Vísir - 24.09.1981, Blaðsíða 19

Vísir - 24.09.1981, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 24. september 1981 vísm 23 Brúðkaup þeirra Charl- es prins og lafði Diönu vakti miklar umræður um brúðkaup og brúð- kaupssiði. Brúd- kaups sidir Eitt umtalaðasta brúð- kaup sögunnar, brúðkaup þeirra Charles prins og lafði Diönu, vakti upp miklar umræður um brúðkaup og brúðkaups- siði og meðal annars var gefin út bók af þessu til- efni/ er fjallar um hinar ýmsu siðvenjur er tengj- ast hjónavigslunni. Er bókin hin skemmtiiegasta aflestrar enda sýnir hún glöggt að sinn er siðurinn í landi hverju. Þar kemur meðal annars f ram, að sá siður að hafa svaramann er runninn frá fyrri tímum er brúð- guminn hafði með sér hjálparmann við að ræna brúðinni. Svaramaðurinn barðist sem sagt við ætt- ingja hennar á meðan brúðguminn reyndi að klófesta brúðina. Eftir ránið varð brúðguminn að halda á hinni mótþróa- fullu konu til síns heima og þannig varð til sú nú- tímaathöfn að bera brúð- ina yfir þröskuldinn að lokinni hjónavígslu- Sá siður er tíðkast í sumum löndum, að henda hrísgrjónum á eftir brúð- hjónum er kominn frá Indlandi, þarsem því var trúað að slíkt myndi auka frjósemi hjónanna. Reyndar eru menn hú komnir á þá skoðun, að vegna offjölgunar megi Indverjar sist við aukinni frjósemi, en það er önnur saga. Brúðarvöndurinn er upphaflega ekki kominn til af góðu, en hann var í eina tíð gerður úr hvít- lauk og þjónaði þeim til- gangi að reka burtu illa anda. Sá siður að brúðhjón hendi brúðarvendinum og sokkabandi brúðarinnar í einhvern nærstaddan er gamall breskur siður. Eftir brúðkaupið þustu ókvæntir karlmenn úr hópi gesta inn í brúðar- skemmuna og þeyttu sokkum brúðarinnar aft- ur fyrir sig og sá sem var fyrstur til að hitta á nef brúðarinnar eða brúð- gumans átti að vera sá næsti sem kvæntist. Sá siður að hengja gamla skó aftur í bíl brúðhjónanna er upp- runninn í Egyptalandi. Faðir brúðarinnar gaf til- vonandi tengdasyni sín um skó af dóttur sinni sem tákn þess, að ábyrgðin og yfirráðin væru orðin eiginmanns- ins. Og frá Rómverjum er kominn sá siður að bera giftingarhring því þeir trúðu þvi að æðar lægju frá fingrunum beint til hjartans. Eitthvað virðist það ganga brösótt hjá Redford þessa dag- ana. Blæs á móti hjá Redford Rekinn úr nýrri kvikmynd og f rá Broadway Það kom mönnum mjög á óvart, er hinn eftirsótti leikari, Robert Redford, var nýlega rekinn úr kvik- myndinni „Dómurinn", en framleiðendur myndar- innar töldu sig ekki eiga annars úrkosta. Robert, sem hlaut óskarsverðlaun fyrir kvikmyndastjórn á „Ordinary People" nú í ár, átti að fá tvær milljónir dollara fyrir leik sinn í fyrrnefndri kvikmynd. Ástæðan fyrir brottrekstrinum er sú, að Robert gat ekki fellt sig við að vinna undir stjórn leik- stjórans James Bridges og i hvert sinn, er James ætlaði að ná tali af Robert á heimili hans i Utah, var hann sagður vera að heiman. Gekk þetta svo langt, að fram- leiðendur myndarinnar sáu sér ekki annað fært en að láta hann fara, og að sögn, eru þeir nú að reyna að fá Paul Newman i hans stað. En það er fleira, sem bendir til, að eitthvað virðist lifið ganga brösótt hjá Redford þessa dagana þvi aö fyr'ir nokkrum vikum var hann látinn vikja frá Broadway, þar sem hann var byrjaður æfingar á leikriti og var leikarinn Peter Strauss tekinn i hans stað. Framleiöendur myndarinnar reyna nú aö fá Paul Newman I staö Redfords. ,,Tcss” önnum kafin / Nastassia Kinski, unga stúlkan sem Roman Polanski gerði heimsfræga í hlutverki Tess i samnefndri kvikmynd þarf ekki að kvarta undan aðgerðarleysi siðan hæfileikar hennar voru uppgötvaðir. Hún hefur nú þegar leikið aðalhlutverk i tveimur kvikmyndum, — i „One From The Heart" sem leikstýrð var af Francis ,,Godfather" Coppola og k er þeirri mynd lauk stóð Paul h Schrader tilbúinn með hlut Ik verk handa henni í Uk. myndinni „Cat People"...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.