Morgunblaðið - 13.04.2004, Page 31
HESTAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2004 31
Íþróttamót Fáks,
KFC og Góu
Fjórgangur áhugamanna
1. Sara Sigurbjörnsdóttir á Hergli
frá Oddhóli, 6,32 2. Edda H. Hin-
riksdóttir á Ísak frá Ytri-Bægisá
II, 6,29 3. Arna Ý. Guðnadóttir á
Dagfara frá Hvammi II, 6,17 4.
Ólöf Guðmundsdóttir á Hrafni frá
Berustöðum, 6,15 5. Valdimar
Bergstað á Hauki frá Akurgerði,
6,13 6. Óskar Sæberg á Gandi frá
Auðsholtshjáleigu, 5,68
Fimmgangur áhugamanna
1. Hannes Sigurjónsson á Stormi
frá Strönd, 5,88 2. Anna K. Krist-
insdóttir á Golu frá Iðu, 5,69 3. Íris
H. Grettisdóttir á Nubbi frá Hól-
um, 5,52 4. Susi H. Petersen á
Drífu frá Miðhjáleigu, 5,46 5. Arna
Ý. Guðnadóttir á Neista frá Efri-
Rauðalæk,. 5,11
Fjórgangur opinn flokkur
1. Sigurður V.Matthíasson á Töfra
frá Selfossi, 6,56 2. Hinrik Braga-
son á Stefni frá Breið, 6,49 3.
Hulda Gústafsdóttir á Benna frá
Teigi, 6,42 4. Róbert Petersen á
Hvönn frá Reykholti, 6,13 5. Snorri
J. Valsson á Kosti frá Köldukinn,
6,01
Fimmgangur opinn flokkur
1. Hinrik Bragason á Óskahrafni
frá Brún, 6,38 2. Hulda Gúst-
afsdóttir á Sögu frá Lynghaga, 6,34
3. Sigurður V. Matthíasson á
Stokki frá Stokkseyri, 6,34 4. Edda
Rún Ragnarsdóttir á Örnu frá
Varmadal, 5,84 5. Jón Ó. Guð-
mundsson á Hvata frá Saltvík, 5,49
Þriðja vetrarmót Gusts
Pollar
1. Valdís B. Guðmundsdóttir og
Litli-Rauður frá Svignaskarði 14v
2. Eyþór Ö. Hafliðason og Hrafn
frá Erpsstöðum 7v
3. Halldór L. Sigurðarson og
Harri frá Erpsstöðum 6v
4. Auður Á. Waagfjörð og
Bleikur frá Nefsholti 12v
5. Kristín Hermannsdóttir
og Mímir frá Skeiðháholti 17v
Börn
1. Berta M. Waagfjörð og
Friðsemd frá Kjarnholtum 6v
2. Ástríður Magnúsdóttir og
Pjakkur frá Garðabæ 7v
3. Guðný B. Guðmundsdóttir
og Sjöstjarna frá Svignaskarði 12v
4. Freyja R. Magnúsdóttir og
Dísa frá Hrepphólum 10v
5. Guðlaug R. Þórsdóttir og
Nótt frá Valstrýtu 6v
Unglingar
1. Bjarnleifur S. Bjarnleifsson
og Vængur frá Köldukinn 9v
2. Freyja Þorvaldardóttir og
Salka frá Vatnsleysu 9v
3. Sigrún Ý. Sigurðardóttir og
Sörli frá Kálfhóli 12v
4. Erna Björnsdóttir og
Svalur frá Blesastöðum 9v
5. Petrína Friðbjörnsdóttir og
Djákni frá Varmalæk 11v
Ungmenni
1. Sigvaldi L. Guðmundsson og
Stjarni 9v
2. Tryggvi Þ. Tryggvason og
Skrekkur frá Stóra-Sandfelli 13v
3. Ólafur A. Guðmundsson og
Leiftur frá Búðardal 6v
4. Sveinn Yngvi og Gerpir
frá Múlakoti 8v
5. Sigurjón B. Geirsson og
Seyðir frá Hjalla 6v
Konur II
1. Þórunn E. Clausen og
Orka frá Múlakoti 11v
2. Svandís Sigvaldadóttir og
Bifröst frá Skógskoti 11v
3. Auður Jónsdóttir og
Stelkur frá Árgerði 7v
4. Guðríður Arnardóttir og
Hrafn frá Erpsstöðum 7v
5. Helga Þóra og
Núpur frá Hörgshóli 13v
Karlar II
1. Bjarni Bragason og
Mjölnir frá Hofi I 8v
2. Friðbjörn Kristjánsson
og Dís frá Enni 9v
3. Sigurður Ólafsson og
Nelson frá Akureyri 7v
4. Hörður Gunnarsson og
Prestur frá Forsæti
5. Logi Guðmundsson og
Ljúfur frá Núpi 10v
Heldri menn og konur
1. Magnús Matthíasson og
Dynur frá Hafsteinsstöðum 8v
2. Viktor Ágústsson og
Hríma frá Birtingarholti 8v
3. Ásgeir Heiðar og Þorri
frá Forsæti 8v
4. Ásgeir Guðmundsson og
Blossi frá Eyjarhólum 8v
Konur I
1. María Rassmussen og
Glaður frá Skipanesi 7v
2. Hulda G. Geirsdóttir og
Dimma frá Skagaströnd 14v
3. Berglind Rósa Guðmundsdóttir og
Gerpla frá Svignaskarði 6v
4. Ásta D. Bjarnadóttir og
Eldur frá Hóli 14v
5. Helga R. Júlíusdóttir og
Fengur frá Kópavogi 17v
Karlar I
1. Bjarni Sigurðsson og
Hrannar frá Skeiðháholti 14v
2. Þorvaldur Gíslason og
Kjarni frá Kálfholti 8v
3. Davíð Viðarsson og
Pjakkur frá Garðabæ 7v
4. Jakob Guðmundsson og
Piltur frá Litlu-Sandvík
5. Guðmundur Jóhannesson og
Þrá frá Skorholti 11v
Úrslit hjá Fáki og Gusti
Ámóti landsliðsnefndar varboðið upp á tvenns konarkeppni og byrjað á keppnistóðhesta þar sem sýnt
var hægt tölt, brokk og svo fegurð-
artölt sem almennt er dulnefni á yf-
irferðinni þegar keppt er á ís. Dóm-
ari í stóðhestakeppninni var Ágúst
Sigurðsson hrossaræktarráðunaut-
ur og honum til fulltingis var bróðir
hans Guðjón Sigurðsson en þeir
bræður reka sem kunnugt er
hrossaræktarbúið í Kirkjubæ.
Spurður um hvaða dómskala þeir
notuðu svaraði Ágúst á þá leið að
hann hefði verið hannaður á miðri
Hellisheiði og fer því vel á að kalla
hann Hellisheiðarskalann.
Til leiks voru skráðir mjög
áhugaverðir hestar þótt heimtur á
þeim hestum sem í skránni voru
hafi verið frekar slæmar. Af nokkr-
um góðum bar af í þessum hópi
Rökkvi frá Hárlaugsstöðum sem er
greinilega að styrkjast og má
reikna með honum sem firna sterk-
um keppnishesti á sumri komandi
verði honum att fram á þeim vett-
vangi. Knapi var Haukur Tryggva-
son og fór greinilega vel á með
þeim. Verður fróðlegt að fylgjast
með framgangi Rökkva á sviði kyn-
bótanna á næstu árum en hann er
undan Otri frá Sauðárkróki og
Sneglu frá Hala sem er undan
Þokka frá Garði. Ættarsamsetning
Rökkva er því mjög svipuð Orra frá
Þúfu sem vissulega er spennandi
þótt tæplega sé hægt að tala um að
hann beri nýtt og ferskt blóð í ís-
lenska hrossrækt.
Sveinn Hervar frá Þúfu kom
næstur en hann sat Lena Zielensky
og var gaman að bera þessa tvo
hesta saman á brokki, sá fyrrnefndi
skrefa- og svifmikill en sá síð-
arnefndi tíðari en kraftmikill svo af
bar. Í þriðja sæti kom svo Sæli frá
Holtsmúla sem tengdasonur Ís-
lands, Karly Zingsheim, sat af sinni
alkunnu snilld. Bæði Sveinn Hervar
og Sæli eru undan Orra frá Þúfu og
því ljóst að Otur frá Sauðárkróki
kom sterkur út úr þessari keppni,
faðir þess efsta og föðurfaðir
tveggja næstu. Þá átti Þokki frá
Garði líka sinn skerf af úrslitahest-
unum því auk þess að að vera móð-
urfaðir Rökkva þá er sá fjórði,
Þjarkur frá Kjarri sem Einar Öder
Magnússon sýndi, undan Þokka. Í
fimmta sætinu varð svo Þjótandi frá
Svignaskarði sem Daníel Ingi
Smárason sýndi.
Spennandi töltkeppni
Töltkeppni kvöldsins var ekki síður
spennandi þar sem hinir þraut-
reyndu ísjaxlar Sigurbjörn Bárð-
arson og Markús frá Langholtsparti
leiddu keppnina að lokinni for-
keppni en ekki var ýkja langt í Sig-
urð Sigurðarson og Oliver frá Aust-
urkoti.
Í úrslitum mættu Sigurður og Oli-
ver tvíefldir til leiks og mátti öllum
ljóst vera eftir hæga töltið í úrslit-
um að á brattann yrði að sækja fyrir
Sigurbjörn og Markús. Enda fór
það svo að þeir urðu að lúta í lægra
haldi þótt litlu munaði. Hulda Gúst-
afsdóttir vann sig upp um tvö sæti á
Sjarma frá Skriðuklaustri, Olil
Amble hélt sínu fjórða sæti en
heimsmeistarinn í tölti, sem keppti
á Töfra frá Kjartansstöðum, hafði
sætaskipti við Huldu. Töfri var
reyndar ekki svipur hjá sjón miðað
við það sem hann hefur sýnt áður og
undruðu margir sig á hvers vegna
þeir félagar komust í úrslit.
Góður rómur að sýningunni
Þulir kvöldsins voru Sigurður
Sæmundsson og Eysteinn Leifsson
og var á þeim fyrrnefnda að heyra
að landsliðsnefnd hygðist halda
áfram með mót sem þetta á laug-
ardagskvöld fyrir páska, í það
minnsta var veittur farandbikar
fyrir efsta sætið í töltkeppninni.
Góður rómur var gerður að þessari
stórsýningu enda aðstaða fyrir slík-
an viðburð í Egilshöll afar góð.
Helst var þó fundið að því að ekki
væri hægt að kaupa sér bjór á neðri
hæð hússins og vakti það athygli
hversu margir voru með plastpoka
með sér – hvað svo sem í þeim var.
Tölt
1. Sigurður Sigurðarson á Oliver
frá Austurkoti. 8,33/8,84.
2. Sigurbjörn Bárðarson á Markúsi
frá Langholtspari, 8,43/8,81.
3. Hulda Gústafsdóttir á Sjarma
frá Skriðuklaustri, 7,97/8,49.
4. Olil Amble á Ræsi
frá Feti, 8,00/8,48.
5. Jóhann Skúlason á Töfra frá
Kjartansstöðum, 8,03/8,36.
Stóðhestar
1. Haukur Tryggvason á Rökkva
frá Hárlaugsstöðum.
2. Lena Zielensky á
Sveini Hervari frá Þúfu.
3. Karly Zingsheim á
Sæla frá Holtsmúla.
4. Einar Öder Magnússon
á Þjarki frá Kjarri.
5. Daníel Ingi Smárason
á Þjótanda frá Svignaskarði.
Stórsýning landsliðsnefndar LH á skautasvellinu í Egilshöll
Stillingin og fasið hjá Oliver vakti verðskuldaða aðdáun sýn-
ingargesta og sigldi Sigurður honum til sigurs af öryggi í
harðri keppni við Sigurbjörn og Markús.
Hún virðist torsótt leiðin að fyrsta sætinu hjá Sigurbirni og
Markúsi en þeir hafna nú öðru sinni í öðru sæti á rúmri viku.
Góður árangur eigi að síður.
Sjarmerandi par á uppleið, Hulda Gústafsdóttir á Sjarma frá
Skriðuklaustri, en þau unnu sig upp um tvö sæti og lentu í
þriðja sæti í tölti á svellinu í Egilshöllinni á laugardag.
Oliver og Rökkvi stjörnur kvöldsins
Skautahallarævin-
týrum hestamanna
lauk í hinni nýju
skautahöll í Egilshöll-
inni á laugardag með
móti landsliðsnefndar
LH þar sem Valdimar
Kristinsson skemmti
sér konunglega ásamt
fjölda annarra.
Morgunblaðið/Vakri
Sigurreifur Sigurður á hinum faxprúða Oliver frá Austurkoti.