Morgunblaðið - 13.04.2004, Síða 30

Morgunblaðið - 13.04.2004, Síða 30
MINNINGAR 30 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa milli kl. 10–14 í neðri safnaðarsal kirkj- unnar. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Léttur hádegisverður að lokinni bæna- stund. Allir velkomnir. Tólf spora fundur kl. 19 í neðri safnaðarsal. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altaris- ganga, fyrirbænastund. Léttur málsverður á sanngjörnu verði að helgistund lokinni. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Eldri borgara starf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja, eldri borgarar. Félagsvist mánudaga kl. 13, brids miðvikudaga kl. 13. Bridsaðstoð á föstudögum kl. 13. Þátttaka tilkynnist til Þórdísar í síma 511 5405. Langholtskirkja. Kirkjuprakkarar kl. 16. Fjölbreytt starf fyrir 7–9 ára börn. Umsjón hafa Ólafur Jóhann og Þóra Guðbjörg. Laugarneskirkja. Fullorðinsfræðsla Laug- arneskirkju kl. 20. Sr. Bjarni tekur upp þráðinn og kennir hvert þriðjudagskvöld fram á vor. Efni kvöldsins: Er upprisa Jesú goðsögn eða bókstaflegur veruleiki? At- hugið þriðjudagur með Þorvaldi verður næsta þriðjudag, 20. apríl. Neskirkja: Litli kórinn – kór eldri borgara kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Allir velkomnir. Foreldramorgunn miðviku- dag kl. 10–12. Seltjarnarneskirkja: Foreldramorgnar kl. 10–12. Kirkjuprakkarar kl. 16. Starf fyrir 10–12 ára kl. 17.30. Árbæjarkirkja. Kl. 10 foreldramorgnar í safnaðarheimilinu. Kl. 15.30. TTT-starf með tíu til tólf ára börnum í safnaðarheim- ilinu. Kl. 15.30 TTT-starf með tíu til tólf ára börnum í Ártúnsskóla. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Digraneskirkja. Leikfimi ÍAK kl. 11.15 í kapellu á neðri hæð kirkjunnar. Kl. 12 létt- ur hádegismatur, helgistund og samvera. Kaffi. Unglingakór Digraneskirkju kl. 17– 19. KFUM&KFUK fyrir 10–12 ára börn kl. 17–18.15, húsið opnað kl. 16.30. (sjá nánar:www.digraneskirkja.is) Fella- og Hólakirkja: Strákastarf 8–12 ára kl. 17. Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30–15.30. Helgistund, söngur, spil og spjall. Kaffi og alltaf eitt- hvað gott með kaffinu. Kirkjukrakkar fyrir börn á aldrinum 7–9 ára kl. 17.30–18.30. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 9. og 10. bekk í Grafarvogskirkju kl. 20. Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur presta kl. 9.15 í umsjón dr. Sigurjóns Árna Eyjólfs- sonar. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorgnar í safn- aðarheimilinu Borgum kl. 10–12. Sam- verustund kl. 14.30–16. Fræðandi inn- legg í hverri samveru. Lagið tekið undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur. Kaffi og stutt helgistund. Allir hjartanlega vel- komnir. Starf með 8–9 ára börnum í Borg- um kl. 17–18 í umsjón Dóru Guðrúnar og Bóasar. Starf með 10–12 ára börnum á sama stað kl. 18–19 í umsjón Dóru Guð- rúnar og Bóasar. Lindakirkja í Kópavogi. Mömmumorgnar í Safnaðarheimili Lindasóknar, Uppsölum 3, kl. 10–12. Seljakirkja. Mömmumorgnar kl. 10–12. SELA, yngri deild, kl. 20–22. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Dagskrá fyrir 8–9 ára í dag kl. 15.30–16.30. Dagskrá fyrir 10– 12 ára (TTT) í dag kl. 17–18. Skemmti- legar stundir fyrir hressa krakka. Æsku- lýðsfélagið (Megas) heldur vikulegan fund kl. 19.30–21 í kvöld. Umsjón með starfi þessara hópa hafa Anna Hulda Einars- dóttir og Sigríður Rún Tryggvadóttir. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Kl. 16.30–18 er opið hús fyrir 7–9 ára krakka. Kl. 20–22 er opið hús fyrir unglinga 13–15 ára. Vídalínskirkja. Opið hús kl. 13–16.30 í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Karlar og konur, yngri sem eldri, eftirlaunafólk, ör- yrkjar og atvinnulausir eru velkomnir. Spil- að, spjallað og kíkt í blöðin. Samverunni lýkur með helgistund kl. 16. Umsjónar- maður Nanna Guðrún djákni. Þorlákur sækir þá sem vilja og ekur þeim heim. Sími 869-1380. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Borgarneskirkja. Helgistund í kirkjunni kl. 18.30–19. Þorlákskirkja. Bænastund kl. 9. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 15 Kirkjuprakkarar Landakirkju, 6–8 ára krakkar í kirkjunni. Sr. Fjölnir Ásbjörnsson og leiðtogarnir. Kl. 16 Litlir lærisveinar, kóræfing yngri hóps. Kl. 17.10 Litlir læri- sveinar, kóræfing eldri hóps. Stjórnandi Joanna Wlaszczyk og Kristín Halldórsdótt- ir. Keflavíkurkirkja. Alfa-hópur kemur sam- an í Kirkjulundi kl. 12–15. Léttur máls- verður, samfélag og fræðsla um kristna trú. Einnig verður komið inn á stöðu at- vinnulausra. Umsjón María Hauksdóttir. Styrktaraðilar eru Verkalýðs- og sjó- mannafélag Keflavíkur og nágrennis, Verslunarmannafélagið og Iðnsveina- félagið ásamt Keflavíkurkirkju. Allir vel- komnir. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund kl. 20.30. Nánari upp- lýsingar á www.kefas.is AD KFUK, Holtavegi 28. Enginn fundur í kvöld. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Safnaðarstarf ÚRSLIT Íslandsmótsins í brids hafa sjaldan verið jafn spennandi og nú um páskana en þegar eitt spil var eftir af mótinu gátu þrjár sveitir unnið og raunar var ljóst að grípa yrði til útreikninga á innbyrðisleikj- um til að fá fram úrslit. Á endanum stóð sveit Eyktar uppi sem sigurvegari. Sveitin fékk 245 stig, jafnmörg og sveit Orkuveitu Reykjavíkur en úrslit innbyrðis- leikja voru Eykt í vil. Sveit Þriggja frakka varð í 3. sæti með 243 stig og sveit Ferðaskrifstofu Vesturlands fékk 237 en þessar fjórar sveitir spiluðu til úrslita um Íslandsmeist- aratitilinn á laugardag. Tólf sveitir spiluðu fyrst einfalda umferð og hafði sveit Eyktar oftast forustuna í mótinu. Fjórar efstu sveitirnar spiluðu síðan til úrslita og fyrir síðustu umferð stóð sveit Eykt- ar best að vígi. Í þessum leik mætti Eykt sveit Þriggja frakka, sem kom inn í úrslitin sem varasveit, og virtist um tíma ætla að vinna auðveldan sig- ur. En þegar leikurinn var hálfnaður snéru „Frakkarnir“ vörn í sókn og fengu hverja sveifluna á fætur ann- arri í sinn dálk. Fyrir síðasta spilið stóð leikurinn í 19:11, Þremur frökk- um í vil, og sömuleiðis leikur Orku- veitunnar og FV, fyrrnefndu sveit- inni í vil. Staðan í mótinu, fyrir síðasta spil- ið var sú, að Þrír frakkar og Orku- veitan höfðu 245 stig, Eykt 243 stig og FV 237. Ef staðan breyttist ekk- ert í síðasta spilinu sáu menn í hendi sér að sveit Þriggja frakka yrði Ís- landsmeistari því sveitin hafði betur í innbyrðisviðureignum við sveit Orkuveitunnar. Síðasta spilið virtist sakleysislegt: Vestur gefur, AV á hættu. Norður ♠K ♥97 ♦K974 ♣ÁD9732 Vestur Austur ♠D965 ♠Á72 ♥ÁKG3 ♥D6 ♦DG108 ♦632 ♣G ♣K10864 Suður ♠G10843 ♥108542 ♦Á5 ♣5 Það yrði sennilega torsótt að hnekkja þremur gröndum í AV en samanlagðir punktar eru aðeins 23 og því erfitt að komast í geimið. Spil- ið féll í leik Orkuveitunnar og FV, báðar sveitir fengu 100 í AV. Í sveit Þriggja frakka og Eyktar, sem sýndur var á tjaldi, gengu sagn- ir í opna salnum þannig þar sem Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson, liðsmenn Eyktar,sátu NS og Jón Sigurbjörnsson og Kristján Blöndal í Þremur frökkum AV: Vestur Norður Austur Suður 1 tígull 2 lauf pass pass dobl pass pass redobl pass 2 tíglar pass 2 hjörtu pass pass pass Redobl suðurs var svonefnt flótta- redobl og upphaf leitar að betri tromplit en laufi. Kristján í vestur ákvað að fara varlega og dobla ekki 2 hjörtu þótt hann ætti gott hjarta. Þorlákur fékk því að spila 2 hjörtu ódobluð og þegar vörnin missteig sig slapp sagnhafi einn niður, 50 til AV. Það dróst nokkuð að úrslit bærust úr lokaða salnum og menn veltu fyrir sér möguleikunum. Þrír frakkar höfðu 18 imp-stiga forskot í leiknum og máttu tapa þremur stigum á spilinu án þess að úrslit leiksins breyttust. Ef AV næðu að dobla NS í 2 laufum eða 2 hjörtum við hitt borð- ið og fengju 300 myndi Eykt græða 6 stig, leikurinn enda 18:12 fyrir Þrjá frakka. Færi svo yrði sveit Orkuveit- unnar Íslandsmeistari. Í raun gengu sagnir þannig í lok- aða salnum þar sem Rúnar Magn- ússon og Sigurður Vilhjálmsson sátu NS fyrir Þrjá frakka og Aðalsteinn Jörgensen og Sverrir Ármannsson AV fyrir Eykt.5 Vestur Norður Austur Suður 1 tígull 2 lauf pass pass dobl pass pass redobl pass 2 tíglar pass 2 hjörtu dobl pass pass pass. Sagnirnar byrjuðu eins og í opna salnum en nú doblaði Sverrir 2 hjörtu og vörnin gerði engin mistök. Út kom tíguldrottning sem sagnhafi drap heima og spilaði spaða á kóng og ás Aðalsteins. Hann tók hjarta- drottningu og spilaði meira hjarta og Sverrir tók alla hjartaslagina og skipti í lauf. Eftir þessa byrjun gat sagnhafi aðeins fengið 5 slagi og fór 3 niður, 500 til Eyktar og 10 stig. Leikurinn endaði því 17:13 fyrir Þrjá frakka en sigurinn var Eyktar- manna. Ásamt þeim Aðalsteini, Jóni, Sverri og Þorláki spiluðu Sigurður Sverrisson og Ragnar Hermannsson í sigursveitinni. Í sveit Orkuveitunn- ar spiluðu Anton Haraldsson, Sigur- björn Haraldsson, Bjarni Einarsson, Þröstur Ingimarsson, Sævar Þor- björnsson og Páll Valdimarsson. Og í sveit Þriggja frakka spiluðu auk Kristjáns, Jóns, Rúnars og Sigurðar þeir Steinar Jónsson og Valur Sig- urðsson. Þrjár sveitir gátu unnið þegar eitt spil var eftir BRIDS Hótel Loftleiðir Íslandsmótið í sveitakeppni Íslandsmótið í brids var haldið dagana 7. til 10. apríl. 12 sveitir tóku þátt. Hægt er að skoða spil og úrslit á heimasíðu Bridgesambands Íslands: www.bridge.is Morgunblaðið/Golli Sveit Eyktar. Frá vinstri eru Þorlákur Jónsson, Sigurður Sverrisson, Jón Baldursson, Aðalsteinn Jörgensen, Sverrir Ármannsson og Ragnar Her- mannsson. Guðm. Sv. Hermannsson ✝ Kristín Jensdótt-ir fæddist á Ak- ureyri 29. júní 1921. Hún lést 4. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jens Evertsson, f. 22. september 1867, d. 15. maí 1935 á Ak- ureyri, og Guðrún Jónsdóttir, f. 20. október 1878, d. 23. júlí 1942. Systkini Kristínar voru Sig- urður. f. 13. des. 1903, d. 3. nóv. 1960, Anna Guðný, f. 21. maí 1905, d. 24. sept. 1980, Unn- ur, f. 1. sept. 1908, d. 26. maí 1984, María, f. 5. apríl 1911, d. 14. maí 1970, Dagmar, f. 9. júlí 1912, d. 17. des. 1995, Jóhanna, f. 6. jan. 1913, d. 13. mars 1995, Hilmar, f. 15. apríl 1914, d. 27. júlí 1977. Kristín giftist eft- irlifandi eiginmanni sínum Kristjáni Stefánssyni, f. 2. ágúst 1920 á Akur- eyri. Börn þeirra eru: 1) Guðrún Gísl- ína, f. 10. maí 1944, búsett í Barcelona, gift Antonio Orp- inell, f. 8. jan. 1938 og eiga þau þrjú börn og fjögur barnabörn. 2) Krist- ján, f. 11. júlí 1963, búsettur í Frakk- landi, kvæntur Sig- rúnu Guðmundsdóttur, f. 28. nóv. 1970, og eiga þau tvö börn, en fyrir á Kristján einn son og er barnsmóðir hans Hanna Dröfn Gunnarsdóttir, f. 5. apríl 1964. Útför Kristínar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Látin er á Akureyri elskuleg ömmusystir mín Kristín Jensdótt- ir. Stína frænka, eins og ég kallaði hana alltaf, var afar hlý og hjarta- hrein kona. Ég var svo lánsöm að kynnast henni og njóta góðvildar hennar og væntumþykju. Nú þegar komið er að kveðju- stund og ég lít til baka eru margar ljúfar minningar sem að koma upp í huga minn. Allar skemmtilegu ferðirnar með afa Gísla og ömmu Dæju inn á Akureyri til að heim- sækja Stínu og Kidda. Góðu dag- ana sem við áttum líka saman á Siglufirði þegar þau komu í heim- sókn með Kristján með sér og ég fékk að vera hjá afa og ömmu og leika við Kristján. Aldrei var farið til Akureyrar án þess að koma við á notalegu og fal- legu heimili þeirra hjóna, í Hrís- eyjargötu 10 og þar var ávallt tek- ið á móti okkur af einstakri hlýju og gestrisni. Oft var líka erfitt að standa upp og kveðja og halda ferðinni áfram. Börnin þeirra Stínu og Kidda, Gullý búsett á Spáni til margra ára og Kristján búsettur í Frakk- landi, og fjölskyldur þeirra voru og eru þeim afar kær og oft á tíð- um örugglega erfitt að hafa þau ekki nær. En fyrst myndir, snæld- ur og síðar vídeóspólur með upp- tökum af börnum, tengdabörnum, barnabörnum og nú síðustu ár barnabarnabörnum, með kveðjum við leik og störf styttu þeim stund- irnar og biðina eftir næstu sam- fundum. Eftir að ég stofnaði mína fjöl- skyldu hefur hún bundist Stínu og Kidda góðum böndum og vìð átt saman góðar stundir bæði í Reykjavík, þegar þau hafa komið og gist hjá foreldrum mínum, Stínu og Badda. Einnig þegar við höfum átt leið um Akureyri, enn í dag fer ég helst ekki norður án þess að líta inn hjá Stínu og Kidda, nú síðast í notalegri íbúð þeirra í Víðilundi, sem þau keyptu nýverið og komu sér vel fyrir eins og þeim er lagið. Síðustu árin var Stína frænka ekki heil heilsu og það var aðdáun- arvert að fylgjast með hversu elskulegur, natinn og þolinmóður Kiddi var við hana og sá til þess að hún gæti tekið þátt í öllu því sem fyrir bar af sömu reisn og áður. Fyrir tveimur árum hittust í fyrsta sinnið afkomendur Jens Evertssonar og Guðrúnar Jóns- dóttur, foreldra Stínu, og var það ættarmót afar vel sótt og margir að hittast í fyrsta skipti. Það var okkur ættingjunum mikil ánægja að Stína og Kiddi skyldu sjá sér fært að koma að norðan og vera með okkur þessa daga. Stína, yngst barna þeirra hjóna og sú eina sem var eftirlifandi af barna- hópnum þeirra. Mikið óskaplega var ég stolt og ánægð með nær- veru þeirra, að eiga þau að og vera með þeim. Þarna hitti Stína nokkra eftirlif- andi maka systkina sinna, börn þeirra og fjölskyldur. Margt var rifjað upp, fréttir fluttar og stiginn dans. Elsku Kiddi minn, hugur okkar Heiðars er hjá þér, Gullý, Krist- jáni og fjölskyldum. Það tekur okkur afar sárt að geta ekki verið á Akureyri í dag og fylgt Stínu frænku. Við sendum ykkur öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Stínu frænku þakka ég fyrir allt og bið góðan Guð að blessa og varðveita minningu hennar. Dagmar Jensdóttir. KRISTÍN JENSDÓTTIR Elsku Stebbi. Ég man þegar við kynntumst í Byrginu 2001. Þú varst svo skemmtilegur og góð- ur strákur og með hlýleg augu. Mér þótti strax vænt um þig. Mér fannst þú æðislegur og ég lét þig alveg vita af því. Ég held meira að segja að „u know who“ hafi verið soldið abbó. Og meira að segja þegar við vorum að rugla saman hafðirðu góða nærveru. Það er töluvert síðan við hittumst síðast STEFÁN HEIÐAR BRYNJÓLFSSON ✝ Stefán HeiðarBrynjólfsson fæddist í Reykjavík 5. nóvember 1978. Hann andaðist í Reykjavík 9. mars síðastliðinn. Útför hans hefur farið fram. og mér hefur oft orðið hugsað til þín á þess- um tíma. Ég bað alltaf fyrir kveðju til þín þegar ég gat og þótti alltaf vænt um að fá kveðju frá þér til baka. Þegar við Al- mar kynntumst töluð- um við mikið um þig og mig var farið að langa svo að hitta þig aftur. En ég veit að barátta þín var löng og ströng elsku Stebbi. Og ég vona og óska að þú hafir loks- ins fundið frið frá þessu helvíti. Við munum hittast síðar. Mér þykir ofsalega vænt um þig og bið Guð að geyma þig alltaf. Ég votta líka öllum aðstandend- um samúð mína og bið Guð um styrk og vernd þeim til handa. Sigurrós Yrja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.