Morgunblaðið - 13.04.2004, Síða 2
FRÉTTIR
2 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
DÚXAR OG GEÐVEIKI
Þeim sem skara fram úr í stærð-
fræði er hættara við geðveiki en
þeim sem eru sterkari á sviði mann-
vísinda. Þetta kemur fram í nið-
urstöðum rannsókna íslensks læknis
á tengslum gáfnafars og geðveiki hjá
stúdentum frá MR á árunum 1871–
1960 og frá MA eftir 1930. Nið-
urstöðurnar leiða í ljós að dúxum og
ættingjum þeirra er hættara við
geðveiki en öðrum.
Kísilgúrverksmiðju lokað
Framleiðslu kísilgúrs við Mývatn
verður að líkindum hætt um næstu
áramót. Fimmtíu manns starfa í
verksmiðjunni og aðrir fimmtíu
starfa hjá verktökum og þjónustuað-
ilum kísilgúrverksmiðjunnar. Ekki
hefur tekist að ljúka fjármögnun kís-
ilduftverksmiðju sem til stendur að
komi í stað kísilgúrverksmiðjunnar.
Stærsti urriðinn á stöng
Stærsti urriði sem veiðst hefur á
stöng hérlendis veiddist í Þingvalla-
vatni á föstudaginn langa. Risaurr-
iðinn vó 28 pund en veiðistaðurinn er
leyndarmál.
Doktorsnemum fjölgar
Alls luku 35 Íslendingar dokt-
orsgráðu í fyrra, eða 13 færri en árið
á undan. Íslendingum í doktorsnámi
fjölgaði hins vegar úr 80 í 114 milli
áranna 2002 og 2003. Fleiri konur
eru í doktorsnámi en karlar. Flestir
íslenskir doktorsnemar leggja stund
á heilbrigðis- og félagsvísindi.
11 Rússum rænt
Ellefu starfsmönnum rússnesks
orkufyrirtækis hefur verið rænt í
Írak, en sjö Kínverjum, sem rænt
var þar um helgina, hefur verið
sleppt. Ekkert hefur frést af þrem
Japönum er rænt var á skírdag. Til-
kynnt hefur verið um að minnsta
kosti 16 aðra erlenda ríkisborgara
sem hefur verið rænt eða er saknað í
Írak.
Ormar gegn iðrasjúkdómum
Rannsóknir benda til, að svipu-
ormar, sem þrífast í svínum, hafi
læknandi áhrif á ýmsa iðrasjúkdóma
í mönnum, t.d. ristilbólgu og
Crohns-sjúkdóm. Telur bandarískur
vísindamaður að meltingarvegur
manna nú á dögum líði fyrir of mik-
inn þrifnað.
Miklar selveiðar
Umfangsmestu selveiðar í hálfa
öld hófust í Kanada í gær, en stjórn-
völd þar hafa leyft veiðar á 300 þús-
und kópum, og alls milljón selum á
næstu þrem árum. Umhverfisvernd-
arsinnar mótmæla veiðunum.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Hestar 31
Vesturland 11 Bréf 34
Erlent 12 Dagbók 36/37
Daglegt líf 14/15 Íþróttir 38/41
Listir 16/19 Fólk 42/45
Umræðan 20/23 Bíó 42/45
Forystugrein 3024 Ljósvakar 46
Minningar 26/30 Veður 47
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir
sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Ba
rcelo
na
Netver› á mann
49.730 kr.
Innifalið: Flug, gisting í 3 nætur á Amrey Diagonal
11 nóvember í 2ja manna herbergi með morgunverði,
flugvallarskattar og ísl fararstjórn.
Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 • www.plusferdir.is
ÞEIR eru margir sem bregða sér á
bak fákum sínum um bænadaga og
páska, ekki hvað síst ef veður er
gott. Hrunamenn hafa til fjölda ára
farið sinn árlega reiðtúr um bæna-
dagana, góðan hring um syðri hluta
sveitarinnar og notið gæðinga
sinna. Að sjálfsögðu tilheyrir ferð-
inni viðkoma á bæjum og góð
skemmtun. Taldi hópurinn á sjötta
tug þegar flest var og höfðu menn
flestir tvo til reiðar þar sem leiðin
er drjúg. Víða er búið að gera
ágæta reiðvegi meðfram vegum svo
að reiðfærið er að mörgu leyti
ágætt. Þó er enn margt ógert í
þeim efnum víðsvegar um landið til
að greiða fyrir slysalausri umferð
hestamanna.
Tryggur hundurinn lætur þó
ekkert á sig fá þótt leiðin sé löng,
enda þarf hann engan að bera nema
sjálfan sig.
Á fákum
fráum
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Hrunamannahreppi. Morgunblaðið.
JAXLINN, fjölnota flutningaskip,
fór í fyrstu áætlunarferð sína á
föstudag en skipið siglir tvisvar í
viku á milli höfuðborgarsvæðisins
og Vestfjarða. Skipið er í eigu Sæ-
skipa ehf. sem eru í eigu Ragnars
Traustasonar. Jaxlinn getur flutt
lausavöru, gáma, bíla og þunga-
farm og fleira, enda smíðaður til
að þjóna strandbyggðum Noregs,
að sögn Sigmars Páls Ólafssonar,
framkvæmdastjóra Sæskipa.
Fyrsta ferðin til Vestfjarða gekk
vonum framar að sögn Sigmars
Páls. „Vestfirðingar eru að tala um
þjóðhátíð hérna,“ sagði Sigmar
sem staddur var fyrir vestan til að
taka á móti skipinu. Hann segir
skipið opna Vestfirðingum mögu-
leika á sjóflutningum á ferskum
fiski til útflutnings en að sá mögu-
leiki hafi ekki verið áður til staðar.
Einnig séu öflug iðn- og þjónustu-
fyrirtæki á Vestfjörðum sem ef-
laust sjái nú opnast nýja mögu-
leika fyrir starfsemi sína.
Sigmar Páll segir að skipinu hafi
verið tekið frábærlega í fyrstu
ferðinni, sem var nokkurs konar
kynnisferð.
„Við fengum sérlega góðar mót-
tökur, það voru kaffiveitingar,
blómaskreytingar og hvaðeina.
Fólk flykktist um borð að skoða
skipið og allir lýstu ánægju sinni
með þetta framtak. Við vissum að
það væri almenn ánægja með
þetta hérna á Vestfjörðum en
gerðum okkur kannski ekki grein
fyrir að það væri svona feikileg
gleði,“ segir Sigmar Páll.
Frá Hafnarfirði á sunnudög-
um og miðvikudögum
Áætlað er að Jaxlinn fari að
jafnaði frá Hafnarfirði á sunnu-
dagskvöldum og sé kominn til
baka aftur á þriðjudagskvöldum.
Seinni ferð vikunnar verður á mið-
vikudagskvöldum frá Hafnarfirði
og til baka aftur á föstudagskvöld-
um. Sigmar Páll segir stefnt að því
að skipið komi við í öllum helstu
höfnum Vestfjarða a.m.k. einu
sinni í viku. Í fyrstu ferðinni var
komið við á Bíldudal, í Bolung-
arvík, á Flateyri, á Þingeyri og á
Ísafirði, en ætlunin er að sigla
einnig til Patreksfjarðar og
Tálknafjarðar.
Morgunblaðið/Golli
Flutningaskipið Jaxlinn við bryggju í Hafnarfirði en þaðan siglir skipið til
sjö hafna á Vestfjörðum tvisvar í viku með lausavöru, gáma, bíla og fleira.
Jaxlinn siglir tvisvar
í viku til Vestfjarða
Nýtt fjölnota flutningaskip hefur siglingar milli landshluta
FJÖGUR leikverk sem auglýst
voru við upphaf yfirstandandi
leikárs Þjóðleikhússins verða
að bíða sýningar fram á næsta
leikár. Að sögn Stefáns Bald-
urssonar þjóðleikhússtjóra eru
tilfærslur verka milli leikára
ekki óalgengar. Stefnan sé sú
að auglýsa frekar fleiri en færri
verk í upphafi leikárs. „Það
gerist oft, aðallega á litla svið-
inu og Smíðaverkstæðinu, að ef
sýningar ganga vel þá ýta þær
á undan sér næsta verkefni. Við
viljum frekar kynna fleiri verk
en færri þannig að fólk viti hvað
er í aðsigi. Þá höfum við fylgt
þeirri reglu að sýna leikrit jafn
lengi og fólk hefur áhuga á að
sjá þau,“ segir Stefán.
Leikverkin fjögur sem bíða
sýningar fram á næsta leikár
eru Böndin á milli okkar eftir
Kristján Þórð Hrafnsson, Svört
mjólk eftir Vasílij Sígarjov og
Nítjánhundruð eftir Aless-
andro Baricco og Rambó 7 eftir
Jón Atla Jónasson sem unnið
verður innan Leiksmiðju Þjóð-
leikhússins.
Til marks um gott gengi
Stefán segir það í aðra rönd-
ina ánægjulegt að leikverk
þurfi að bíða, því það bendi til
þess að þau verk sem eru í sýn-
ingu gangi vel. Spurður hvort
tilfærslur á auglýstum leikrit-
um milli leikára komi sér ekki
illa fyrir þá sem kaupa áskrift-
arkort að hausti segir Stefán
svo ekki vera. Almenn kort
gildi aðeins á sýningar á stóra
sviðinu og því hafi tilfærslur
verka á litlu sviðunum engin
áhrif á þá sem kaupa slík kort.
Þeir sem hins vegar hafi fest
kaup á svokölluðum opnum
kortum, sem gilda einnig á litlu
sviðin, geti geymt sér að fara á
þær sýningar sem færast til
þangað til á næsta leikári.
Tvær frumsýningar eru eftir
á þessu leikári hjá Þjóðleikhús-
inu. Nýr íslenskur söngleikur
um Edith Piaf eftir Sigurð
Pálsson í leikstjórn Hilmars
Jónssonar verður frumsýndur
á stóra sviðinu 6. maí nk. Þá
verður Leiksmiðjuverkefnið Á
floti eftir Völu Þórsdóttur tekið
til sýningar í maí.
Fjögur
verk bíða
næsta
leikárs
SEX menn á þrítugsaldri voru hand-
teknir við Borgargerði í Reykjavík í
gær vegna líkamsárásar og eigna-
spjalla.
Sá sem fyrir líkamsárásinni varð
fór úr axlarlið og var fluttur á slysa-
deild með sjúkrabifreið. Hinir hand-
teknu höfðu komið akandi að Borg-
argerði og tóku að berja bíl, sem þar
stóð, með golfkylfu. Þegar mann bar
að garði var hann laminn með fyrr-
greindum afleiðingum. Árásarmenn-
irnir voru færðir í fangageymslu og
eru tildrög málsins í rannsókn hjá
lögreglunni.
Sex teknir
vegna lík-
amsárásar