Morgunblaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 51
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
HRÚTUR
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert vel gefin/n og frum-
leg/ur og hefur frjótt ímynd-
unarafl. Gefðu þér tíma til
aukinnar einveru á þessu ári
því þú þarft að læra eitthvað
nýtt í einsemdinni.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Það er minni spenna á milli
þín og annarra í dag en í gær.
Þú hefur betri stjórn á hlut-
unum. Reyndu að ganga frá
skuldum þínum við aðra.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Tunglið er beint á móti merk-
inu þínu og því þarftu að sýna
meiri þolinmæði og sam-
starfsvilja en venjulega. Ekki
gera veður út af hlutunum,
það gerir bara illt verra.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú átt auðvelt með að fá aðra
til samvinnu við þig í dag,
sérstaklega í vinnunni. Þú ert
heillandi og kraftmikil/l og
því laðast fólk að þér.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Óvænt daður mun hugs-
anlega setja skemmtilegan
svip á daginn. Það er leikur í
þér og þig langar einfaldlega
til að skemmta þér.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú hefur þörf fyrir fé-
lagsskap og ættir því að
bjóða fólki heim til þín.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þetta er góður dagur til inn-
kaupa, samningaviðræðna og
hvers konar viðskipta. Þú
munt hafa mikið að gera en
þú munt einnig koma miklu í
verk.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú ættir að fara yfir fjárhag
þinn. Þú þarft að vita ná-
kvæmlega hvað þú átt og
hvað þú skuldar.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Tunglið er í merkinu þínu í
dag. Þetta veitir þér örlítið
forskot á önnur merki. Líttu
á þetta sem tækifæri og
reyndu að gera sem mest úr
því.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Það getur verið krefjandi að
sinna skemmtanalífinu, ást-
armálunum og börnunum. Þú
ættir því að reyna að gefa þér
tíma til einveru í dag.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Vinkona þín mun sennilega
veita þér stuðning í dag,
hvort sem þú ert í skapi til að
hlæja eða gráta.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú nýtur meiri athygli en
venjulega. Reyndu að hafa
það í huga og hafa stjórn á
skapi þínu. Fólk er virkilega
að fylgjast með þér.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Reyndu að gera eitthvað
óvenjulegt í dag þó ekki sé
nema að fara aðra leið heim
úr vinnunni. Þú þarft á til-
breytingunni að halda.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
DRAUMUR
HJARÐSVEINSINS
Í birkilaut hvíldi ég bakkanum á,
þar bunaði smálækjar spræna.
Mig dreymdi, að í sólskini sæti ég þá
hjá smámey við kotbæinn græna.
Og hóglega í draumnum með höfuð ég lá
í hnjám hinnar fríðustu vinu,
og ástfanginn mændi eg í augun hin blá,
sem yfir mér ljómandi skinu.
- -
En rétt þegar nálgaðist munnur að munn,
að meynni var faðmur minn snúinn,
þá flaug hjá mér þröstur, svo þaut við í runn,
og þar með var draumurinn búinn.
Steingrímur Thorsteinsson
LJÓÐABROT
ÁRNAÐ HEILLA
90 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 6. apríl,
er níræð Þorbjörg Páls-
dóttir, Vesturgötu 7,
Reykjavík. Hún eyðir deg-
inum með fjölskyldu sinni.
ÞEGAR andstæðingarnir
skríða í þrjú grönd, meira af
vilja en mætti, er sérstök
ástæða til að vanda sig í vörn-
inni. Settu þig í spor austurs:
Vestur gefur; allir á hættu.
Norður
♠Á52
♥97
♦DG972
♣ÁD5
Austur
♠D864
♥K62
♦K10
♣10984
Vestur Norður Austur Suður
Pass 1 tígull Pass 1 hjarta
Pass 2 tíglar Pass 2 grönd
Pass 3 grönd Allir pass
Makker kemur út með
spaðagosa. Sagnhafi tekur
slaginn heima á kóng (þú kall-
ar) og spilar litlum tígli á
drottningu blinds. Þú tekur
slaginn, en hvað svo?
Það virðist blasa við að
sækja spaðann áfram, en það
er ekki endilega besta vörnin
þegar grannt er skoðað. Spað-
inn getur aldrei gefið nema
tvo slagi. Makker á vænt-
anlega tígulásinn, svo þar eru
aðrir tveir, en einn slag þarf í
viðbót. Og hann verður að
koma á hjarta. En það er of
seint að sækja hjartaslaginn
þegar sagnhafi hefur fríað tíg-
ulinn:
Norður
♠Á52
♥97
♦DG972
♣ÁD5
Vestur Austur
♠G1093 ♠D864
♥D1054 ♥K62
♦Á5 ♦K10
♣G62 ♣10984
Suður
♠K7
♥ÁG83
♦8643
♣K73
Þetta er spurning um
„tempó“. Ef austur spilar
hjarta verður sagnhafi að
hleypa á níuna, því annars
opnast fyrir þrjá hjartaslagi í
vörninni. Og þegar vestur fær
slaginn á hjartatíu, skiptir
hann (vonandi) aftur yfir í
spaða og þá hefur vörnin bet-
ur.
Spilið er frá sjöundu um-
ferð Íslandsmótsins og allir
sagnhafar í þremur gröndum
fengu níu eða tíu slagi.
BRIDS
Guðmundur Páll
Arnarson
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4
4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 g6 6. Be3
Bg7 7. f3 Rc6 8. Dd2 O-O 9.
Bc4 Bd7 10. O-O-O Re5 11.
Bb3 Da5 12. h4 Hfc8 13.
Kb1 Rc4 14. Bxc4 Hxc4 15.
Rb3 Dc7 16. g4 Hc8
Íslandsmótið í skák
stendur nú yfir í glæsilegum
húsakynnum Orkuveitu
Reykjavíkur. Keppt er í
landsliðsflokki, kvenna-
flokki og áskor-
endaflokki. Á síðustu
6 árum hefur Hann-
es Hlífar Stefánsson
(2.567) hampað Ís-
landsmeistaratitl-
inum fimm sinnum
og má gera ráð fyrir
að titillinn falli hon-
um í skaut einnig að
þessu sinni. Í lands-
liðsflokki er keppt
eftir útsláttarfyr-
irkomulagi og hafði
Íslandsmeistarinn
hvítt gegn Sigurði
Daða Sigfússyni
(2.279) í fyrstu umferð
keppninnar. 17. e5!? Rxg4
18. exd6 exd6 19. fxg4
Bxg4 20. Hc1 Be6? Hvítur
nær auðveldlega að stöðva
svörtu sóknina eftir þetta.
Betra var að reyna 20. ...
Hxc3 þó að það sé ólíklegt
að svartur hafi næg færi
fyrir hrókinn. 21. Rb5! Dc6
22. R5d4 De4 23. Rxe6 fxe6
24. Dd3! De5 25. c3 a5 26.
h5 og svartur gafst upp.
Keppni í öllum flokkum
verður fram haldið í dag og
hefst umferðin kl. 17.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
Ársalir- fasteignamiðlun Ársalir- fasteignamiðlun
Nýttu þér áratuga reynslu
okkar og traust í
fasteignaviðskiptum
Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali.
Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5 105 Rvk
533 4200
OFFITA www.heilsuvernd.is
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyr-
irvara fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmæl-
istilkynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk getur
hringt í síma 569-1100, sent
í bréfsíma 569-1329, eða
sent á netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa :
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
MEÐ MORGUNKAFFINU
FRÉTTIR
Helgin var tiltölulega
annasöm á löggæslu-
svæði lögreglunnar í
Reykjavík. Föstudags-
kvöld og nótt var með rólegra
móti enda mikið vatnsveður. Á
laugardagskvöld var veður stillt
og gott og mikill mannfjöldi í
miðbænum langt fram undir
morgun.
Tilkynnt var um 37 umferð-
aróhöpp með eignatjóni um
helgina. Ekki er vitað til að al-
varleg slys hafi orðið á fólki í
þessum óhöppum
Um helgina voru 10 ökumenn
teknir fyrir of hraðan akstur.
Sá sem hraðast fór var mældur
á 107 km hraða á Reykjanes-
braut á móts við Sæbraut þar
sem leyfilegur hraði er 60 km/
klst.
Þá voru 10 ökumenn grunaðir
um ölvun við akstur um helgina.
20 innbrot um helgina
Tilkynnt var um 20 innbrot
eða tilraunir til innbrots í bif-
reiðar um helgina. Þjófunum
tókst ekki ætlunarverk sitt í öll-
um tilfellum en bíltæki, fatn-
aður og geisladiskar virðast
freista þjófanna einna mest. Þá
voru nokkur tilfelli þar sem til-
kynnt var um skemmdarverk á
bifreiðum t.d. brotnir hlið-
arspeglar og ljós, hleypt lofti úr
dekkjum og jafnvel skorið á
þau, sparkað í bíla og þeir
dældaðir og skemmdir á bifreið-
um eftir að gengið hafði verið
yfir þær.
Á föstudag kom maður á lög-
reglustöðina með haglabyssu
sem hann hafði verið beðinn að
geyma fyrir kunningja sinn fyr-
ir nokkrum árum. Hann sagðist
hafa gert nokkrar tilraunir til
að skila byssunni til eigandans
en það ekki tekist og því ákveð-
ið að koma byssunni til lög-
reglu. Nokkuð hefur verið um
að fólk hafi skilað byssum til
lögreglu undanfarið sem það
treystir sér ekki til að hafa og
er það vel.
Aðfaranótt laugardags var til-
tölulega róleg í miðbænum enda
slagveðursrigning og rok. Til-
tölulega fáir voru að skemmta
sér og greiðlega gekk að koma
fólki heim enda nægt framboð
af leigubílum. Rétt eftir mið-
nætti var tilkynnt um slagsmál
á Snorrabraut milli nokkurra
manna, út af rusli sem skilið
hafði verið eftir á götunni.
Tveir fóru á slysadeild með
minni háttar áverka. Stuttu
seinna brutust út slagsmál á
kaffihúsi í miðbænum og var
dyravörður skallaður í andlitið.
Hann hlaut skurð á augabrún
og fór sjálfur á slysadeild. Þá
urðu lögreglumenn vitni að
ryskingum á Laugavegi um
hálffjögurleytið. Þegar þeir
hugðust skakka leikinn urðu
þeir fyrir aðkasti frá árás-
armanninum og áhorfendum.
Kallað var eftir liðsauka og
voru að endingu þrír fluttir á
lögreglustöð og einn á slysa-
deild til skoðunar.
Tólf fíkniefnabrot
Tólf fíkniefnabrot komu til
kasta lögreglu um helgina. Í
flestum tilvikum var ekki um
mikið magn fíkniefna að ræða.
Snemma á laugardagsmorgun
var bifreið veitt eftirför í Vest-
urbænum en ökumaður neitaði
að stansa. Eftir nokkurn elting-
arleik stöðvaði hann þó bifreið-
ina og lagði á flótta á hlaupum.
Hann fannst þó skömmu síðar í
húsagarði nærliggjandi húss.
Ökumaður er grunaður um ölv-
un við akstur og auk þess fund-
ust á honum fíkniefni. Rétt eftir
miðnætti á sunnudag fór lög-
regla í íbúð í miðborginni eftir
ábendingar um að þar væri
stunduð fíkniefnasala. Í íbúðinni
fundust kannabisefni og tæki til
neyslu. Stuttu seinna var bifreið
stöðvuð í Breiðholti. Þegar
menn urðu lögreglu varir
reyndu þeir að losa sig við
fíkniefni út um glugga bifreið-
arinnar. Einnig fundust á þeim
fölsuð skilríki.
Ölvun áberandi í mið-
bænum
Aðfaranótt sunnudags var
mikið af fólki í miðborginni
enda veður með besta móti.
Mikið var um slagsmál og ölvun
áberandi. Um miðnætti var
maður stunginn með hnífi í húsi
í austurborginni. Hann hlaut
fimm stungur í kvið og bringu
og var fluttur með sjúkrabíl á
slysadeild. Kona var handtekin,
grunuð um verknaðinn.
Töluvert var um slagsmál og
stimpingar í miðborginni og
hafði lögregla í nógu að snúast.
Einnig var nokkuð um sjúkra-
flutninga vegna veikinda og
óhappa. Maður var fluttur á
slysadeild eftir líkamsárás fyrir
utan skemmtistað í miðborginni
með skurð á augabrún, mar í
andliti og eymsli í nefi. Þá var
annar maður fluttur á slysa-
deild eftir að hafa verið skall-
aður í andlitið í slagsmálum
með þeim afleiðingum að hann
hlaut slæman skurð á nefi.
Undir morgun urðu slagsmál í
Lækjargötu þar sem sex manns
voru handteknir og einn fluttur
á slysadeild með sjúkrabíl. Á
hinum handteknu fundust fíkni-
efni.
Helstu verkefni lögreglunnar 2. – 5. apríl
Mikið um slags-
mál um helgina
GAGNASAFN
MORGUNBLAÐSINS
mbl.is