Morgunblaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Það var nú aldeilis kominn tími til að prinsarnir okkar færu að iðka konunglegar íþróttir. Meistaranámið á Bifröst Að mennta stjórnendur Viðskiptaháskólinn áBifröst hyggstefna til kynningar á möguleikum til meist- aranáms við skólann í dag kl. 17.00 á Grand hóteli Reykjavík, en skólinn hef- ur boðið upp á slíkt nám frá því í júlí á síðasta ári. Á dögunum var kynnt samstarf skólans og ReykjavíkurAkademíunn- ar um nýja námsleið í menningar- og mennta- stjórnun innan MA-náms í hagnýtum hagvísindum. Magnús Árni Magnússon, aðstoðarrektor og deildar- forseti viðskiptadeildar, hefur haldið utan um upp- byggingu meistaranáms við viðskiptadeild skólans og Morgunblaðið tók hann af því tilefni tali. Fara svör hans við nokkrum spurningum hér á eftir. – Hvers vegna er boðið upp á meistaranám á Bifröst? „Skólinn hefur allt frá stofnun hans árið 1918 haft það að mark- miði að mennta stjórnendur og leiðtoga fyrir atvinnulíf og sam- félag. Þar af leiðandi hefur hann viljað staðsetja sig sem síðasta viðkomustað í menntunarferli einstaklings áður en út í atvinnu- lífið er komið. Árið 1918 dugði að fara á nokkurra vikna námskeið til að komast í góðar stjórnunar- stöður, en í dag er krafan til slíks fólks í sífellt meira mæli orðin meistarapróf. Til þess að halda áfram að skila fólki beint út í stjórnunarstöður í samfélaginu var því talið nauðsynlegt að taka þetta skref. Að auki er skólinn með þessum hætti að styrkja rannsóknarstarf sitt og stöðu sem viðskiptaháskóli í fremstu röð.“ – Hvers konar meistaranám er í boði á Bifröst? Er það eingöngu tengt viðskiptum og stjórnun? „Boðið er upp á tvenns konar gráður á Bifröst, annars vegar MS-gráðu í viðskiptafræði, sem er hugsuð fyrir þá sem eru með BS- eða BA-próf í viðskiptafræði, rekstrarfræði eða tengdum greinum, t.d. hagfræði, og vilja styrkja stöðu sína á vinnumark- aðnum og ná sér í hagnýta menntun í viðskiptafræði. Hins vegar er boðið upp á MA-gráðu í hagnýtum hagvísindum, en hún er þverfaglegri og sérstaklega hugsuð fyrir þá sem hafa áhuga á að dýpka fræðilegan skilning sinn á samfélaginu og ná sér að auki í hagnýta stjórnunarmenntun. Inn- tökuskilyrði fyrir MA-námið er BA, BS, B.Ed. eða sambærileg gráða. Innan beggja þessara leiða er boðið upp á ákveðið val. Í MS- leiðinni er boðið upp á sérhæf- ingu í fjármálum, stjórnun og ný- sköpunar- og frumkvöðlafræðum. Hægt verður að blanda þessu þrennu saman og jafnvel kúrsum úr MA-náminu í svokölluðu opnu vali. Þá velur fólk sér kúrsa og sérhæfir sig í því sem það hefur áhuga á með ritun rit- gerðar. Í MA-leiðinni er boðið upp á enn fjöl- breyttara val. Þar er boðið upp á hagfræði- val, Evrópufræðival, stjórnsýslufræðival, nýsköpunar- og frumkvöðlafræði- val og í samvinnu við Landbún- aðarháskólann á Hvanneyri er boðið upp á umhverfis- og auð- lindahagfræðival og svæðafræði- val. Að auki er boðið upp á menn- ingar- og menntastjórnunarval í samvinnu við ReykjavíkurAka- demíunna og er það nám hugsað fyrir þá sem stjórna, eða hafa hug á að stjórna skólum, menningar- fyrirtækjum, söfnum og öðrum stofnunum sem hafa með höndum miðlun menningar og menntun- ar.“ – Evrópufræði og menningar- og menntastjórnun? Eru þetta ekki gjörólíkir málaflokkar? Hvernig getur slíkt val rúmast innan sömu námsgráðunnar? „Við byggjum MA-námið upp á sameiginlegum kjarna, sem bygg- ist á rannsóknaraðferðum og kenningum hag- og félagsvísinda. Viðskiptafræði og tengdar grein- ar eru í eðli sínu mjög þverfagleg- ar. Með valnámskeiðum og við vinnslu lokaverkefnis er mögu- legt að sérhæfa sig verulega á til- teknu áhugasviði, án þess að missa sjónar á hinum sameigin- lega kjarna.“ – Þið auglýsið að meistaranám- ið ykkar sé fyrir fólk sem stundar vinnu. Hvað eigið þið við með því? „Jú, reynslan af fyrsta vetrin- um sýnir að námið hentar mjög vel með vinnu. Nemendur byrja á fimm vikna sumarönn á Bifröst, sem hefst í ár hinn 11. júlí, þar sem nemendum er boðið upp á húsnæði fyrir sig og fjölskyldur sínar á staðnum og halda svo áfram í fjarnámi yfir veturinn. Námskeiðum lýkur svo á annarri sumarönn á Bifröst sumarið eftir. Nemendur eru að taka námskeið upp á 7,5 einingar á önn. Að nám- skeiðunum loknum vinna nem- endur annaðhvort 15 eða 30 eininga loka- verkefni. Einnig er vitaskuld hægt að vera í fullu námi og vinna lokaverkefnið samhliða námskeiðunum. Mjög góður rómur hefur ver- ið gerður að þessu fyrirkomulagi, enda fátt betra en að nema og njóta lífsins í Borgarfirðinum í júlí og ágúst. Ég hvet þá sem áhuga hafa á að koma og tala við okkur og nú- verandi nemendur í meistara- námi á Bifröst í dag kl. 17 á Grand hóteli Reykjavík. Magnús Árni Magnússon  Magnús Árni Magnússon er fæddur 14. mars 1968. Hann er með BA-próf í heimspeki frá Háskóla Íslands 1997, MA-próf í hagfræði frá University of San Francisco 1998 og M.Phil.- próf í Evrópufræðum frá Cam- bridge-háskóla í Englandi 2001. Hann hefur starfað sem aðstoðarrektor Viðskiptahá- skólans á Bifröst frá haustinu 2001 og deildarforseti við- skiptadeildar frá 2003. Hann er kvæntur Sigríði Björk Jóns- dóttur, verkefnisstjóra í Snorrastofu, Reykholti, og eiga þau tvo syni. …sem hafa áhuga á að dýpka fræði- legan skilning sinn UM 45% landsmanna segjast vera hlynnt því að flóðlýsa Gullfoss þeg- ar dimma tekur að haust- og vetr- arlagi en 43% er því andvíg. Þetta kemur fram í viðhorfskönnun Þjóð- arpúls Gallup. Eldra fólk andvígara hugmynd- inni en þeir sem yngri eru 12% svarenda í könnuninni taka ekki afstöðu til flóðlýsingar Gull- foss. Fram kemur í niðurstöðum hennar að fylgni er á milli viðhorfa til flóðlýsingar og aldurs svarenda. Því yngra sem fólk er því hlynntara er það flóðlýsingu og því eldra sem fólk er því andvígara er það hug- myndinni um að lýsa upp fossinn. Morgunblaðið/RAX 45% eru hlynnt flóðlýsingu Gullfoss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.