Vísir - 03.09.1981, Qupperneq 17
17
Fimmtudagur 3. september 1981
VÍSIR
Poul Littlewood
breskur meistari
Skákþingi Bretlands er nýlok-
ið, en þar tefldu 52 keppendur 11
umferðir eftir svissneska kerf-
inu. Þeirra stigahæstir voru
stórmeistarinn Speelman 2535,
og alþjóðlegu meistararnir
Chandler 2530 og Hartston 2450.
Ekki féll 1. sætiö þó i hlut neins
þeirra. Paul Littlewood setti
strax á fulla ferð og var kominn
með 5 vinninga eftir 5 fyrstu
umferðirnar. Þar var ekkert
gefiö eftir, og tveir þessara
fimm vinninga voru fengnir
eftir 96. leik.
Að loknum 10 umferöum hafði
Littlewood 1 vinnings forskot á
Speelman, og þeir mættust
einmitt i slðustu umferð. Þó
stórmeistarinn hefði hvitt,
komst hann ekkert áleiðis og
eftir 20 leikja jafntefli var
krýndur nýr skákmeistari Bret-
lands. Lokastaðan á mótinu
varð þessi:
1. P. Littlewood 9v.
2. J.Speelman 8v.
3. -7. Bellin
Hall
Hartston
Pritchett
Rumens 71/2v.
8.-9. Chandler
Short 7 v.
Meðal þeirra sem Littlewood
bar sigurorð af voru Chandler,
Bellin og Hartston. Hartston
hafði ekki tapað skák á þrem
siðustu skákþingum Bretlands
og fékk nú loks að bergja á hin-
um beiska bikar ósigursins.
‘Umsjón:
Jóhann örn
Sigurjónsson
Undrabarnið Short olli nokkr-
um vonbrigðum. Fyrir tveim
árum, er hann var aðeins 14 ára
gamall, varð hann i 1.-3. sæti á
skákþingi Bretlands og efstur á
útsláttarmóti BBC fyrr á þessu
ári. En Short ógnaði aldrei efsta
sæti og tapaði rétt einu sinni enn
fyrir Speelman og þar standa
vinningar 4:0, stórmeistaranum
I vil.
Paul Littlewood á ekki langt
að sækja skákhæfileikann. Fað-
ir hans, John Littlewood var hér
áður fyrr einn allra fremsti
skákmaöur Englands og nú
hefur sonurinn tekið upp
merkið.
En litum nú á eina vinnings-
skák hins 25 ára gamla meist-
ara.
Hvitur: P. Littlewood
Svartur: K. Norman
Drottningarindversk vörn.
1. d4 Rf6
2. c4 e6
3. Rf3
(Það fer að heyra til undantekn-
inga ef hvitur gefur kost á Nim-
zoindverskri vörn.)
3.. .. b6
4. g3 Bb7
5. Bg2 Be7
6.0-0 0-0
7. d5!
(Þessari peðsfórn hefur svartur
átt mjög erfitt með að mæta, og
gefið hvitum hvern sigurinn
eftir annan. Frægasta dæmið er
12. einvigisskák Polugaevsky :
Kortsnoj 1980.)
7.. .. exd5
8. Rh4! c6
9. cxd5 Rxd5
(I skák þeirra Beljavsky :
Spassky Tngsram 1980, var leik-
ið 9. .. cxd5 10. Rc3 Ra6 11. Rf5
Rc7 12. Bf4 Bc5 13. Hcl Bc6 14.
Ra4 g6 15. Rxc5 bxc5 16. Bxc7
Dxc7 17. Re7+ Kg7 18. Rxd5
með jafnri stöðu, þó svartur .
sigraöi um siðir.)
10. Rf5 Rf6
(1 skák Polugaevsky :
Kortsnojsléksvarturafsérmeð J
10. .. Bc5? 11. e4 Re7 12. Rxg7! 1
Kxg7 13. b4! Bxb4 14. Dd4+ og '
hvitur vann.)
11. e4 He8 ■
12. Bg5 h6 1
13. Bf4 Bf8 ■
14. Rc3 d5 ■
15. e5 Rf-d7 ■
16. Hel Rc5? ■
(Trúlega gaf 16. .. Kh7 mesta |
varnarmöguleika. Ef 17. Dc2 g6 ■
18. e6Hxe6 19. Hxe6 fxe6 20. Rh4 g
De8 nær svartur aö verjast j
áföllum.)
17. Dg4 Kh7
18. Ha-dl Rb-a6
19. Re4 Bc8
I pi i |g
1 1 1
41 1 1
■ 41 i ^
1
1 - 1 t a 1 itl
■
■
■
■
2Ö.Bxh6! Bxf5
(Um annað er tæpast að ræða.
Ef 21. .. gxh6 22. Rf6+ Kh8 23.
Dg8 mát.)
21. Dxf5+ Kxh6
22. Dh3+ Kg6
23. g4 Hxe5
24. Rxc5 Gefið .
Ef 24. .. Hxel+ 25. Hxel Dg5 26.
f4Dh627.Dd3+ KÍ6 28. Df5 mát.
Eða 26. .. Dxf4 27. Dh5+ Kf6 28.
Rd7 mát.
Jóhann örn Sigurjónsson
Koupir þú sófosett,
ón þess oð skoða stærsto úrvol londsins?
Komdu 09 gefðu þér góðon tímo
HVSGAGNA
BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK
HÚSGÖGN
HÍLLIN
SÍMAR: 91-81199 -81410
oðTeiÐm mm'
ÓDÝR
DILKA-
SLÖG
Kr. 11 pr. kg.
LAUGAVEGI 78 REYKJAVlK SlMI 11636 ( 4 LÍNUR)
Lausar
stöður
Tvær stöður yfirmatsmanna við Fram-
leiðslueftirlit sjávarafurða, er einkum
starfi við sildarmat eru lausar til umsókn-
ar. Staðgóð þekking og reynsla i sildar-
verkun nauðsynleg. Matsréttindi og
reynsla i sem flestum greinum fiskvinnslu
æskileg. Búseta á Suðvesturlandi eða
Austfjörðum.
Umsóknir ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf sendist sjávarút-
vegsráðuneytinu fyrir 25. september n.k.
Sjávarútvegsráðuneytið,
25. ágúst 1981.
Edelmann
Allt á sama stað
Sendum í póstkröfu
EGILL VILHJÁLMSSON HF.
LAUGAVEGI 118 - PÓSTHÓLF 5350 - SÍMI 22240 - REYKJAVÍK