Vísir - 27.08.1981, Page 13

Vísir - 27.08.1981, Page 13
Ragnar Birgisson á blaöamannafundinum í gær. (Visismynd: GVA). Fimmtudagur 27. ágiist 1981 „Þelr poia ekki sam- keppni við Sanitas" - segja Sanllas-menn um ölgerðlna og Vliliiell „Olgerðin og Vifilfell voru um árabil nærri einráð fyrirtæki á gos- og ölmarkaðnum, en siðan Sanitas tók að eflast fyrir tveim árum, höfum við verið lagðir i einelti og það virðist vera degin- um ljósara, að hinir framleiðend- urnir þola ekki samkeppnina við okkur”, sögðu þeir Ragnar Birg- isson, forstjóri Sanitas og Páll Jónsson, stjórnarformaður við blaðamenn í gær. Þeir sögðu að hlutdeild Sanitas á gos- og ölmarkaðnum hefði vaxið úr 7—8% i um 20% á þess- um tveim árum og auk þess væri fyrirtækiö komið með um 60% af hinum svokölluðu gosvélum á veitingastöðum, en þar hefði Vífilfell verið nær einrátt áður og ölgerðin ekki sinnt þeim mark- aði. Þessa þróun sögðu þeir Ragnar og Páll byggjast á sölustarfi, aug- íysingum og ekki sist þjónustu, auk vöruvals. Flestir þessir þætt- ir hefðu verið vanræktir áður og Vifilfell og ölgerðin skipt mark- aðnum bróðurlega á milli sin að mestu leyti. Þá gerðu talsmenn Sanitas grein fyrirafstöðu sinni tíl þess er Vífilfefi kærði þá til samkeppnis- nefndar fyrir einkasölu á þjóð- hátiðinni iEyjum og bæði Vifilfell og ölgerðin fyrir einkasölu á Þingvöllum. Sögðu þeir einka- söluna til orðna á grundvelli frjálsra samninga og telja yrði smásala hæfasta til þess að velja söluvörur sinar sjálfir. A hinn bóginn hefðu þeir svarað fyrir sig til samkeppnisnefndar og gagn- kært fyrir auglýsingar beggja keppinautanna vegna þjóðhátfðarinnar. Þá sagði Páll Jónsson að i undirbúningi væri aö stefna Vi'fil- felli vegna óhróðurs óg myndi móðurfyrirtæki Sanitas, Pólaris hf. standa að þvi. Þeir Sanitas-menn sögðu að nefna mætti ýmsa sölustaði, sem höfnuðu framleiðslu þeirra, og nefndu Húsafell, Galtalæk, Kennarahásk óla nn, flest kvikmyndahús á landinu og Al- þingi, einnig fimm kaupfélög. Þeir sögðust ekki kvarta undan þvi, enda væri valið seljendanna. Hins vegar hefði mátt athuga undirboð Vífilfells á sýningunni „Heimilið ’80”. Loks sögðu þeir Páll Jónsson og Ragnar Birgisson það dæma- laust, að Vifilfell starfrækti njósnadeild til þess eins aö fylgjast með athöfnum Sanitas, og að ölgeröin heföi árum saman stolið umbúðum Sanitas i stórum stll. — HERB. 13 Carite Dönsku leikfimibolirnir eru komnir Verð frá kr, 44.00 með 1/4 ermum með 1/1 ermum verð frá kr. 54.00. Heildsala — Smásala SP0RTVAL Hlemmtorgi I Simar (91) 1-43-90 & 2-66-90 mánudagur til mæðu ekki aldeilis á mánudaginn kemur setjum við á rymingar- sölu hjónarúm, skrif- borð og raðskápa. Það gætí borgað sig að hinkra fram á mánudag Húsgagnaverslun Guðmundar Smiðjuvegi 2 Sími 45100

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.