Morgunblaðið - 13.04.2004, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 13.04.2004, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í BRÉFI til Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra frá því á laugardag afþakkar forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Kári Stefánsson, með formlegum hætti ríkisábyrgð skuldabréfa sem Alþingi samþykkti að veita fyrirtækinu fyrir um tveimur árum. Kári þakkar forsætis- ráðherra velvilja og skilning á markmiðum fyrirtækisins í bréfinu en segir jafnframt að hafi ríkisstjórnin ætlað sér að styrkja Ís- lenska erfðagreiningu með því að veita ábyrgðina þá sé hún fallin á tíma. Bréfið fer hér á eftir: „Ágæti forsætisráðherra. Ég vil byrja þennan bréfstúf á því að þakka þér hlýhug sem ríkisstjórn þín hefur sýnt Ís- lenskri erfðagreiningu frá því hún var stofnuð. Það má muna um minna. Ég vil líka þakka þér þann persónulega skilning á markmiðum fyr- irtækisins og velvilja í þess garð sem ég hef ætíð sótt á fundi með þér. Það var myndarleg hugsun og góður vilji að baki því þegar ríkisstjórn þín lagði fyrir Al- þingi frumvarp til laga sem heimiluðu henni að ábyrgjast breytanleg skuldabréf fyrir Ís- lenska erfðagreiningu. Hugmyndin var sú að með ríkisábyrgðinni væri unnt að tryggja það að fyrirtækið byggði upp lyfjaþróun sína á Ís- landi. Það er ljóst að þótt frumvarpið yrði að lögum og það væri enginn vafi á stuðningi þín- um við hugmyndina hefur af alls konar ástæð- um gengið illa að hrinda henni í framkvæmd. Ein af ástæðunum er að öllum líkindum sú að andstaða við ríkisábyrgðina í herbúðum rík- isstjórnarinnar, sem var að hluta til byggð á ærlegum röksemdum, var meiri en svo að það væri auðvelt að framkvæma hana. Önnur er sú að Evrópuskrímslið virðist ekki vilja að Ís- lendingar afli salts í grautinn með öðru en því að draga fisk úr sjó og bræða málmgrýti. Nú má vera að ég hafi rangt fyrir mér í vanga- veltum mínum um það hvers vegna ríkis- ábyrgðin missi af lestinni en staðreyndin er sú að ef ríkisstjórnin ætlaði sér að sér að styðja við Íslenska erfðagreiningu á þennan hátt þá er hún fallin á tíma. Fyrirtækið er búið að afla þess fjár sem það þarf til þess að byggja upp lyfjaþróunina með því að selja breytanleg hlutabréf án ríkisábyrgðar. Því frábiður Ís- lensk erfðagreining sér ríkisábyrgð og fer þess á leit við ríkisstjórnina að hún dragi mál- ið til baka úr höndum ESA. Þetta eru farsæl leikslok fyrir fyrirtækið og vonandi finnur það alls konar ástæður til þess að byggja upp þessa þróun á Íslandi þrátt fyrir að ríkis- stjórninni hafi ekki tekist að negla það með því að nýta sér heimild Alþingis. Hver veit? Með vinsemd og virðingu Kári Stefánsson.“ Bréf Kára Stefánssonar til Davíðs Oddssonar um ríkisábyrgð til Íslenskrar erfðagreiningar Ríkisstjórnin féll á tíma AUSTANLANDS hafa menn tekið hlýindum og vorkomu fagnandi og urðu nokkuð súrir þegar hið ár- vissa páskahret brast á. Föl var á jörð yfir hátíðardagana en á páska- dag gekk í sunnanátt og fór heldur hlýnandi. Ungviðið í bænum lét þó ekki ná sér úr vorskapinu, fremur en farfuglarnir sem syngja á hverri þúfu og stakk sér út á peysunum til leikja. Búast má við að vorkoma haldi áfram þar sem frá var horfið, því veðurspá gerir ráð fyrir bjartviðri og hitatölum vel yfir frostmarki á Austurlandi. Snjóbolti í páskahret- inu eystra Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsd. Þessir spræku krakkar voru í snjóbolta á páskadag og hlupu úr sér páskaeggin: Bergur Dagbjartsson, Björk Guðlaugsdóttir og Hrafn Guðlaugsson. Egilsstöðum. Morgunblaðið BERLÍN er tískuborg og er iðandi af lífi allan sólarhringinn. Þar er verðlag mjög hagstætt og gisting mun ódýrari en í helstu stórborgum Evrópu og afar mikið um að vera á lista- og menningarsviðinu. Þetta segir Hanns P. Nerger, yf- irmaður ferðamálaráðs Berlínar, en hann og Knut Haenschke, yfimaður Ferðamálaskrifstofu Þýskalands á Norðurlöndunum, komu hingað til lands á dögunum og kynntu Berlín sem áfangastað en Icelandair mun nú bjóða beint flug þangað tvisvar í viku í sumar. Íslendingar komi í skemmti- og verslunarferðir til Berlínar Nerger segist einkum gera sér væntingar um að fá Íslendinga í styttri verslunar- og skemmtiferðir til Berlínar. „Við gerum okkur einkum vænt- ingar um að fá Íslendinga í styttri skemmti- og verslunarferðir til Berl- ínar enda er verðlag þar mun lægra en Íslendingar eiga að venjast. Þetta gildir t.d. um matvöru, fatnað, skó o.s.frv. Þess vegna er ég nokkuð bjartsýnn um að beint flug til Berl- ínar muni uppfylla þær vonir sem Icelandair gerir til þess,“ segir Ner- ger. Hann segir að gistinætur Íslend- inga í Berlín hafi verið um 3.300 í fyrra en telur að hægt verði að bæta verulega við það. „Ég held að Berlín hljóti að teljast mjög áhugaverður áfangastaður í styttri ferðum fyrir Íslendinga því þangað er ekki nema um þriggja stunda flug. Berlín er vinsælasti áfangastaður ferðmanna í Þýskalandi og það hefur átt sér stað mikil breyting frá falli Berlínar- múrsins. Borgin sjálf hefur breyst mjög mikið og framboð á hótelgist- ingu hefur meira en tvöfaldast og nú eru meira en 70 þúsund gistirými. Og vegna mikillar samkeppni á markaðinum er Berlín afar sam- keppnisfær í verði í samanburði við aðrar stórborgir í Evrópu. Verð á gistingu er t.d. miklum mun lægra í Berlín en t.d. í London, París eða Róm,“ segir Nerger. Berlín er tískuborg „Það má segja að Berlín sé í tísku og að hluta til vegna lífsstíls unga fólksins sem þar er. Þetta er borg þar sem er iðandi líf allan sólar- hringinn og engir fastir lokunar- tímar. Í Berlín býr fólk af 186 þjóð- ernum og menn þurfa að fara til New York til þess að finna slíkan suðupott. Þetta fólki lifir í besta samlyndi og mismunandi menning er því eitt af því sem einkennir borg- ina,“ segir Nerger. Hann segir að vegna sögulegrar sérstöðu Berlínar hafi aldrei verið reglur um afgreiðslutíma kráa og skemmtistaða eins og annars staðar í Þýskalandi. „En við fall múrsins urðum við að laga okkur að reglum ESB. Þannig að nú verða skemmti- staðir og krár að loka í eina klukku- stund, opinberlega er það milli 5 og 6 á nóttunni. En það er enginn sem hefur eftirlit með því! Þannig að það má segja að borgin sofi aldrei og þetta veitir Berlín ákveðna sér- stöðu.“ Nerger bendir einnig á að í flest- um öðrum borgum Þýskalands tæm- ist miðbæirnir að mestu þegar skrif- stofunum þar hefur verið lokað. „Í Berlín er þessu öðruvísi farið. Þar hafa verið í gildi lög sem kveða á um að þegar menn reisa skrifstofuhá- hýsi verða 20% af flatarmálinu að vera undir íbúðir þannig að það eru engin hverfi þar sem það eru bara skrifstofur og fyrirtæki. Þetta þýðir að alls staðar geta þrifist neytenda- verslanir, veitingastaðir og mannlíf. Þá skiptir það máli að það er margt ungt fólk í Berlín, þar eru þrír há- skólar og fimm tækniháskólar og Berlín hefur sterkt aðdráttarafl fyr- ir ungt fólk. Borgarstjórinn er mjög ungur og hann hefur sett fram spak- mælið: „Berlín er fátæk, borgarsjóð- ur er gjaldþrota en Berlín er samt sexí,“ segir Nerger. Hátt í tvö þúsund sýningar á dag Nerger segir af nógu að taka þeg- ar komi að list og menningu. „Ég get nefnt sem dæmi að það eru að með- altali um 1.500 sýningar og viðburðir á hverjum degi í Berlín og nær tvö þúsund á sumrin og hún hefur al- gera yfirburði hvað þetta varðar miðað við aðrar borgir í Þýskalandi. Berlín er eina borgin í heiminum þar sem eru þrjú óperuhús, þar er fjöldi leikhúsa og um170 söfn og 300 gall- erí. Ég get nefnt sem dæmi að nú er verið að sýna um eitt hundrað lista- verk frá Museum of Modern Art í New York vegna endurnýjunar safnsins þar. Sýningin hefur staðið í sex vikur og á þeim tíma hafa um 600 þúsund manns komið að skoða hana en sýningin mun standa til loka september. Listir og menning er ákaflega mikilvæg fyrir Berlín sem ferðamannaborg og í raun er enda- laust hægt að telja upp í þeim efn- um. Það má heldur ekki gleyma að Potzdam er ekki nema í 20 mínútna fjarlægð með sporvagni og þar eru fallegar hallir og garðar sem skemmtilegt er að skoða,“ segir Nerger. Fulltrúar ferðamála Berlínar segja borgina vinsæla meðal ferðamanna og samkeppnisfæra Gistirými hefur tvö- faldast á fáum árum Morgunblaðið/Golli Hanns P. Nerger, yfirmaður ferðamálaráðs Berlínar, og Knut Haenschke, yfimaður Ferðamálaskrifstofu Þýskalands á Norðurlöndunum. AÐ SÖGN Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, verður mikið markaðsstarf unnið vegna Berlínarferðanna. „Við höfum verið með heilmikið af auglýsingum í gangi upp á síðkastið og við ætlum að sjá til þess að það fari ekki fram hjá Íslendingum að Berlín er vænlegur áfanga- staður þegar kemur að sumarleyfinu,“ segir Guðjón, en Icelandair mun fljúga tvisvar í viku beint til Schönenfeld flugvallar í Berlín. Guðjón segir einnig mikla áherslu lagða á markaðssetningu Íslands sem áfangastaðar fyrir Þjóðverja. „Við beinum ekki síður sjónum okkar að því markmiði þegar kemur að Berlínarfluginu,“ segir Guðjón. Undanfarin ár hefur Icelandair flogið í beinu áætlunarflugi milli Íslands og Frankfurt, en í sumar bætir flugfélagið við þremur þýskum borgum; Berlín, Hamborg og München. Mikið markaðsstarf framundan á næstunni Fulltrúar ferðamála í Berlín segja Berlín í Þýskalandi bjóða margt áhugavert fyrir ferða- menn. Hún verður með- al áfangastaða Ice- landair í sumar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.