Morgunblaðið - 06.04.2004, Side 8

Morgunblaðið - 06.04.2004, Side 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Það var nú aldeilis kominn tími til að prinsarnir okkar færu að iðka konunglegar íþróttir. Meistaranámið á Bifröst Að mennta stjórnendur Viðskiptaháskólinn áBifröst hyggstefna til kynningar á möguleikum til meist- aranáms við skólann í dag kl. 17.00 á Grand hóteli Reykjavík, en skólinn hef- ur boðið upp á slíkt nám frá því í júlí á síðasta ári. Á dögunum var kynnt samstarf skólans og ReykjavíkurAkademíunn- ar um nýja námsleið í menningar- og mennta- stjórnun innan MA-náms í hagnýtum hagvísindum. Magnús Árni Magnússon, aðstoðarrektor og deildar- forseti viðskiptadeildar, hefur haldið utan um upp- byggingu meistaranáms við viðskiptadeild skólans og Morgunblaðið tók hann af því tilefni tali. Fara svör hans við nokkrum spurningum hér á eftir. – Hvers vegna er boðið upp á meistaranám á Bifröst? „Skólinn hefur allt frá stofnun hans árið 1918 haft það að mark- miði að mennta stjórnendur og leiðtoga fyrir atvinnulíf og sam- félag. Þar af leiðandi hefur hann viljað staðsetja sig sem síðasta viðkomustað í menntunarferli einstaklings áður en út í atvinnu- lífið er komið. Árið 1918 dugði að fara á nokkurra vikna námskeið til að komast í góðar stjórnunar- stöður, en í dag er krafan til slíks fólks í sífellt meira mæli orðin meistarapróf. Til þess að halda áfram að skila fólki beint út í stjórnunarstöður í samfélaginu var því talið nauðsynlegt að taka þetta skref. Að auki er skólinn með þessum hætti að styrkja rannsóknarstarf sitt og stöðu sem viðskiptaháskóli í fremstu röð.“ – Hvers konar meistaranám er í boði á Bifröst? Er það eingöngu tengt viðskiptum og stjórnun? „Boðið er upp á tvenns konar gráður á Bifröst, annars vegar MS-gráðu í viðskiptafræði, sem er hugsuð fyrir þá sem eru með BS- eða BA-próf í viðskiptafræði, rekstrarfræði eða tengdum greinum, t.d. hagfræði, og vilja styrkja stöðu sína á vinnumark- aðnum og ná sér í hagnýta menntun í viðskiptafræði. Hins vegar er boðið upp á MA-gráðu í hagnýtum hagvísindum, en hún er þverfaglegri og sérstaklega hugsuð fyrir þá sem hafa áhuga á að dýpka fræðilegan skilning sinn á samfélaginu og ná sér að auki í hagnýta stjórnunarmenntun. Inn- tökuskilyrði fyrir MA-námið er BA, BS, B.Ed. eða sambærileg gráða. Innan beggja þessara leiða er boðið upp á ákveðið val. Í MS- leiðinni er boðið upp á sérhæf- ingu í fjármálum, stjórnun og ný- sköpunar- og frumkvöðlafræðum. Hægt verður að blanda þessu þrennu saman og jafnvel kúrsum úr MA-náminu í svokölluðu opnu vali. Þá velur fólk sér kúrsa og sérhæfir sig í því sem það hefur áhuga á með ritun rit- gerðar. Í MA-leiðinni er boðið upp á enn fjöl- breyttara val. Þar er boðið upp á hagfræði- val, Evrópufræðival, stjórnsýslufræðival, nýsköpunar- og frumkvöðlafræði- val og í samvinnu við Landbún- aðarháskólann á Hvanneyri er boðið upp á umhverfis- og auð- lindahagfræðival og svæðafræði- val. Að auki er boðið upp á menn- ingar- og menntastjórnunarval í samvinnu við ReykjavíkurAka- demíunna og er það nám hugsað fyrir þá sem stjórna, eða hafa hug á að stjórna skólum, menningar- fyrirtækjum, söfnum og öðrum stofnunum sem hafa með höndum miðlun menningar og menntun- ar.“ – Evrópufræði og menningar- og menntastjórnun? Eru þetta ekki gjörólíkir málaflokkar? Hvernig getur slíkt val rúmast innan sömu námsgráðunnar? „Við byggjum MA-námið upp á sameiginlegum kjarna, sem bygg- ist á rannsóknaraðferðum og kenningum hag- og félagsvísinda. Viðskiptafræði og tengdar grein- ar eru í eðli sínu mjög þverfagleg- ar. Með valnámskeiðum og við vinnslu lokaverkefnis er mögu- legt að sérhæfa sig verulega á til- teknu áhugasviði, án þess að missa sjónar á hinum sameigin- lega kjarna.“ – Þið auglýsið að meistaranám- ið ykkar sé fyrir fólk sem stundar vinnu. Hvað eigið þið við með því? „Jú, reynslan af fyrsta vetrin- um sýnir að námið hentar mjög vel með vinnu. Nemendur byrja á fimm vikna sumarönn á Bifröst, sem hefst í ár hinn 11. júlí, þar sem nemendum er boðið upp á húsnæði fyrir sig og fjölskyldur sínar á staðnum og halda svo áfram í fjarnámi yfir veturinn. Námskeiðum lýkur svo á annarri sumarönn á Bifröst sumarið eftir. Nemendur eru að taka námskeið upp á 7,5 einingar á önn. Að nám- skeiðunum loknum vinna nem- endur annaðhvort 15 eða 30 eininga loka- verkefni. Einnig er vitaskuld hægt að vera í fullu námi og vinna lokaverkefnið samhliða námskeiðunum. Mjög góður rómur hefur ver- ið gerður að þessu fyrirkomulagi, enda fátt betra en að nema og njóta lífsins í Borgarfirðinum í júlí og ágúst. Ég hvet þá sem áhuga hafa á að koma og tala við okkur og nú- verandi nemendur í meistara- námi á Bifröst í dag kl. 17 á Grand hóteli Reykjavík. Magnús Árni Magnússon  Magnús Árni Magnússon er fæddur 14. mars 1968. Hann er með BA-próf í heimspeki frá Háskóla Íslands 1997, MA-próf í hagfræði frá University of San Francisco 1998 og M.Phil.- próf í Evrópufræðum frá Cam- bridge-háskóla í Englandi 2001. Hann hefur starfað sem aðstoðarrektor Viðskiptahá- skólans á Bifröst frá haustinu 2001 og deildarforseti við- skiptadeildar frá 2003. Hann er kvæntur Sigríði Björk Jóns- dóttur, verkefnisstjóra í Snorrastofu, Reykholti, og eiga þau tvo syni. …sem hafa áhuga á að dýpka fræði- legan skilning sinn UM 45% landsmanna segjast vera hlynnt því að flóðlýsa Gullfoss þeg- ar dimma tekur að haust- og vetr- arlagi en 43% er því andvíg. Þetta kemur fram í viðhorfskönnun Þjóð- arpúls Gallup. Eldra fólk andvígara hugmynd- inni en þeir sem yngri eru 12% svarenda í könnuninni taka ekki afstöðu til flóðlýsingar Gull- foss. Fram kemur í niðurstöðum hennar að fylgni er á milli viðhorfa til flóðlýsingar og aldurs svarenda. Því yngra sem fólk er því hlynntara er það flóðlýsingu og því eldra sem fólk er því andvígara er það hug- myndinni um að lýsa upp fossinn. Morgunblaðið/RAX 45% eru hlynnt flóðlýsingu Gullfoss

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.