Morgunblaðið - 13.04.2004, Side 37

Morgunblaðið - 13.04.2004, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2004 37 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert ákveðin/n, áræðin/n og frumleg/ur og óhrædd/ur við að halda á vit ævintýr- anna. Búðu þig undir miklar breytingar í lífi þínu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þig langar til að hjálpa vini þínum í dag eða taka þátt í hjálparstarfi. Þú hefur bæði viljann og kraftinn til að leggja þitt af mörkum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú hefur gaman af fallegum hlutum á borð við gull og silf- ur. Þig langar til að kaupa einhvern munað í dag en ætt- ir að láta það ráðast af efna- hag þínum hvort þú lætur það eftir þér eða ekki. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú ert tilbúin/n að standa og falla með hugmyndum þínum í dag og munt því líklega lenda í rökræðum um eitt- hvað sem skiptir þig máli. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú átt auðvelt með að ýta þínum eigin þörfum til hliðar í dag og sinna þörfum ann- arra. Gættu þess að ganga ekki of langt í fórnfýsinni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú átt ekki í neinum vand- ræðum með að telja aðra á þitt band í dag. Áhugi þinn og kappsemi smita út frá sér. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þig langar til að bæta starfs- aðstæður þínar og fólksins í kringum þig. Þú sérð þörfina á breytingum og ert tilbúin/n að tala við yfirmenn þína um það sem gera þarf. Láttu endilega verða af því. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Fyrirætlanir þínar varðandi ferðalög og hvers konar list- sköpun virðast geta gengið upp. Það er þó ekkert gull- tryggt fyrr en við höfum látið á það reyna. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert tilbúin/n að hjálpa ein- hverjum í fjölskyldunni í dag. Þú átt auðvelt með að sýna skilning og þolinmæði. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú getur öðlast aukinn skiln- ing á sjálfri/sjálfum þér með því að bera þig saman við aðra. Það eru oft okkar eigin gallar sem angra okkur mest í fari annarra. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú getur komið miklu í verk í vinnunni í dag. Þú nennir ekki að velta þér upp úr hlut- unum heldur vilt bara koma sem mestu í verk. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú hefur mikinn sköpunar- kraft í dag og átt sérlega auð- velt með að sýna börnum nærgætni og hlýju. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú hefur mikla þörf fyrir að koma á umbótum á heimilinu eða innan fjölskyldunnar. Þú vilt gera eitthvað bæði fyrir sjálfa/n þig og aðra. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. BJÖSSI LITLI Á BERGI Bjössi litli á Bergi, bróðurlaus á jörð, hljóður fram til fjalla fylgdi sinni hjörð. – Stundum verða vorin vonum manna hörð. Bjössi litli á Bergi bjó við stopul skjól. Hálsinn hamrasvartur huldi vetrarsól. Inni jafnt sem úti einstæðinginn kól. Ein með öllu gömlu unga sálin hans þoldi þunga vetur, þögn og myrkur lands. Löng er litlum þroska leiðin upp til manns. – – – Jón Magnússon LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 95 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 13. apríl, er 95 ára Sigurður Magnússon frá Þórarins- stöðum í Seyðisfirði, áður til heimilis að Kirkjuvegi 57 í Vestmannaeyjum. Hann dvelur nú á Heilbrigðis- stofnun Austurlands á Seyðisfirði. NORÐUR á spennandi spil – hálfþéttan áttlit og tvö einspil, en það er ómögulegt að segja hvað úr slíku verður á móti grandopnun. Svartsýni er þó ástæðulaus: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ÁDG109753 ♥4 ♦8 ♣1062 Suður ♠82 ♥Á93 ♦Á9653 ♣ÁK4 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 grand Pass 4 hjörtu * Pass 4 spaðar Pass 4 grönd Pass 5 lauf ** Pass 6 spaðar Allir pass * Yfirfærsla í spaða. ** Þrjú lykilspil. Norður ákveður að taka af skarið: Stökkið í fjögur hjörtu er Texas-yfirfærsla í spaða og fjögur grönd á eftir lykilspilaspurning með spaða sem tromp. Suður er ríkur af lykil- spilum og norður lætur vaða í slemmu. Útspil vesturs er hjartakóngur og nú er það verkefni les- andans að velja bestu leið- ina til vinnings. Vel heppnuð svíning í trompi myndi bjarga mál- unum, en það er ódýr lausn. Ef hægt er að frí- spila fimmta tígulinn er kannski í lagi þótt vörnin fá slag á tromp. Með það í huga er best að byrja á því að spila tígulás og stinga tígul með milli- trompi. Fara svo heim á lauf og trompa aftur tígul hátt. Norður ♠DG109753 ♥4 ♦8 ♣1062 Vestur Austur ♠4 ♠K6 ♥KDG8 ♥107652 ♦D1042 ♦KG7 ♣G985 ♣D73 Suður ♠82 ♥Á93 ♦Á9653 ♣ÁK4 Þegar báðir fylgja lit er samgangurinn tryggður með því að spila trompsjöu úr borði! Í þessu tilfelli drepur austur væntanlega á kónginn og þá er áttan í spaða innkoman sem þarf til að nýta fimmta tígulinn. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. Bg5 dxe4 5. Rxe4 Rbd7 6. Rf3 h6 7. Rxf6+ Rxf6 8. Bxf6 Dxf6 9. Bb5+ c6 10. Bd3 Bd7 11. c3 Bd6 12. De2 c5 13. O-O cxd4 14. cxd4 De7 15. Re5 Bxe5 16. dxe5 Bc6 17. Be4 Bxe4 18. Dxe4 O-O 19. Had1 Hfd8 20. g3 Hac8 21. Hd6 Hxd6 22. exd6 Dxd6 23. Dxb7 Hb8 24. Dxa7 Hxb2 25. a4 Dd5 26. Ha1 Hb7 27. De3 Da5 28. Dd3 Hb8 29. Dd7 Ha8 30. h4 h5 31. Dc6 Ha7 32. De4 g6 33. Kg2 Kh7 34. Ha3 Ha8 35. Df4 Ha7 36. Df6 Dd5+ 37. Kh2 Hc7 38. a5 e5 39. a6 Hc1 40. Df3 e4 41. De3 Hc8 42. a7 Ha8 43. Db6 Dd2 44. Dc5 Dd7 45. Ha5 Db7 46. Dd4 Dc7 Staðan kom upp á Amber skákmótinu sem lauk fyrir skömmu í Mónakó. Viswanathan Anand (2766) hafði hvítt gegn Vassily Iv- ansjúk (2716). 47. Hxh5+! og svartur gafst upp enda taflið gjörtapað eftir 47... gxh5 48. Dxe4+. Lokastaða mótsins varð þessi: 1.-2. Alexander Mor- ozevich (2732) og Vladimir Kramnik (2777) 14½ vinning af 22 mögulegum. 3. Visw- anathan Anand (2766) 13½ v. 4. Vassily Ivansjúk (2716) 13 v. 5.–6. Peter Leko (2722) og Evgeny Bareev (2714) 12½ v. 7. Peter Svidler (2747) 11½ v. 8. Alexei Shir- ov (2736) 11 v. 9. Veselin Topalov (2735) 10 v. 10. Bor- is Gelfand (2709) 8½ v. 11. Loek Van Wely (2617) 7½ v. 12. Rancisco Pons Vallejo (2663) 3½ v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Frá26.995kr. Vikulegt flug í sumar Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 www.heimsferdir.is Portúgal Heimsfer›ir bjó›a í sumar beint vikulegt flug til Portúgal og er áfangasta›urinn Algarve sem n‡tur gífurlegra vinsælda. fiar bjó›um vi› topp gistista›i me› frábærri fljónustu á hagstæ›ara ver›i en nokkru sinni fyrr. Helstu einkenni Portúgal eru fegur› og fjöl- breytni. Má flar nefna heillandi menningu, náttúruna, sólina og sjóinn, auk fless sem gott ver›lag og elskulegt fólk ásamt vaxandi og gó›ri fer›afljónustu hafa gert Portúgal a› einu eftirsóknar- ver›asta fer›amannalandi Evrópu í dag. Tryggðu þér lægsta verðið á Íslandi 26.995 kr. Flugsæti með sköttum, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Netverð. 33.395 kr. M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, 26. maí, Alta Ouro. Netverð með 10 þús. kr. afslætti. Ferðir til og frá flugvelli 1.800 kr. 44.990 kr. M.v. 2 í íbúð, 26. maí, Alta Ouro. Netverð, með 10 þús. kr. afslætti. Ferðir til og frá flugvelli 1.800 kr. Topp gististaðir Heimsferðir bjóða afbragðs gististaði í Algarve með góðri staðsetningu og frábærum aðbúnaði, hvort sem þú ert á höttunum eftir glæsilegum 4 stjörnu gististað eða ódýru, þægilegu íbúðarhóteli. Algarve N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 1 1 4 5 5 / si a. is Þökkum ótrúlegar undirtektir Alta Ouro H rin gb ro t MEÐ MORGUNKAFFINU Ertu með í að grafa göng? Lokaðu hurðinni!!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.