Morgunblaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 18
FRamtíDaRBóK- www.kbbanki.is Draumur fermingarbarnsins getur or›i› a› veruleika me› a›sto› Framtí›arbókar. Me› flví a› ávaxta fermingarpeningana á Framtí›arbók er lag›ur grunnur a› flví a› stórir draumar geti or›i› a› veruleika í framtí›inni. Gjafakort fyrir Framtí›arbókina fást í öllum útibúum KB banka. Láttu draumana rætast! ÉG Á MÉR DRAUM Ver›trygg›ur sparireikningur, sem ber 6% vexti. Innstæ›an ver›ur laus til úttektar vi› 18 ára aldur. N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 1 1 8 4 5 • si a .i s LISTIR 18 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ KARLAKÓRINN Heimir úr Skagafirði heimsótti eldri félaga Karlakórs Reykjavíkur og sungu þeir saman tvenna tónleika sunnu- daginn 28. mars. Undirritaður hlýddi á síðari tón- leikana. Heimamenn hófu tón- leikana og höfðu 9 lög á efnis- skránni. Nokkuð var flutningur laganna misjafn. Fyrsta lagið Mótið eftir Jón Þórarinsson var frekar dauflegt í eyrum undirritaðs svo og madrigali Thomasar Moreley Mai- ljóð með texta eftir Gunnar Gutt- ormsson. Þessi glaði madrigali þar sem fjallað er um tíma vorsins var ansi bragðdaufur og þunglamalegur og 1. tenór lengi ansi aumingjalegur og ekki hreinn í hæðinni, en end- irinn var kröftugur. Þau lög efnis- skrárinnar sem stóðu upp úr voru rússneska þjóðlagið Nú er vor, Her- mannakórinn eftir Gounod og Hraustir menn þar sem Eiríkur Hreinn söng einsöng. Nokkur auka- lög fylgdu þar af eitt nýtt og fallegt lag eftir Pálmar Þ. Eyjólfsson sem nefnist Sjómannasöngur sem var frumflutt sem aukalag á fyrri tón- leikunum. Þá var komið að gestunum að hefja upp raust sína. Strax í fyrsta laginu kom í ljós hvað hljómurinn í kórnum er góður og hreinn með góðu jafnvægi milli radda og inn- byrðis í röddunum. Það var sama hvort sungið var á veiku nótunum eða sterku, kórinn var alltaf tand- urhreinn og allur flutningurinn vel mótaður og músíkalskur og stjórn- andinn Stefán Gíslason kann að láta tónlistina og söng kórsins fljóta áfram. Alls voru átta lög á efnis- skránni. Einsöngvarar með kórnum voru tveir, Margrét Stefánsdóttir sem söng fallega O Mio Babbino Caro eftir Puccini og í Kór prestanna og Leonoru úr Valdi örlaganna eftir Verdi þar sem einsöngur og kór féllu vel saman. Sigfús Pétursson fór á kostum í hinu eina og sanna rússneska Ökuljóði sem Stefán Ís- landi gerði frægt á sínum tíma. Björt og mjúk tenórrödd Sigfúsar ásamt mjúkum og afslöppuðum söng kórsins skapaði þvílíkan frið og ró að það mátti heyra saumnál detta og allt svo tandurhreint og skýrt. Það er erfitt að draga eitthvað eitt fram yfir annað í flutningi kórsins en má þó auk fyrrgreindra laga nefna lög eins og Oh What a Beuti- ful Morning sem sungið var á ís- lensku, Oklahoma eftir Rodger og Hammerstein (á íslensku) og Wien, du Stadt meiner Träume eftir Siec- zynski sem var virkilega glæsilegt. Tónleikarnir enduðu á að kórarn- ir sungu saman tvö lög. Fyrst Brennið þið vitar eftir Pál Ísólfsson sem var vel flutt með góðum öldu- gangi, hárfínt á veiku tónunum og gríðarlega öflugt á þeim sterku. Stefán R. Gíslason stjórnaði. Síðara lagið var Þér landnemar eftir Sigurð Þórðarson Sem var glæsilega sungið undir stjórn Kjartans Sigurjónsson- ar. Karlakórinn Stefnir Karlakórinn Stefnir er einn þeirra kóra sem eru nú að fagna voruppskerunni með fernum tón- leikum. Það er ekki hægt að komast hjá því að hrósa Stefnismönnum fyrir efnisskrána þar sem er meðal annars að finna heimildir um höf- unda laga, ljóða og útsetninga, einn- ig söngtexta og góðar upplýsingar um hvert lag. Alls voru 18 lög á efn- isskránni. Það sem háir kórnum er skortur á góðum 1. tenórum sem kunna að styðja og geta sungið hreint í veikum söng en ekki bara að fara upp á kraftinum. Þetta veldur því að söngurinn var ansi oft óhreinn og stundum til baga. Kórinn hefur samt tekið miklum framförum frá því að undirritaður heyrði í hon- um síðast. Betra jafnvægi er á milli raddanna og þær hreinni innbyrðis og oftast góð fylling í hljómnum en þó væri ekki úr vegi að fá nokkrar breiðar raddir í bassann til að fá betri botn. Hluti af framförum kórs- ins liggur í mun betri slagtækni söngstjórans sem einnig gerir að verkum að kórinn er mun betur samferða en hann var og tónlistin flýtur betur. Kórinn söng eiginlega betur fyrir hlé en eftir. Lagið Sumar er í sveit- um var gott nema tenórinn var í vandræðum, Smávinir fagrir var fal- lega sungið en tilþrifalítið. Kórinn og Elín Ósk frumfluttu lagið Svo mælti sumarnóttin eftir söngstjór- ann og einnig var lagið Útreiðartúr eftir sama frumflutt af Birgi Hólm Ólafssyni og Ingólfi Á. Sigþórssyni ásamt kórnum. Falleg lög, erfiðar innkomur í tenórnum í því fyrra og Ingólf vantaði hæð í því síðara. Lög- in Söngurinn og Öræfasýn voru mjög góð. Veiðimannakórinn eftir Weber var frekar slakur, ósamtaka og óhreinn og hnykkt á texta við öndun. Aðaleinsöngvari var Elín Ósk Óskarsdóttir sem fór á kostum. Annar einsöngvari sem mikið mæddi á var hinn kornungi barítón Bjarni Atlason sem virkilega stóð fyrir sínu og fór m.a. á kostum í lagi Gershwins I got plenty o’ nuttin’ og ástardúettinn Bess you is my woman now einnig eftir Gershwin hjá þeim Elínu og Bjarna var stór- kostlegur sem og söngur Elínar í I got rhythm og í Vilja lied sem var aukalag og La Vergine dagli Angeli þar sem kórinn var því miður ósam- taka og óhreinn. Birgir Hólm Ólafs- son söng virkilega fallega ásamt kórnum lagið Ætti ég hörpu eftir Pétur Sigurðsson. Mikið mæddi á píanóleikaranum Sigurði Marteinssyni sem átti snilldar tilþrif á hljóðfærið. Hátíðartónleikar sex karlakóra Hinn 2. apríl voru liðin 150 ár frá því að skólapiltar sungu fyrst op- inberlega á Langa loftinu í Lærða skólanum og vill Árni Thorsteinsson meina í endurminningum sínum að það hafi verið fyrstu opinberu tón- leikar á Íslandi. Af þessu tilefni var söngstjóra piltanna, Péturs Guð- jónssonar einnig minnst. Alls voru sex karlakórar með á hátíðartón- leikunum í Langholtskirkju 2. apríl sl. og sungu þrjú lög hver og svo saman í lokin. Karlakór Reykjavíkur undir stjórn Friðriks S. Friðrikssonar steig fyrstur á stokk. Kórinn var hljómfagur og söng virkilga fallega og músíkalskt með góðu jafnvægi í hljómnum. Karlakór Selfoss söng því næst undir stjórn Lofts Erlings- sonar. Einkenni þessa kórs var hvað milliraddirnar voru fallegar og komu vel og skýrt fram. Heildar- hljómurinn var góður svo og stuðn- ingur sem gerði að kórinn söng hreint á öllum styrkleikaskalanum. Þetta mátti t.d. heyra í Finlandiu Sibeliusar og Pílagrímakór Wagn- ers sem er mjög vandsunginn. Því miður vantaði nafn undirleikarans í efnisskrána og undirritaður heyrði ekki kynningu hans. Karlakórinn Stefnir undir stjórn Atla Guðlaugs- sonar söng með píanóleik Sigurðar Marteinssonar. Fyrsta lagið (Öræfasýn) var vel gert, Sumar er í sveitum vantað betri stuðning og kórinn söng síðasta lagið (Kveðju- stund / Con te partirò) þar sem Bjarni Atlason söng einsöng með kórnum mun betur en á tónleikun- um kvöldið áður. Karlakór Hreppamanna undir stjórn Edit Molnár steig næstur á stokk. Píanóleikari var Miklos Dalmay. Söngur þeirra var vel agaður og samtaka. Heildarhljómurinn átti til að verða hrár á köflum en jafnvægið var gott. Og öll lögin kröftuglega flutt og sýndu lítið getu kórsins. Karlakór Keflavíkur söng næst und- ir stjórn Vilbergs Viggóssonar og við píanóleik Esterar Ólafsdóttur. Hljómurinn var dálítið hrár og án fyllingar og jafnvel óhreinn. Hendingar voru lítið mótaðar og kórinn ekki alveg samtaka á stund- um og gleypti andann á lofti með hnykk á milli hendinga. Fóstbræður undir stjórn Árna Harðarsonar lok- uðu hringnum og var söngur þeirra hreint stórkostlegur, vel agaður, músíkalskt mótaður og hreinn. Kór- inn söng á gífurlega breiðu styrk- leikasviði með fallega studdu og hljómandi pianissimo og dúndrandi fortissimo og allt þar á milli. Að endingu sungu allir kórarnir saman. Þrátt fyrir fjölda söng- manna kom dálítið í gegnum söng- inn hvað kórarnir eru gífurlega mis- jafnir og mishreinir. Þjóðsöngurinn undir stjórn Árna var tilkomumikill en endatónninn var ekki alveg hreinn. Lokalagið á efnisskránni var Brennið þið vitar sem Friðrik stjórnaði. Lagið var tignarlegt með vel gerðum öldugangi en ekki hreint. Af aukalögum verður að nefna Hrausta menn en þar hljóp hinn ungi Bjarni Atlason fyrirvara- laust í skarðið sem einsöngvari. Söngur Bjarna og kórsins var frá- bær undir stjórn Atla Guðlaugsson- ar. Vilberg Viggósson stjórnaði að lokum Þú álfu vorrar yngsta land sem hljómaði mjög vel. Það er fróð- legt að sjá hve kórstjórar stjórna misjafnlega. En slagtækni og stjórnun þeirra hefur bein áhrif á söng kóranna sem verða jafnmis- jafnir. TÓNLIST Ýmir KÓRTÓNLEIKAR Karlakór Reykjavíkur eldri félagar. Ein- söngvari Eiríkur Hreinn Helgason. Undirleikari Bjarni Jónatansson. Stjórn- andi Kjartan Sigurjónsson. Karlakórinn Heimir í Skagafirði Einsöngv- arar Margrét Stefánsdóttir og Sigfús Pét- ursson. Undirleikari Thomas R. Higger- son. Stjórnandi Stefán R. Gíslason. Sunnudagurinn 28. mars 2004 kl. 17.00. Langholtskirkja KÓRTÓNLEIKAR Karlakórinn Stefnir. Einsöngvarar Elín Ósk Óskarsdóttir sópran, Birgir Hólm Ólafsson tenór, Ingólfur Á. Sigþórsson tenór og Bjarni Atlason barítón. Undirleikari Sigurður Marteinsson. Stjórnandi Atli Guðlaugsson. Fimmtudagurinn 1. apríl 2004 kl. 20.00. Langholtskirkja KÓRTÓNLEIKAR Karlakór Reykjavíkur stjórnandi Friðrik S. Kristinsson. Karlakór Selfoss stjórn- andi Loftur Erlingsson. Karlakórinn Stefn- ir stjórnandi Atli Guðlaugsson. Píanóleik- ari Sigurður Marteinsson og einsöngvari Bjarni Atlason. Karlakór Hreppamanna stjórnandi Edit Molnár og píanóleikari Miklos Dalmay. Karlakór Keflavíkur stjórnandi Vilberg Viggósson og píanó- leikari Ester Ólafsdóttir. Karlakórinn Fóstbræður stjórnandi Árni Harðarson. Föstudagurinn 2. apríl 2004 kl. 20.00. Morgunblaðið/Golli Karlakórarnir sex sungu m.a. fyrir framan MR til að minnast 150 ára afmælis samsöngs á Íslandi. Þaðan var haldið á tónleika í Langholtskirkju. Kveður að karlakórum Jón Ólafur Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.