Morgunblaðið - 13.04.2004, Page 21

Morgunblaðið - 13.04.2004, Page 21
irtæki Bachy – Soletance, fyrirtæk- inu sem lagði göngin undir Ermarsund. Tilboðið sem DV birti í frétt hljóðaði upp á 1,5 milljarða, sömu upphæð og malbikunar- slaufuskrímsli borgaryfirvalda á að kosta. Þeirra tilboð og lausn miðast við að hægt sé að byggja ofan á stokknum. Jónas Snæbjörnsson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar, segir að tilboð fyrirtækisins miðist eingöngu við stokkinn en ekki kostnað við gatnamót. Hann getur þess ekki að viðbótarkostnaður væri 500.000 við hvorn enda. Endanlegur kostnaður við breytingu Hring- brautar í umferðarstokk yrði því 2,5 milljarðar! Hver er skýring á að ekki hefur verið viðurkennt, að á móti kostnaði við gerð stokks kemur ágóði af sölu lóða ( 5–6 milljarðar) auk samfélags- kostnaðar sem sparast fyrir borg- arbúa? Ennfremur, að lagning stokks og samfelld byggð á svæðinu er í samræmi við óskir 60% borg- arbúa, sem vilja búa í Vatnsmýrinni eða nálægt gamla miðbænum, skv. könnun Bjarna Reynissonar skipu- lagsfræðings – og þannig ekki tekið tillit til þessara 60%. Hver er réttur borgarbúa í svo mikilvægu máli? Hver er skýring á að hvorki hefur verið sýnt fram á sparnað né hag- kvæmni við slíka gjörð áður en fulln- aðarákvörðun um staðsetningu og stækkun á gömlu Landspítalalóðinni hefur verið tekin? Eða, að annar val- kostur, stækkun spítalans í Foss- vogi hefur heldur ekki hlotið ná- kvæma skoðun. Hvað liggur á? Hindrum mistökin með atkvæðagreiðslu í júní! Kæru landsmenn og íbúar höf- uðborgarsvæðis. Hindrum þetta umhverfisslys, sem borgar- og sam- gönguyfirvöld eru að kalla yfir okk- ur. Verum jafnframsýn í skipulags- málum sem í flestum öðrum málum. Vafasamir hagsmunir mega ekki eyðileggja fyrir framtíðinni. Tökum ekki undir pólitíska hagsmuni þeirra sem styðja fyrirhugaða breytingu án stokks, og án íbúðarbyggðar. Meiri- hluti borgarstjórnar er löngu búinn að ákveða sig og vill ekki hlusta á önnur rök. Meirihlutinn virðist ekki hafa hag af öðrum og framsæknari hugmyndum – hvað þá manndóm til að skipta um skoðun. Á opna borgarafundinum 30. mars sl. var samþykkt ályktun um, að svo umdeilt og afdrifaríkt mál ætti og skyldi fara í atkvæða- greiðslu, helst í tengslum við vænt- anlegar forsetakosningar 26. júní. Ætla stjórnvöld ekki að bregðast við ályktun borgarafundarins – eða á að hunsa vilja fjölmargra Reykvíkinga? Höfundur er kennari. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2004 21 Velkomin í Stykkishólm! - Fjölbreytt afþreying - fjölbreytt þjónusta - í fallegum bæ! Eyjar og lífríki Breiðafjarðar - Snæfellsnesið magnað og söguríkt Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.