Vísir - 24.09.1981, Síða 20

Vísir - 24.09.1981, Síða 20
24 VtSLR Fimmtudagur 24. september 1981 Máiara- list mið- alfla- meist- aranna Nú geta áhugamenn um málaraaðferðir gömlu meistar- anna frá miðöldum glaðst, þvi Sigurður Eyþórsson, lLstmálari, mun i þessum mánuði og næsta halda námskeið i þeim fræðum fyrir þá sem áhuga hafa. Mun hann leggja sérstaka áherslu á oliuliti og hið svonefnda egg tempera, sem er fólgið í að nota eggjarauðu sem litbindiefni og gafst það gömlu meisturunum vel. Þetta er i fjórða sinn, sem Sigurður heldur námskeið af þessu tagi. Hann hélt þrjú i fyrra og voru þau öll vel sótt. Námskeið Sigurðar i málara- aöferðum gömlu meistaranna er haldið i Borgartúni 19 á þriðju hæð. en þangað geta áhugasamir litið 'in i' dag og á morgun milli kl. \7 21 og á laugardag miili kl. 14-17 og kynnt sér námskeiðið. Og ekki er verra að þeir mæti með eitthvað af eigin myndverkum, að þvi er Sigurður segir. A meðfylgjandi mynd má sjá miðaldamálverk, málað með oliu og egg tempera-tækni. —jsj. Fáar sýningar eftir: Olvitinn í iðnó briðja árið i röð - áhorfendur orðnir um 36.000 1 kvöld verður Ofvitinn eftir Þórberg Þórðarson og Kjartan Ragnarsson sýndur i 163. sinn hjá Leikfélagi Reykjavikur, og er sýningin fyrir löngu komin i hóp vinsælastu sýninga leikhússins. Hún hlaut enda afbragðs við- tökur bæði gagnrýnenda og annarra leikhúsáhorfenda, og þykir hún með ferskari viðburð- um i islensku leikhúslifi, en Kjartan Ragnarsson, sem samið hefur handritið upp úr sjálfsævi- sögu Þórbergs frá árunum 1909- -12 er jaíníramt leikstjóri Ofvit- ans. Sextán leikarar koma fram i sýningunni, og leika þeir flestir fleira en eitt hlutverk, en aðal- hlutverkin eru i höndum Jóns Hjartarsonar og Emils Gunnars Guðmundssonar. t vor tök Sigrún Edda Björnsdóttir við hlutverki Lilju Þórisdóttur og nú i haust tekur Aðalsteinn Bergdal við hlutverki Haralds G. Haralds- sonar. Leikmynd við Ofvitann gerði Myndin er úr einu atriða Ofvitans eftir Þórberg og Kjartan. Steinþór Sigurðsson, og tónlist Atli Heimir Sveinsson. Vert er að taka fram, að ein- ungis verða sýndar örfáar sýningar á Ofvitanum, og er þvi þeim sem af einhverjum á- stæðum hafa dregið að sjá sýninguna eða þurft frá að hverfa vegna hinnar gifurlegu aðsóknar, ráðlagt að geyma það ekki öllu lengur. —jsj. Rasmus Kiumpur kominn á bók SMIDAR Bókaútgáfan örn og örlygur hefur gefiö út tvær litprentaðar teiknimyndabækur i bókaflokkn- um um Rasmus Klump og félaga. Nefnast þær Rasmus Klumpur smiðar skip og Rasmus Klumpur skoðar pýramida. Höfundar bókanna um Rasmus Klump eru þau Carla og Vilhelm Hansen, en Andrés Indriðason þýddi textann á islensku. Teiknimyndabækurnar um Rasmus Klump og félaga hans hafa veitt milljónum barna um allan heim ótal ánægjustundir, og mörg islensk börn munu kannast við undraveröld þessara yndis- legu sakleysingja úr bæði Þjóð- viljanum og Æskunni, þar sem sögurnar hafa oft birst sem fram- haldsþættir á undanförnum ár- um. ! útvarp Fimmtudagur 24. september | 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- j kynningar. | 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- j fregnir. Tilkynningar. Tón- j leikar. | 14.00 (Jt i bláinn. Sigurður • Sigurðarson og örn Peter- • son stjórna þætti um ferða^ lög og útilif innanlands og J leika létt lög. J 15.10 Miðdegissagan: ,,Fri- dagur frú Larsen” eftir Mörthu Christensen. 16.20 Síðdegistónleikar: Tón- list eftir Felix Mendelssohn. 17.20 Fuglinn segir bi bi bi. Heiödis Norðfjörð stjórnar barnatima frá Akureyri. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 A vettvangi. 20.05 Kinsöngur i útvarpssal. Anna Júliana Sveinsdóttir syngur lög eftir Tsjai- kovský, Chopin, og Dvorák. Marina Horak leikur með á pianó. 20.40 Rugguhesturinn Leikriteftir D.H. Lawrence. Þýðandi: Eiður Guðnason. Leikstjóri: Klemenz Jóns- son. 21.45 „Astarbréfiö”. Kolbrún Halldórsdóttir les smásögu eftir Fletcher Flora i þýð- ingu Asmundar Jonssonar. 22.00 Fjórtán Fóstbræður syngja létt lög með hljóm- sveitarundirleik. 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Sáttmáli við samvisk- una. Þáttur frá UNESCO um skáldið Anton Tsjekhov. Gunnar Stefánsson þýddi. Flytjendur með honum: Hjalti Rögnvaldsson, Knútur R. Magnússon og Margrét Guðmundsdóttir. 23.05 Kvöldtónleikar. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Það er Klemenz Jónsson, sem leikstýrir „Rugguhestinum”. Margrét Guðmundsdóttir leikari Guðmundur Klemenzson leikan Fimmtudagsleikrmð Róbert Arnfinnsson leikari ..Rugguhestup" Lawrence Fimmtudagsleikritið heitir „Rugguhesturinn” eða „Rocking Horse Winner” og er eftir D.H. Lawrence. „Rugguhesturinn” segir frá Páíi litla Carter, sem er sérstök- um hæfileikum gæddur, en taum- laus fégræðgi fjölskyldunnar brenglar sálarlif drengsins með hörmulegum afleiðingum. Leik- fangið hans, rugguhesturinn er honum athvarf, uns það þyrlar honum inn i hringiðu óbliðra ör- laga. Höfundurinn Davið Herbert Lawrence var enskur fæddur i Eastwood 1885. Að loknu námi við háskólann i Nottingham gerðist hann kennari i London 1908. Hann varð þó að hætta kennslu þremur árum seinna, er hann veiktist af berklum, sem urðu fylgifiskur lítvarp klukkan 16.20 Mendeissohn á síðdegistónleikunum A siðdegistónleikunum i dag verður flutt tónlist eftir Mendels- sohn. Verður leikinn Pianókon- sert nr. 1 i g-moll op. 25 og Sinfónia nr. 3 i a-moll op. 56. Það eru Rodolf Serkin og Columbia-sinfóniuhljómsveitin sem leika undir stjórn Leonards Bernstein. Felix Mendelssohn var þýskur og fæddist i Hamborg 1809. Hugur hans beygðist snemma til pianó- leiks og var hann aðeins 9 ára, þegar hann fyrst kom fram á tónleikum i Berlin. Hann nam pianóleik hjá Zelter nokkrum, frægum tónlistarmanni, og góð- vini Goethes og þess vegna varð þeim Goethe og Mendelssohn mjög vel til vina og dáðist sá síðarnefndi að þeim fyrrnefnda. Mendelssohn var ekki gamall þegar ljóst var orðiö að hér var á ferðinni mikill tónlistarmaður, enda helgaði hann tónlistinni allt sitt lif og samdi reiðinnar býsn af tónverkum. Hann lést árið 1847. hans til æviloka. Lawrence feröaðist viða, bæði austanhafs og vestan og dvaldi langdvölum i Nýju-Mexikó á Italiu og i Suður-Frakklandi. Fyrsta skáld- saga hans „Hviti páfuglinn”, sem kom út 1911 vakti athygli og um leið hneykslun margra, þvi þar ræðst hann á þröngsýni og tepru- skap i kynferöismálum og boðar frjálsar ástir. Þekktasta bók hans er þó án efa „Elskhugi Laföi Chatterley” en hún var vegna efnisins á bannlista hjá yfirvöld- um i fjölda ára. Lawrence sækir efnið I flest verk sin til æsku- stöðvanna I kolanámuhéruðin i Englandi en i „Rugguhestinum” þræðir hann að ýmsu leyti nýjar brautir. Eftir Lawrence liggja auk skáldsagna bæði ljóð, frásög- ur og ritgerðir. Hann lést i Vence nálægt Nissa árið 1930. Það er Klemenz Jónsson sem leikstýrir „Rugguhestinum”, en Eiður Guðnason hefur þýtt verk- ið. Með helstu hlutverk fara Mar- grét Guðmundsdóttir, Guömund- ur Klemenzson, og Róbert Arn- finnsson. Er flutningstimi rúm klukkustund. Útvarpið hefur áður flutt tvö leikrit byggð á sögum Lawrence „Tengdadótturina” 1976 og „Ref- inn” 1978 Fjórtán Fóstbræður syngja nokkur létt lög i útvarpinu I kvöld og hefst söngurinn klukkan tiu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.