárt sé að hana langi til að halda áfram í körfunni. „En ég er ekki viss um hvað ég vil verða. Ég fer þó örugglega í framhaldsskóla og eitthvað áfram þegar ég er búin í grunnskólanum̧“ segir Helga. Fótboltinn verður líklega á dagskrá hjá Helgu í sumar, en hún hyggst kíkja á að æfa fótbolta með Grindavík á meðan hún tekur sér hlé frá körfuboltanum. „Við æf- um fjórum sinnum í viku í körfuboltanum. Það er ekkert mál, það er mjög gaman. Það er svolítið erfitt ef fólk er bæði í körfubolta og fótbolta, það eru sumar stelpur í báðum, en ég tek frekar fótbolt- ann á sumrin og körfuboltann á veturna. Mér þykir mjög gaman að íþróttum.“ Helga segir uppáhaldsíþróttamanninn sinn vera David Beckham. Helga hefur líka gaman af hestum og fór í útreiðartúr í gær til að fagna vel heppnaðri en strangri helgi. Hún segir gott að komast á bak öðru hvoru. „Það er skemmtilegt að fara í útreiðatúr og vera úti í ferska loftinu,“ segir Helga að lok- um.    Annasöm helgi hjá Grindavíkurmær Keflavík | Sögulegu ankeri hefur verið komið fyrir á landfylling- unni neðan við Ægisgötu í Kefla- vík. Ankerið er af Brúarfossi sem Eimskipafélag Íslands lét smíða í Danmörku árið 1927 og átti í 30 ár. Brúarfoss var eitt af farsæl- ustu skipum félagsins fyrr og síð- ar. Í einni ferðinni fyrir vestan brotnaði önnur flauan af an- kerinu í blágrýtinu í Aðalvík. Karvel Ögmundsson, útgerð- armaður í Njarðvík, keypti síðar ankerið og notaði það sem legu- færi í Njarðvíkinni, fyrir bátinn Vöggu GK 204. Karvel lét síðan taka ankerið á land og á síðustu árum hefur það legið við smá- bátahöfnina í Keflavík eða þar til því var komið fyrir á landfyll- ingnni. Ankerið er sannarlega þögull minnisvarði liðins tíma. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Þögull minnisvarði liðins tíma Keflavík | Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um tæplega 13% í marsmánuði miðað við sama tíma í fyrra, úr rúmlega 87 þúsund farþegum árið 2003 í tæplega 99 þúsund farþega nú. Fjölgun farþega til og frá Íslandi nemur rúmlega 9% milli ára. Farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fjölgar þó hlutfallslega enn meira eða um 34%. Alls hefur farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgað um tæplega 21% það sem af er árinu miðað við sama tíma árið 2003, eða úr um 209 þúsund í um 252 þús- und. Þetta kemur fram á vef flugstöðv- arinnar, www.airport.is. Farþegum um Leifsstöð fjölgar Keflavík | Útilistaverk Erlings Jónssonar „Stjörnu- þokusmiður“ verður afhjúpað á Ljósanótt en Spari- sjóðurinn í Keflavík hefur kostað stækkun þess og mun láta koma því fyrir við austurhlið bankans. Verk- ið er sprottið úr skáldskap Kristins Reyrs og síðast- liðið þriðjudagskvöld var bókmenntakvöld í Listasafni Reykjanesbæjar þar sem verkið var kynnt. Ár hvert efnir Bókasafn Reykjanesbæjar til Er- lingskvölds, til heiðurs Erlingi Jónssyni listamanni. Að þessu sinni var kvöldið helgað Kristni Reyr í tilefni af útilistaverki Erlings Jónssonar. Var hans minnst í tali og tónum. Það var Bigir Guðnason, forsprakki áhugahóps um stofnun Listasafns Erlings Jónssonar, sem sagði frá tilurð listaverksins. Að kynningu lokinni minntust félagar í málfunda- félaginu Faxa Kristins Reyrs en hann var gerður að heiðursfélaga árið 1965, enda meðal frumherja í félag- inu. Dagný Jónsdóttir sópransöngkona og Ragnheið- ur Skúladóttir píanóleikari fluttu 4 lög eftir Kristin Reyr, við hans eigin texta, og fjórir félagar í Leik- félagi Keflavíkur fluttu ljóð og leiklásu verkið „Vopna- hlé“. Erlingskvöld var vel sótt og gestir mjög ánægðir með kvöldið, ekki síst niðjar Kristins Reyrs sem allir voru viðstaddir. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Stjörnuþokusmiður: Gunnar Sveinsson, félagi í Málfundafélaginu Faxa, minntist Kristins Reyrs. Við hlið hans er listaverk Erlings Jónssonar, Stjörnuþokusmiður, sem sprottið er úr skáldskap Kristins Reyrs. Stjörnuþoku- smiður afhjúp- aður á Ljósanótt Vopnahlé: Félagar úr Leikfélagi Keflavíkur, þau Guðný Kristjánsdóttir, Anna Þóra Þórhallsdóttir, Brynja Aðalbergsdóttir og Ómar Ólafsson, leiklásu Vopnahlé eftir Kristin Reyr á Erlingskvöldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.