Morgunblaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 43 samfylgdina og sendum Ástu, eig- inkonu Erlendar, dætrum og öllum aðstandendum, okkar dýpstu sam- úð. Bergþóra Jóhannsdóttir og fjölskylda. Dáður frændi minn er látinn. Er- lendur Jónsson var ungur drengur oft á sumrum á Hvallátrum við Bjargtanga hjá afa okkar og ömmu Erlendi Kristjánssyni og Steinunni Thorlacius Ólafsdóttur, fyrst ásamt móður sinni. Þá var móðir mín Jóna Erlendsdóttir bústýra hjá foreldr- um sínum. Henni var alltaf afar hlýtt til Erlends. Þegar hún var ung stúlka og stundaði nám í Kvenna- skólanum í Reykjavík, átti hún skjól hjá eldri systur sinni Ólínu móður Erlends og Jóni Ólafssyni skip- stjóra. Síðar stundaði Erlendur róðra á Hvallátrum á opnum báti með Hafliða Halldórssyni, sem var kvæntur móðursystur okkar. Afi og amma voru þá látin. Fyrstu minn- ingar um hann eru einkar kærar. Fimm ára drengur, sem í upphafi stríðs dvaldi þá einnig á Hvallátrum, dáðist að þessum unga pilti, sem var fullur af fjöri og hugmyndum. Hann gat allt. Minnisstæð er lítil flugvél, sem var tálguð úr tré, búin málm- skrúfu, sem snerist liðugt, þegar blásið var framan á hana. Bátar voru smíðaðir úr kubbum, stundum holir með dekk, sumir formaðir úr blikki úr dósum, allir snotrir. Eld- smiðjan hans afa okkar var jafnvel notuð í athafnasemi unga mannsins. Einn bátanna var búinn haglegum seglum og honum siglt á Látravatni, honum hvolfdi langt úti á vatni og sökk. Erlendur synti og kafaði eftir honum, það þurfti að gera á honum endurbætur. Á fjörur hafði rekið langt grannt flotholt, sem Erlendur hafði til öryggis á sundinu. Alvara lífsins var ekki langt und- an. Einn morguninn, þegar komið var út, voru vot föt Erlends í hrúgu á stéttinni framan við bæinn. Báts- félagi Erlends Hálfdán Guðbjarts- son hafði lent í sjónum ósyndur og Erlendur stungið sér eftir honum. Það var gæfulegt. Þremur árum síð- ar var Erlendur orðinn sjómaður og sigldi um heimshöfin, hann var á Dettifossi, þegar honum var sökkt, lenti í sjónum, en synti að fleka. Þegar fréttist fyrst af slysinu, vissu engir um örlög einstakra skips- manna. Við systkinin vorum minnt á atburðinn í bæn með móður okkar. Það var tilhlökkunarefni að koma á þessum árum í herbergi Erlends á Amtmannsstíg 6. Þar var margt fal- legt og frumlegt, sem bar vott um siglingar tápmikils ungmennis til er- lendra hafna. Það var ævintýra- heimur. Það lá fyrir mér síðar að búa sjö ár í Kaupmannahöfn. Þá var nota- legt að eiga að frænda, sem var stýrimaður og skipstjóri á Gullfossi, líta til hans og eiga með honum góða stund, fara með honum í óperu eða kvikmyndahús, ræða um lífið og til- veruna. Það er hlutskipti sjómanna að vera fjarri fjölskyldu sinni mikinn hluta ævinnar. Fjölskyldan var Er- lendi kær og það var aðdáanlegt að skynja, hversu mikla ástúð og alúð hann sýndi henni til að létta þær fjarvistir. Ég held að fáum hafi tek- ist það betur. Eftir að Erlendur hætti á sjó, eft- ir meira en hálfa öld við farsæla sjó- sókn og skipstjórn, var ávallt ánægjulegt að koma til hans og spjalla við hann um liðna tíð, heima og geima eða það, sem hann var að smíða eða laga hverju sinni. Í bíl- skúrnum átti hann úrvalsverkfæri, sem hann notaði af kunnáttu og snilld. Stundum virtist hann svo full- ur af verkfærum, að ekkert rúm væri fyrir bílinn. En eins og með töfrum varð allt slétt og fellt að kvöldi. Ef ég sá bílskúrinn hans op- inn, var það mikil freisting að kíkja inn. Mér fannst ég vera velkominn, þótt það tefði hann stundarkorn við verkin, og minnist þeirra stunda með ánægju og þakklæti eins og allra funda við hann fyrr og síðar. Hann var traustur, mætur maður, einn af bestu stoðum landsins. Blessuð sé minning hans. Þorvaldur Búason. ✝ Sigríður Hall-dórsdóttir fædd- ist í Reykjavík 20. júní 1907. Hún lést á dvalarheimilinu Hrafnistu í Reykja- vík 28. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Andrea Katrín Guð- mundsdóttir hús- freyja, f. á Hömrum í Gnúpverjahreppi 24. ágúst 1871, d. í Reykjavík 24. ágúst 1950 og Halldór Högnason, f. í Skálm- holtshrauni í Árnessýslu 4. ágúst 1867, d. í Reykjavík 16. júní 1920. Systkini Sigríðar voru: 1) Guð- mundur Kristinn, f. 23. júlí 1895, 2) Högni, f. 24. ágúst 1896, 3) Sig- ríður Kristín, f. 7. janúar 1898, 4) Guðmundur, f. 9. ágúst 1900, 5) Guðmundur Valdimar, f. 31. mars 1903, 6) Guðrún, f. 3. október 1904, 7) Magnea Lovísa, f. 24. febrúar 1906, 8) Lovísa, f. 13. nóv- ember 1908 9) Sigurður, f. 7. maí 1910, 10) Guðríður, f. 4. nóvember 1911 og 11) Ólafur Guðmundur, f. 21. október 1913. Þau eru öll látin. Sigríður giftist 9. október 1930 Stefáni Þórðarsyni sjómanni í Reykjavík, f. 9. október 1903, d. 25. maí 1978. Foreldrar hans voru Marín Guðmunds- dóttir, f. 18. október 1874, d. 29. ágúst 1952 og Þórður Stef- ánsson, f. 28. janúar 1870, d. 29. janúar 1954. Börn Sigríðar og Stefáns eru: 1) Þóra, f. 23. maí, 1936, maki Jóhann Ágústsson, f. 18. september, 1932 og eiga þau þrjá syni, Halldór, f. 4. septem- ber, 1960, Stefán, f. 5. nóvember, 1961, og Birgi Þröst, f. 17. desember, 1966. 2) Valdimar, f. 12. ágúst 1942, maki Guðrún Erla Ingimagnsdóttir, f. 28. júlí 1944. Dætur þeirra eru Elísabet, f. 30. apríl 1967, Þuríður, f. 31. október 1969 og Sigríður, f. 16. mars 1976. 3) Bryndís, f. 12. febrúar 1946. Börn hennar og Kolbeins Pálsson- ar eru Páll H., f. 17. apríl 1964, Sigríður, f. 25. apríl 1966 og Þórð- ur H., f. 5. janúar 1969. Einnig ól Sigríður að mestu upp systurdótt- ur sína Ebbu Kristínu Edwards- dóttur, f. 18. maí 1941, d. 2. ágúst 1994. Langömmubörnin eru orðin 19. Útför Sigríðar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Kæra Didda, þá er langur æviferill að baki. Ég veit að þú mundir fyrst eftir þér á fæðingarstaðnum að Laugavegi 70 hér í Reykjavík þar sem afi þinn Högni hafði byggt tveimur árum fyrir fæðingu þina, og foreldrar þínir bjuggu líka, þar til þau reistu sér hús að Njálsgötu 52 B. Ég minnist þess er þú fjallaðir stundum um bernskuárin og sagðir frá uppáhalds hesti foreldra þinna, merinni Pöddu, en hún átti það til að stinga af og fara niður á stjórnar- ráðstún eða Arnarhól og fá sér tuggu. Fékk hún þá einskonar „stöðumælasekt“ og þurfti að leysa hana út fyrir 10 krónur. Padda var leigð út sem kerruhestur. Á unglingsárunum þurftir þú að ganga í gegnum mikil veikindi og vistast á Landakoti um langan tíma. Ég fann að það setti sitt mark á þig, og hefur sjálfsagt skilið eftir sín ör. Fyrir giftingu stundaðir þú hússtörf og barnagæslu. Síðan lágu leiðir ykkar Stefáns saman og stofnuðu þið heimili að Framnesvegi. Hann hafði verið á sjó frá 15 ára aldri og lífsbar- áttan oft hörð. Man ég að þið sögðuð mér frá að togarinn sem hann eitt sinn var á lagði úr höfn á aðfangadag jóla, og lá síðan í vari vegna óveðurs síðar um kvöldið og yfir hátíðina út með flóa. Þótti flestum að meira tillit hafði mátt taka til áhafnar og lofa mönnum að njóta samvistar við fjöl- skyldu miðað við aðstæður. Fjöl- skyldur er áttu nána í siglingum til útlanda á stríðsárunum máttu lifa í ákveðnum ótta umfram aðra. Stefán var á síðasta íslenska skipi er fór frá Hamborg í stríðsbyrjun og á fyrsta islenska skipi er kom þangað í stríðs- lok, hin árin lá leiðin eftir veiði til Bretlands reglulega með fiskinn. Þegar ég varð tengdasonur ykkar Stefáns urðu að sjálfsögðu náin kynni og enn nánari er ég stofnaði heildverslun mína og fékk húsnæði hjá ykkur fyrir hana á Framnesveg- inum til margra ára. Minnist ég góð- vildar þinnar og hlýju og fann að allt- af var hægt að rýma til og fá pláss ef með þurfti miðað við aðstæður hverju sinni. Hafðu þökk fyrir sam- fylgdina, og megi blessun þér fylgja á framandi slóðum. Jóhann Ágústsson. Kæra langamma. Mig langar til að kveðja þig með ritningarorðunum mínum sem voru blessuð yfir mig sama dag og þú fórst til Guðs: Biðjið, og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. (Matt. 7:7.) Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Þín Katrín Helga. Góðar minningar vakna í hugum okkar systkinanna þegar við kveðj- um ömmu okkar. Áttum við ávallt at- hvarf á Framnesveginum en amma hélt þar heimili í rúm sextíu ár. Um- hyggja og ástúð einkenndi samband okkar við ömmu og sama á við um börnin okkar sem voru heppin að fá að kynnast langömmu sinni og vera undir hennar verndarvæng. Bernskuminningar okkar tengjast afa og ömmu sem alltaf höfðu tíma fyrir okkur, stundirnar ógleyman- legar bæði heima á Framnesvegi og í sumarbústaðnum við Lækjarbotna þar sem við dvöldum margar stund- ir. Blessuð sé minning ömmu okkar. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Páll, Sigríður og Þórður. Elsku besta langamma nú ert þú farin, en þú munt ávallt vera í hjarta mínu. Ég kveð þig með fermingarritn- ingarversinu mínu. Því að þín vegna býður hann út englum sínum til þess að gæta þín á öllum vegum þínum. (Davíðssálmur 91:11.) Bryndís Ýrr. Á lífsleiðinni verður margt fólk á vegi manns, sumir verða kunningjar, aðrir vinir, svo er það fólkið sem nær að snerta innstu hjartarætur, Didda var ein af þessum síðastnefndu. Við urðum þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að búa í húsi hennar að Framnesveginum með Bryndísi okk- ar nýfædda. Fórum við mæðgurnar daglega niður til að spjalla og átti hún alltaf góð ráð og ljáði vinareyra án þess að vera stjórnsöm við unga óreynda móður. Ég vil þakka Diddu samveru- stundirnar með virðingu og þökk fyrir allt. Þórunn. SIGRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN ÞORSTEINSDÓTTIR, Ennisbraut 8, Ólafsvík, verður jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju laugar- daginn 10. apríl kl. 14.00 Kristín Lárusdóttir, Snæbjörn Aðalsteinsson, Þórheiður Lárusdóttir, Kurt Hilbrecht, Þorsteinn Reynir Hauksson, Kristín Bjargmundsdóttir, Guðbjörn Smári Hauksson, Rut Hauksdóttir, Peter Lund, Hilmar Þór Hauksson, Sigurbjörg Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR HALLDÓRSSON, Breiðvangi 63, Hafnarfirði, sem lést á Hrafnistu þriðjudaginn 30. mars, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju miðviku- daginn 7. apríl kl. 15.00. Björg Ólafsdóttir, Sigurður Arnþórsson, Halldór M. Ólafsson, Eygló Hjaltadóttir, Guðbjörg Ólafsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær móðir okkar, fósturmóðir, tengda- móðir, amma og langamma, MARGRÉT A. KRISTÓFERSDÓTTIR frá Kúludalsá Höfðagrund 8, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 2. apríl. Kristófer Þorgrímsson, Ágústa Þorleifsdóttir, Ragnheiður Þorgrímsdóttir, Auðunn Þorgrímsson, Magnús Þorgrímsson, Rúnar Lund, Kristófer Pétursson, Ólafía Björnsdóttir, Karen, Margrét, Ragnhildur, Helga og Gísli Jónsbörn, Þorgrímur, Magnús, Kristófer og Ómar Kristóferssynir, Edda Andrésdóttir, Jón Óskar Auðunsson, Hilmir Bjarki Auðunsson, Auður Ósk Auðunsdóttir, Guðbjörg S. Jónsdóttir, Guðrún, Pétur og Margrét Aðalheiður Kristófersbörn, langömmubörn og aðrir aðstandendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN JÚLÍUSDÓTTIR, lést á Droplaugarstöðum sunnudaginn 28. mars síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jón Þóroddsson, Sverrir Þóroddsson, Ingibjörg Gísladóttir, Ingunn Þóroddsdóttir, Sigrún Þórdís Þóroddsdóttir, Magnús Jónsson. Ástkær eiginmaður, bróðir og frændi, JÓN HALLDÓR HELGASON, 107 Egret Drive, Jupiter, Flórída, andaðist í Bandaríkjunum sunnudaginn 4. apríl síðastliðinn. Marilyn Helgason, Ástríður H. Andersen, Sigurður Helgason, Gunnar Helgason, Gunnar Þ. Andersen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.