Vísir - 24.09.1981, Blaðsíða 3

Vísir - 24.09.1981, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 24. september 1981 vísm Dómur fallinn í Kötlufellsmálinu: Dæmd I sextán ára fangetsl Sakadömur Reykjavikur hefur dæmt Björgu Benjaminsdóttur, Kötlufelli 11, Reykjavik, sem olli dauða eiginmanns sins með þvi að hella yfir hann sofandi bensini og bera eld að, í sextán ára fang- elsi,svo og er hennigertað greiða allan sakarkostnað, 19 þilsund krónur. Auk þessa er henni gefið að sök Afnotaglöldin: Siónvarpsauglýs ingln stoppuö - vegna tilmæla jafnréttlsráðs Hin umdeilda auglýsing um greiðslu á afnotagjöldum Sjón- varpsins verður ekki sýnd lengur. Jafnréttísráð mæltist til þess að sýningum yrði hætt, þvi auglýs- ingin þótti niðurlægjandi fyrir konur. Fjármálastjóri Útvarps- ins tók þessa ákvörðun i samráði við Innheimtustjóra. Siðasta auglýsingin i þessum dúr var sýnd siðasta sunnudags- kvöld. Fyrirhugaö var að sýna svipaða auglýsingu sem átti aö minna á dráttarvexti i nokkur skipti en svo verður ekki. -gb Arekstur ms Bergiindar og ms Charm: Enn beðið gagn- anna irá Dönum Enn gengur hvorki ne rekur um áframhald sjóprófanna yfir MS Berglindi, sem sökk við Ný- fundnaland 19. júli i' sumar, eftir árekstur við danska flutninga- skipið MS Charm. Eins og kunnugt er fóru fram sjópróf vegna árekstursins 28. júli siðastliðinn i Bæjarþingi Reykja- vikur, þar sem yfirheyröir voru nokkrir úr áhöfn Berglindar. Sjó- prófúm var siðan frestað, þar sem vantaði gögn frá Danmörku, en þau hafa semsagt ekki enn borist. „Okkur hafa enn engar upplýs- ingar borist né vilyrði um aö þær séu á leiðinni”, sagði Bjarni K. Bjarnason, borgardómari, i sam- tali við Vísi. — Hvað ætlið þið að biða lengi eftir þessum gögnum? ,,Það er ekki gott að segja.” — Kemur til greina, að Utan- rikisráðuneytið veröi sett i mál- ið? ,,Það hefur engin ákvörðun veriðtekinum þaðennþá,við bið- um enn eftir því að fá gögnin beint”, sagði Bjarni K. Bjarna- son. —KÞ Bygging verkmenntasköla hatln á Akureyri: Kðstar svlpað og skuttogari Bygging verkmenntaskóla er hafin á Akureyri. Tilboð i bygg- ingu fyrsta áfanga hafa verið opnuð, en þar verður kennd málmsmiði. Er um aö ræða 1/10 hluta af heildarbyggingunni, sem byggð verður i 6 áföngum. A byggingunni að vera lokiö 1986, ef fjárveitingar leyfa. Heildarkostn- aður við bygginguna er áætlaður um 50 m. kr., eða álika og bygg- ingarverð eins skuttogara. Tvö tilboð bárust ibygginguna. Þaö lægra frá Hibýli h.f., sem býðst til að byggja húsið fyrir þrjár milljónir, áttatiu og niu þúsund, eitthundrað þrjátiu og sex krónur. Aðalgeir og Viðar voru með tilboð upp á kr. 3.612.654. Kostnaðaráætlun Verk- fræðistofu Norðurlands var kr. 3.213.333. Akveöið hefur verið aö ganga til samninga við Hibýli h.f.,en áætlað er að hefja kennslu i húsinu næsta haust. GS/Akureyri nægt miðar I samn- ingum bankamanna A fundi, sem samninganefndir bankanna og bankamanna áttu i fyrradag, var ákveðiö að skipa tvo menn frá hvorum deiluaðila, til að fara yfir þær kröfur sem fyrir liggja og finna út hvort grundvöllur sé fyrir frekari við- ræðum. „Það hefur ekkert þokað i við- ræöum samninganefndanna, enn sem komið er”, sagði Sveinn Sveinsson formaður samninga- nefndar bankamanna viö Visi I morgun. „Hingað til hafa bank- arnirsynjaö um allar útfærslur á okkar kröfugerð”. Fjögurra manna undirnefndin, sem skipuð var i gær, mun hefja störf strax. Er gert ráð fyrir aö niðurstöður hennar liggi fyrir um miðja næstu viku. „Það liggur ljóstfyrir, að virð- ist áframhaldandi viðræður ekki ætla aö skila neinum árangri, er- um við ekkert að halda þeim áfram”, sagði Sveinn. „Við höf- um i' hendi okkar að slita þeim hvenær sem er.” —JSS að hafa með eldsvoðanum valdið öðrum ibúum hússins, sem er fjölbýlishús, bersýnilegum lifs- háska og augljósri hættu á yfir- gripsmikilli eyðingu á eignum manna. Björg hefur setið i gæsluvarð- haldi frá 29. janilar siðastliðnum og kemur það til frádráttar dómnum. Þá var ákærða aðkröfu rikissaksóknara og samkvæmt erfðalögum talin hafa með verkn- aði sinum fyrii^gert sjálfri sér til handa rétti tilarfs eftir hinn látna eiginmanna sinn. Það var Jónatan Sveinsson, saksóknari, sem flutti málið af hálfu ákæruvaldsins, en verjandi ákærðu var örn Clausen, hæsta- réttarlögmaður. Dóminn kvað upp Sverrir Einarsson, sakadóm- ari. —KÞ VOLUME -®- TONE TUNING -9“ SAL'ANCE TAPS MW 5460 7080 100130 160 LW 150 160 220 350 260 300 AUTO STOP RiNATONE MW , LW CRUISER ■1 Þetta Cftvarpstæki með LB/MB og segulbandi, ásamt tveim hátölurum, bjóðum við nú á aðeins kr. 1.105 Þetta er aðeins eitt af glæsilegu úr- vali tækja, sem við bjóðum í bilinn, ásamt miklu úrvali af hátölurum, kraftmögnurum og loftnetum. ' Fagmenn sjá um isetningu á staðn- um. Komið þar sem úrvalið er mest og verðið best. . i \\öQ IO j r Opið á laugardögum* Skoðið í gluggana æSendum í póstkröfu 4 A/ft tí/ h/jómf/utnings fyrír: "\ [ J HEIMILIÐ - BÍUNN OG D/SKOTEK/Ð ARMULA 38 iSelmúla megini 105 REVKJAVÍK . RIMAR: 31133 83177 POSTHOlF 1366 Sendum í póstkröfu um allt /and Reykjavík Borgarnesi Stykkishólmi Jon 121 Sími 10600

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.