Vísir - 24.09.1981, Blaðsíða 27
Fimmtudagur 24. september 1981
„Nýlenduslefna
rekin gagnvart
Sunnlendíngum”
,,Nú benda likur til aö lokiö sé
byggingu stórra orkuvera á Suð-
urlandi, að minnsta kosti um
sinn, og hundruö sérhæföra
verka-og iönaöarmanna missi at-
vinnu sina.” Svo segir i sam-
þykkt, sem gerö var á fundi
stjórnar Alþýðusambands Suður-
lands nýlega.
Bent er á þá alvarlegu þróun,
sem átt hefur sér stað viö at-
vinnuuppbyggingu á Suðurlandi,
þar sem möguleikar aukinnar
orkuframleiðslu sunnlenskra fall-
vatna hafa að engu veriö nýttir til
sérstakrar iönaöar- eöa iöjuupp-
byggingar i sunnlenskum byggð-
um.
„Stjórn Alþýðusambands Suð-
urlands hvetur viökomandi stofn-
anir og stjórnvöld til þess aö leita
allra leiöa sem forðað geta þvi, að
atvinnuleysi komi i kjölfar þeirr-
ar nýlendustefnu, sem rekin hef-
ur verið gagnvart Sunnlending-
um.” —ATA
Næg atvinna
á Akureyri
- Aidrað fólk á
atvínnuleysisskrá
1 siöastliönum mánuöi voru
skráðir 778 atvinnuleysisdagar á
Akureyri, en i sama mánuöi i
fyrra voru atvinnuleysisdagarnir
339. Svarar fjöldi atvinnuleysis-
daga i mánuöinum til þess að 37
manns hafi verið atvinnulausir
allan mánuöinn.
Samkvæmt upplýsingum Heið-
reks Guömundssonar hjá Vinnu-
miðlunarskrifstofunni, þá er hér
að stærstum hluta um aldrað fólk
að ræða, en almennt hafi atvinnu-
ástand á Akureyri verið gott frá
þvi snemma i sumar. Hins vegar
væri þaö fyrsta merkið um
minnkandi atvinnu, að gamla
fólkinu væri sagt upp störfum.
Komi til sllkra uppsagna, eiga
aldraðir rétt á atvinnuleysisbót-
um i 8 mánuði, takist ekki að
finna þvi vinnu við hæfi. Kom
fram i samtalinu við Heiðrek, að
flestir af þeirri kynslóð sem nú er
að komast yfir 70 ára aldurstak-
mörkin, heföu vanist löngum
vinnudegi um ævina. Þvi ættu
fæstir tómstundaverkefni til að
hverfa að. Létt vinna, þó ekki
væri nema hluta úr degi, kæmi
sér þvi vel fyrir marga.
G.S./Akureyri.
vísm
31
B
I
Strax i gær var hafist handa við að þrifa Stjórnarráðshúsið en það er ekkert áhlaupaverk að ná tjörunni af.
(Visismynd: GVA)
Helgi Hóseason:
SKVETTI TJÖRUBLÖNDU
A STJÓRNARRÁÐSHUSH)
Þannig leit Stjórnarráðshúsið út fyrir hádegi I gær rétt eftir að llelgi var stöðvaöur viðiöju sina.
(Visisni. EJ)
,. Ég ét ekki úldið hrussakjöt”,
var svar Helga Húseassonar til
lögreglumanna - sem handtóku
hann við Stjórnarráðshúsið, þar
sem hann hafði atað það út i
tjörublöndu.
Um klukkan 11 i gærmorgun
handtók lögreglan Helga. Þá
hafði hann náð að ata gafl
Stjómarráðshússins, sem snýr
aö Bankastræti út i tjöru, og
ennfremur framhlið hússins frá
gaflinum og að aöaldyrum.
Helgi var enn sem fyrr fámáll
um skýringar á verknaðinum,
en sem kunnugt er hafði hann
leikið svipað verk með norður-
gafl hússins fyrir nokkrum ár-
um. Gifurleg vinna muna vera
við aö þrifa tjöruna, en i fyrra
skiptið kom sú vinna inn i end-
urbætur og viðhaldsvinnu sem
veriö var að gera á húsinu er
Helgi ataði það út. Að þessu
sinni var stjórnarráðshúsið ný-
viðgert, og er vinnukostnaður
þvi mun meiri vegna athæfisins.
Helgi gisli i gær fangageymsl-
ur lögreglunnar að Hverfisgötu,
en siðdegis i gær var málið sett i
hendur Rannsóknarlögreglu
rikisins. Helgi mun sjálfur hafa
verið útataður i tjöru er náðist
að stöðva hann og einhvern
slurk munu tveir lögreglumenn
hafa fengið á sig við störf sin,
auk þess sem maður úr stjóm-
arráðinu fékk á sig tjörublöndu
er hann reyndi að stöðva Helga.
—AS
h
BURGEISINN BIDLAR TIL SKRIÐDÝRANNA
Þegar mömium verður það á
að þynna skósvertu með mjólk,
til nota iimvortis, hafa menn
veriö nefndir rónar. Nú hefur
orðið róni fengið nýja mcrkingu
og þaö hjá fulltrúa fólksins. Sig-
urjón Pétursson forseti borgar-
stjórnar, maður sem betur er
þekktur, sem maðurinn með
burgeisaglottið og stórsigarinn,
kom fyrir augu almennings i
sjónvarpsþætti í vikuiuii. Þar
kallaði haun alla þá, sem hús-
næðislausir ganga, samheitinu
róni. Þessi öreigaburgeis snýr
nú út Ur sinum eigin oröum og
þykist siður en svo hafa ætlað
sér að koma rónum fyrir i hús-
næði fólks, sem of rúmt hafi um
sig að mati burgeisins. Rónar
þessir og skósvertuneytendur,
sem almenningur kallar I dag-
legu tali leigjendur, eiga sér nú
ekki viðreisnar von. Sjálfur for-
seti borgarstjórnar hefur kveðið
upp þann dóm yfir húsnæðis-
lausum, aö þar séu rónar á ferð.
Þannig hyggst forseti borgar-
stjómar leysa húsnæöisvand-
ann. Hann gerir ráð fyrir, að
fólk verði tilleiðanlegra til að
leigja íbúöir sinar, þegar hann,
forsetiborgarstjórnar.hefur lýst
yfir þvi, að þeir, sem eftir hús-
plássi sækjast, séu rónar. Og
ekki lagast það. í sama sjón-
varpsþætti leyfði forseti borgar-
stjórnar sér það froöufellandi
(eins got t að hann var ekki m eö
stórsigarinn) að kalla þá, sem
tekist hefur að koma sér upp
húsuæði með blóði sinu og svita,
skriðdýr. Orðabókaskýring á
orðinu skriðdýr er sú, að þar sé
um að ræða hryggdýr með
hyrnishreistur á húð og hyrnis-
klær á tánum. Þó anda þau með
lungum. Hvernig skyldu þessi
kvkvendi falla að punktakerfi
forseta borgarstjórnar? Ein-
hverja punkta má gera ráð fyr-
ir, að þau fái alténd fyrir aö
anda með lungum eins og sjálf-
ur forsetinn borgarstjórnarinn-
ar.
Þaö er svo fólkið með hyrnis-
klærnar.sem á að bjarga andliti
stjórnleysingjanna I borgar-
stjórninniog láta ibúðir sinar af
hendi. Þetta þykir forsetanum
vænlega að húseigendum farið
til lausnar vandanum. Þeir
höföingjar, sem ekki hafa bætt
svo miklu sem einu kammersi
við leiguhúsnæði borgarinnar á
valdatima sinum, ætla nú sak-
lausum h úseigendum úti i bæ aö
bjarga málunum og vega að
þeim um leið og kalla, að þeir
séu þaktir hyrnishreistri. Fólk-
inu skal refsað fyrir að hafa
komið fjármunum slnum í það
form, sem minnstri rýrnun
veldur á verðbólgutimum.
Og menn spyrja i barnslegu
sakleysi sinu: Hvernig ætlar
Sigurjón Pétursson, forseti
borgarstjörnar, að verja þaö aö
pakka inn hjá fólki þeirri mann-
tcgund, sem hann hefur sjálfur
sagt að rónar séu?
Sjálfsagt vill hann aukinheld-
ur refsa þeim, sem nú hafa
sparifé sitt á bók til ávöxtunar
og hvað ætlar hann að gera við
þá, sem stutt eiga til vinnu en
hafa ökutæki sin óhreyfö við hús
sin?
Skyldi ekki vera sjálfsagt, aö
þeirfái afnotm, sem lengra eiga
að fara til vinnu? Þannig gæti
Sigurjón forseti lika losnað við
að gera strætisvagnana aðlað-
andiog mannlega eins og marg-
oft liefur verið lofaö af hans
mönnum.
t húsnæöishrakinu er vandi
stúdenta ekki minnstur. Með
þeirra mál hafa jábræöur Sigur-
jóns forseta farið uiidanfarin ár.
Vandinn hefur hlaðist upp, en
þar skal nú uudir nýrri stjórn
hafist handa. Þar er ekki talað
um tuttugu fbúðir, heldur rfkir
stórhugur.
Það skyldi þó aldrei fara svo,
að ný stjóru Félagsstofnunar
stúdenta leysti húsnæðisvand-
ann fyrir Sigurjón, forsetann
sem nefnir húseigendur skrið-
dýr og leigjendur róna?
Svarhöföi