Vísir - 24.09.1981, Blaðsíða 9

Vísir - 24.09.1981, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 24. september 1981 VÍSIR 9 Athugasemd vegna fréttar um námskeiö tyrir verðandi fiugumterðarstjóra: Undanfarna daga hafa allir fjölmiðlar bókstaflega verið ,,fuil- ir” af fréttum um hrið- versnandi afkomu sjávarútvegsins. Ein- hverjir láta sér nú iik- lega ekki bregða mikið og segjast hafa heyrt svipaðar sögur þegar fiskverðsákvörðun er að náigast og verið sé að undirbúa jarðveginn fyrir gengisfellingu. Er þetta þá bara gamla piatan? Nokkrar tilvitnanir 1 Morgunblaðinu 19/9 segir Kristján Ragnarsson, form. LÍÚ, að fiskverð þurfi að hækka um 13% til að hægt sé að reka flotann á milli. 1 Visi sama dag segir Árni Benediktsson formaður fisk- framleiðenda i SIS: „Eins og staðan er nú er frystingin rekin með 6% halla en aftur á móti er verulegur hagnaður á saltfiski og skreið. En i heild er fisk- vinnslan þó rekin með tapi”. Magnús Ólafsson i Sjávarút- vegsráðuneytinu segir i Alþýðu- blaðinu þann 15/9 að hrikalegur fjármagnskostnaður sé hjá nýj- um fiskiskipum. I Þjóðviljanum 20/9 segir Ólafur Jónsson hjá Sjávar- afurðadeild S.l.S. að þorskblokk hafi lækkað um 8% frá þvi i júni. Útvarpið hefur sagt frá rekstrarvanda og stöðvunum fiskvinnslufyrirtækja i flestum landshlutum nú að undanförnu. 1 sjónvarpinu þann 19/9 var talið að nýju togararnir þyrftu að veiða allt að helmingi meira til að endar næðu saman. Dr. Jakob Magnússon, fiski- fræðingur, hefur varað alvar- lega við þvi að karfinn sé nú of- veiddur en samtimis fréttist að 8000 tonn af karfaafurðum liggi óseld hjá frystihúsum. Svona mætti lengi telja, en hvernig getur staðið á þessum ósköpum þegar aflinn er með þvi mesta, sem um getur og meðalverð á mörkuðum senni- lega aldrei verið hagstæðara? „Hvað skal nú til varnar verða vorum sóma”? Gömlu „ihaldsúrræð- in” Það leikur varla nokkur vafi á þvi að gengi krónunnar er orðið rammskakkt rétt eina ferðina og það verður eflaust fellt bráð- lega, sjálfsagt of seint og of litið eins og venjulega. Það er ekki laust við það heldur að aðrar at- vinnugreinar en sjávarútvegur- inn hafi látið á sér skilja að gengisskráningin væri ekki upp á það réttasta. Iðnaðurinn hefur alveggengiðfram af ráðherrum með frekjulegum fundarhöldum af þessu tilefni. Næsta gengis- neöanmáls ER HU M KOMA AB SKULDADðGUM? felling verður ekki „bara fyrir sjávarútveginn” svona til til- breytingar. En gengisfelling er að verða ákaflega tvieggjað vopn á þess- um siðustu og verstu timum. öll aðföng sjávarútvegsins þ.m.t. olia, hækka nefnilega um leið, og ein gengisfelling býður ann- arri heim. Gengisfellingar komaisamstæðuma.m.k. 2og 2 með stuttu millibili, sagði ein- hver vis maður. Það kom 5% gengisfelling upp úr þurru i sumar og það kemur önnur, sjálfsagt hærri, i haust og hún dugar eflaust skammt lika. En það er ekkert sem bendir til þess að nein varanlegri úrræði séu í undirbúningi. Flotinn ósigrandi Ingólfur Falsson, formaöur Farmanna- og fiskimannasam- bands tslands, átaldi stækkun fiskiskipastólsins mjög i Mbl. þann 13/9 s.l. Þetta hafa margir fleiri (málsmetandi) menn gert og það er eins og lang-flestir landsmenn skilji það núorðið mæta vel, að fiskiskipaflotinn er orðinn alítof stór. Of stór floti þýðir of hátt fiskverðsem þýðir of mikiii framleiðslukostnaður afurða, sem „reddað” er með gengisfalli. Það er ömurlegur vindmyllubardagi, sem háður er við að bæta nýtingu, finna nýjar afurðir, spara oliu (orku) o.s.frv. Þetta er tilgangslaus skæruhernaður. Flotinn er ósigrandi eins og er og veröur það i náinni framtiö. Menn hafa svo sem reynt að stöðva þennan ofvöxt fiski- skipaflotans. Má þar nefna slaginn um Barða NK, ævin- týraskipið, sem kennt er við Þórshöfn, og Raufarhöfn þar sem Rauðinúpur liggur nú bundinn, úreldingarsjóðinn, nefndaálit um endurnýjun fiski- skipastólsinsfrá i vorog nokkur frumvörp Alþýðuflokksmanna ■ s.l. vetur. En þvi miður, þetta er eins og að berjast við forynjur. Þegar einn limur er stýfður spretta tveir nýir i staðinn. Náttúran gripur I taumana fyrr eða siðar Þegar Filippus Spánarkon- ungur lagði til atlögu viö Eng- lendinga um árið, snerust náttúruöflin á sveif með Bret- um. Óveður brast á, sökkti mörgum skipum og tvistraði flotanum ósigrandi, sem aldrei bar sitt barr eftir það. Þvi miður er ýmislegt, sem bendir til þess að striðið við fiskiskipa- flotann okkar vinnist heldur ekki nema fyrir það að náttúran. gripur i taumana, ekki kannski með illu veðurfari, heldur með viðkomubresti eins eða fieiri fiskstofna. Ekki veit ég hvaö menn hafa hugsað sér með karfaveiðar á næsta ári, ef stofninn er alvarlega á niöurleið og afurðirnar seljast ekki heldur. Varla fara menn að verðbæta karía, sem landað er þegar svo stendur á? Togararn- ir liggja þá bara af sér skrap- dagana enn meira en nú þegar er gert. Undanfarin ár hafa ungviðis- rannsóknir fiskifræöinga leitt i ljós, að ungþorskurinn hefur spjarað sig betur en talið er éðlilegt ár eftir ár. Ef þetta endurtekur sig enn i haust þá getum við kannski „dansað einn hring enn” næsta ár en varla fækkar skrapdögum með fjölg- un togaranna og ekki lengist vétrarvertiðin með tilliti til af- kastaaukningar vertiðarflotans. Það skiptir ekki máli hvort Björn Dagbjartsson forstjóri Rannsóknar- stofnunar fiskiðnaðar- ins fjallar um afkomu sjávarútvegsins og varar enn við stækkun flotans og ofnýtingu fiskstofnanna. heildarþorskaflinn I ár veröur nær 460 eða 500 þúsund tonnum. Hann veröur um eöa yfir þvi há- marki sem menn hafa taliö aö tslandsmið gætu mest gefiö af sér til langframa. Þorskurinn og allar aðrar botnfisktegundir sem máli skipta eru ýmist full- nýttar eöa ofveiddár þrátt fyrir þær takmarkanir sem nú eru á veiðunum. Er til sjálfsvarnarkerfi fyrir sjávarútveginn? Það er heldur nöturleg til- hugsun fyrir þá sem atvinnu hafa af sjávarútvegi að ekki verðihætt að auka við skipastól- inn fyrr en einhver af nytjafisk- stofnunum hrynur og hættir aö veiðast. Það er eölilegt, að þess- ir menn séu íarnir að hugsa alvarlega um aðferðir til að verja lifskjör sin og íramtiðar- atvinnu. Heildarkvóti og kapp- hlaupið við sameigihleg viömið- unarmörk bókstaflega kallar á afkastameiri skip og stækkun flotans. Arni Benediktsson leiðir að þvi rök i Visi, að þetta kapp- hlaup við takmarkaðan veiðitima og sameiginlegan heildarafla leiði tii lakari gæða hráefnis og afurða. Hann segist ennfremur ekki sjá aðra leið vænlegri til stjórnunar fiskveiöa en að skipta afla niður á veiðiskip. Þetta er hvort tveggja laukrétt að minu mati. Þegar ljóst var að loðnuveiðar mundu dragast verulega saman fyrir 2 árum, samþykktu út- gerðarmenn (og sjómenn) loðnuskipa, að skipta afla niður á skip. Vegna þess að loðnuflot- inn var þá þegar orðinn alltof stór, kemur heldur litið i hlut hvers skips. En þaö hefur ekki bæst viö eitt einasta nýtt ioönu- skip siöan. Þaö er ekki aö sjá annaö en hagsmunaaöilar i sjávarútvegi neyöist til aö gripa til sömu ráöa gagnvart botn- fiskflotanum og þvi fyrr þvi betra fyrir þá og þjóöina alla. „Full samstaöa milli ráðu- neytis, stofnana og Eftirfarandi grein var send VIsi vegna frétta um námskeið fyrir flugumferöastjóra. Enda þótt greinarhöfundur segi aö mis- skilnings gæti i fréttinni telur VIs- ir sig hafa fullar heimildir fyrir henni. t blaðagrein i Visi 22. þ.m. und- ir fyrirsögninni,,Kurr hjá flug- málastjórn vegna þess hvernig staðið er að námskeiði fyrir flug- umferðarstjórn”, kemur fram misskilningur varðandi væntan- legt grunnnámskeið fyrir verð- andi flugumferðarstjóra, og ósk- ast þvi eftirfarandi birt i blaði yð- ar. 1. Auglýst var eftir umsækjend- um á fyrirhugað grunnnám- skeið i flugumferðarstjóm i Lögbirtingarblaðinu i byrjun þessa mánaðar. Ekki var talin nauðsyn á frekari auglýsingu, þar sem aðeins er um örfá stöðugildi aö ræða, og vegna takmarkaðs fjölda á grunn- námskeiðinu, þar eð innan stofnunarinnar eru til staðar starfsmenn, er unnið hafa við tengd störf er uppfylla tilskilin skilyrði og áhuga hafa á þátt- töku i grunnnámskeiðinu. 2.Samkvæmt reglum um tilhögun á námi i flugumferðarstjórn, ber forsvarsmönnum flugum- ferðarþjónustu að velja nem- endur til grunnnáms i flugum- ferðarstjórn, en sfðan geri nefnd tiltekinna aðila tillögu til flugmálastjóra um hverjir haldi áfram námi til fullra starfsréttinda aö grunnnámi toknu, og ber þá m.a. að taka tillit til námsárangurs og um- sagna um nemendur. 3. Endanleg ráðning nýrra flug- umferðarstjóra fer fyrst fram, þegar viðkomandi hafi stað- ist tilskilin próf (3-4 ár). Sam- kvæmt gildandi reglugerö ann- ast vamarmáladeild utanrikis- ráðuneytisins ráöningar flug- umferðarstjóra til Keflavikur- flugturns, enda þótt samgöngu- ráðuneytið sé ábyrgt fyrir þjálfun og störfum þessara starfsmanna. Allir aðrir flug- umferðarstjórar á landinu em ráðnir til starfa af samgöngu- ráðuneytinu. 4. Umsóknarfrestur rennur út n.k. föstudag og þvi ekki ljóst hverjir umsækjendur eru, né skyldleiki og tengsl þeirra við forstööumenn flugumferðar- þjónustunnar. Að sjálfsögöu má oft búast við slikum skyld- leika og tengslum i landi fá- mennisins, hins vegar er einnig á þaö aö lita, að enn er það ekki talið sjálfgefið að skyldleiki eða tengsl útiloki einn eða neinn frá starf i. Hvað varðar fyrirsögn Visis- greinarinnar þá er það viðs fjarri að kurr sé hjá stofnuninni vegna framkvæmdar námskeiðsins. I fyrsta lagi hefst það ekki fyrr en um eða eftir miðjan næsta mán- uð, i öðm lagi var full samstaöa milli ráðuneytis, stofnunar og fagfélags um þær reglur er nú gilda um tilhögun þessa náms, og i siðasta lagi hafa umsóknir enn ekki verið opnaðar, né afstaða tekin til þeirra, þar sem umsókn- arfrestur er ekki enn útrunninn. Reykjavik 23.9. 1981 Haukur Hauksson Framkv.stjöri flugöryggisþjón- ustu ErustGislason Y firf lugum feröars t jóri þjálfunar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.