Morgunblaðið - 13.04.2004, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.04.2004, Qupperneq 16
LISTIR 16 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ERFÐABREYTTAR AFURÐIR www.heilsuvernd.is RITHÖFUNDURINN og myndlist- armaðurinn Benedikt S. Lafleur hefur frá því árið 2002 staðið fyrir bókaútgáfu undir eigin nafni og gefið út tvær bóka Gunnars Dal, Þríhendur og Frelsarinn, hinn lif- andi Jesú Kristur, auk ljóðabóka Geirlaugs Magnússonar, Gunnars Randverssonar og tvær af eigin bókum. Eftir Benedikt hafa áður komið út Ný útópía? 1992, Sex- olution hjá Minerva Press í London árið 1996 og Le cactus aux étoiles sl. vor hjá La société des écrivains í París. Þá eru myndlistarsýniningar Benedikts orðnar rúmlega þrjátíu talsins. „Lafleur-útgáfan hefur að mark- miði að gefa út vandaðar kiljubæk- ur á hóflegu verði þar sem um- búðaskrum víkur fyrir metnaðarfullu innihaldi,“ segir Benedikt og segir upphaf útgáfu- starfsins mega rekja 10 ár aftur í tímann er hann ásamt Bjarna Bjarnasyni rithöfundi og Gunnari Þorra stóð fyrir Andblæ. „Þetta var bókmenntafyrirbæri þar sem ýmsir mætir rithöfundar tóku þátt í upplestrarkvöldum að Hverf- isgötu 49. Upp úr þessari blómlegu bókmenningu spratt svo tímaritið Andblær.“ Benedikt flutti síðan til Parísar og stundaði listsköpun sína þar en hefur undanfarin þrjú ár ýmist dvalið á Íslandi eða í Frakklandi. Hann hefur unnið að ritsmíðum á þremur tungumálum, íslensku, frönsk og ensku, þó mest á ís- lensku. Tvær bóka hans komu út í haust á vegum Lafleur-útgáfunnar, Í hugsunarleysi tímannna og Í blóð- sporum skálds. Í vetur frá áramót- um hefur Benedikt staðið fyrir svo- nefndum Skáldaspírukvöldum á veitingahúsinu Jóni forseta í Að- alstræti. Þar hafa stigið á stokk ung og upprennandi ljóðskáld ásamt eldri og þekktari skáldum og lesið úr verkum sínum. „Þessi kvöld hafa verið vel sótt og ég hef fundið fyrir miklum áhuga rithöfunda á að taka þátt í þeim,“ segir Benedikt. Ekki réttlæting heldur skilningur Benedikt er hugleikin umræða um Krist og hlutverk hans í hinum kristna boðskap. „Fyrirgefningin er kjarni boðskaps Krists og kenn- ingin um óskilyrta ást. Þetta gerir miklar kröfur til okkar en fyr- irgefningin er fyrsta skrefið að ein- lægri iðrun og endurfæðingu.“ Leita aldrei efasemdir á hugann? „Efasemdirnar beinast frekar að hræsninni í siðferðisboðskap þeirra sem eiga að vera leiðandi í sam- félaginu. Þetta á við okkur öll, því þeir sem stjórna, endurspegla okk- ar viðhorf.“ Er samtíminn svona falskur og hræsnisfullur? „Nei, ég held að þetta sé að breytast. Viðhorfin eru að breytast þó að við séum hrædd við að ganga fram og ögra. Eins og Kristur gerði með því að ögra ríkjandi gild- um. Hann skerpti siðferðisþroska mannsins með því að ögra. Það eru engin ný sannindi að heimurinn er í okkur sjálfum. Við erum heim- urinn. Ef okkur finnst eitthvað vera í ólagi í umhverfinu ber okkur skylda til að bæta úr því eftir fremsta megni. En það ervitaskuld líka viss tog- streita milli þess að vilja sífellt gagnrýna og breyta og að sætta okkur við okkur sjálf eins og við er- um. Því aðeins hrein ást og djúp- stæður skilningur á umhverfinu og sjálfum sér kunna að hrinda af stað varanlegum breytingum. Ekki rétt- læting heldur skilningur. Það má segja að Lafleur-útgáfan sé minni háttar viðleitni til að breyta ákveð- inni hefð varðandi bókaútgáfu á Ís- landi, að bækur sé einungis hægt að gefa út fyrir jólin. Ég gef út allt árið um kring. Skáldaspírukvöldin eru einnig hluti af þessu. Þörfin er fyrir hendi og kom mér á óvart þegar ég var að vekja athygli á þessu.“ Benedikt segir að markmið út- gáfunnar sé ekki að hagnast á henni heldur að gera bækurnar þannig úr garði að útgáfan sé smekkleg og standi undir kostnaði. „Með því að taka að mér jafnvirtan höfund og Gunnar Dal hefur útgáf- an ákveðinn grunn til að standa á. Það er einnig mikill heiður að hafa gefið út ljóðabók Geirlaugs Magn- ússonar.“ Hvað veldur því að þú ferð út í bókaútgáfu í stað þess að leita sjálfur eftir útgefanda að þínum verkum? „Þörfin var svo knýjandi að ég varð að hlýða rödd samviskunnar og lát slag standaí stað þess að bíða eftir því að breytingarnar kæmu af sjálfu sér. En eins og kemur fram í nokkrum verkum mínum er sam- viskan eini sanni mælikvarðinn á tímann. Því sá tími sem verður aldrei frá okkur tekinn en sem við getum heldur aldrei leikið eftir er hvergi að finna nema í sjálfu Núinu.“ Morgunblaðið/Golli Benedikt S. Lafleur með skúlptúra sem hann sýndi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Við erum heimurinn ÓLAFUR Kjartan Sigurðar- son barítonsöngvari og Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari halda tón- leika í Nor- ræna húsinu á miðviku- dag kl. 12.30. Flutt verða þrjú tónverk eft- ir Snorra Sigfús: Árs- tíðirnar (1984), Portrett nr. 1 (1997) og Vier Rüb- nerlieder (2002/2003). Fyrri verk- in tvö eru fyrir píanó en hið síð- astnefnda er fyrir baríton- söngvara og píanó og samið við fjögur ljóð eftir Tuvia Rüb- ner. Rübner fæddist í Bratislava árið 1924 og yrkir ljóð sín á hebresku og þýsku. Hann er búsettur í Ísrael og hefur gef- ið út fjölda ljóðabóka. Fyrsta lagið af fjórum í Vier Rübner- lieder var frumflutt í desem- ber sl. í Freiburg en hin þrjú hafa hvergi heyrst opinberlega fyrr en nú. Söngur í Norræna húsinu Snorri Sigfús Birgisson Ólafur Kjartan Sigurðarson MEÐ sterkri vísun í íslenskan sagna- og tónlistararf og forn-grískan leiklistararf hefur hið gróna Leik- félag Dalvíkur skapað frumlega og skemmtilega leiksýningu til þess að sýna gestum og gangandi á vordög- um. Allt nema leikstjórnin er skapað af heimafólki í Svarfaðardal: Syst- kinin Hjörleifur og Ingibjörg, sem bæði hafa þó nokkra reynslu sem leik- skáld, sækja efni þessa skemmtilega leikrits til hins dramatíska hluta Svarfdæla sögu sem segir frá ævi og ástum Klaufa nokkurs. Sá vann sér helst til frægðar að vera ljótur og ólánlegur og svo æstur í skapi að hann drap húskarla þegar þeir urðu á vegi hans. Klaufi þessi var veginn og gekk svo aftur, eða réttara sagt höfuð hans. Höfundar segja frá því í fróð- legri leikskránni að eftir að æfingar hófust tók verkið miklum breyting- um, ekki síst í samvinnu við leikstjór- ann. Ágústa Skúladóttir hefur nokkra sérstöðu meðal leikstjóra sem vinna með áhugafélögum. Hún hefur vakið athygli fyrir einstaklega lifandi og áhrifamiklar uppfærslur þar sem leiksýningin er unnin í spunavinnu með hópnum út frá svo kallaðri ,,storytelling“ aðferð eða að segja sögu. Aðferðin hentar Svarfdæla sögu mjög vel og það er í rauninni með ólík- indum hversu vel hún tekst með hópi misreyndra leikaranna. Fram kemur í leikskrá að illa gekk að manna sýn- inguna í byrjun og voru ýmsir dregnir á svið sem aldrei höfðu látið sér til hugar koma að leika. Frumsýningin bar þess merki að of stuttur tími hefði gefist til æfinga en með nokkrum sýn- ingum er áreiðanlega hægt að slípa vel. Það er ekki síst látbragðs- og grímuleikurinn sem krefst mikilla æf- inga og ögunar í leik en satt að segja heppnaðist það einstaklega vel. Með hjálp áhrifamikillar lýsingar og hljóð- myndar urðu til nokkur augnablik sem létu áhorfendur gleyma stað og stund. Það er einstaklega góð hug- mynd að nota grímur í þessari sýn- ingu og þjónar vel þeim tilgangi að fjarlægja persónurnar í tíma. Leik- félagið býr að því að hafa fengið í dal- inn hinn þekkta Bernd Ogrodnik sem leiðbeindi leikurum við grímugerðina. Búningar hins reynda hönnuðar Ír- isar Ólafar Sigurjónsdóttur eru alveg sérstaklega fallegir og hæfa tíma leiksins vel og sviðsmyndin mátulega einföld í sniðum. Það er þó ekki síst hin áhrifamikla tónlist Guðmundar Óla Gunnarssonar sem gerir Svarf- dæla sögu svo áhrifamikla sem raun ber vitni. Hann samdi tónlistina að beiðni höfundanna sem skrifuðu verk- ið frá byrjun með það í huga að karla- kór Guðmundar Óla myndi flytja hana, ekki aðeins af bandi heldur vera á sviðinu sem hluti af leikurum. Fyrir utan það hvað tónlistin er falleg og hvað hún var vel flutt var áhrifamikið að sjá þennan stóra kór á sviðinu en hann lagði út af atburðum í líkingu við kórana í grísku harmleikjunum. Þrátt fyrir það sem áður var sagt um of stuttan æfingatíma og nokkurn stirðleika á frumsýningu var leikara- hópurinn samstilltur. Sigurvin Jóns- son var í hlutverki Klaufa. Hann hef- ur reynslu sem uppistandari en lék hér í fyrsta sinn og gerði það mjög vel, með gott vald á rödd þessa van- þroska ólánsmanns. Búningahönnuð- urinn Íris Ólöf sem einnig var í fyrsta sinn á sviði hvíldi ungmeyjarlega í hlutverki Ingveldar fagurkinnar og Elín Björg Pétursdóttir var öguð og yfirveguð í hlutverkum Þórörnu og Sigríðar. Í hlutverki Karls rauða var einn nýliðinn enn sem vakti athygli en það var Ari Baldursson sem eins og alvanur leikari tók til sín þá athygli sem honum bar og beitti röddinni mjúklega. Það var þó hinn reyndi Sig- urbjörn Hjörleifsson sem fór léttast með hlutverk sitt en hann lék hinn fjöruga og sjálfhverfa Grís gleðil af öryggi. Enn eru þó ónefndir hinir ungu og skemmtilegu leikarar Eyþór Gunnlaugsson og Guðmundur Ingi Halldórsson sem léku húskarla, kind- ur og fleira á þann hátt að sviðið lifn- aði í hvert sinn sem þeir stigu á það fæti. Leikfélag Dalvíkur sýnir vel með uppfærslu sinni á Svarfdæla sögu þann metnað og menningarlega vit- und sem lengi hefur einkennt starf- semina. Reyndir listamenn koma hvarvetna við sögu í sköpun sýningar sem lifir lengi í hugum áhorfenda sök- um frumleika síns Menningarleg vitund í frumlegri sýningu LEIKLIST Leikfélag Dalvíkur Höfundar: Hjörleifur Hjartarson og Ingi- björg Hjartardóttir. Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir. Höfundur og stjórnandi tón- listar: Guðmundur Óli Gunnarsson. Tón- listarflutningur: Karlakór Dalvíkur. Hönn- un leikmyndar: Ágústa Skúladóttir og smíðahópur. Hönnun búninga: Íris Ólöf Sigurjónsdóttir. Ljósahönnun: Pétur Skarphéðinsson. Hljóðhönnun: Hörður Valsson og Sigrún Aradóttir. Málun á grímur: Sólrún Engilbertsdóttir. Frumsýning í Ungó, 25. mars, 2004. SVARFDÆLA SAGA Hrund Ólafsdóttir SÁLUMESSA Mozarts var á dag- skránni í Langholtskirkju um helgina og var þar á ferðinni kór kirkjunnar ásamt kammersveit og ein- söngvurum, en stjórn- andi var Jón Stefáns- son. Reyndar er villandi að tala um ein- söngvara; segja má að kórinn sé aðalein- söngvarinn; þáttur ein- söngvaranna er fremur veigalítill, ef frá er tal- inn sópraninn, sem var Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir. Allir einsöngvararn- ir stóðu sig ágætlega, þ.e. þeir kunnu greini- lega hlutverk sín, en víbratóið í söng Ólafar var þó fullmikið til að tónlistin nyti sín al- mennilega. Söngur Nönnu Maríu Cortes var stöðugri, en kannski fullpassífur, og persónulega hefði ég viljað heyra aðeins dekkri rödd en þá sem Bergþór Pálsson hefur; það hefði myndað betra mótvægi við tæra ten- órrödd Gunnars Guð- björnssonar. Söngur Gunnars var verulega fínn í sjálfu sér, hann er með réttu röddina fyrir Mozart, en söngur Bergþórs hefði mátt vera einfaldari og agaðri. Kórinn söng yfirleitt fallega; það var helst að kvenraddirnar voru stundum óþægilega hvellar, sérstak- lega er á leið. Tenórarnir voru líka af og til dálítið flatir, sérstaklega í Confutatis-þættinum. Í það heila var kórsöngurinn samt skýr og vandað- ur; t.d. var Kyrie eleison-atriðið glæsilegt og margt annað var einnig prýðilega sungið. Hljómsveitin, sem mér sýndist að- allega (ef ekki algerlega) saman- standa af hljóðfæraleikurum úr Sin- fóníuhljómsveit Íslands, stóð sig í heild vel, en í Record- are-kaflanum voru strengirnir dálítið óhreinir og var útkom- an fremur ómarkviss. Auk þess hefði byrjun- in mátt vera spiluð af meiri þokka; hljóð- færaleikurinn var fremur þunglamaleg- ur, jafnvel forseraður, og sú hástemmda ann- arsheimslega fegurð sem einkennir tónlist- ina þar skilaði sér ekki í flutningnum. Styrkleikajafnvægið á milli kórs, hljómsveit- ar og einsöngvara var gott og þegar á heildina er litið var þetta sann- færandi túlkun á Sálu- messu Mozarts, þótt hún væri ekki fullkom- in. Jón stjórnaði reynd- ar eins og hann væri að fást við verk frá bar- okktímabilinu, en per- sónulega fannst mér það ekki koma illa út, sennilega vegna þess hve túlkunin var ein- læg, kraftmikil og heil- steypt. Má segja að þetta hafi verið áhrifa- miklir tónleikar; rétta stemningin var alltént til staðar og þá er ekki hægt að láta sér leiðast. Veit þeim eilífa hvíld TÓNLIST Langholtskirkja Mozart: Requiem KV 626. Kór og Kamm- ersveit Langholtskirkju; einsöngvarar: Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Nanna María Cortes, Gunnar Guðbjörnsson og Bergþór Pálsson. Stjórnandi: Jón Stefánsson. Föstudagurinn langi, 9. apríl. KÓRTÓNLEIKAR Jónas Sen Jón Stefánsson W.A. Mozart Fyrir flottar konur Bankastræti 11  sími 551 3930

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.