Vísir - 24.08.1981, Side 17
Mánudagur 24. ágúst 1981
16
•Baráttukveðjur
frá sjómönnum
Vestfiröingar styðja vel við
bakiö á leikmönnum isa-
fjarðarliðsins, sem eru nú á
þröskuidi 1. deildar — i fyrsta
skipti f 19 ár. Áhuginn er mik-
ill og eru oft landlegur. þegar
isfirðingar leika á heimaveiii.
Ef bátar og togarar eru á veiö-
um, þá senda þeir leikmönn-
um isafjarðarliðsins baráttu-
kveöjur. Fyrir leikinn gegn
Völsungi á laugardaginn,
fengu leikmenn liðsins skeyti
frá sjómönnnum, með bar-
áttukveðjum, inn i búnings-
klefa.
• ATLI EÐVALDSSON
• Atll VIII lá
Ijósrit
ai skeytl
frá Dortmund
Atli Eðvaldsson, landsliðs-
maður f knattspyrnu, sem
leikur með Borussia Dort-
mund, hefur beðiö landsliðs-
nefnd K.S.Í. að senda sér ljós-
rit af skeyti þvi, sem Dort-
mund sendi landsliðsnefnd-
inni. Atli hefur grun um, að i
skeyti þvi, sem Dortmund
sendi, stæði aö hann hafi ekki
gefiö kost á sér i landsleikinn
gegn Dönum, en ekki að Bo-
russia Dortmund hefði synjað
honum um leyfi til að leika i
Kaupmannahöfn.
• Haraldur til
Danmerkur
Ilaraldur Leifsson, einn
sókndjarfasti leikmaður lsa-
fjarðarliðsins, sem hefur
skorað 5 mörk i 2. deildar-
keppninni, er farinn til Kaup-
mannahafnar til náms og mun
hann þvi ekki leika meira með
isfirðingum i sumar.
• Nigerlumenn
mættu 17 min.
fyrir leik!
— Ilvað, ætla Nigeriumenn
ekki að mæta? Þessi spurning
kom upp á Laugardalsvellin-
um, fyrir landsleik islands og
Nigeriu, en þá voru 20 min.
þar til leikurinn átti aö hefj-
ast. Nigeriumenn voru þá ekki
mættir til leiks. Stuttu siðar
komu þeir — mjög vel kiæddir
og var það 17 min. fyrir leik-
inn.
• Valsmenn
óhressir
Valsmenn eru mjög óhressir
með aö Mótanefnd K.S.Í. hef-
ur sett leik þeirra gegn Eyja-
mönnum á 4. september. Þeir
óskuðu eftir að leikurinn færi
fram 6. sept. Þaö er vel
skiljanlegt, að Valsmenn séu
óhressir — það má ekki búast
við mörgum á völlinn á föstu-
degi kl. 19.00.
L________________
CD
fl r hér
11 lyern 1
| hen”
- segir Asgeir Sigurvinsson
Ásgeir Sigurvinsson, knattspyrnukappinn
kunni frá Vestmannaeyjum, sem er nú í her-
búðum V-Þýskalandsmeistaranna Bayern
Munchen, lék sinn fyrsta leik í „Bundeslig-
unni" á laugardaginn, þegar Bayern mætti
Werder Bremen.
Asgeir, sem hefur átt viö meiðsli að striða, sem hann
hlaut i bikarúrslitaleiknum i Belgiu, komst fyrr inn i hið
sterka Bayern-lið en menn reiknuðu með. Blöö i V-Þýska-
landi segja, að góður árangur Asgeirs i æfingaleikjum að
undanförnu, hafi fært honum sæti i liöinu.
— Ég kann mjög vel við mig hjá
Bayern Munchen — liösandinn er
mjög góður og þjálfarinn (Pal
Csernai) er frábær. bá eru leik-
menn Bayern mjög góðir félagar,
sagði Asgeir i stuttu spjalli viö
Visi.
Ásgeir sagði, að hann væri fyrst
núna að fá ánægju út úr þvi, sem
hann væri að gera. — Ég er búinn
að vera að æfa á öðrum fætinum i
8 vikur og hefur sá timi verið
erfiður. Nú siðustu dagana hef ég
getað tekiö þátt i æfingum á fullu
og þegar ég gat verið með á
fyrstu skotæfingunni, þá fór fyrst
að vera gaman.
Ný heimur opnast...
— Þaö er óhætt að segja, að nýr
heimur hafi opnast fyrir mér hér i
Bæjaralandi, en til að byrja með
átti maður erfitt með að tjá sig,
þar sem ég talaði ekki þýsku. Nú
er það allt að koma og um leið
minnkar spennan á manni, sagði
Asgeir.
Asgeir sagöi, að fólkið i
Munchen væri glatt og skemmti-
legt — þaö er léttara yfir fólki
hér, heldur en i Belgiu. Það er
mjög fallegt hérna — skógar,
hæðir og vötn.
— Ég hef nokkrum sinnum farið
upp að vötnunum hér fyrir ofan,
með félögum minum hjá Bayern
Munchen og höfum við þá rennt
fyrir fisk. bað er ekki mikið að
hafa — eingöngu smá-tittir.
Rólega af staö
— Nú lékstu þinn fyrsta leik
með Bayern I „Bundesligunni” —
gegn Bremen?
— Já, þá var ánægjulegt aö fá
að leika sinn fyrsta leik á heima-
velli — Ólympiuleikvanginum,
þvi það er alltaf erfitt að byrja að
leika með nýjum félögum. Ég fór
rólega af stað — passaöi mig á að
gera ekki vitleysur. Var ragur að
gera eitthvað upp á eigin spýtur,
enda borgar sig ekki aö byrja á að
taka of stórt upp i sig.
— Hvaða stöðu lékst þú?
— Ég var hægra megin á miöj-
unni — i stöðu, sem ég er ekki
vanur að leika, sagöi Asgeir, sem
lék alltaf vinstra megin hjá
Standard Liege. Þetta er ekki
besta spilastaðan, þvi að hún
byggist upp á miklum hlaupum —
maður er 80% af leiknum á hlaup-
um og 20% með knöttinn, eða i
snertingu við hann.
Bíð eftir minu tækifæri
Asgeir sagöi, að það væri erfitt
að komast inn i lið eins og Bayern
Munchen, sem hefur ekki tapað 30
leikjum i röð i V-Þýskalandi.
Ég er ekki byrjaður aö örvænta
heldur bið eftir minu tækifæri,
þegar það kemur.
— Ég reikna meö að fá að leika
meira inni á miöjunni, þegar
Bayern tekur þátt i alþjóðlegu
móti á Spáni i næstu viku, sem
Real Madrid stendur fyrir. Þá
leika landsliðsmennirnir ekki
meö, þar sem V-Þýskaland er að
leika landsleik á sama tima. Það
verður þvi gott að fá að leika tvo
æfingaleiki — þeir hjálpa mikið,
sagði Ásgeir.
Verð að vera á varðbergi
Asgeir sagði, að það væri fylgst
náið með leikmönnum Bayern af
blöðum i Munchen. — Hér eru
fimm blöð, sem öll eru á höttum
eftir viðtölum og uppsláttarfrétt-
um. — Maður verður að vera á
varðbergi og hugsa sig tvisvar
um, áður en látið er hafa eitthvað
eftir sér i blöðin, þvi að „viðtöl”
væru yfirleitt löguð til af blaða-
mönnunum, eins og þeim hentaði
best.
17
9 vindsfig og rigning
i Laugardainum
„Áttum ekKert
svar viö veður-
auöunum”
& fe-
Múnchen.
^l'á Bayern
Er að fá „leðurtuðru"
— Asgeir, ein spurning aö lok-
um — hefurðu hugsað þér aö fá
þér stuttbuxur úr leðri, eins og
Bæjarar eru þekktir fyrir aö
ganga i?
— Jú, ég er nú hræddur um það,
sagði Ásgeir og hló, en Asgeir
sagði, að það hafi klæðskeri kom-
ið á æfingu hjá Bayern fyrir
tveimur dögum og mælt nokkra
leikmenn hátt og lágt. — Hann
hefur fengið þaö hlutverk að
sauma á okkur „leðurtuðrur”,
eins og við köllum buxurnar.
Heldurðu, að þaö verði ekki
„stæll” á manni, þegar maöur
byrjar að spóka sig hér um slóðir
i buxunum,” sagði Asgéir og hló.
-sos
Baslrun lær
ekKI fri hiá
Hamnuraep sv
- til aö leika með Dönum gegn Íslendíngum
■■■■■■■■■■■■■■■■BBUUIUI
[Ásgeir ekki meö!
Asgeir Sigurvinsson mun aö öllum líkindum ®
j» ekki getað ieikið meö islenska landsliðinu gegn !
“ Tyrkjum i HM-keppninni 9. september á ®
— Laugardalsvellinum, þar sem Bayern Munchen
“ á að leika 8. september gegn Karlsruhe. ■
Þá hefur landsliðsnefnd K.S.l. fengið skeyti
“frá Frakklandi þess efnis, að Karl Þórðarson
“geti ekki fengið fri til að leika landsleiki Islands i
■HM-keppninni.
1 Aðrir „útlendingar” — Pétur Pétursson, Teit-
■ ur Þórðarson, Janus Guðlaugsson, Magnús
ÖBergs, örn Óskarsson, Arnór Guðjohnsen og Atli
■ Eðvaldsson geta leikið leikinn gegn Tyrkjum.
■ -SOS
— Við komum til tslands, til að
vinna sigur — en við áttum ekkert
svar við veðurguðunum, sem
voru Isiendingum hliðhollir, sagði
Justin Mc. Onwudiwe, þjálfari
landsliðs Nígeríumanna, sem eru
ekki vaniraö leika knattspyrnu i 9
vindstigum og beljandi rigningu.
— Það er ekki hægt að leika
knattspyrnu i sliku veðri — ekki
hægt að hemja knöttinn, sagði
Onwudiwe, eftir aö Nfgeriumenn
höfðu mátt þola tap gegn is-
lendingum.
bað var varla stætt á Laugar-
dalsvellinum, þegar leikurinn fór
fram — enda m jög hvasst. Það er
óhætt að segja, að Islendingar
hafi fengiö óskabyrjun, þvi að
Arni Sveinsson skoraði fyrsta
mark Islendinga — úr fyrirgjöf af
30mfæri. Ámi sendiknöttinn fyr-
ir mark Nigeríumanna — utan af
kanti. Knötturinn fór fyrir markið
og tók siðan sveig og sveif yfir
markvörð Nigeriumanna — Oge-
bendbe, sem átti ekki von á aö
knötturinn stefndi að marki.
Islendingar réðu gangi leiksins
og bættu þeir Lárus Guðmunds-
son og Marteinn Geirsson viö
mörkum (3:0) i seinni hálfleik.
Lárus skoraði sitt mark með
skalla, eftir fyrirgjöf frá Pétri
Ormslev, en Marteinn skoraði sitt
mark úr vitaspyrnu.
Marteinn misnotaöi aðra vita-
spyrnu — lét þá Ogebendbe verja
frá sér.
Anægður með sigurinn
— Það var litið hægt að sýna i
sliku veðri. Ég er ánægður með
sigurinn, sagði Guðni Kjartans-
son, þjálfari landsliösins, sem
sagðist hafa átt von á Nigeriu-
mönnum sterkari.
Pétur Ormslev var besti leik-
maður islenska landsliðsins.
-SOS
r- sagöi MG.
Onwudiwe.
pjálfarl
Nigeriumanna,
eftir tapið gegn
fslendingum
-0:3
Baunneiftur
fimmta...
- í 1500 m hiaupi á EM
í Hoiiandi
Ragnheiður
ólafsdóttir varð i
fimmta sæti i 1500
m hlaupi á
Evrópumeistara-
móti unglinga,
sem fór fram i
Utrecht i Hol-
landi um helgina.
Ragnheiður
komst i úrslita-
hlaupið og má
meö sanni segja,
að hún hafi staöið
sig vel — hún
hljóp vegalengd-
ina á 4:21.71 min.
— SOS
RAGNHEIÐUR
ÓLAFSDÓTT-
IR.
Þrjú mörk
með skaila
Janus Guðlaugsson og félagar
hans hjá F ortuna Köln innu góðan
sigur (3:1) yfir SC Freiburg i 2.
dcildarkeppninni i V-Þýskalandi og
er Fortuna Köln nú I fimmta sæti f
deildinni. Það var Karl-Heinz Möd-
rath sem skoraði öll mörk Fortuna
og öll með skalla.
— SOS
Frá Gunnari Salvarssyni i
Kaupmannahöfn. — Það er nú
ljóst, að Allan Simonsen verður
eini „Útlendingurinn”, sem leik-
ur með Dönum gegn islendingum
hér i Kaupmannahöfn á miðviku-
daginn. Hamburger SV gefur
Lars Bastrup ekki fri til að leika,
þar sem hann á að leika meö fé-
laginu gegn 1. FC Nurnberg sama
dag.
Danska knattspyrnusambandið
er ekki mjög ánægt með fram-
komu forráðamanna Hamburger
SV — segir, aö það sér ófært að
einhverjir menn I V-Þýskalandi
séu að meta mikilvægi lands-
leikja Dana, en forráðamenn
Hamburger SV sögðu, að leikur
Dana gegn Islendingum væri ekki
svo mikilvægur, aö nauðsynlegt
hafi verið aö gefa Bastrup fri til
að leika hann.
Þaö má nú fastlega reikna með,
að danska knattspyrnusamband-
ið krefji Hamburger SV um
skaðabætur — peninga, fyrir að
láta Bastrup ekki lausan i lands-
leikinn.
Þrir af fjórum atvinnumönnum
Dana, sem áttu aö leika gegn Is-
lendingum, eru þvi úr leik.
Dönsku blöðin segja, að Is-
lendingar eigi viö svipaö vanda-
mál að glima og Danir, að þeir fái
ekki atvinnumenn sina til leiks. —
Islendingar tefla þvi fram sinu
sterkasta „heimaliöi”, þar sem
Arni (Marteinn) Geirsson, 54
landsleiki og hinn knái Sigurlás
Þorleifsson eru hvað sterkastir.
— Gsal/—SOS
NígeríiP
tapaði
Nigeriumenn léku gegn
Sheffield Wednesday f Eng-
landi, áður en þeir komu til ts-
lands. Þeir töpuðu (0:2) fyrir
miðvikudagsliðinu. Frá tslandi
héldu Nigeriumenn til Eng-
lands, þar sem þeir leika gegn
Brighton nú i vikunni og síðan
leika þeir einn leik i Portúgal.
— SOS,
• LARUS GUÐMUNDSSON...sem hefur skorað 2 mörk I tveimur
landsleikjum, sést hér reyna skot, en markverði Nfgerlu tókst að
bjarga á siðustu stundu.
• LARS BASTRUP...Ieikmaðurinn sterki
Hamburger SV.
Uruguay úr leik
Vonir Uruguay um að komast I úrslitakeppni
HM i knattspyrnu á Spáni 1982, minnkuöu heldur
betur i gærkvöldi, þegar Uruguay-menn töpuðu
mjög óvænt á heimavelli — 1:2 fyrir Perú.
Perú hefur nú forystu i riöli 2 i S-Ameriku —
meö 5 stig eftir þrjá leiki. Uruguay er með tvö stig
eftir 2 leiki og Kólumbia er með 1 stig eftir þrjá
leiki. Perú á eftir að leika gegn Uruguay heima.
—sos
5 nýiiðar gegn
Nígeríumönnum
Landsiiðið hélt tii Danmerkur i morgun
7/
Bjarki kom,
sá og sigraði
í Hróarskeldu
5 nýliðar léku með Iandsliðinu
gegn Nígerfumönnum — þeir
Guðmundur Baldursson (Fram)
og Ómar Torfason (Vikingi), sem
byrjuðu inná og Sigurður Lárus-
son (Akranesi), Ólafur Björnsson
(Breiðabliki) og Ragnar Mar-
geirsson (Keflavik), sem komu
inn á sem varamenn.
Landsliðið var þannig skipað:
Guðmundur Baldursson (Þor-
steinn Bjarnason), Viðar Hall-
dórsson (Ólafur Björnsson), öm
Óskarsson, Marteinn Geirsson,
Sævar Jónsson, Magnús Bergs,
Ómar Torfason (Sigurður Lárus-
son), Ami Sveinsson, Pétur Orm-
slev, Sigurlás Þorleifsson (Ragn-
ar Margeirsson) og Lárus Guö-
mundsson.
Þessir 15 leikmenn ásamt Sig-
urði Halldórssyni, héldu til Dan-
merkur f morgun.
-SOS
MARTEINN
GEIRSSON...fyrirliöi Islenska
landsliðsins.
V-Húnvetningurinn efni-
legi, B jarki Haraldsson, kom
sá og sigraði á Andrésar
Andarleikunum i Hróars-
keldu i Danmörku. Þessi 12
ára frjálslþrótta kappi varð
sigurvegari i 800 m hlaupi og
kúluvarpi og tryggöi sér þar
með tvo gullpeninga.
Bjarki hljóp 800 m á 2:16.2
■mín., sem er nýtt islenskt
strákamet og þá kastaöi
hann kúlunni 11,17 m.
Arnar Kristinsson frá
Akureyri (KA) keppti einnig
112 ára flokki og varð þriðji i
800mhlaupi — 2:24.6mín. og
fjóröi í 100 m hlaupi — 13.8
sek.
Gyða Steinsdóttir keppti I
11 ára flokki og varð hún
önnur i 800 m hlaupi — 2:33.4
min.
Lilly Viöarsdóttir (ÚIA)
keppti i 12 ára flokki og varð
hún önnur f langstökki —
stökk 4.49 m og sjöunda I
800m hlaupi — 2:41.1 min.
250 keppendur frá Norður-
löndunum tóku þátt i mótinu.
-SOS