Morgunblaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 20
AKUREYRI 20 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ „ÞETTA var alveg rosalega gam- an en sigurinn kom mér mjög á óvart. Ég er líka mjög ánægð með að hafa tekið þátt í keppninni, því það var mikil upplifun,“ sagði Kristjana Hákonardóttir, tæplega tvítug Akureyrarmær, sem kjörin var ungfrú Norðurland 2004 í Sjallanum sl. föstudagskvöld. Kristjana gerði gott betur en að vinna fegurðarsamkeppnina, því hún var einnig valin Netstúlka Sjallans, Perfect-stúlkan og Sport- stúlka Sportvers. Irena Sædísardóttir hafnaði í öðru sæti í fegurðarsamkeppninni og Sigrún Halla Gísladóttir í því þriðja og hún var jafnframt valin besta ljósmyndafyrirsætan. Hjör- dís Ýr Bessadóttir fór einnig heim með tvo titla en hún var valin Við tímaritsstúlkan og Sólarstúlka Stjörnusólar. Þá var Harpa Frið- riksdóttir valin vinsælasta stúlkan. Alls tóku tólf stúlkur þátt í keppn- inni. Kristjana fékk að launum marga glæsilega vinninga fyrir sigurinn í keppninni og hina titl- ana þrjá, m.a. síma, reiðhjól, snyrtivörur, fatnað og úr og hún hefur jafnframt afnot af Toyota Yaris bifreið næsta hálfa árið. Hún mun jafnframt taka þátt í keppninni Ungfrú Ísland í vor. „Ég mun reyna að standa undir þessu öllu en jafnframt að vera ég sjálf.“ Kristjana sagði að það hefði verið mjög gaman að taka þátt í undirbúningi keppninnar, sem hófst í febrúar, enda hópurinn ein- staklega skemmtilegur. Kristjana stundar nám í Menntaskólanum á Akureyri og vinnur í Nýja bíói með skólanum. Hún útskrifast af náttúrufræðibraut á þjóðhátíð- ardaginn 17. júní, ætlar að taka „Mikil upplifun að taka þátt“ Ljósmynd/Páll A. Pálsson Fallegar stúlkur: Kristjana Hákonardóttir, ungfrú Norðurland 2004, fyrir miðju, ásamt þeim Irenu Sædísardóttur, t.v., sem hafnaði í öðru sæti og Sigrúnu Höllu Gísladóttur sem varð í þriðja sæti. Morgunblaðið/Kristján Í góðum félagsskap: Árni Skúlason með unnustunni Kristjönu Hákonar- dóttur, ungfrú Norðurland 2004, t.h. og Hjördísi Ýr Bessadóttur sem valin var Við tímaritsstúlkan. Árni vann ferð til Mallorka með Hjördísi. sér eins árs hvíld frá námi í kjöl- farið en stefnir svo ótrauð á há- skólanám. Unnustinn vann sólarferð með annarri fegurðardís Unnusti Kristjönu, Árni Skúla- son, fór heldur ekki tómhentur heim úr Sjallanum, því hann vann ferð til Mallorka næsta haust, ekki með Kristjönu, heldur með ann- arri fegurðardís, Hjördísi Ýr Bessadóttur, sem valin var Við tímaritsstúlkan. Í síðasta tölublaði tímaritsins var atkvæðaseðill og þeir sem tóku þátt í kjörinu áttu þess kost að vinna áðurnefnda ferð með tímaritsstúlkunni. Krist- jana sagði að sér litist vel á vinn- ing unnustans og ekki síst þar sem hann ætlaði að bjóða sér með á sólarströndina. Kristjana Hákonardóttir ungfrú Norður- land 2004 NEMENDUR í fjórða bekk fé- lagsfræðibrautar við Menntaskólann á Akureyri fóru nú nýlega í vísinda- ferð til Lundúna og ríkti almenn ánægja með ferðina, sem þótti takast einstaklega vel. Gunnar Már Gunn- arsson, einn nemanna, sagði að lagt hefði verið upp með það markmið að skoða margbreytileika mannlífsins í þessari helstu heimsborg Evrópu. kynhlutverkum, fjölskyldugerð og stöðluðu fjölskyldumynstri. Nemarnir hlustuðu á fyrirlestra og skoðuðu ýmsa staði, fóru m.a. á skemmtistað fyrir samkynhneigða og einnig var hefðbundinn breskur bar heimsóttur. „Mannlífið er mjög fjölbreytilegt og einstaklingseðlið fær virkilega að njóta sín þarna, fólk hefur sleppt af sér hömlum, það er ekki eins bundið og við Íslendingar virðumst vera. Það þykir til að mynda ekki tiltökumál þó fólk af ólíkum litarhætti rugli saman reyt- unum, það er eðlilegt,“ sagði Gunnar Már. „Þetta var fróðleg og skemmtileg ferð og það var gaman að kynnast þessu fjölbreytta mannlífi Lundúna- borgar.“ Samband komst á við konu sem stundar þar doktorsnám og hefur m.a. gert rannsóknir sem snúa að samkynhneigð. „Við fórum því að skoða þann þátt sérstaklega og höfð- um mikið gagn af,“ sagði Gunnar Már. Hann sagði að samkynhneigðir væru mun meira áberandi í Lund- únum en hér heima þar sem fólk væri í meira mæli fast í stöðluðum Félagsfræðinemar úr MA héldu í vísindaferð til Lundúnaborgar „Fróðleg og skemmtileg ferð“ Morgunblaðið/KristjánMannlífsrannsóknir í Lundúnum: Nemendur á félagsfræðibraut Menntaskólans á Akureyri ásamt kennurum sínum. EINN þekktasti skíðakennari heims, Jeannie Thoren, heldur námskeið í Hlíðarfjalli á Akureyri síðar í mán- uðinum, að því er segir í frétt á heima- síðu Hlíðarfjalls. Thoren hefur „undanfarna áratugi aflað sér mikillar virðingar í skíða- heiminum fyrir rannsóknir sínar á lík- amsbeitingu kvenna í skíðabrekkun- um og hvernig konur geta tekið stórstígum framförum með einföldum og ódýrum breytingum á skíðabúnaði sínum. Tímaritið Skiing hefur m.a. útnefnt hana sem einn af 25 áhrifamestu ein- staklingum skíðaíþróttarinnar á síð- ustu 50 árum, sem segir meira en mörg orð.“ Jeannie Thoren verður á Akureyri dagana 13.–23. apríl en námskeiðið í Hlíðarfjalli verður 16., 17. og 18. apríl.    Skíða konur öðruvísi en karlar? Heimsþekktur skíðakennari í Hlíðarfjalli Elvis vinsæll | Leikritið Eldað með Elvis er nú sýnt í Samkomuhús- inu á Akureyri. „Sýningunni hefur verið frábærlega tekið og uppselt var orðið á allar fyrirhugaðar sýn- ingar. Aukasýning sem bætt var við á skírdag, 8. apríl, er nú óðum að fyllast og því hefur verið bætt við annarri aukasýningu, laugardags- kvöldið 10. apríl. Sala er hafin á þá sýningu,“ segir í frétt frá LA.    Fjáröflun | Stjórn Fasteigna Ak- ureyrarbæjar hefur tekið jákvætt í erindi frá Íþróttafélaginu Þór, þar sem óskað er eftir leyfi til þess að selja auglýsingar utan á og innan í fjölnota íþróttahúsið Bogann. Er- indinu var vísað frá íþrótta- og tóm- stundaráði til Fasteigna Akureyr- arbæjar. Stjórnin samþykkti jafnframt að fela framkvæmdastjóra að eiga viðræður við fulltrúa Þórs og íþrótta- og tómstundafulltrúa um framkvæmd málsins.    Hall kemur ekki | Lee Hall, höf- undur Eldað með Elvis, Billy Elliot og fleiri þekktra verka ætlaði að vera viðstaddur hátíðarsýningu á leikriti sínu Eldað með Elvis í Sam- komuhúsinu á Akureyri á morgun, miðvikudag, en alvarleg veikindi í fjölskyldu leikskáldsins urðu til þess að hann varð að fresta komu sinni.    Rokktónleikar| Hljómsveitirnar Kanis frá Akureyri, Amos frá Reykjavík sem og tvær Akureyr- arhljómsveitir, Kingstone og Múskat, koma fram á rokktónleikum í Deigl- unni í kvöld, þriðjudagskvöldið 6. apr- íl kl. 20. Hljómsveitirnar leika fjöl- breytt rokk. Aldurstakmark er 16 ár. Lögfræðitorg | Hjördís Há- konardóttir, dómstjóri Héraðsdóms Suðurlands, flytur í dag fyrirlestur á lögfræðitorgi Há- skólans á Ak- ureyri um stöðu og hlutverk dómsvaldsins í samfélaginu. Fyrirlesturinn hefst kl. 16.30 í stofu 14 að Þingvallastræti 23. „Hver er staða dómskerfisins í samfélaginu í dag? Hvað markar sérstöðu þess og hvaða rök liggja þar að baki? Þegar þessum spurn- ingum er svarað koma við sögu hug- tök eins og valdskipting, sjálfstæði og réttaröryggi,“ segir í frétta- tilkynningu. „Í erindi sínu á Lög- fræðitorgi ætlar Hjördís Há- konardóttir að leita svara við þessum spurningum og skoða sér- staklega hvað felst í því að tala um sjálfstætt dómsvald,“ segir þar enn fremur.   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.