Morgunblaðið - 13.04.2004, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 13.04.2004, Qupperneq 11
MINNSTAÐUR | VESTURLAND MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2004 11 Borgarnes | Loftorka Borgarnesi og eignarhaldsfélagið Jeratún ehf. skrifuðu nýlega undir samning um byggingu á húsnæði Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Samningurinn hljóðar upp á rúmar 380 milljónir og sér Loftorka um að ráða undirverktaka. Jeratún ehf. er félag í eigu sveit- arfélaganna á Snæfellsnesi sem að- ild eiga að skólanum, en þau eru Stykkishólmsbær, Helgafellssveit, Grundarfjarðarbær og Snæfellsbær. Skólinn verður í Grundarfirði. VA arkitektar sáu um hönnun en tekið var tillit til óska og hugmynda til- vonandi nemenda og foreldra þeirra sem sátu þemafundi um hönnun skólans. Erlendur ráðgjafi á vegum menntamálaráðuneytisins var feng- inn til aðstoðar. Skólabyggingin, sem verður alls 1980 fm, er hönnuð án þess að gert sé ráð fyrir hefð- bundnum kennslurýmum. Þeirra í stað eiga að vera opin rými og leitast verður við að nýta nýjustu tækni á öllum sviðum. Í samningum er gert ráð fyrir að 1. áfanga verði lokið 29. ágúst nk. en þá hefst kennsla við skólann. Seinni áfanga á að vera lok- ið 1. desember. Hægt er að fylgjast með bygging- arframkvæmdum á Netinu á slóð- inni www.tsc.is og á slóðinni http:// www.menntagatt.is/default.aspx?pa- geid=303 er hægt að sjá teikningar af skólanum. Skrifað undir samning um byggingu Fjölbrautaskóla Snæfellinga Morgunblaðið/Golli Hinn nýi Fjölbrautaskóli Snæfellinga verður með aðsetur í Grundarfirði og á kennsla að hefjast þar 29. ágúst. Morgunblaðið/Guðrún Vala Frá undirritun samnings, frá vinstri: Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri Stykkishólmi, Ásgeir Valdimarsson, bæjarfulltrúi Grundarfjarðarbæ, Konráð Andrésson, forstjóri Loftorku, og Andrés Konráðsson, framkvæmdastjóri Loftorku. Borgarnes | Hestavöruverslun var nýlega opnuð í Borgarnesi í hús- næði sem áður hýsti verslunina Fínt fólk. Nýja verslunin hefur hlotið nafnið ,,Knapinn“ og eru eigendur þau hjónin Erlendur Sigurðsson og Gunnfríður Harðardóttir. Erlendur hefur unnið við söðla- smíði og viðgerðir í verkstæði sem hann innréttaði í bílskúrnum í Galt- arholti þar sem þau búa. Þar rak hann einnig litla hestavörubúð en er núna að færa út kvíarnar. ,,Ég verð áfram uppfrá við vinnu í verk- stæðinu enda hef ég nóg að gera,“ segir Erlendur og bætir við að við- skiptavinir séu alls staðar af land- inu „til dæmis kom maður frá Kópaskeri til okkar í morgun“. Það kemur í hlut Gunnfríðar að sinna versluninni en hún sagði upp starfi sínu hjá Borgarnes kjötvörum til þess. ,,Ég er rosalega bjartsýn,“ segir Gunnfríður. ,,Fólk er svo já- kvætt gagnvart þessu.“ Erlendur segist hafa gengið með hugmynd- ina í maganum í mörg ár að opna alvöru hestavörubúð en fyrst þegar hann sá að þetta húsnæði við Borg- arbrautina í Borgarnesi losnaði lét hann drauminn rætast. ,,Hér er meiri umferð og margir vestan að Snæfellsnesi sem koma hingað. Það er engin önnur hestavörubúð á Vesturlandi og hér verðum við með fjölbreytt vöruúrval, allt frá hóf- fjöðrum og skeifum til fatnaðar fyr- ir hestamenn. Og auðvitað líka hestasnyrtivörur.“ Opið verður alla virka daga frá 10 til 18 en til 16 á laugardögum. Morgunblaðið/Guðrún Vala Erlendur Sigurðsson og Gunn- fríður Harðardóttir eru eigendur nýju hestavöruverslunarinnar. Knapinn kemur í Borgarnes Stykkishólmur | Olís hefur tekið við öllum rekstri bensínstöðvarinnar í Stykkishólmi. Um mánaðamótin tók Olís við rekstri Gissurar Tryggva- sonar, en hann hefur rekið verslun á bensínstöðinni í 14 ár ásamt því að vera umboðsmaður olíufélaganna. Í áratugi hefur verið rekin ein bensínstöð í Stykkishólmi, sem öll þrjú olíufélögin hafa staðið að. Slíkt fyrirkomulag er í andstöðu við sam- keppnislög. Á síðustu árum hefur reksturinn verið að þróast í þá átt að Olís hefur tekið hann í sínar hendur og er hann alfarið á þeirra vegum hér eftir. Gissur Tryggvason mun hafa um- sjón með starfseminni í Stykkis- hólmi. Hann segir að engar breyt- ingar verði til að byrja með. Ætlunin er að eingöngu verði sjálfsafgreiðsla á bensíni og að þjónustutankarnir sem nú eru verði lagður niður. Frá og með 1. apríl verður gefinn aukinn afsláttur á bensíni, 4 krónur í stað 2 króna. Starfslið verður óbreytt eftir breytingar og eru þar 5,5 stöðugildi. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Gissur Tryggvason hefur hætt verslunarrekstri á bensínstöðinni og Olís tekið við. Hann er hér á milli starfsmanna sinna, Gunnlaugs Smárasonar og Guðmundar Þórssonar fyrir framan besínstöð Olís. Olís tekur við rekstri bensínstöðvarinnar Borgarnes | Samkomulag var undirritað nýlega um byggingu á nýju húsi fyrir starfsemi Spari- sjóðs Mýrasýslu við Brúartorg í Borgarnesi. Eignarhaldsfélagið Fasteign í Reykjavík mun byggja húsið en Sparisjóðurinn tekur það á leigu til 30 ára. Eignarhaldsfélagið Fasteign sérhæfir sig í útleigu á húsnæði fyrir sveitarfélög og opinbera að- ila. Húsið verður 1200 fermetrar á þremur hæðum og er áætlað að það verði tilbúið til afhendingar í lok maí á næsta ári. Gísli Kjart- ansson sparisjóðsstjóri sagði við þetta tilefni að ætlunin væri að byggja vandað hús án þess að því fylgdi eitthvert bruðl. „Byggingin verður falleg og til sóma fyrir byggðarlagið enda er þetta á þannig stað, þarna við brúarsporðinn, að það er ekki hægt annað en að byggja veglegt hús,“ sagði Gísli. Að sögn Ragn- ars Guðmundssonar, fram- kvæmdastjóra Eignarhaldsfélags- ins Fasteignar, verður bygging hússins boðin út innan tíðar. Morgunblaðið/Guðrún Vala Frá undirskrift samnings milli SPM og Eignarhaldsfélagsins Fasteignar. F.v. Jónas Þór Jónsson og Ragnar Guð- mundsson frá Fasteign, Sigurður Már Einarsson, stjórnarformaður SPM, og Gísli Kjartansson sparisjóðsstjóri. Byggt fyrir Sparisjóð Mýrasýslu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.