Morgunblaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Grettir
Smáfólk
HVAÐ ÆTLI FRAMTÍÐIN
BERI Í SKAUTI SÉR?
VONANDI
MINNA AF
ÞESSU
KANNSKI VERÐA MIKLAR FRAMFARIR
Í LÆKNAVÍSINDUM...
EINS OG AÐ LOSA MANN VIÐ MÓÐUNA
SEM ER ALLTAF VIÐ JAÐARINN Á
AUGANU Á MANNI
OG
VONANDI
ÞESSA Á
MILLI
EYRNANNA
Á ÞÉR
HVAÐ KOM FYRIR
BESTU ÁR LÍFS MÍNS
GRETTIR?
BÍDDU
ANDARTAK...
*STURTAÐ NIÐUR
HANN LÉT
BÚA TIL JAKKA
ÚR TEPPINU
MÍNU! ÉG ER
BRJÁLAÐUR!
ÉG LÉT ÞIG FÁ TEPPIÐ TIL
ÞESS AÐ SJÁ HVORT ÉG
GÆTI HÆTT AÐ NOTA ÞAÐ
OG ÞÚ LÆTUR BÚA TIL
JAKKA ÚR ÞVÍ!
EKKI
BARA
JAKKA..
HELDUR
TVO
JAKKA!
Risaeðlugrín
© DARGAUD
BRR... ÞAÐ ER EKKI
MJÖG HEITT Í DAG ÞAÐ HEFUR ÖRUGGLEGA FROSIÐ Í NÓTT !
HVAR Í GÆTI HANN VERIÐ?!
Í GÆR FÓRUM VIÐ Á STRÖNDINA...
!
EN FYNDIÐ... ROSALEGA FRAUS Á
HANN ASNALEGUR SVIPUR
EN... ÞETTA
ER...
framhald ...
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Á VEGUM bókaútgáfunnar Pjaxa
ehf. vinnur hópur átta kvenna nú að
því að safna efni eftir sunnlenskar
konur. Forlagið
hefur gefið út
tvær bækur með
hugverkum
kvenna, Huldu-
mál, sem eru
hugverk aust-
firskra kvenna og
Djúpar rætur,
sem eru hugverk
þingeyskra
kvenna. Báðar þessar bækur eru
um 350 bls. og í hvorri um sig eru
birt verk eftir um 200 konur. Það
hefur komið í ljós við vinnslu fyrri
bóka að ótrúlega margar konur hafa
fengist við skriftir en allt of mikið af
því efni hefur hvergi komið fram áð-
ur. Í bókunun er að finna alls kyns
verk, ljóð, örsögur, smásögur, bóka-
kafla, dagbókarbrot, sendibréf, lög
og söngtexta. Sum verkanna eru frá
fyrri öldum - elsta hugverkið sem
birst hefur er eftir Látra-Björgu en
hún var fædd árið 1716.
Sérhver kona sem vill kalla sig
Sunnlending getur sent efni til birt-
ingar í bókinni. Hér er líka kjörið
tækifæri til að skoða efni eftir
gengnar formæður sem oft á tíðum
skildu eftir sig hugverk sem ekki
dugðu í heila bók ein og sér en geta
engu að síður verið vel þess virði að
koma fyrir augu lesenda. En það
þarf ekki endilega að leita í skúffum
og hirslum því einnig verður tekið á
móti efni sem birst hefur áður.
Í ritnefnd hugverkabókar sitja
Ingibjörg Sigurðardóttir frá Úthlíð
í Biskupstungum, Ingibjörg Berg-
þórsdóttir Selfossi, Bergþóra Þór-
hallsdóttir Vestmannaeyjum, Sig-
urveig Jóna Þorbergsdóttir Hvols-
velli, Jóna S. Sigurbjartsdóttir
Kirkjubæjarklaustri, Guðrún Em-
ilsdóttir, Sunnuhlíð í Hrunamanna-
hreppi, og Kristjana Brynja Sigurð-
ardóttir sem á ættir að rekja til
Blesastaða á Skeiðum. Ritstjóri
bókarinnar er Guðrún Ingibjörg
Hálfdanardóttir frá Seljalandi und-
ir Eyjafjöllum. Þær taka við efni
fram til 1. maí. Efni má einnig
senda beint til útgáfunnar, pjaxi-
@pjaxi.is eða til ritstjóra ghald@is-
mennt.is.
GUÐRÚN INGIBJÖRG
HÁLFDANARDÓTTIR,
Strýtusel 18, 109 Reykjavík.
Hugverka sunnlenskra
kvenna leitað
Frá Guðrúnu Ingibjörgu
Hálfdanardóttur:
HÆSTVIRTUR heilbrigðisráðherra
Jón Kristjánsson:
Eins og þú veist hefur verið rekin
endurhæfing fyrir
krabbameins-
sjúka á Landspít-
ala – Háskóla-
sjúkrahúsi í
Kópavogi frá jan-
úar 2002. Þau rúm
tvö ár sem deildin
hefur starfað hef-
ur verið unnið öt-
ult uppbyggingar-
starf. Hér hefur skapast sérþekking
innan krabbameinsendurhæfingar
hjá mjög hæfu starfsfólki. Á deildinni
er boðið upp á einstaklingsmiðaða
endurhæfingu sem nær til líkam-
legra, sálrænna og félagslegra þátta.
Á síðasta ári komu hingað milli 50 og
60 manns á mánuði, og er það samt
aðeins brot af því fólki sem þarfnast
endurhæfingar. Endurhæfingin mið-
ar að því að auka lífsgæði fólks og búa
það undir að takast á við daglegt líf á
ný. Það hefur verið styrkur deildar-
innar að hún er vel búin tækjum, rými
og stórri sundlaug, auk þess er hún
staðsett í fallegu umhverfi í Kópavogi
fyrir utan bráðaumhverfi spítalans.
Vegna niðurskurðar á fjármagni til
Landspítala – Háskólasjúkrahúss
þarf nú að loka endurhæfingarhús-
næði spítalans í Kópavogi frá 1. maí
nk. Það gerir það að verkum að end-
urhæfing fyrir krabbameinssjúka
mun flytjast inn í bráðaumhverfið í
Fossvogi, í miklu minna húsnæði. Það
segir sig sjálft að ekki er hægt að
bjóða upp á samsvarandi starfsemi,
hvað þá að efla hana við þær aðstæð-
ur. Magnús Pétursson forstjóri LSH
tjáði mér í vetur að hann hefði reynt
að fá rekstrarfé deildinni til handa,
m.a. hjá heilbrigðisyfirvöldum og
Tryggingastofnun Ríkisins, en ekki
fengið þann hljómgrunn sem hann
hefði vonast eftir. Komið hefur fram
að einn af hverjum þremur Íslend-
ingum greinist með krabbamein á
lífsleiðinni, og það hlýtur að kalla á
aukna endurhæfingu fyrir krabba-
meinssjúka. Stuðningur í gegnum allt
ferlið eykur lífsgæði og stuðlar að
betri andlegri og líkamlegri líðan.
Fólk er betur undirbúið til að takast á
við daglegt líf, og margir snúa aftur út
á vinnumarkað. Þess vegna hlýtur
endurhæfing að vera þjóðhagslega
hagkvæm. Í staðinn fyrir að skerða
þjónustuna, ættu heilbrigðisyfirvöld
frekar að stuðla að faglegri endur-
hæfingarmiðstöð fyrir krabbameins-
sjúklinga sem hefði það hlutverk að
sinna öllum þeirra endurhæfingar-
þörfum.
Ég hvet Krabbameinsfélag Ís-
lands, krabbameinslækna, krabba-
meinssjúklinga, aðstandendur og alla
sem málið varðar að láta í sér heyra
um þetta mikilvæga mál. Þetta er mál
sem varðar alla þjóðina. Og að lokum,
hæstvirtur ráðherra, langar mig til að
spyrja: Hvaða stefnu ætla heilbrigð-
isyfirvöld að taka í þessu máli?. Ert
þú tilbúinn til að beita þér fyrir því að
aukin fjárveiting fáist inn í þennan
málaflokk?
Með kærri kveðju.
ERNA MAGNÚSDÓTTIR,
yfiriðjuþjálfi Endurhæfingarsviðs
LSH, Kópavogi.
Opið bréf til
heilbrigðisráðherra
Frá Ernu Magnúsdóttur: