Vísir - 27.08.1981, Page 3
Fimmtudagur 27. ágúst 1981
VÍSIR
Umbættur vlð hetta lækim I Naumóisvlk:
jEDum að reyna
■ M
segir Halliði Jðnsson garðyrkjustlöri. en
nokkur spjðll hafa verið unnin á svæðinu
„Við ætlum að gera enn eina
tilraunina til þess að lagfæra um-
hverfi heita lækjarins i Nauthóls-
vik„ sagði Hafliði Jónsson
garðyrkjustjóri Reykjavikur-
borgar er Visir innti hann eftir
þeim framkvæmdum sem nú er
unnið við i Nauthólsvik.
„Eins og menn muna þá var
okkur sent mótmælabréf vegna
heita lækjarins fyrr i sumar, og
þá var samþykkt að reyna enn
frekar að gera þarna umbætur.
Hins vegarhefur ekki verið i það
ráðist fyrr en nú, þar sem ekki
þótti þörf á að auka við manna-
ráðningar sérstaklega vegna
þessa verks”, sagði Hafliði.
„Helsta framkvæmdin að þessu
sinni, er fólgin i þvi að reyna að
sporna gegn þvi að skolp úr
öskjuhliðinni renni óheft i lækinn,
en það gerum við með þvi að
byggja ræsi, og leiða vatnið úr
umhverfinu framnjá læknum.
Einnig er unnið að þvi að betr-
umbæta umhverfið, en strákar á
skellinöðrum og fjallabilahetjur
hafa ekki séð umhverfið þarna i
friði. Einnig hefur þurft að endur-
byggja nokkuð af steinhleðslun-
um þar sem enn aðrar hetjurnar
virðast hafa dundað sér við að
rifa steina úr hleðslunum og kast-
að i vatnið.
Fleiri spjöll hafa verið unnin á
svæðinu. Nefndi Hafliði sem
dæmi að eftir að hitaveitan lokaði
fyrir aðrennsii að heita læknum á
nóttunni, hafi sex sinnum verið
brotinn upp búnaður sem læsti
lokunarkrananum, þar til hita-
veitan gafst hreinlega upp. Þá
höfðu járnkrókar sem sterkur lás
var hengdur á til þess að loka að-
gangi aðkrananum, verið sagaðir
af, þannig að ómögulegt var aö
læsa. Þar hafði sýnilega veriö
unnið af natni og þolinmæöi, að
sögn Hafliða. En hvað um það,
lækjarunnendur fá vist betra um-
hverfi, hvað svo sem tekst að
halda þvi lengi i lagi.
— AS.
Um 720 íhúðlr borgarlnnar
á frjáisan markað:
Aðeins 120 haia setst
„Við höfum þegar afgreitt um
110—120 ibúðir út á frjálsan
markað. Þær ibúðir sem borgin
byggðiá sinum tima og var heim-
ilað að setja á frjálsan markað
eftir ákveðinn tima, samkvæmt
samþykkt frá 1978, eru alls um
725”, sagði Hjörtur Hjartarson
deildarstjóri innheimtudeildar
Reykjavikurborgar i samtali við
Visi.
Eins og Hjörtur benti á, var
samþykkt árið 1978, að þær ibúðir
sem Reykjavikurborg hefði
byggt, og áður giltu á forkaups-
réttarákvæði, skyldu frjálsar
eigendum þeirra til sölu ef þeir
hefðu búið i húsnæðinu 15 ár eða
lengur. Ibúðir þessar hafa verið
byggðar i nokkrum áföngum frá
1954 og til ársins 1965 og hafa þvi
margir eigendur þeirra þegar
uppfyllt áðurnefnd skilyrði.
Hjörtur sagði að nú á næstunni
losnuðu um 109 ibúðir, miðað við
byggingartima en þorri eigenda
þeirra uppfyllir skilyrði til sölu á
ibúðunum á frjálsum markaði.
Aðeins um 110—1£0 hafa hins
vegar notfært sér rettindin og selt
á frjálsum markaði, það sem af
er.
Hjörtur benti á að i raun væri
ekki mikill munur á þvi hvort
ibúðin væri seld til borgarinnar
eða á frjálsan markað. Borgin
býður ekki betri kjör i endursölu,
en gengur og gerist, en greiðir
hins vegar seljanda ibúðina upp á
6 mánuðum. Verð er þar miðað
við byggingavisitölu, sem ekki er
mikið óhagstæðara verði á
frjálsum markaði, og kemur þá
til álita hvort greiðsla á svo
skömmum tima vegi ekki upp á
móti lægra verði.
— AS.
JŒZBaLLöCCSkÓLI BÓPU
N
Suöurveri
Stigahlíð 45,
sími 83730.
Bolholti 6,
sími 36645.
Dömur athugið!
Haustnámskeið hefst 31. ágúst.
★ Líkamsrækt og megrun fyrir dömur á öllum
aldri.
★ Tímar tvisvar eöa fjórum sinnum í viku.
★ Morgun-, dag- og kvöldtímar.
★ Lausir timar fyrir vaktavinnufólk.
★ Sérstakur matarkúr fyrir þær, sem eru í
megrun.
★ Sturtur — sauna — tæki — liós.
Ath.
★ Nýju Ijósabekkirnir eru í Bolholti 6.
★ Kennsla fer fram á báöum stöðum.
★ Hjá okkur skín sólin allan daginn alla daga.
★ Upplýsingar og innritun í síma 83730 og
36645.
njpa iiQ>i8Qq9inDazzDr
Skellinöðru- fjallabila- og kraftahetjur hafa átt stærstan þátt I að gera umhverfi heita lækjarins sem ó-
vistlegast. Unniö er að lagfæringum á þessu, auk þess sem reynt er að byggja ræsi fyrir vatn úr öskju-
hlið, þannig að aurinn renni framhjá læknum. — (Visism: Emil Þór)
Fimmtudagskvöld í
í öllum deildum til kl. 22
Byggingavörur — Teppi
— Raftœki — Rafljós
— Húsgögn
Matvörur
— Fatnaður
Við bjóðum einstœð gréiðslukjör, allt
niður i 20% útborgun og eftirstöðvar
lónuð við i allt að 9 mónuði
Flestir þekkja okkar lóga verð
ó matvörum og nú bjóðum við
ýmsar gerðir fatnaðar
ó sérstöku morkaðsverði
Athugið:
Eigum enn reiðhjól við allra hœfi á
greiðsluskilmólum — sem flestir
róða við Útborgun kr. 500
og siðan kr. 500 ó mónuði
í
Opið:
Fimmtudaga:
i öllum deildum til kl. 22
Föstudaga:
Matvörumarkaöur/ rafdeild og fatadeild
til kl. 22, aðrar deilir til kl. 19.
Lokað laugardaga.
A A A A. A A
Jón Loftsson hf.
' LI U i
= _ zjuuoBjin^
UHinUUUilMMllllln
Hringbraut 121 Sími lOfinn