Morgunblaðið - 13.04.2004, Qupperneq 39
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2004 39
ÍSLENDINGALIÐIN Örgryte og
Hammarby gerðu markalaust jafn-
tefli í Gautaborg í gær þegar þau
mættust þar í sænsku úrvalsdeild-
inni. Pétur Marteinsson þótti besti
leikmaður Hammarby og lék allan
tímann í vörn liðsins. Tryggvi Guð-
mundsson og Jóhann B. Guðmunds-
son voru í liði Örgryte en Atli
Sveinn Þórarinsson var varamaður
og kom ekki við sögu. Tryggvi var
ógnandi í framlínu Örgryte og þykir ná vel saman við
hinn brasilíska Paulinho.
Hjálmar Jónsson lagði upp fyrsta mark Gauta-
borgar, eftir aðeins 47 sekúndur, þegar lið hans vann
Elfsborg, 3:0.
Auðun Helgason var í leikmannahópi Landskrona
en lék ekki með þegar liðið gerði jafntefli við Sunds-
vall á útivelli, 0:0.
Pétur bestur í Ís-
lendingaslagnum
ÍSLENDINGARNIR voru mjög áberandi hjá Lokeren
þegar liðið sigraði La Louviere, 2:0, í belgísku 1. deild-
inni í knattspyrnu á laugardaginn. Fyrra markið kom
þegar Marel Baldvinsson reif sig lausan frá varn-
armanni og gaf góða sendingu á Rúnar Kristinsson sem
lyfti boltanum yfir markvörð La Louviere og í stöngina,
þar sem Ilson fylgdi á eftir og skoraði, 1:0. Skömmu síð-
ar var Mamouni hjá La Louviere rekinn af velli fyrir
gróft brot á Rúnari, sem slapp við meiðsli.
Rúnar átti síðan góða sendingu á Arnar Grétarsson
sem lyfti boltanum fallega yfir markvörðinn, 2:0.
Arnar lék mjög vel og var hvíldur 20 mínútum fyrir
leikslok. Arnar Þór Viðarsson og Marel áttu einnig góð-
an leik en Rúnar var besti maður vallarins.
Sigurinn var ákaflega mikilvægur fyrir Lokeren sem
komst með honum fimm stigum frá fallsæti þegar fimm
umferðum er ólokið.
Indriði Sigurðsson sat allan tímann á varamannabekk
Genk sem sigraði Gent, 1:0.
Arnar skoraði
og Rúnar bestur
REAL Madrid fékk háðulega út-
reið á heimavelli að kvöldi páska-
dags þegar stórliðið stjörnum
prýdda steinlá gegn Osasuna, 3:0.
Eftir útreiðina gegn Mónakó í
Meistaradeild Evrópu í síðustu
viku var þessi ósigur sem salt í
sárin, ekki síst þar sem Valencia
sigraði Zaragoza, 1:0, á útivelli
með marki frá Migulo Angulo og
er nú með tveggja stiga forystu í
spænsku 1. deildinni.
Valdo, fyrrverandi leikmaður
Real Madrid, skoraði strax á 2.
mínútu og heimaliðið var stál-
heppið að staðan var aðeins 2:0 í
hálfleik fyrir Osasuna. Ekki bætti
úr skák að Ronaldo haltraði af
velli eftir 27 mínútna leik þar
sem meiðsli í læri, sem stöðvuðu
hann um skeið í síðasta mánuði,
tóku sig upp að nýju og hætta er
á að hann missi af næstu leikjum.
David Beckham, fyrirliði Eng-
lands, var eini leikmaður Real
sem stóð nokkurn veginn fyrir
sínu en hann fór einnig sár af
velli eftir olnbogaskot í andlitið
og hörð návígi við leikmenn
Osasuna.
Barcelona hélt hinsvegar
áfram sinni sigurgöngu og
hreiðraði enn betur um sig í
þriðja sætinu með því að sigra
Valladolid á útivelli, 3:1. Ronald-
inho skoraði eitt markanna en
var rekinn af velli snemma í síð-
ari hálfleik.
Real Madrid skotið úr
toppsætinu á Spáni
ÁGÚST Jóhannsson þjálfari ís-
lenska liðsins var ósáttur við fjór-
tán marka munar skell gegn Dön-
um, 22:36, og vill margt laga. „Það
er eitt að tapa leik en tapa honum
svona stórt er óásættanlegt. Ég er
hundóánægður með seinni hálfleik-
inn í dag en við héldum í við Danina
í fyrri hálfleik. Það verður bara að
segja eins og er að við erum ekki í
nógu góðu líkamlega formi til að
spila á sama hraða og danska liðið.
Það var barátta og vilji í liðinu í
fyrri hálfleik en ég er ekki sáttur
við hvað við gáfum mikið eftir.
Fyrst og fremst eru líkamlegt
ástand leikmanna ekki nógu gott og
við sem hópur þurfum að taka strax
okkur á. Við höfum sterkan og góð-
an varnarleik, sem skilar oft hraða-
upphlaupum en þurfum að fá fleiri
mörk utan af velli,“ sagði Ágúst en
var þó tilbúinn í næsta verkefni.
„Við vissum eiginlega ekki neitt um
þessi lið. Vissum reyndar að Danir
eru með sterkasta liðið og að mínu
mati er það slóvakíska sterkara en
okkar en við spiluðum mjög vel
gegn því enda fengum við mjög
góðan stuðning frá áhorfendum,
eins og í dag. Okkar markmið var
að komast áfram og við erum
ánægð með að hafa náð því, þetta
er í fyrsta sinn sem íslenskt kvenna-
landslið kemst í lokakeppni Evr-
ópumóts, en úr því sem komið var
ætluðum við að vinna riðilinn svo að
við erum hundsvekkt með svona
stórt tap. Það er mikil tilhlökkun að
taka þátt í úrslitakeppninni. Auð-
vitað veit ég að þetta verður erfitt
en góð reynsla. Við erum eflaust
talin með eitt af slökustu liðunum
en erum ekkert hrædd við það. Að
komast þangað hefur góð áhrif á
liðið og líka íslenskan kvenna-
handbolta. Nú er okkar að vinna
með liðið, koma því í betra stand og
laga það sem þarf,“ sagði Ágúst
Jóhannsson.
Óásættanlegt að
tapa svona stórt
gegn Dönum
Það var greinilega átak fyrir ís-lenska liðið að sýna sitt besta
gegn Danmörku á sunnudaginn.
Sóknarleikurinn var
ekki uppá marga
fiska en vörnin því
betri og átti mestan
þátt í að liðið náði 4:3
forystu. Þá tók danski þjálfarinn
leikhlé og setti ferska leikmenn inná,
sem skrúfuðu upp hraðann. Á 8 mín-
útum skora Danir 7 mörk á móti einu
en þegar íslenska liðið lagði allt í söl-
urnar náði það að saxa forskotið nið-
ur í tvö mörk. Þegar níu mínútur
voru liðnar af síðari hálfleik munaði
einu marki, 16:15, en þá hrundi leik-
ur liðsins. Ekki stóð steinn yfir
steini, hvert klúðrið rak annað á
meðan Danir áttu nóg inni og hrein-
lega sprengdu íslensku stúlkurnar.
Ánægð með áhorfendur
„Við áttum að gera miklu betur og
það var sorglegt að tapa svona stórt í
dag,“ sagði Eva Margrét Kristins-
dóttir fyrirliði landsliðsins eftir leik-
inn. „Þær dönsku eru greinilega bet-
ur á sig komnar en við, sem þurfum
að vera duglegar að æfa í sumar og
mæta síðan á Evrópumótið til að
gera okkar besta. Við erum samt
duglegar að æfa, erum allar á fullu í
okkar félagsliðum og spilum í flest-
um unglingaflokkum líka.“ Ekki var
laust við að dregið væri af íslenska
liðinu í lokin. „Það var erfitt að rífa
sig upp eftir góðan sigur á Slóvakíu
en við urðum bara að gera það fyrir
leikinn við Danmörk. Við erum að
vísu komnar áfram en sigur gegn
Dönum hefði verið góður fyrir fram-
haldið í riðlinum í úrslitum, fá þá
léttari mótherja. Ég er mjög ánægð
með áhorfendurna, sem komu til að
styðja við bakið á okkur um helgina
og þakka öllum kærlega,“ bætti Eva
við.
Ísland vantar fleiri leikmenn
Danski þjálfarinn var ánægður
enda ekki viss um sigur. „Við vorum
alls ekki viss um sigur í þessum móti.
Við vissum að Ísland er með gott lið
eins og kom í ljós og Slóvakía
ágætt,“ sagði Heine Eriksen, þjálf-
ari danska landsliðsins eftir leikinn.
„Það sneri leiknum við þegar það
besta kom fram í danska liðinu eftir
hlé, enda var þetta besti síðari hálf-
leikur okkar í nokkrar vikur. Svo
skipti líka máli að við höfum fleiri
betri leikmenn en Íslendingarnir.
Það er alltaf mikil barátta í íslensku
liðunum og liðið er gott. Hraðinn var
einnig ágætur en það vantar nokkra
góða leikmenn til viðbótar, þó nokkr-
ir séu mjög góðir.“ Sá danski ætti að
hafa reynslu því í síðustu viku lék lið-
ið tvo leiki við Pólland en liðið er
saman 60 daga á ári og spilar um 20
leiki á ári.
Morgunblaðið/Golli
Stúlkurnar fagna sigrinum á Slóvakíu, sem tryggði þeim rétt til
að taka þátt í lokakeppni Evrópumótsins.
EM-sætinu
fagnað þrátt
fyrir stórtap
ÞRÁTT fyrir hrikalega 36:22 útreið gegn Dönum á sunnudaginn
brostu stelpurnar í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta í gegn-
um tárin því fyrir leikinn voru þær búnar að tryggja sér þátttökurétt
í úrslitum Evrópukeppninnar í handknattleik eftir dramatískan
33:32 sigur á Slóvakíu þegar liðin tóku þátt í forkeppni á Seltjarn-
arnesi um páskana. Áhorfendur létu sig ekki vanta svo það var fullt
hús á báða leiki íslenska liðsins og mikil stemning.
Stefán
Stefánsson
skrifar
Það var spenna í lofti hjá leik-mönnum liðanna á upphafs-
mínútum leiksins og mátti sjá mörg
klaufaleg mistök
leikmanna. Leik-
menn Snæfells
reyndu hvað þeir
gátu til að draga úr
hraða leiksins og hafði það mikið
að segja að þeirra hættulegasti
leikmaður Corey Dickerson lék
ekki með, var í leikbanni. Hafþór
Gunnarsson fékk það verðuga
verkefni að stjórna leik Snæfells,
en Keflvíkingurinn Sverrir Þ.
Sverrisson setti mikla pressu á
Hafþór og átti hann í miklum erf-
iðleikum að stilla upp sókn sinna
manna.
Leikurinn var í járnum fyrstu
mínúturnar, en þegar Keflvíkingar
skoruðu átta stig í röð tóku þá
gestirnir leikhlé. Keflvíkingar
skiptu þá yfir í pressuvörn og áttu
Snæfell engin svör við henni og
glopruðu boltanum hvað eftir ann-
að í hendurnar á Keflvíkingum.
Vörnin hjá Keflavík var geysilega
öflug og vel skipulögð, sem sást
best á því að Snæfellingar skoruðu
aðeins 10 stig í öðrum leikhluta og
var staðan vænleg hjá Keflvíking-
um í leikhléi, 43:25.
Í seinni hálfleik var ekki mikið í
spilunum hjá Snæfellingum. Kefl-
víkingar voru hreint út sagt óstöðv-
andi og áttu Snæfellingar engin
svör við stórgóðum leik þeirra.
Það var aðeins í fjórða leikhluta
sem leikmenn Snæfells tóku sig á
og skoruðu sjö stig í röð – breyttu
stöðuni í 65:50. Þá tóku Keflavík-
ingar leikhlé og svöruðu með átta
stigum í röð og var munurinn orð-
inn 23 stig 73:50 og fimm mínútur
eftir. Gerði það útslagið fyrir Snæ-
fell og sigruðu Keflvíkingar örugg-
lega 87:67.
Mikil fagnaðarlæti brutust út í
leikslok – Keflvíkingar fögnuðu sín-
um sjöunda Íslandsmeistaratitli.
Keflavík
Íslands-
meistari
MIKIÐ fjör var í Keflavik laug-
ardaginn fyrir páska, þar sem
Íslands- og bikarmeistarar
Keflavíkur tóku á móti deildar-
meisturum Snæfells í fjórða leik
úrslitakeppninnar í Körfuknatt-
leik. Staðan fyrir viðureignina
var Keflavík í hag, 2:1, þannig
að sigur gaf heimsmönnum Ís-
landsmeistaratitlinn. Umgjörðin
fyrir leikinn var öll hin glæsileg-
asta – hljómsveitin Safn-
aðarfundur eftir messu lék af
miklum krafti þegar liðin hituðu
upp og var stemmninginn raf-
mögnuð á Sunnubrautinni í
Keflavík. Heimamenn kunnu
svo sannarlega að meta hið raf-
magnaða andrúmsloft og fögn-
uðu öruggum sigri og Íslands-
meistaratitli, 87:67.
Davíð Páll
Viðarsson
skrifar
Pétur