Morgunblaðið - 06.04.2004, Side 21

Morgunblaðið - 06.04.2004, Side 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2004 21 Borgartún 26 sími 535 9000 Öll Mont Blanc farangursbox á tilboði kr. 32.900,- meðan birgðir endast Keflavík | Árshátíð Heiðarskóla í Keflavík var þrískipt að þessu sinni. Yngstu bekkirnir komu sam- an um morguninn, miðstigið um hádegisbilið og elstu börnin um miðjan dag. Yngstu árgangarnir sýndu mörg skemmtileg atriði á sal skólans. Flestir nemendur tóku þátt í þessum atriðum. Síðan fór allur hópurinn ásamt gestum í íþróttahúsið í leiki og dans. Hver árgangur miðstigsins sýndi einstök skemmtiatriði og má þar nefna tískusýningu, söng og leikrit. Þá sýndu nemendur í 7. til 10. bekk söngleikinn Drauminn, sem þau sömdu ásamt kennurum. Einnig sýndi nemandi úr 10. bekk dans, ásamt dansfélaga sínum við mikinn fögnuð gesta. Að skemmti- atriðum loknum var diskótek fyrir krakkana og farið í leiki. Á árshátíð elstu nemenda voru Draumurinn og danssýningin end- urtekin og hljómsveitir skipuðum nemendum skólans héldu tónleika. Í hléi var kökuhlaðborð í boði for- eldra og nemenda. Foreldrar, nemendur og starfsfólk skólans voru mjög ánægð með þennan dag og hvað foreldrar sýndu þessari hátíð skólans mikinn áhuga. Þrískipt árshátíð Heiðarskóla Árshátíð: Yngstu börnin komu fram með ýmis atriði og léku listir sínar, meðal annars með fiðluleik. Grindavík | Síðasta helgi var stór helgi fyrir Grindavíkurmeyna Helgu A. Gests- dóttur, en á laugardaginn varð hún tvö- faldur Íslandsmeistari í körfubolta ásamt félögum sínum í áttunda og níunda flokki í Grindavík þegar Grindvíkingar kepptu á móti Kormáki frá Hvammstanga. Á sunnudaginn fermdist svo Helga í Grinda- víkurkirkju. „Þetta er mjög góð tilfinning,“ segir Helga sem segist ætla að halda ótrauð áfram í körfuboltanum, en hún hefur æft með Grindavík í tvö ár. Hún segir enn óljóst hvað hana langi til að verða, en nokkuð klárt sé að hana langi til að halda áfram í körfunni. „En ég er ekki viss um hvað ég vil verða. Ég fer þó örugglega í framhaldsskóla og eitthvað áfram þegar ég er búin í grunnskólanum̧“ segir Helga. Fótboltinn verður líklega á dagskrá hjá Helgu í sumar, en hún hyggst kíkja á að æfa fótbolta með Grindavík á meðan hún tekur sér hlé frá körfuboltanum. „Við æf- um fjórum sinnum í viku í körfuboltanum. Það er ekkert mál, það er mjög gaman. Það er svolítið erfitt ef fólk er bæði í körfubolta og fótbolta, það eru sumar stelpur í báðum, en ég tek frekar fótbolt- ann á sumrin og körfuboltann á veturna. Mér þykir mjög gaman að íþróttum.“ Helga segir uppáhaldsíþróttamanninn sinn vera David Beckham. Helga hefur líka gaman af hestum og fór í útreiðartúr í gær til að fagna vel heppnaðri en strangri helgi. Hún segir gott að komast á bak öðru hvoru. „Það er skemmtilegt að fara í útreiðatúr og vera úti í ferska loftinu,“ segir Helga að lok- um.    Annasöm helgi hjá Grindavíkurmær Keflavík | Sögulegu ankeri hefur verið komið fyrir á landfylling- unni neðan við Ægisgötu í Kefla- vík. Ankerið er af Brúarfossi sem Eimskipafélag Íslands lét smíða í Danmörku árið 1927 og átti í 30 ár. Brúarfoss var eitt af farsæl- ustu skipum félagsins fyrr og síð- ar. Í einni ferðinni fyrir vestan brotnaði önnur flauan af an- kerinu í blágrýtinu í Aðalvík. Karvel Ögmundsson, útgerð- armaður í Njarðvík, keypti síðar ankerið og notaði það sem legu- færi í Njarðvíkinni, fyrir bátinn Vöggu GK 204. Karvel lét síðan taka ankerið á land og á síðustu árum hefur það legið við smá- bátahöfnina í Keflavík eða þar til því var komið fyrir á landfyll- ingnni. Ankerið er sannarlega þögull minnisvarði liðins tíma. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Þögull minnisvarði liðins tíma Keflavík | Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um tæplega 13% í marsmánuði miðað við sama tíma í fyrra, úr rúmlega 87 þúsund farþegum árið 2003 í tæplega 99 þúsund farþega nú. Fjölgun farþega til og frá Íslandi nemur rúmlega 9% milli ára. Farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fjölgar þó hlutfallslega enn meira eða um 34%. Alls hefur farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgað um tæplega 21% það sem af er árinu miðað við sama tíma árið 2003, eða úr um 209 þúsund í um 252 þús- und. Þetta kemur fram á vef flugstöðv- arinnar, www.airport.is. Farþegum um Leifsstöð fjölgar Keflavík | Útilistaverk Erlings Jónssonar „Stjörnu- þokusmiður“ verður afhjúpað á Ljósanótt en Spari- sjóðurinn í Keflavík hefur kostað stækkun þess og mun láta koma því fyrir við austurhlið bankans. Verk- ið er sprottið úr skáldskap Kristins Reyrs og síðast- liðið þriðjudagskvöld var bókmenntakvöld í Listasafni Reykjanesbæjar þar sem verkið var kynnt. Ár hvert efnir Bókasafn Reykjanesbæjar til Er- lingskvölds, til heiðurs Erlingi Jónssyni listamanni. Að þessu sinni var kvöldið helgað Kristni Reyr í tilefni af útilistaverki Erlings Jónssonar. Var hans minnst í tali og tónum. Það var Bigir Guðnason, forsprakki áhugahóps um stofnun Listasafns Erlings Jónssonar, sem sagði frá tilurð listaverksins. Að kynningu lokinni minntust félagar í málfunda- félaginu Faxa Kristins Reyrs en hann var gerður að heiðursfélaga árið 1965, enda meðal frumherja í félag- inu. Dagný Jónsdóttir sópransöngkona og Ragnheið- ur Skúladóttir píanóleikari fluttu 4 lög eftir Kristin Reyr, við hans eigin texta, og fjórir félagar í Leik- félagi Keflavíkur fluttu ljóð og leiklásu verkið „Vopna- hlé“. Erlingskvöld var vel sótt og gestir mjög ánægðir með kvöldið, ekki síst niðjar Kristins Reyrs sem allir voru viðstaddir. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Stjörnuþokusmiður: Gunnar Sveinsson, félagi í Málfundafélaginu Faxa, minntist Kristins Reyrs. Við hlið hans er listaverk Erlings Jónssonar, Stjörnuþokusmiður, sem sprottið er úr skáldskap Kristins Reyrs. Stjörnuþoku- smiður afhjúp- aður á Ljósanótt Vopnahlé: Félagar úr Leikfélagi Keflavíkur, þau Guðný Kristjánsdóttir, Anna Þóra Þórhallsdóttir, Brynja Aðalbergsdóttir og Ómar Ólafsson, leiklásu Vopnahlé eftir Kristin Reyr á Erlingskvöldi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.