Morgunblaðið - 13.04.2004, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 13.04.2004, Qupperneq 35
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2004 35 Nafn féll niður Í formála minningargreina um Gerði Sigfúsdóttur á blaðsíðu 40 í Morgunblaðinu á sunnudag, páska- dag, féll niður nafn sambýlismanns Gerðar til 16 ára, Sesars Sigmunds- sonar, f. 1938. LEIÐRÉTT LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að hörðum árekstri á gatnamótum Miðtúns og Nóatúns sunnudaginn 11. apríl kl. 22.54. Þar lentu saman græn Audi fólksbifreið og óþekkt bifreið, ljósleit, hvít eða silfurlituð með svörtum skásettum röndum á hliðum en hún ók burt. Þeir sem gætu gefið upplýsingar um bifreiðina eru beðnir að snúa sér til lögreglunnar. Lýst eftir vitnum TVEIR jeppamenn sem Flugbjörg- unarsveitin á Hvolsvelli leitaði að á laugardag, fundust samdægurs um klukkan 15 en jeppi þeirra hafði fest í krapapytti í Breiðaskarði, austan við Heklu. Talið er að jeppi mannanna hafi verið fastur frá því á föstudaginn langa. Mennirnir voru á Willy’s jeppa með 38 tomma dekkjum og lýsti lögreglan á Hvolsvelli eftir hon- um þegar ekkert spurðist til þeirra. Jeppamenn fundust Námskeið um hitun sumarbú- staða. Endurmenntun Háskóla Ís- lands stendur fyrir námskeiði um hitun sumarbústaða. Fjallað verður um mismunandi aðferðir við upp- hitun sumarhúsa, þ.e.a.s. notkun á heitu vatni, rafmagni og gasi. Einn- ig verður fjallað um hvernig á að leggja þessa hitagjafa. Farið verður í kostnað við rekstur heitra potta og ýmsa möguleika þar að lútandi o.fl. Námskeið er ætlað eigendum og umsjónarmönnum sumarbústaða og frístundahúsa. Kennari á námskeið- inu verður Sigurgeir Þórarinsson tæknifræðingur. Námskeiðið verður haldið 3 kvöld, þriðjudagskvöldið 20. apríl, þriðjudagskvöldið 27. apríl og fimmtudagskvöldið 29. apríl, kl. 20.15–22.15 öll kvöldin. Námskeið og fyrirlestur með Gloriu D. Karpinski. Dagana 5.–16. maí n.k. heldur Gloria D. Karpinski, andlegur leiðbeinandi og heilari frá Bandaríkjunum, fyrirlestra og nám- skeið hér á landi. Fyrirlestur verð- ur í Menningarmiðstöðinni í Gerðu- bergi, miðvikudaginn 5. maí kl. 20. Helgarnámskeið verður að Gufu- skálum á Snæfellsnesi, 7.–9. maí og eins og hálfs dags námskeið að Dalsá í Mosfellsdal, 15.–16. maí. Á NÆSTUNNI BREYTINGAR hafa verið gerðar á háskólaráði Háskólans í Reykjavík. Ný eru Ásdís Halla Bragadóttir bæj- arstjóri og Svanbjörn Thoroddsen, forstjóri Medcare Flögu hf., en þau koma í stað Harðar Arnarsonar for- stjóra og Bjarna Snæbjarnar Jóns- sonar ráðgjafa. Áfram sitja í há- skólaráði Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri eignastýringar Íslandsbanka, og Sverrir Sverrisson, framkvæmdastjóri Ráðgjafar og efnahagsspár ehf., sem jafnframt er formaður. Einnig situr Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor HR, fundina. Breytingar á háskólaráði HR Ljósmynd/Sigurður Jónsson Aftari röð f.v.: Sigurður B. Stefánsson, Svanbjörn Thoroddsen, Ásdís Halla Bragadóttir. Fremri röð f.v.: Jón Sigurðsson, Guðfinna S. Bjarnadóttir, Sverrir Sverrisson. STÓRMEISTARINN Hannes Hlífar Stefánsson sigraði á Skák- þingi Íslands eftir hörkueinvígi við Helga Áss Grétarsson. Úrslitaein- vígið um Íslandsmeistaratitilinn hófst af sama krafti og einkenndi allt mótið. Hannes sigraði Helga Áss í fyrstu skákinni þar sem Hannes stýrði hvítu mönnunum, en í annarri skákinni var Helgi nálægt því að jafna metin í mikilli baráttu- skák. Hann varð þó að lokum að sættast á skiptan hlut og þannig lauk þriðju og fjórðu skákinni einn- ig. Hannes sigraði því í einvíginu með 2½ vinningi gegn 1½. Þröstur Þórhallsson varð í þriðja sæti á mótinu eftir 2-0 sigur gegn Braga Þorfinnssyni. Lenka Ptácniková sigraði annað árið í röð á Íslandsmóti kvenna sem háð var samhliða landsliðsflokki. Önnur í röðinni, og jafnframt Ís- landsmeistari kvenna, varð Harpa Ingólfsdóttir. Í þriðja sæti varð Guðlaug Þorsteinsdóttir og Sigur- laug Friðþjófsdóttir í því fjórða. Ingvar Þór Jóhannesson sigraði í áskorendaflokki skákþingsins, hlaut 7 vinninga í níu umferðum. Þeir Heimir Ásgeirsson, Guðmund- ur Kjartansson og Davíð Kjartans- son deildu öðru sæti og fengu allir 6½ vinning. Teflt var í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur og voru aðstæður þar til fyrirmyndar. Það væri eftirsókn- arvert ef unnt væri að skapa þessu veglega móti fastan samastað við jafn góðar aðstæður og boðið var upp á hjá Orkuveitunni. Fyrsta skákin í einvígi þeirra Hannesar og Helga Áss reyndist úrslitaskák einvígisins. Þetta var hörkuskák. Hvítt: Hannes Hlífar Stefánsson Svart: Helgi Áss Grétarsson Pircvörn 1.e4 d6 2.d4 Rf6 3.Rc3 g6 4.Be3 c6 5.Dd2 b5 6.Bd3 Rbd7 7.Rf3 e5 8.dxe5 dxe5 9.h3 Bb7 10.0–0 De7 Nýr leikur í þessari stöðu, en hann kemur síðar í mörgum tilvikum. 11.a4 b4 Svartur leikur yf- irleitt 11.—a6 í stöð- um sem þessari, en óvenjuleg leikjaröð Helga veldur því, að hvítur á skemmtilega mannsfórn, sem erf- itt er að verjast: 12.axb5 cxb5 13.Rxb5!? axb5 14.Hxa8+ Bxa8 15.Ha1 Dd8 16.Bxb5 Be7 17.Rxe5 Bxe4 18.Rxd7 Rxd7 19.Ha7 Bf5 20.Bxd7+ Bxd7 21.Bb6 Dc8 22.Dd4 f6 23.Hc7 Dd8 24.Hc3 Da8 25.He3 Dc6 26.Dc5 og svartur gafst upp (Adams-Bisby, Hastings 1995). 12.Re2 a5 13.c3 Rc5 14.Bxc5 Dxc5 15.cxb4 axb4 16.Hfc1?! – Þessi leikur liggur hendi næst, en er ekki sá besti. Eftir 16.Rc1! Bg7 17.Rb3, ásamt Bc4 og De3, hefur hvítur mun betri tök á stöð- unni heldur en í skákinni. 16...Da5 17.De3 h5!? Betra en 17...h6 18.Bc4 Bg7 19.Rh4 Hd8 20.Db3 Hf8 21.Rg3 o.s.frv. 18.Rg5 -- Eðlilegur leikur, sem skilar hvíti litlu. Betra er að leika 18.Dg5 Rd7 19.Hd1 Be7 20.Dc1 o.s.frv. 18...Bh6 19.Bc4 -- 19...Bxg5? Eftir 19...0–0! er mjög erfitt að benda á framhald, sem gefur hvíti betra tafl, t.d. 20.h4 Had8 21.Df3 Kg7 22.Hc2 Rh7 23.Rxh7 Kxh7 24.Rc1 Bc8 25.Rb3 Da7 26.De2 f5 o.s.frv. 20.Dxg5 Rxe4 21.De3 Rd6 22.Bd3 0–0 23.Hc5 Da7 24.Dxe5 Hfe8 25.Dd4 26.Bxe4 Hxe4 27.Dxe4 Dxc5 28.Rf4! -- Síðustu leikir hafa verið meira og minna þvingaðir og nú er komin upp staða, sem reynist svarti erf- iðari viðfangs heldur en hann reiknaði með. 28...Dd6 Svartur verður að gæta sín, t.d. 28...b3 (eða 28.—Ba6) 29.Rxg6 fxg6 30.Dxg6+ Kf8 (30...Kh8 31.He1 Hf8 32.He3 Bc8 33.Hg3 Dxf2+ 34.Kh2 Bg4 35.Dh6+ Kg8 36.hxg4 Hf6 (36...h4 37.Dg5+ Kh7 38.Dxh4+ Kg7 39.Dg5+ Kf7 40.Hf3+) 37.Dg5+ Kf7 38.gxh5 Dd4 39.h6) 31.He1 Hxa4 32.Df6+ Kg8 33.He8+ og hvítur vinnur. 29.Rd3 Hb8 30.Dc4 – Ekki 30.Rxb4? c5 31.Dd3 De5 32.Rxc2 Dxb2 og svartur heldur sínu. 30...c5? Helgi er kominn í mikið tímahrak og gefur peðið, að óþörfu. Eftir 30...Bc8 hefði hann getað varist betur, þótt staða hans hefði verið erfið áfram. 31.Rxc5 Dc6 32.f3 Bc8 33.Hc1 Bf5 34.Re4 Db6+ 35.Dc5 Da6 36.Rd6 Be6 37.a5 b3? Hannes benti á 37...Hd8!?, eftir skákina, t.d. 38.Hd1 De2 39.Hd4 b3 40.Dc3 Dc2 41.Re4 Hc8 42.Dd2 Dxd2 43.Rxd2 Hc1+ 44.Kh2 Ha1 45.Hb4 Hxa5 46.Rxb3 og svartur á peði minna, en ef til vill einhverja von um björgun. 38...Ha8 39.Ha1 Hd8 40.Re4 Hc8 41.Kh2 Hc2 Svartur reynir að ná einhverju mótspili, en við það verður hann varnarlaus á 8. reitaröð. Það er reyndar ólíklegt, að hann hefði get- að varist til lengdar, þótt hann hefði beðið rólegur. Hann verður bæði að verja veikleikana í kóngsstöðunni fyrir ágangi hvítu drottningarinnar og riddarans og verjast framrás hvíta frípeðsins á a-línunni. 42.Hd1 Dc8 Svartur getur ekki leikið 42...Hxg2+, vegna 43.Kh1! (43.Kxg2 De2+ 44.Kg3 Dxd1) 43...Dc8 44.Kxg2 Dc2+ 45.Hd2 o.s.frv. 43.h4 – Enn betra er 43.Dg5 Db8+ 44.f4 Hc8 45.Dh6 með hinni banvænu hótun 46.Rf6+ mát. 43...Bf5? Tapar strax, en eftir 43...Dc7 44.Hd6 Hc6 45.a6 Hxd6 46.Dxd6 Da7 47.Dc6 Dd4 48.Dc7 Dxb2 49.a7 er taflið tapað fyrir hann. 44.Rf6+ Kf8 45.Rd5 og svartur gafst upp. Hótunin er 46.Dh8+ mát, og eft- ir 45...Kg8 (45...f6 46.De7+ Kg8 47.Rxf6+ Kh8 48.Dh7+ mát) 46.Re7+ Kh7 47.Rxc8 fellur svarta drottningin. Hannes Hlífar Íslands- meistari í sjötta sinn dadi@vks.is Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson SKÁK Orkuveita Reykjavíkur SKÁKÞING ÍSLANDS 1.–12. apríl 2004 Hannes Hlífar Stefánsson Harpa Ingólfsdóttir FRJÁLSHYGGJUFÉLAGIÐ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem mótmælt er nýjustu gjaldskrár- breytingu á afnotagjöldum RÚV. Þar segir m.a.: „Í kjölfarið hafa sparnaðarað- gerðir verið boðaðar hjá stofnuninni sem liður í fjárhagslegri endur- skipulagningu. Hækkun afnota- gjaldanna er með öllu ótæk aðgerð til að bjarga fjárhag RÚV. Ríkis- rekstur á fjölmiðli er að sama skapi tímaskekkja. Aðilar á hinum frjálsa markaði geta að öllum líkindum sinnt öllum verkum RÚV betur og á hagkvæmari hátt en RÚV. Öryggis- og lýðræðishlutverk RÚV er verr rækt af stjórnmálamönnum en ef einkaaðilar kepptumst um að sinna því sem best,“ segir m.a. í yfirlýsing- unni. Er þeim tilmælum beint til stjórn- málamanna „að þeir láti af van- trausti sínu á kjósendur, skattgreið- endur og aðra notendur viðtækja í landinu, og komi rekstri RÚV og fjármögnun úr höndum ríkisins.“ Mótmæla hækkun afnotagjalda RÚV BJÖRGUNARSVEITIN Strönd fékk góða heim- sókn laugardaginn fyrir páska. Þá komu félagar úr sveit björgunarsveitar Landsbjargar á Ísafirði á björgunarbátnum Gunn- ari Friðrikssyni til Skaga- strandar. Var Gunnar Friðriksson til sýnis í höfninni á Skagaströnd allan daginn og komu margir um borð og fengu leiðsögn um bátinn af áhafnarmeðlimum hans. Tilefni heimsóknarinn- ar er það að í haust eða byrjun vetrar er væntan- legur til Skagastrandar björgunarbátur eins og Gunnar Friðriksson. Hann verður í eigu Landsbjargar en rekinn af björgunarsveitinni Strönd en stað- settur á Skagaströnd. Með þessum væntanlega bát er liður í áætlun- um Landsbjargar að þétta bátanet sitt um landið. Áætlunin gerir ráð fyrir fleiri bátum sem verða á suð- urhluta Vestfjarða, Vopnafirði og á Höfn í Hornafirði. Gunnar Frið- riksson var níu og hálfa klukku- stund frá Ísafirði til Skagastrand- ar í leiðindaveðri. Brot kom á Gunnar út af Horni og skemmdist hann lítillega við atvikið. Áhöfnin slapp ósködduð og töldu þeir fé- lagar sig ekki hafa verið í alvar- legri hættu. Bíða eftir nýjum björgunarbáti Skagaströnd. Morgunblaðið Morgunblaðið/Ó.B. Á myndinni sjást skemmdir á stefni Gunnars Friðrikssonar eftir brotsjó út af Horni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.