Morgunblaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁVÖXTUNARKRAFA verð- tryggðra íslenskra ríkisskuldabréfa lækkaði strax eftir að greint var frá því á miðvikudaginn í síðustu viku að þau yrðu hæf til uppgjörs og vörslu hjá alþjóðlega uppgjörsfyrirtækinu Clearstream Banking frá og með komandi mánudegi, þ.e. frá og með deginum í gær. Á fimmtudag og föstudag í síðustu viku lækkaði ávöxtunarkrafan um allt að 0,20%, mismunandi eftir teg- und skuldabréfa. Þannig lækkaði ávöxtunarkrafa húsbréfa um 0,07– 0,10%, ávöxtunarkrafa húsnæðis- bréfa lækkaði um 0,16–0,17% og ávöxtunarkrafa spariskírteina ríkis- sjóðs lækkaði um 0,18–0,20%. Ávöxtunarkrafan hélt áfram að lækka í gær og nam lækkunin allt að 0,07%. Ávöxtunarkrafa húsbréfa lækkaði um 0,03–0,06%, ávöxtunar- krafa húsnæðisbréfa lækkaði um 0,04–0,05%, ávöxtunarkrafa spari- skírteina ríkissjóðs lækkaði um 0,0– 0,3% og þá lækkaði ávöxtunarkrafa ríkisbréfa um 0,02–0,07%. Frá því tilkynnt var um skráningu íslenskra ríkisskuldabréfa hjá Clear- stream hefur mest lækkun ávöxtun- arkröfu verið á tilteknum flokki hús- næðisbréfa og spariskírteina, eða 0,21%. Ávöxtunarkrafa húsbréfa hefur lækkað mest um 0,16% á þess- um tíma og ríkisbréf um mest 0,11%. Guðbjörg Guðmundsdóttir, sér- fræðingur hjá greiningardeild Ís- landsbanka, segir að viðskiptin í gær sýni að ávöxtunarkrafa ríkisskulda- bréfa haldi áfram að lækka í kjölfar þess að skráning sé hafin hjá Clear- stream. Hún segir að veltan á skuldabréfamarkaði í gær hafi verið mikil, eða um 6,2 milljarðar króna, en meðalveltan á síðasta ári hafi ver- ið tæpir 4 milljarðar á dag. Þetta sé þó ekki eins mikil velta og verið hafi síðustu tvo dagana í síðustu viku, eft- ir að tilkynnt var um fyrirhugaða skráningu hjá Clearstream. Þessa tvo daga hafi veltan verið samtals um 25 milljarðar króna. Með skráningu íslenskra ríkis- skuldabréfa hjá Clearstream geta stórir erlendir stofnanafjárfestar, s.s. verðbréfasjóðir og lífeyrissjóðir, fjárfest í íslenskum ríkisskuldabréf- um. Það gátu þeir ekki áður þar sem reglur þeirra bundu þá við kaup á skuldabréfum sem voru uppgjörs- hæf í ákveðnum uppgjörsmiðstöðv- um. Það geta þau hins vegar nú. Þeir erlendu fjárfestar sem hafa aðgang að íslenskum ríkisskuldabréfum eru nú því margfalt fleiri en áður var. Þau ríkisskuldabréf sem skráð verða hjá Clearstream eru mark- flokkar húsbréfa, húsnæðisbréfa, spariskírteina ríkissjóðs og ríkis- bréfa. Skuldabréf banka og annarra verða hins vegar ekki skráð hjá Cler- stream en flokkar þeirra eru of litlir til að skárning svari kostnaði. Erlendir fjárfestar kaupa stöðugt meira Samkvæmt samantekt greining- ardeildar KB banka er heildareign erlendra fjárfesta í íslenskum skuldabréfum nú þegar að mati deildarinnar hátt í 150 milljarðar króna. Til samanburðar nam heild- areign íslenskra lífeyrissjóða í lok janúar sl. um 175 milljörðum. Á árinu 2003 námu kaup erlendra fjár- festa um 65 milljörðum króna en þau hafa stöðugt aukist á umliðnum misserum og árum. Til þessa hafa kaupendur ís- lenskra ríkisskuldabréfa erlendis verið fjárfestar, sem lúta ekki eins ströngum reglum og margir stofn- anafjárfestar, sem ekki hafa haft heimild til slíkra kaupa. Fjárfestum sem mega kaupa íslensk ríkisskulda- bréf fjölgaði því verulega frá og með deginum í gær, þ.e. með skráningu bréfanna hjá Clearstream. Mikilvægur áfangi Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá KB banka, segir að gera megi ráð fyrir því að það muni taka ein- hvern tíma fyrir erlenda fjárfesta að hefja kaup á íslenskum ríkisskulda- bréfum í einhverju magni. Kaupin muni væntanlega aukast jafnt og þétt á komandi vikum og mánuðum. Vonir séu bundnar við að ávöxtunar- krafa ríkisskuldabréfa haldi áfram að lækka og að raunvextir hér á landi muni þá lækka enn frekar en þeir hafa gert til þessa. Þess sé einnig að vænta að vextir hér á landi muni er fram líða stundir sveiflast meira í takt við vexti erlendis. Þá sé þess lík- lega ekki langt að bíða að breytingar verði á uppgjörsreglum íslensku líf- eyrissjóðanna þannig að uppgjör þeirra takið mið af markaðsaðstæð- um og alþjóðlegu efnahagsumhverfi. Hann segir að skráning íslenskra ríkisskuldabréfa hjá Clearstream sé því mjög mikilvægur áfangi fyrir ís- lenskan skuldabréfamarkað og þar með fyrir þjóðfélagið allt. „Töluverður raunvaxtamunur hef- ur verið á milli Íslands og annarra landa, þó að hann hafi farið lækkandi frá árinu 2002. Þá hófu erlendir fjár- festar að kaupa íslensk skuldabréf að einhverju ráði, og lækkaði vaxta- munurinn þá nokkuð í kjölfarið. Lík- legt er að raunvaxtamunurinn muni halda áfram að lækka og að vextirnir muni þá sveiflast meira í takt við það sem gerist erlendis,“ segir Snorri. Raunvextir hér á landi eru nú að jafnaði í kringum 2% hærri en í helstu nágrannalöndum, þegar á heildina er litið. Undirbúningur hófst fyrir fimmtán mánuðum Um fimmtán mánuðir eru liðnir frá því Verðbréfaskráning Íslands og Lánasýsla ríkisins hófu vinnu við það verkefni að fá íslensk skuldabréf skráð hjá alþjóðlegu uppgjörsfyrir- tæki. Sigurður Kjartansson, for- stjóri Lánasýslu ríkisins, segir að í byrjun hafi verið kannað hvort upp- gjörsfyrirtækin Euroclear eða Cle- arstream hefðu áhuga á að koma hingað til lands og vera með vörslu- aðila hér á landi. Fljótlega hefði hins vegar komið í ljós að þessi fyrirtæki hefðu ekki áhuga á því. „Þegar þetta lá fyrir var haft sam- band við Danske bank, sem er um- boðsaðili fyrir Clearstream í Dan- mörku, sem sýndi þessu áhuga. Og nú er það kerfi komið á að erlendir aðilar geta keypt íslensk ríkisskulda- bréf, gert þau upp í Clearstream, sem með milligöngu Danske bank varðveitir bréfin í þeirra nafni,“ seg- ir Sigurður. Ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa lækkar í kjölfar skráningar hjá Clearstream Jákvæð áhrif fyrir allt þjóðfélagið Fréttaskýring |Vonir standa til að erlendir fjárfestar muni kaupa íslensk ríkisskulda- bréf í ríkari mæli en þeir hafa gert til þessa í kjölfar skráningar þeirra hjá alþjóðlega uppgjörsfyrirtækinu Clearstream Banking, sem hófst í gær. Almennt er gert ráð fyrir að vextir geti haldið áfram að lækka hér á landi í kjölfarið. Grétar Júníus Guðmundsson kannaði málið. gretar@mbl.is BANDARÍSKU tölvufyrirtækin Sun Microsystems og Microsoft hafa náð sáttum í máli sem Sun höfðaði gegn Microsoft fyrir brot á sam- keppnis- og einkaleyfislögum. Er talið að þar með hafi endi verið bund- inn á áratugar fjandskap á milli fyr- irtækjanna. Samið var um að Microsoft greiddi Sun nærri tvo milljarða dollara. Þar af eru 700 milljónir dollara (50,4 milljarðar króna) bætur vegna óút- kljáðs hringamyndunarmáls og 900 milljónir dollara (64,8 milljarðar króna) bætur vegna einkaleyfa. Auk þess mun Microsoft greiða 350 doll- ara fyrir leyfi á Sun-tækni en það er hluti samkomulags um meiri sam- vinnu á milli fyrirtækjanna. Micro- soft og Sun eru sögð vilja starfa meira saman í framtíðinni og sam- komulagið sé gert til hagsbóta fyrir viðskiptavini fyrirtækjanna, sem hafi ítrekað beðið þau um að bera klæði á vopnin. Yfirvöld samkeppnismála í Evr- ópusambandinu, ESB, sektuðu ný- verið Microsoft um 44 milljarða króna fyrir að hafa misnotað einok- unaraðstöðu sína á tölvumarkaðin- um. Var Microsoft meðal annars sagt hafa neitað Sun um upplýsingar sem hefðu gert fyrirtækinu kleift að framleiða vefþjóna sem gætu unnið með Windows. Microsoft áfrýjaði þessari niðurstöðu en nú þegar Microsoft hefur náð sáttum við Sun er talið að lítil stoð sé í áfrýjuninni. Sun hefur sent frá sér afkomuvið- vörun og tilkynnt um gagngera end- urskipulagningu sem meðal annars feli í sér uppsagnir 3.300 starfs- manna eða sem nemur tæpum 10% mannafla fyrirtækisins. Reuters Allt í góðu Scott McNealy, forstjóri Sun Microsystems, og Steve Ballmer, forstjóri Microsoft, gera að gamni sínu á blaðamannafundi. Microsoft samþykkir að greiða Sun 140 milljarða SÆNSKA viðskiptablaðið Veckans Affärer segir Ingvar Kamprad, stofnanda sænsku húsgagnaversl- unarkeðjunnar IKEA, ríkasta mann heims. Blaðið metur eignir Kamp- rads á 400 milljarða sænskra króna, eða um 4.000 milljarða íslenskra, og að þar með hafi hann velt Bill Gates, stjórnarformanni Microsoft, úr sessi sem ríkasti maður heims. Eignir Gates eru metnar á 47 millj- arða dala eða um 3.300 milljarða króna. IKEA hefur vísað þessari fullyrð- ingu blaðsins á bug. Veckans Affär- er hafi yfirsést sú staðreynd að Kamprad hafi ekki átt IKEA- keðjuna síðan árið 1982. Keðjan hafi síðan þá verið í eigu hollenskr- ar stofnunar, INGKA. Veckans Affärer segir þetta vissulega rétt en stendur við mat sitt enda haldi Kamprad í raun enn um stjórnartaumana hjá IKEA og sé því raunverulegur eigandi. Fjöl- skylda hans eigi fyrirtækið í gegn- um net stofnana en slíkt eignarhald mun vera algengt í Svíþjóð til þess að komast hjá miklum skatt- greiðslum. Tímaritið Forbes áætlaði í febr- úar að eignir Gates næmu 46,6 milljörðum dala og að hann væri ríkasti maður heims tíunda árið í röð. Eignir Warren Buffetts voru metnar á 42,9 milljarða dala. Kamprad var í þrettánda sæti For- bes-listans með 18,5 milljarða dala eignir. Ingvar Kamprad, sem er 77 ára, stofnaði IKEA árið 1943. Fyr- irtækið rekur nú yfir 180 verslanir í 31 landi og á vegum þess vinna um 76 þúsund manns. Reuters Ríkur Ingvar Kamprad, stofnandi IKEA. Stofnandi IKEA ríkastur – eða ekki ● GULL hefur fallið í verði í við- skiptum með framvirka samninga eftir birtingu talna um ný störf í Bandaríkjunum. Í mars urðu til fleiri störf en í nokkrum mánuði síðustu fjögur árin og um þrefalt fleiri en Bloomberg News hafði spáð, að því er fram kemur á vef Bloomberg. Bandaríkjadalur styrkt- ist einnig við tíðindin um nýju störfin. Bloomberg hefur eftir hagfræð- ingi banka í Toronto að atvinnutöl- urnar hafi verið mjög góðar, sem gefi vísbendingu um að banda- ríska hagkerfið sé að ná sér út úr þeim efnahagsbata án atvinnu- sköpunar, sem talað hefur verið um að ríkt hafi undanfarið. Gull hefur hækkað í verði síð- ustu ár, en eftirspurn eftir gulli eykst alla jafna þegar kreppir að í efnahagslífinu því gull er talið til- tölulega örugg fjárfesting á erf- iðum tímum. Verðlækkun getur verið vísbending um að búist sé við auknum efnahagsbata fram- undan. Gull lækkar vegna fleiri starfa ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI Hádegisfundur Viðskipta- og hag- fræðideild Háskóla Íslands og FÍS (Félag íslenskra stórkaupmanna) efna til hádegisfundar í Odda, stofu 101, í dag, kl. 12.15–13.15. Yfirskrift fundarins er: Eru skattar á áfengi of háir á Íslandi? Frummælendur verða: Erna Hauksdóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar, Þórarinn Tyrfingsson, yf- irlæknir SÁÁ, og Guðmundur Ólafsson lektor. Í DAG ● SKYGGNIR hf. og hollenska flutn- ingsmiðlunarfyrirtækið TraXX Int- ercontinental B.V. hafa gert með sér samning um rekstur miðlægs búnaðar, útstöðva og netkerfa ásamt ráðgjöf. Samningurinn er þáttur í aukinni sókn Skyggnis á er- lenda markaði, að því er fram kem- ur í tilkynningu frá félaginu. Ágúst Einarsson, framkvæmda- stjóri Skyggnis, segir að samning- urinn sé mikilvægur fyrir frekari uppbyggingu á svæðinu, en Skyggnir er með skrifstofu í Hol- landi. Ágúst segir að tekjur vegna samningsins muni nema milljónum á ári. Í tilkynningu félagsins segir að Skyggnir hf. sé leiðandi í rekstri tölvukerfa fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga á Íslandi og þjóni við- skiptavinum í 17 löndum. Skyggnir gerir „mik- ilvægan“ samning ● BÚIST er við að Alcoa, stærsti ál- framleiðandi í heimi, muni tilkynna um hagnað þriðja ársfjórðunginn í röð. Ástæðan er einkum gott gengi félagsins í Kína. Talið er að hagnaður fyrirtækisins á fyrsta fjórðungi þessa árs verði 368 milljónir Bandaríkjadala, 26,6 milljarðar íslenskra króna, eða 42 sent á hlut. Hagnaður fyrirtækisins eftir skatta á ársfjórðungnum á und- an var 151 milljón Bandaríkjadala, tæpir 11 milljarðar króna, eða 17 sent á hlut. Tekjur félagsins í Kína hafa aukist um meira en 15 % eftir að Alain Belda, forstjóri félagsins, jók fram- leiðslu súráls þar í landi og keypti sig inn í kínverska álfyrirtækið Al- uminium corp. of China, eða Chalco. Í frétt Bloomberg segir að eft- irspurn Kínverja eftir áli hafi meira en tvöfaldast á síðasta ári. Alcoa fram- leiðir fjórðung alls súráls í heiminum. Vöxtur í Kína skilar Alcoa hagnaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.