Morgunblaðið - 13.04.2004, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 13.04.2004, Qupperneq 29
og föndrið sem þú hélst uppá í öll þessi ár, en ekki varstu neitt að troða okkur um tær og keyrðir frekar fram hjá en að koma í kaffi (gerði það svo sem sjálf líka er ég fór suður- eftir) því kannski væri verið að ónáða þar sem allir hefðu mikið að gera. Ég skammaði þig fyrir þetta svo þú bankaðir uppá seinna kominn í kaffi til mín en nei, nei, bara börnin mín heima þannig að þú baðst fyrir kveðju til mín, mikið þykir mér vænt um þetta en líka miður að hafa ekki verið heima. Símtölin sem við áttum þegar mamma og pabbi voru erlendis og þig farið að lengja eftir að heyra í, enda fimmtudagskvöld fastur punkt- ur hjá ykkur í mörg ár, eru mér dýr- mæt í dag, við töluðum um allt og ekkert en einu sinni sagðir þú mér hvað þú elskaðir Gógó ömmu mikið og saknaðir og þrátt fyrir að vera trúaður þá værir þú ósáttur við að Guð hefði tekið hana frá þér en núna, afi minn, ertu kominn til ömmu sátt- ur og brosir örugglega breitt og spil- ar kannski líka golf en það þótti þér mjög skemmtilegt og gerðir mikið af á síðustu árum. Bros, ást, virðing, væntumþykja, bílar, postulínsdúkkur, blóm og bara mjög góður kall er það sem Leifur, Linda Sif, Smári Leó og Svanhildur Lísa eru sammála mér að minnast helst með hlýhug, kveðju og bæn, Ó, Jesú bróðir besti og barna vinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (Páll Jónsson) Jæja, afi minn, þangað til næst. Guð geymi þig. Þín Guðrún Ósk. Elsku afi, nú ertu farinn frá okkur og kominn í faðm Gógó ömmu, þar hefurðu ekki verið í 23 ár eða frá því 1981 þegar hún dó. Margar æsku- minningar hafa komið upp í hugann síðan þú féllst frá og ákvað ég því að setja eitthvað á blað. Minnisstæðastir eru sunnudags- bíltúrarnir suður í Keflavík og síðar Njarðvík. Þangað var gott að koma og var manni alltaf sýnd ást og um- hyggja. Mikið þótti mér gott að stinga hendinni í lófann þinn og gerði það enn þótt ég væri orðinn fullorðin. Fjölskyldumyndir prýddu veggi heimilis ykkar og þótti mér alltaf gaman að skoða þær. Gjafirnar sem þið gáfuð mér í jóla- og afmæl- isgjafir eru varðveittar enn þann dag í dag. Þar má nefna gylltan engil og heklað rautt hjarta sem amma gerði. Þetta hengi ég alltaf á jólatréð, og síðast en ekki síst litli rauði stóllinn sem þú smíðaðir handa mér og gafst í tveggja ára afmælisgjöf. Sá stóll prýðir nú herbergi dóttur minnar og er alltaf jafn vinsæll. Alltaf hélt ég að nógur tími væri til að heimsækja þig, og það hefði ég mátt gera oftar. Í augum dóttur minnar varst þú mikill maður, þó svo að þið sæjust ekki oft varst þú eini langafi hennar sem hún þekkti og var hún nýbúin að spyrja mig hve- nær við færum heim til langafa og svaraði ég þá hugsunarlaust bráð- um, en nú er það of seint. Því er ekki annað hægt en að kveðja þig með góðum minningum og þúsund koss- um. Þitt barnabarn Ingibjörg Ásta Þórisdóttir. Á ferðalögum mínum síðastliðin ár varð mér alltaf hugsað til afa á leið- inni út á völl og þegar tími gafst til leit ég í heimsókn, þar var alltaf tek- ið á móti manni með brosi á vör. Afi sýndi störfum mínum mikinn áhuga og röbbuðum við oft á tíðum saman um flugvélar og ferðalög. Það kom oft á óvart hve vel hann fylgdist með öllu flugi, enda kannski ekki nema von með flugumferðina rétt fyrir of- an sig. Afa þótti gaman að segja frá ferðalögum sínum og oft rifjaði hann upp ferðalög þeirra ömmu. Að þessu sinni er áfangastaðurinn æðri okkar tilveru og sú tilhugsun er ánægjuleg að amma tekur á móti afa í þessari ferð. Birgitta. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2004 29 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURÐUR KRISTINSSON frá Hafranesi, Eyjabakka 2, Reykjavík sem andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn 5. apríl, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 16. apríl kl. 13.30. Anna B. Stefánsdóttir, Víðir Sigurðsson, Hlín Baldursdóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Jónas Vignir Grétarsson og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVAVA HALLDÓRSDÓTTIR, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli mánu- daginn 5. apríl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 16. apríl kl. 15.00. Halldór M. Gunnarsson, Sigrún Sigurðardóttir, Stella Gunnarsdóttir, Georg Ragnarsson, Davíð Örn Halldórsson, Egill Már Halldórsson, Gunnar Georgsson, Fjóla Georgsdóttir, Daníel Máni Brandsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför GUÐRÚNAR SIGURGEIRSDÓTTUR, Sporðagrunni 19, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heimahjúkrunar og Félagsþjónustu fyrir góða umönnun og um- hyggju. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurður Bogi Stefánsson, Ragna Hafdís Stefánsdóttir. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma, dóttir, systir, mágkona og tengdadóttir, STEINUNN HELGADÓTTIR félagsráðgjafi, Grenimel 28, Reykjavík, sem lést á heimili sínu sunnudaginn 4. apríl verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 15. apríl kl. 13.30. Þórður Óskarsson, Eygló Ósk Þórðardóttir, Þorvarður R. Hálfdanarson, Sara Elísa Þórðardóttir, Sigurður E. Guðmundsson, Þórður Harry Kerr, Helgi Kr. Halldórsson, Elísabet Gunnlaugsdóttir, Lára V. Helgadóttir, Eric Johnson, Margrét H. Helgadóttir, Siegfried Hügemann, Gunnlaugur Helgason, Kristín Ágústa Valsdóttir, Þuríður Eygló Þórðardóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, ÓLAFUR BJARNASON fyrrverandi prófessor, áður til heimilis á Sléttuvegi 15, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 2, mánudaginn 5. apríl, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 15. apríl kl. 15.00. Margrét Jóhannesdóttir, Elín Ólafsdóttir, Leó Kristjánsson, Kristrún Auður Ólafsdóttir, Skúli Pálsson, Birna Þ. Ólafsdóttir Ros, Fredrik Ros. Hann kunni að segja sögur og alltaf var stutt í gleðina og grínið. Þessi orð eiga við tengdaföð- ur minn hann Bjarna Pálmarsson sem lést á líknardeild Landakotsspítala mið- vikudaginn 24. mars sl. Þeir sem þekktu Bjarna geta eflaust tekið und- ir orð mín. Hann lærði hljóðfærasmíði hjá pabba sínum Pálmari Ísólfssyni og í Bretlandi. En það átti ekki alveg nógu vel við hann að grúska bara í hljóðfærum svo hann gerðist bílstjóri og ók strætisvögnum, rútum og leigu- bílum alla tíð, ásamt því að sinna still- ingum hljóðfæra og viðgerðum. Fyrir vikið vissi Bjarni alltaf allt sem var að gerast í borginni og sló hjarta hans í takt við það. Ekki þýddi neitt að ætla að segja honum fréttir, hann vissi allt á undan okkur hinum. Bjarni dæmdi fótboltaleiki á sínum yngri árum og hann fylgdist alla tíð með fótbolta og hafði gaman af. Eitt af því sem ein- kenndi Bjarna voru fínu bílarnir hans. Hann átti alltaf fallega bíla og hugsaði vel um þá. Það voru ekki bílar ef þeir voru ekki amerískir. Ég kom ung inn í líf hans þegar ég kynntist Badda. Hann þurfti auðvitað að vita allt um þessa stúlku með krullurnar. En það fyrsta sem ég man var að hann spurði mig hvort þær væru ekta. Alltaf var Bjarni tilbúinn að skutla okkur til og frá ef svo bar við. Hann var góður afi barnanna minna, sér- staklega varð þeim vel til vina Hjör- leifi mínum og honum og sagði Hjör- leifur að nú yrði tómlegt þegar enginn afi hringdi á kvöldin. Bjarna var mikið í mun að krakkarnir menntuðu sig og fylgdist alltaf með þeim og skóla- göngu þeirra. Oft hringdi ég í Bjarna þegar datt í mig að steikja kleinur og bjóða hon- um í kaffi, því honum þótti þær góðar. Þá varð oft það sem átti að verða smá innlit að tveggja tíma sögustund og mikið hlegið og skrafað. Fyrir þessar stundir og allar hinar vil ég þakka. Bjarni var alla tíð heilsuhraustur, hann kenndi sér meins í haust sl. en ekkert benti til að meinið væri eins slæmt og raunin varð. Hann háði erf- iða baráttu síðustu fimm vikur. Ég vil þakka honum samfylgdina og bið Guð að blessa hann og tengdamömmu mína sem nú á um sárt að binda. Ég kveð kæran tengdaföður og þakka honum samfylgdina. Sigurbjörg Hjörleifsdóttir. Við leiðarlok er þökkuð góð sam- fylgd. Bjarna Pálmarssyni kynntist ég fyrir allmörgum árum þegar ég starfaði í menntamálaráðuneytinu og BJARNI PÁLMARSSON ✝ Bjarni Pálmars-son fæddist í Reykjavík 11. febr- úar 1930. Hann lést á líknardeild Landa- kotsspítala 24. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 2. apríl. þurfti vegna starfs míns að sækja fundi erlendis allmörgum sinnum. Þessar utanferðir voru sjaldnast tilhlökkunar- efni af ýmsum ástæðum og var keppikefli að vera sem stystan tíma í burtu. Á þeim tíma er ég kynntist Bjarna sá hann um að aka ferða- löngum til Keflavíkur á vegum Flugleiða. Það fyrirkomulag átti eftir að breytast en ég hélt áfram viðskiptum við Bjarna Það var sama á hvaða tíma leið lá til eða frá Keflavík, alltaf létti hann manni lundina og gerði þessar ferðir skemmtilegri en þær hefðu verið ella. Hann leysti úr hverjum vanda og var örlátur á tíma sinn og góð ráð. Líklega hafa fáir skil- ið jafnvel og Bjarni það álag sem tíðar utanferðir hafa í för með sér. Hann var einn af öryggispunktum í á tíðum erlisamri tilveru og fyrir það, hlýhug hans og stuðning alla tíð þakka ég. Blessuð sé minning Bjarna Pálmars- sonar. Ég sendi Guðbjörgu og fjölskyldu mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þórunn J. Hafstein. Kveðja frá félögum í Bifreiðastjórafélaginu Átaki Við félagsmenn í Átaki viljum þakka Bjarna fyrir þær góðu stundir sem við áttum með honum á lífsleið- inni en það var stórt skarð höggvið í raðir okkar leigubílstjóra þegar Bjarni Pálmarsson lést eftir erfið veikindi. Bjarni var athafnamaður og baráttumaður af lífi og sál. Það sést best á því að það var leitað til Bjarna með ýmis mál sem hann leysti fyrir menn, þó svo að hann hafi ekki alltaf fengið þakklæti fyrir eða borið skarð- an hlut frá borði í þeim viðskiptum. Bjarni var einn þeirra sem stofnaði Bifreiðastjórafélagið Átak og var hann formaður þess félags um tíma. Það var Bjarna kappsmál að geta hjálpað félögunum, en það eru margir menn komir í leigubílaaksturinn fyrir tilstilli Bjarna. Bjarni bar þessi ekki merki að hann væri veikur og hann bar það ekki á borð fyrir aðra, en hafði það fyrir sig. Hann var léttur í lund að eðl- isfari og stutt í glensið og brosið ef svo bar undir. Bjarni var góður sögumað- ur og gaf sögum sínum líf eða þær fengu aðra merkingu eftir því hver átti í hlut. Bjarni var vinnuþjarkur og var ekki sáttur nema vera í tveim til þremur störfum eins og aðrir Íslend- ingar. Fjölskyldan var Bjarna mikil- væg og talaði hann með stolti um konu og börn sín. Við viljum kveðja Bjarna með virð- ingu og votta Guðbjörgu konu hans og börnum samúð okkar. Guð veri með þeim á þessum erfiðu tímum. Far í friði. Fyrir hönd félagsmanna Bifreiðstjórafélagsins Átaks, Jón Stefánsson. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morg- unblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgunblaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrifuðum grein- um. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför er á sunnudegi, mánudegi eða þriðjudegi þurfa greinarnar að berast fyrir hádegi á föstu- degi. Berist greinar hins vegar ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist á réttum tíma. Birting afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.