Vísir - 24.09.1981, Blaðsíða 18

Vísir - 24.09.1981, Blaðsíða 18
22 mannlií VlSIR Fimmtudagur 24. september 1981 Tímarnir tvennir óþekktir leikarar Larry Hagman og Donna Mills i hlutverkum þjónustufóiks fyrir tiu árum. Hér sjáum við hvernig hlutirnir geta breyst á 10 árum. Þjónustufólkið á myndinni er enginn annar en hinn illgjarni Larry //J.R." Hagman í Dallas þáttunum, og Donna nokkur Mills, sem einnig leikur leiðindakvenmann í sjónvarpsþáttunum „Knots landing" um þess- ar mundir. Á hinni myndinni sjáum við hversu vel þeim hefur farnast í bransanum, myndin er tekin úr þáttun- um „Knots landing", þar sem þau lifa í vellystingum en hlutverkin gætu einnig verið táknræn um frama þeirra í leiklistar- heiminum. Donnie I skólastofunni ásamt kennara sinum. Einmana skóladrengur Donnie Edwards, sjö ára gamall drengur i þorpinu Frenchglen i Bandarikjunum er senniiega einangraöasta barn I öllum heiminum. Hann er eini nemandinn I skólanum sinum og leikfélagar eru engir i þorpinu. 1 þorpinu er eitt gamalt hótel, bensinstöö, skóli og þar búa sex fullorönir og svo Donnis. Kennari hans Sue Gross, segir þaö ekki auövelt aö hafa aöeins einn nemanda og segir hún aö andrúmsloftiö sé þvingaöra en þegar gengiö sé inn I fullskipaö- an bekk. 1 þessu sambandi má minna á aö Kennarasamtök íslands hafa nú hafiö mikla herferö til aö vekja athygli á of fjölmennum bekkjum i Islenskum grunnskól- um og þegar Sue talar um full- skipaöan bekk á hún örugglega ekki viö 25 til 30 manna bekki eins og hér tlökast heldur 15 til 20 manna hóp eins og algengast er meöal siöaöra menningar- þjóöa. Þaö er hins vegar staöreynd, aö Donnie hefur tekiö mjög miklum framförum I náminu og er kominn miklu lengra heldur en jafnaldrar hans enda fær hann einn alla athygli kennar- ans. A sumrin hafa foreldrar hans fariö meö hann i fri til frænku þeirra i Kaliforniu og þar um- turnast hann þegar hann fær aö umgangast aöra krakka, en af skiljanlegum ástæöum er hann óvanur aö leika sér viö jafn- aldra sina. Donnie er sagöur hafa gaman af körfubolta, sem er uppáhaldsleikur hans þegar hann er einn heima i þorpinu, en varla er gaman til lengdar aö hafa engan til aö keppa viö. I) ms idn: Ðulspeki Gamla kvikmy ndahetian James Coburn hefur, lýst yfir á- hyggjum sínum af velferð mannkynsins, sem hann telur vera á glapstigum. Hann hefur nú snúið sér að austurlenskri dul- speki, sem hann telur eina ráðið til úrbóta. Coburn hefur þó enn ekki snúiö baki við veraldlegum gæöum þessa héims og nýlega lét hann hafá sig út í að koma fram i sjónvarpsauglýsingu þar sem hann þáði milljóh dollara fyrir aö nefna nafnið á bjórtegund einni og gjotta framan i myndavél- Heimsþekktar stórstjörnur i aöalhlutverkum I þáttunum „Knots landing”. Khadichabvi á lll.afmælisdaginn sinn. • • Oldruð en ern Hún er vel ern, hún Khadichabvi Bakhturazova, eins og glöggt mátti sjá er hún hélt upp á 111 ára afmæliö sitt hér á dögunum. Hún er ein af þessum langlifu Sovétborgurum frá Kákasus og eins og gefur aö skilja er hún margföld amma, lang- amma og langalangamma. Meöfylgjandi myndir voru teknar af henni á afmælisdaginn, þegar gamla konan stillti sér hreykin upp meöal niöja sinna enda getur hún boriö höfuöiö hátt. öll börnin eru nú farin aö heiman nema ein dóttirin, 75 ára gömul, sem aöstoöar mömmu gömlu viö húsverkin. Hér er gamla konan meö hluta af afkomendum sinum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.