Morgunblaðið - 13.04.2004, Síða 20
UMRÆÐAN
20 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
AÐALFUNDUR Þróunarfélags
miðborgarinnar var haldinn í Iðnó
nýlega. Meðal þess sem bar hæst í
starfi félagsins á
liðnu starfsári má
nefna „Magnaða mið-
borg“, sem hefur fest
sig í sessi svo um
munar, Miðborg-
arblaðið sem fór af
stað í fyrravor,
breytingu til batn-
aðar í bílastæða-
málum og jólamark-
aðinn á Lækjartorgi.
Mögnuð miðborg
Átaksverkefni Þróun-
arfélags miðborg-
arinnar undir heitinu
„Mögnuð miðborg“
var framkvæmt með
glæsibrag sl. sumar.
Fjölbreytt dagskrá
var í boði í miðborg-
inni fjóra laugardaga
í júlí og ágúst.
Helstu styrktaraðilar
Magnaðrar mið-
borgar voru Morgunblaðið, Bún-
aðarbankinn, félagsmálaráðu-
neytið og Reykjavíkurborg. Áfram
verður haldið með Magnaða mið-
borg í sumar og reynt að gera enn
betur en í fyrra.
Miðborgarblað
Þróunarfélagið hóf sl. vor útgáfu
sérstaks miðborgarblaðs. Það
nefnist Miðborgin og komu út
fjögur tölublöð á liðnu ári. Blaðið
var unnið í samvinnu við Morg-
unblaðið og dreift með því um
land allt. Það mæltist vel fyrir og
vakti jákvæða athygli á miðborg-
inni með ýmsum hætti.
Nýlega var gengið frá nýjum
samningi um miðborgarblaðið og
er gert ráð fyrir fimm tölublöðum
á þessu ári. Fyrsta blaðið kom út
2. apríl. Blaðið var 20 síður og
fjölbreytt að efni. Næsta miðborg-
arblað kemur út í byrjun júní.
Áfangar í bílastæðamálum
Í fyrrasumar gerði Gallup könnun
á viðhorfum íbúa höfuðborg-
arsvæðisins til ýmissa þátta bíla-
stæðamála í miðborginni. Könn-
unin var gerð að frumkvæði
Þróunarfélags miðborgarinnar.
Í kjölfar þessarar könnunar var
skipaður starfshópur til að móta
tillögur til samgöngunefndar borg-
arinnar um breytingar á bíla-
stæðagjöldum í miðborginni.
Starfshópinn skipuðu tveir fulltrú-
ar Þróunarfélags og markaðs-
nefndar miðborgarinnar og tveir
fulltrúar Reykjavíkurborgar.
Samkomulag náðist um eftirfar-
andi atriði:
550 kr. afsláttur er veittur á
stöðvunarbrotagjöldum sé greitt
innan þriggja daga.
Tímatakmarkanir á stöðumæl-
um, sem voru ein til tvær klukku-
stundir eftir svæðum, eru felldar
niður og tekinn upp ótakmarkaður
tími á stöðumælastæðum.
Hraðað verði undirbúningi gsm-
kerfis, sem gerir kleift að greiða í
stöðumæli með farsíma. Gsm-
kerfið gæti komist í gagnið á
þessu ári.
Samfara gildistöku þessara
breytinga mun Bílastæðasjóður
hefja víðtæka kynn-
ingu á bílastæða-
málum, gjaldskyldu,
afgreiðslutíma bíla-
stæðahúsa o.fl.
Viðurkenningar
Á hverju ári veitir
Þróunarfélagið við-
urkenningu fyrir þró-
un og uppbyggingu í
miðborg Reykjavíkur.
Verðlaunin voru veitt í
nóvember sl. og við-
urkenninguna hlaut að
þessu sinni 101 Hótel
við Hverfisgötu. Ingi-
björg Pálmadóttir,
hönnuður og eigandi
hótelsins, tók við verð-
laununum við hátíð-
lega athöfn í Iðnó.
Í desember hlaut
Gull í grjóti við Skóla-
vörðustíg viðurkenn-
ingu Þróunarfélags
miðborgarinnar fyrir fallegustu
jólagluggaútstillinguna árið 2003.
Þessum verðlaunum er ætlað að
vera hvatning til kaupmanna um
að huga vel að andliti verslana
sinna, gluggunum, og færa um leið
hátíðarblæ jóla og áramóta yfir
miðborgina. Ásýnd verslana og
húsa er einn veigamesti þáttur í
útliti miðborgarinnar í heild.
Fjöldi verslana
Á hverju hausti er gefin út skýrsla
á vegum félagsins um fjölda og
flokkun verslana í miðborg
Reykjavíkur. Í skýrslunni frá
liðnu hausti kemur fram, að versl-
unum heldur áfram að fækka og
voru verslanir í miðborg Reykja-
víkur 300 talsins í september
2003, hafði fækkað um þrjár frá
árinu áður. Verslunum hefur
fækkað mest í Kvosinni, en Skóla-
vörðustígur og hliðargötur hafa
haldið sínu undanfarin átta ár, frá
því að þessi talning hófst. 50
verslanir voru við Skólavörðustíg í
haust, en 48 árið 1996. Við hlið-
argötur voru 38 verslanir í haust,
en 36 árið 1996.
Vonandi er botninum nú náð í
fækkun verslana í miðborginni og
reyndar eru ýmis teikn á lofti um
að verslunum taki nú aftur að
fjölga.
Jólamarkaður á Lækjartorgi
Jólamarkaður var nú annað árið í
röð á Lækjartorgi í desember. Að
þessu sinni var mun meira lagt í
markaðinn en árið áður, þegar
hann var í stóru tjaldi. Leigð voru
ellefu smáhýsi og þeim komið fyr-
ir á Lækjartorgi. Húsin voru svo
endurleigð þeim sem stunduðu þar
sölustarfsemi. Megináhersla var
lögð á handverk af ýmsu tagi og
jólavarning. Húsin voru skreytt og
lýst og ýmislegt til skemmtunar á
markaðinum.
Efling miðborgarinnar
Stjórn Þróunarfélags miðborg-
arinnar sendi frá sér ályktun þar
sem fagnað er þeim stórhuga
verkefnum sem fyrirhugað er að
hrinda í framkvæmd í miðborg
Reykjavíkur. Þau munu án efa
stuðla að eflingu miðborgarinnar
sem íbúðar-, afþreyingar- og
verslunarsvæðis.
Mikilvægt er að vanda mjög til
þeirra verka sem framundan eru í
miðborginni. Þar verður að hafa
að leiðarljósi að miðborgin á að
vera um langa framtíð stolt og
prýði höfuðborgarbúa og allra
landsmanna. Öflug miðborg er
allra hagur.
Öflug miðborg
er allra hagur
Einar Örn Stefánsson skrifar
um miðborgarmál
Einar Örn Stefánsson
’Mikilvægt erað vanda mjög
til þeirra verka
sem framundan
eru í miðborg-
inni.‘
Höfundur er framkvæmdastjóri
Þróunarfélags miðborgarinnar.
VIÐ erum skrýtin þjóð sem er til-
tölulega nýskriðin út úr moldarkof-
unum. Við erum samt
fyrst allra þjóða til að
tileinka okkur tækni-
nýjungar. Því miður
gilda nýjungar ekki við
skipulag höfuðborg-
arinnar. Þá hverfum
við aftur í moldarkof-
ana og grípum til rúm-
lega 30 ára gamals
skipulags sem á eftir
að setja mark sitt á
alla framtíðarupp-
byggingu höfuðborgar
allra landsmanna.
Er nokkur þörf á að
flytja Hringbrautina? Framtíð-
arstaðsetning LHS við Hringbraut
óljós.
Á opnum borgarafundi sem hald-
inn var í Tjarnarsal Ráðhússins 30.
mars á vegum átakshóps gegn
færslu Hringbrautar komu fram
mörg atriði sem sýna, að ekki er
hugsað til enda. Gleggsta dæmið er,
að framtíðarstaðsetning Landspít-
ala – háskólasjúkrahúss við Hring-
braut hefur ekki endanlega verið
ákveðin. Lækna- og hjúkrunarráð
Landspítala hafa óskað eftir að
áform um framtíðaruppbyggingu
LSH verði endurskoðuð vegna fag-
legra og rekstrarlegra forsendna
m.a. að bráðastarfsemi verði komið
fyrir á einum stað annaðhvort í
Fossvogi eða norðan Hringbrautar.
Þetta undirstrikuðu þeir læknar
sem voru með framsögu á fundinum
og aðrir sem tóku til máls. Það kom
einnig fram í máli Friðbjörns Sig-
urðssonar, formanns læknaráðs
LSH, að hann gæti hugsað sér
margt annað sem gera mætti við
peningana innan sjúkrahússins
sjálfs sem myndi nýtast betur en
þessi vegaframkvæmd.
Einu rök
Vegagerðar
Á vef Vegagerðar rík-
isins má sjá að einu
rökin fyrir færslu
Hringbrautar ofan
jarðar sé uppbygging
Landspítalans við
Hringbraut. Hvað ligg-
ur á með að mynda
svona gjá í Reykjavík
framtíðarinnar þegar
meginforsendan liggur
ekki fyrir? Er það
skynsemi – eða ann-
arleg hagsmunapólitík?
Þekking borgarstjóra á um-
ferðarmannvirkjum
Borgarstjóri var einn mættur á
fundinn en kjörnir fulltrúar okkar til
borgarstjórnar voru fjarverandi,
flestir í Berlínarheimsókn. Því mið-
ur ekki til að skoða stokka. Þeir sem
ekki voru í Berlín létu ekki sjá sig á
fundinum.
Fjölmargar spurningar beindust
því til borgarstjórans. Við einni
spurningunni varðandi stokkinn
svaraði hann, að borgir legðu stofn-
brautir ekki í stokka. Slíkt væri
hvergi gert í borgum! Hann bætti
því við að ekki væri hægt að leggja
götu í stokk og síðan hafa aðrar göt-
ur ofaná. Þarna virðist gæta mikils
misskilnings hjá borgarstjóra og
e.t.v. meirihluta borgarstjórnar.
Hvar hefur borgarstjóri verið?
Þetta svar borgarstjóra er ástæða
skrifa minna. Hvar hefur borg-
arstjóri verið? Hefur hann ekki
komið til eftirtalinna borga?
1. Ósló, sem ætti ekki sitt vinsæla,
mannvæna svæði við Aker
Brygge ef stofnbrautir hefðu
ekki verið lagðar undir miðbæinn
og Ráðhúsið?
2. Stokkhólmur er meira og minna á
tveim hæðum. Þegar stofnbraut
er valkostur í þeirri borg er ekki
einu sinni umræða um málið.
Brautin fer í jörðina!
3. Boston sem áður var með stofn-
brautir á járnbrúm er búin að
setja þær niður í jörðina. Fram-
kvæmdin heitir „The Big Dig“.
Þar er í gangi hugmynda-
samkeppni meðal borgaranna um
hvað eigi að gera við allt það opna
svæði sem skapast þegar gegn-
umumferð fer niður í jörðina.
Sama myndi eflaust gerast hér ef
Hringbrautin verður sett í stokk. Þá
verða til dýrmætar byggingarlóðir
ofan á stokknum. Götur sem verða
þar ofaná yrðu venjulegar íbúðar-
húsagötur.
Eftirfarandi borgir sem leggja
stofnbrautir niður og undir byggð
eru t.d.: París, London, Bergen,
New York, Brussel, Singapore,
Hong Kong, og áfram má telja.
Sparnaður, hagkvæmni fyrir
borgarbúa og aðra?
Í vetur kom tilboð um Hringbraut-
arstokk frá bresku verktakafyr-
Hvaða borgir hefur
borgarstjóri heimsótt?
Dóra Pálsdóttir skrifar
um skipulagsmál ’Nýta borgarfulltrúarsér ferðir til erlendra
borga og kynna sér um-
ferðarskipulag?‘
Dóra Pálsdóttir
MAÐURINN hefur frá örófi
alda verið að leita að aðferðum til
að auðvelda sér fæðuöflun og bæta
lífsskilyrði sín. Með aukinni
tækniþekkingu hefur
honum veist það sí-
fellt auðveldara.
Það er nánast óum-
deilt að veldisvöxtur
hefur verið í nýtingu
náttúruauðlinda frá
tæknibyltingunni og
fram til dagsins í dag
og hefur það vissu-
lega bætt lífskjör í
tæknivæddum sam-
félögum. Það fer hins
vegar ekki hjá því að
með vaxandi auð-
lindanýtingu hafa
margs konar áhrif farið að koma
fram í umhverfinu og næsta ljóst
að mörg þeirra eiga beinlínis ræt-
ur sínar að rekja til athafna
mannsins. Sum þessara áhrifa
geta ógnað heilsu mannsins beint
og eru til að mynda umhverfis-
tengdar matarsýkingar dæmi um
slíkt meðan önnur áhrif eru af-
stæðari og á tíðum umdeildari
eins og takmarkað aðgengi fólks
að ósnortinni náttúru. Nútíma-
samfélagið hefur brugðist við
þessu aukna álagi sem stafar af
aukinni tækniþróun og verkþekk-
ingu t.d. með því að setja sér þá
stefnu að takmarka eða banna
ýmsa starfsemi, takmarka eða
banna aðgengi að sumum svæðum
og setja mörk á losun tiltekinna
efna út í umhverfið eða banna
slíkt alveg. Í sinni einföldustu
mynd er verið að takmarka frelsi
einstaklinganna til að ná fram
markmiðum er miða að auknu ör-
yggi matvæla og aukinni umhverf-
is- og neytendavernd. Við slíkar
takmarkanir er oft horft til lengri
tíma á grundvelli sjálfbærrar þró-
unar. Þeir sem eru ábyrgir fyrir
slíkum aðgerðum standa iðulega
frammi fyrir spurningum eins og
hvort „verið sé að vinna verkin
rétt“? Í því felst mat á því t.d.
hvort heimilt sé að takmarka
frelsi einstaklinga til nýtingar,
hvort sanngirni sé
gætt varðandi setn-
ingu reglna og eitt sé
látið yfir alla ganga.
Önnur kjarnaspurn-
ing sem á tíðum hefur
legið í láginni en er
nú að verða áberandi
í umræðunni er sú
hvort „verið sé að
vinna rétt verk“? Með
þessu er átt við hvort
stjórnvöld hafi metið
hvort þær takmark-
anir og bönn sem hafa
verið sett skili þeim
árangri sem að er stefnt. Til að
svara spurningu sem þessari er
reynt að vakta tiltekna þætti í um-
hverfinu og meta hvernig þeir eru
að þróast í tímans rás.
Vandinn er hins vegar sá að
áhrifin sem er verið að mæla eru
að koma fram í síbreytilegu um-
hverfi og mjög oft erfitt að greina
manngerð áhrif fá náttúrulegum
breytileika, þannig að matið á ár-
angri aðgerða er oft óljóst. Af
ofangreindu leiðir að þegar verið
er að meta áhrif af athöfnum
mannsins og hvernig staða mála
er almennt er ekki unnt að setja
neinn algildan mælikvarða heldur
er reynt að safna saman marg-
háttuðum mælikvörðum sem hver
um sig lýsir hluta af veru-
leikanum. Þetta eru eins konar
vísbendingar, oft kallaðir vísar,
sem má ekki túlka einangrað frá
öðrum upplýsingum. Það er mikil
umræða í alþjóðasamfélaginu um
það hvaða vísar eru best lýsandi
fyrir ástand umhverfisins. Eins og
víða þar sem verið er að fjalla um
huglægt mat eru verulega deildar
meiningar um hverjir þeirra lýsa
ástandinu best. Hins vegar er
næsta ljóst að aðlaga þarf slíka
vísa að einhverju leyti að hverjum
stað eigi þeir að ná tilgangi sínum.
Með aukinni þekkingu er það
von manna að þessir vísar kunni
að auðvelda manninum að skilja
hvert stefnir og hvar skórinn
kreppir.
Umhverfisstofnun hefur haft
frumkvæði að því að draga saman
gögn um flesta þá vísa sem hugs-
anlega kunna að hjálpa okkur Ís-
lendingum við að meta hver stað-
an er og hvert stefnir. Stofnunin
leitaði til fjölmargra aðila með
beiðni um upplýsingar. Stór hluti
gagnasafnsins lá hins vegar hjá
stofnuninni sjálfri og hafa viðkom-
andi sérfræðingar í því tilfelli veitt
upplýsingar. Þessu verki er lokið
með ritinu „Umhverfisvísum“ sem
kom út 26. mars sl. Umhverf-
isstofnun kann öllum þeim aðilum
sem veittu upplýsingar og lásu
texta yfir bestu þakkir. Umhverf-
isvísarnir eru aðgengilegir á pdf-
formi á vefsíðu stofnunarinnar,
http://www.ust.is, og eins er unnt
að fá eintök hjá stofnuninni meðan
upplag endist. Við hjá Umhverf-
isstofnun lítum á þetta verk sem
fyrsta skref í löngu ferli. Það er
ætlun okkar að þróa umhverfisvís-
ana áfram á næstu árum þannig
að þeir geti hjálpað okkur til að
meta betur hvert stefnir varðandi
einstaka þætti er snúa að mat-
vælaöryggi og umhverfismálum.
Umhverfisvísar
Davíð Egilson skrifar
um umhverfisvísa ’Umhverfisvísarnir eruaðgengilegir á pdf-formi
á vefsíðu Umhverf-
isstofnunarinnar.‘
Davíð Egilson
Höfundur er forstjóri
Umhverfisstofnunar.